Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1968, Blaðsíða 9
bekk hélzt allt þetta tímabil i sama námsefni og áður og með svipuðu móti, þó voru nú meir tekin upp skrifleg próf í stað munnlegra áður. Árið 1934 (minn- ir mig) var prófið flutt fram í byrjun maí en var í lok júní eins og áður er sagt. Ástæður fyrir því eru mér óljósar, en alla vega tel ég, að þessi ráðstöfun hpfi ekki verið til bóta, nema síður væri. Árið 1928 fyrirskipaði menntamálaráðuneytið að taka aðeins 25 nemendur í 1. bekk skólans. Var borið við húsnæðisleysi. (Þá voru í skólanum 276 nem í 15 bekkjardeildum, nú 930 nemendur í 41. bekkj ardeild) Settur rektor skólans, Þorleifur H. Bjarna son mótmælti þessu,- án árangurs. Hélzt svo allan tímann, sem gagnfræðadeild var við skólann, að 1. og 2 bekkur gagnfræðadeildar voru einskiptir. Eftir inntökupróf 1928 var mörgum þeim, sem stað- izt höfðu inntökupróf, vísað frá. Þetta kom þó ekki að sök fyrir nemendurna, því að Gagnfræðaskóli Reykvíkinga var stofnaður þá um haustið, og tók hann við þeim nemendum, sem frá hafði verið vísað. Námsefni var hið sama og í gagn- fræðadeild Menntaskólans, og að nokkru leyti sömu kennarar fyrstu árin. Gagnfræðapróf var hið sama við báða skólana og gilti gagnfræðapróf frá Gagn- fræðaskólanum til upptöku í lærdómsdeild Mennta- skólans, líkt og verið hefur áður með Gagnfræða- skólann á Akureyri. Síðustu ár þessa tímabils var 4. bexkur við Gagnfræðaskóla Reykvíkinga og voru nemendui þeir, sem þar luku prófi, teknir próflaust upp í 5 bekk Menntaskólans. í reyndinni var Gagn- fræðaskóli Reykvíkinga eins konar útibú frá Mennta- skólanum. — Gagnfræðaskóli Vesturbæjar er fram- hald þessa skóla. f Reykjavík var annar gagnfræðaskóli stofnaður 1928, og var lengst til húsa í Franska spítalanum við Lindargötu (þar sem nú er Gagnfræðaskólinn við Lindargötu). Framhald þess skóla er Gagnfræðaskóli Austurbæjar. Inn í þann skóla þurfti ekki sér- stakt inntökupróf aðeins fullnaðarpróf, en nemend- ura var skipt í bekki eftir sérstöku hæfnisprófi, og helzt svo enn. — Nokkrir af nemendunum þess skóla tóku utar.skóla gagnfræðapróf við Menntaskólann og komust þannig inn í hann. Nemendur í lærdómsdeild Menntaskólans voru því flrvsti'- úr þremur skólum í Reykjavík, auk nokkurra utanskólanemenda ár hvert, sumra utan af landi, en fyrir þá var síðustu árin haldið sérstakt niámsskeið við Menntaskólann seinni hluta vetrar („Vísinda- deildin" var það kallað í gamni). Lar.gflestir voru nemendurnir úr Reykjavík, og utan bæjarmenn tiltölulega lítill hluti þeirra, er stúdents- próf tóku Aldursmunur var þó talsverður eins og áður, því að spurt var um kunnáttu en ekki aldur. Utanbæjarmenn voru flestir eldri vegna ýmissa félagslegra ástæðna. Þess skal getið, að 1936 var sett ný reglugerð fyrir menntaskólana, þar sem svo var ákveðið, að gagnfræðadeidin skyldi vera tvö ár í