Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1968, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1968, Blaðsíða 7
blóði voru þó ævinlega snar þáttur í trúarlífinu. Fórnuðu Mayar þá gjarnan dýrum og fuglum á ölturum sínum. Með vaxandi áhrifum frá Mexico færðust mannfórnir þó æ meir í auk- ana. Að lokum hafði óhugnaðurinn náð svipaðri útbreiðslu og hjá Azt- ekum. Einkum þótti vænlegt til ár- angurs að fórna fyrirmönnum úr ó- vinaliði. Við sérstök tækifæri var regn- guðinum fórnað aðalbornum meyjum. Skrýddar blómum og eðalsteinum var þeim varpað ofan í hyldjúpar lindir. Þannig skyldu þær sameinast brúð- guma sínum Chac. Öll fórnarlömb hugðu Mayar ódauðleg. Mönnum, sem sjálfsmorð frömdu voru ir þrælahaldarar fengu síðar meir að finna smjörþefinn af þessari trú. í staðinn fyrir að bíða paradísarvistar, eins og heiðarlegum þegnum keisarans sæmdi, frömdu Maya þrælar sjálfs- morð í þúsunda tali. Heiðinn ódauð- leiki þótti þeim sýnu betri en keisar- ans þjónusta. Flutningur lífsseigari manna og arðbærari frá Afríku stóð m.a. í sambandi við þessi sjálfsmorð. T rúarbrögðin voru aflgjafi Maya listarinnar, sama gilti um vísindaiðk- anirnar. Hlutverk prestanna var að túlka vilja og þarfir goðanna, ekki eldur borinn að í guðs nafni og keis- ara. M ayaletrið hefur um langan aldur verið mikill höfuðverkur fræðimanna. Margir málfræðingar hafa eytt æfinni til rannsókna á því, en höfðu sjaldnast erindi sem erfiði. Þannig var málum háttað, þegar tveir sovézkir vísindamenn ókváðu að sanna ágæti stærðfræðinnar við sögulegar og málfræðilegar rannsóknir. Til sam- starfs var boðið ungum sagnfræð- ingi, og létu félagarnir síðan til skarar skríða við Maya letrið, með hjálp raf- magnsheila. Fyrsta skrefið var að mata heilann á tveimur bókum. Þær voru ritaðar með latnesku stafrófi, taldar beinar þýðingar á glötuðum Maya handritum, og höfðu verið varðveittar af kristni- boðum. Bækurnar töldu um hundrað þúsund orð. Heilinn stokkaði nú upp orðin og mynduðu 20% af textanum. Ergo: Tákn in, sem oftast komu fyrir í upphaflegum handritum þýddu slíkt hið sama. Nú komu að góðum notum nokkrar setningar, sem merkum sovézkum fræðimanni hafði tekizt að ráða fá- einum árum áður. Þær þáði rafmagns heilinn með beztu lyst. Vísindamenn- irnir biðu því næst úrlausnarinnar með öndina í hálsinum. Skyndilega, eins og Uppdráttur af Mayahofum miklum metum, þegar Spánverjar héldu innreið sína í landið. Goðið á sér ein- kennilega sögu meðal Maya. Það er ættað frá landi Azteka og hét þar Quetzacoatl. Til Maya er goðið að líkindum þannig komið. Atzeka höfðingi af háum stigum hef- ur verið tekinn herfangi og er fluttur til Maya borgar á Yucatan. Þar skal honum fórnað. Hann fær einhvern veginn umflúið örlög sín og er gerðu að leiðtoga borgarinnar. Undir forystu hans kemst á ríkjasamband þriggja borga á Yucatan, hið eina í sögu Maya. Sambandið verður mjög öflugt, og til heiðurs leiðtoga sínum er Azteka goðið tekið í helgitölu og skýrt í höfuðið á honum: Kukulcan. Ah Puch hét ógnþrunginn og skelfi- legur guð dauðans og hins illa. Puch er í líki beinagrindar, með glamrandi hringlu sér um hásl. Hafa Mayar reikn- að með, að illþyrmislega marraði í kölska þessum, þá er hann sótti sína. Jafnframt sláttumanns hlutverkinu, var Puch leiðtogi ára myrkursins í bar- áttunni gegn öflum ljóssins. Frjósemi var illvætti þessu eitur í beinum. Fylginautar hans voru geyjandi rakk- ar, uglur og ámóta illþýði. Mannblót, sem mjög tíðkuðust meðal Azteka, voru löngum fremur fátíð í trúarathöfnum Maya. Hreinsifórnir með sízt með tilliti til uppskerunnr. Vilja sinn og þarfir tjáðu guðirnir í gangi himintunglanna. Til að fylgjast með þeim þurfti stjörnuathuganir, stærð- fræði og letur til skrásetningar. Svo samvizkusamlega unnu Maya prestar guðum sínum til dýrðar að þeir gerðu pápisku tímatali spönsku yfirdrottnaranna skömm til. Nákvæmn in var slík að skeikaði aðeins 11/100 úr degi miðað við 206 ár. Til hag- ræðingar við svimandi háar tölur í útreikningunum grundvölluðu prestarn ir talnakerfið á 20 í stað 10. í Maya letrinu eru 340 tákn, myndir dýra og goða. Hreint myndletur er það þó ekki, heldur stig milli þess og nútíma leturs. Aðeins þrjú upp- runaleg Maya handrit eru varðveitt, öll á