stað þriggja ára áður. Sigurður heitinn skólameistari á Akureyri var þessu mótfallinn og framkvæmdi þetta ekki, með- an hann var skólameistari til 1948. Aftur á móti var þetta framkvæmt í Menntaskólanum í Reykjavík. Með þessu var farin virðingin fyrir hinu gamla gagnfiæðaprófi, sem þá þótti góð menntun, enda hættu. margir ágætir nemendur námi við gagnfræða- próf, þó að þeir hefðu rétt til að halda áfram námi í menntaskólunum. Árið 1937 var líka hætt að nota einkunnakerfi Örsteds í Menntaskólanum í Reykjavík og tekið upp núgildandi einkunnakerfi (1.0—10.0), gegn mótmæl- um flestra kennara skólans (á Akureyri hélzt Ör- stedseinkunnakerfið til 1948). — Síðustu stúdentar eftir eldri reglugerðinni útskrifuðust 1941. Tafla II sýnir aldursskiptingu stúdenta þetta tímabil, — 1933 —1944 á sama hátt og tafla I. Tímahilið 1956—1967 Árið 1946 voru nýju fræðslulögin sett, og koll- vörpuðu þau þessu gamla kerfi, sem vaxið hafði upp úr íslenzkum aðstæðum og reynslu, en hafði að vísu verið spillt með breytingunni 1937. Eg skal ekki hér ræða um fræðslukerfið frá 1946 en ég hef oft opinberlega, bæði í útvarpi og blöðum, lýst ótrú minni á því. Og nefndinni, sem að því vann skrif- aði ég mörg bréf um það. En nóg um það. Samkvæmt þessu kerfi frá 1946 er börnum skipt í bekki eftir aldursárum miðað við áramót en ekki eftir kunnáttu. Að vísu var þetta að nokkru byrjað áður. Reynt er að kenna öllum á sama aldri hið sama sgm- kvæmt námsskrá. I stað gagnfræðaprófs menntaskólanna kom nú landsprófið. Kennsla undir það var nú falin gagn- fræðaskólunum. Með tilskipan menntamálaráðuneyt- isins var gagnfræðadeild Menntaskólans í Reykjavík lögð niður. Kristinn heitinn Ármannsson rektor, sem verið hafði í nefnd þeirra, er samdi fræðslulögin, varð fyrir vonbrigðum, hann hafði ekki gert ráð fyr- ir þessu. Pálmi heitinn Hannesson rektor lét í skóla- skýrslu 1949 í ljós óánægju með þessa ráðstöfun. Menntaskólinn á Akureyri fékk um skeið að halda einskiptri tveggja ára gagnfræðadeild með óvöldum nemendum. Síðasta gagnfræðapróf við Menntaskól- ann í Reykjavík var haldið 1945. Síðustu 20 árin hafa gagnfræðaskólarnir svo til einir annazt kennsluna undir landspróf. Fyrsta landsprófið 1946 var í felstu sniðið eftir gagnfræðaprófi menntaskólanna, og námsefni var hið sama og áður. — En strax á næstu árum var náms- cfnið minnkað og einni námsgrein, rúmfræði, alveg sleppt Ég ræði þetta ekki frekar, en vil þó taka það fram, að ég tel, að þrátt fyrir marga galla og mikið ó- frelsi, sem landsprófið veldur, hefur það þann kost, að jafna aðstöðu nemenda í landinu og gera þeim kleift að stunda nám í sinni heimabyggð til 16 ára aldurs. Að öðru óbreyttu tel ég ekki fært að leggja það niður Ég hef gert tillögur til réttra stjórnarvalda um breytingu á öllu kerfinu, en ræði það ekki hér. Stungið hefur verið upp á því, að fela gagnfræða- Tímabilið 