evrópskum söfnum. Þegar Spánverjar höfðu lagt undir sig Maya veldið, fundu þeir aragrúa handrita úr trjáberki árituð myrkum táknum. Prelátar sem fylgdu Con- quistadorunum á landvinningunum, töldu þessi rammheiðnu handrit standa stofnun guðsríkis meðal Maya alvar- lega fyrir þrifum. Fjandinn sjálfur og allir hans árar hefðu trúlega tekið sér bólfestu í þessum skræðum aftan úr grárri fyrnsku. Það varð því að ráði, að handritunum var safnað í kesti á meiri háttar torgum nýlendunnar og bergmál frá örófi aldanna, tilkynnti sovézki rafmagnsheilinn: „Kavil maís- guð brennir ker úr hvítum leir“. Starf þremenningana hafði borið ríkulegan ávöxt og í ljós kom, að efni hand- ritanna var einvörðungu tímatalsfræði og trúarlegt. Árið 1511. Nýi heimurinn er fundinn. Veður fara að gerast válynd. Spænskt skip brotnar undan Yucatan, tveir komast af og eru hnepptir í ánauð. Átta árum síðar. Maya menningin hefur lifað sitt fegursta. Innanlands- styrjöld geisar. Drepsóttir, hallæri og hvirfilvindar þjaka Maya. Borgirnar eru margar yfirgefnar og ríkin leyst upp. Leiðangur Hernando Cortés legg- ur í haf frá Kúbu. Skapadægur Maya er runnið upp, og þeir verða Cortés og mönnum hans auðveld bráð. Þrælahald og ómælanlegar hörm- ungar verða hlutskipti þjóðarinnar, sem áður leysti gátur tilverunnar og reisti háar hallir. í dag telja þeir 350 þúsund manns, flestir í mexikanska fylkinu Yucatan. Röskum fjórum öldum eftir að „siðmenningin" hélt þangað innreið sína er loks að birta á ný í lífi Maya. Þeir hafa gerzt hluti mexikönsku þjóðarinnar, njóta mannréttinda, lifa í friði— og þótt ótrúlegt megi virðast, sáttir við guð og menn. HÚSIN í BÆNUM Framhald af bls. 2 til að skapa, Kosningar, Skólabræður, Við Laugaveginn, Jerúsalemsdóttir, Við Miðjarðarhafið, þegar ég praktiseraði. í þessari bók er skáld hinnar Fögru veraldar enn á ferð um bæinn sinn að benda á nýja fegurð eða rifja upp gömul kynni tengd bænum. En skáld- ið hefur líka ferðast til annarra landa, og yrkir um ferðir sínar mörg af hug- stæðustu ljóðum sínum, og þau eru ekki ferðaljóð í venjulegum skilningi, heldur taka til meðferðar vandamál mannlegs lífs bæði af hreinskilni og djúpsæi eins og Tómasi er tamt. Ætti ég aftur á móti að benda á Ijóð úr sömu bók, þar sem skáldið er takmarkaðra, snýr sér umsvifalaust að myndinni, myndi ég nefna Blómljóð: Eg er blómið, sem óx úr mold þinni, jörð, hið unga blóm, sem sólskinið tók sér í jang. Ég dreifði minni gleði um þinn víðavang, ó, veröld, sem áttir hjarta míns þakkargjörð. Og eg er blómið, sem eldist og deyr í haust og enginn man lengur nœst þegar sólin skín. Og þessvegna horfi ég hryggur á blöðin mín, sem eg hélt í vor að blómguðust endalaust. Og öll þau blóm, sem ég kinkaði kolli til, þeim kolli, sem jafnan var utan við sig af þrá, blómhjörtun góð, sem ég heyrði við hlið mína slá og hófust úr sömu mold upp i dagsins yl — þau deyja líka, svo undarlegt sem það er, og innan stundar verða þau samferða mér. Segja má, að þetta ljóð sé í ætt við „innhverfu“ Ijóðin úr Fögru veröld, sem ég hef gert að umræðuefni hér að framan; þótt mynd þess sé skýr, er það táknrænt, óður um fallvaltleik: þau deyja lika, svo undarlegt sem það er, og innan stundar verða þau samferða mér. Þessi ljóð eiga sér einnig hliðstæður í síðustu bók Tómasar Guðmundssonar, Fljótinu helga, sem prentuð var 1950. Ég hef þá einkum í huga Morgunljóð úr brekku, og Við ströndina. Morgun- Ijóð úr brekku, er búið hinu létta hljóði lindarinnar, sem leikur sér „við að skoppa og hoppa niður kletta", og hlustar þsgar degi hallar „skelfd í gilj- um á hafið“, sem kallar hana. I Við ströndina, „kalla gamlir klettar á öldu- rótið“, minningar vakna um „eitt gullið kvöld fyrir mörgum árum“; en þótt tunglskinið hafi eitt sinn lokkað „ást- fangin hjörtu“, hefur reynslan kennt það, sem felst í þessum gullvægu hend- ingum: Við eigum ei framar sjálf annað sameiginlega en sævardjúpið, sem skilur á millum okfcar. Kristján Karlsson, kemst þannig að orði um þessa tegund mótsagnar í skáld skap Tómasar: „Hún felur skki eingöngu í sér mótsögn við eitthvað, sem er utan við kvæðið, einhverja viðtekna hug- mynd, heldur er hún einnig mótsögn í sjálfri sér.“ 22. júná 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.