1933—1944 Röð á Yngri % stúd- Aldurs sltúd- Aldurs Fæðing- Fjöldi en 20 enta ár Fæðingar- entspr. ár ardag- Ár stúd- ára um yngri en Tveir yngstu stúdentar ár livert 15. dagur af 10 Tveir efstu á stúdentsprófi ár hvert 15. ur og enta áramót 20 ára júní og ár efstu júni ár 1933 37 12 32,4 Anna Claessen, skjalaþýðandi, frú í Danm. 17 27/7 »15 3. Klemens Tryggvason, hagstofustjóri 18 10/9 »14 Hallgrímur Helgason, tónskáld, próf., Kanada 18 3/11 »14 7. Guðmundur Arnlaugsson, rektor 19 1/9 »13 1934 37 12 32,4 Unnur Jónsdóttir, B.A., frú 18 16/4 »16 3. Dagný Ellingsen, dó ung 18 3/9 »15 Katrín Ólafsdóttir, B.A., frú, rithöfundur 18 3/3 *16 2. Katrín Ólafsdóttir, B.A. frú rithöfundur 18 3/3 »16 1935 42 11 26,2 Páll Sigurðsson, verkfr., 17 24/10 ’17 7. Sveinn S. Einarsson, verkfr. í Rvík 19 9/11 '15 Thorolf Smith, blaðam., rithöfundur 18 5/4 »17 8. Björn Jóhannesson, verkfr. hjá SI» í N. Y. 20 25/10 »14 1936 46 14 30,4 Pétur Sigurjónsson, verkfr. 17 30/7 »18 Gylfi Þ. Gíslason, hagfr. ráðherra 19 7/2 »17 Axel Tuliníus, lögfr. fyrrv. bæjarfógeti 18 4/4 *18 8. Gísli Hermannss-on, verkfr. forstjóri 20 28/2 »16 1937 51 20 39,2 Hallur Hallsson, tannlæknir í Rvík 17 8/2 ’20 Vilhjálmur A. Guðmundsson, verkfr. framkvstj. 1 jafn 19 4/6 »18 Ólafía G. Jónsdóttir frú í Rvík 17 12/10 ’19 Þorvarður Júlíusson, hagfr., framkvstj., Rvík 1 háir 18 20/12 ’18 1938 42 20 43,8 Ragnhildur Thors Hafstein, frú 17 23/7 ’20 9. Magnús Kjartansson, ritstjóri, alþm. 19 25/2 ’19 Helgi Bergs, verkfr., fram.kvstj., alþm. 18 9/6 »20 8. Jónas Ilaralz, hagfræðingur, ráðuneytisstjóri 18 6/10 ’19 1939 51 20 39,2 Áslaug Ásmundsdóttir, bankaritari 17 25/6 »21 Bergþór Smári, læknir í Rvík 19 22/2 »20 Guðrún Gísladóttir, tannlæknir 17 17/6 ’21 Halldór Grímsson, efnafr. 19 24/12 ’19 1940 51 20 39,2 S. Ása Traustadóttir, B.A., frú í Færeyjum 17 26/9 ’22 10. Anna Ólafsdóttir, B.A. frú í Róin 18 20/11 >21 Anna Ólafsdóttir, B.A. frú í Róm 18 20/11 »21 1. Ingólfur Aðalbjarnarson, B.A. 19 27/3 »21 1941 60 23 38,3 Þórliallur Vilmundars-on, prófessor 17 29/3 »24 1. Valborg Sigurðardóttir, M.A. skólastjóri í Rvík l jafn 19 1/2 ’22 Sigurður Örn Bogason, M.A., orðabókahöfundur 17 13/1 ’24 5. Þórhallur Vilmundars-on, prófessor I há 17 29/3 »24 1942 42 16 38,1 Guðmundur Ásmundsson, lögfr. 18 8/9 ’24 3. Jón Löve, prófessor í Ameríku 19 27/9 »22 Elsa Eiríksson, listfræðingur, frú í Rvík 18 21/3 ’24 4. Vilhjálmur Þ. Bjarnar, bókavörður í Ithaca í Bandar. 22 21/3 »20 1943 49 12 24,5 Ásmundur Brekkan, yfirlæknir í Reykjavík 17 10/4 ’26 10. Finnbogi Guðmundsson, landsbókavörður L jafn 19 8/1 »24 Páll Líndal, borgarlögmaður 18 9/12 ’24 Stefanía Guðnadóttir, frú f há 19 9/3 »24 1944 67 27 40.3 Áslaug Kjartansdóttir, kaupk. í Rvík 17 23/10 ’26 Sigríður Magnúsdóttir, lic és lettres, kennari við M.R. 19 23/11 »24 Niels P. Sigurðsson, ambassador 18 10/2 ’26 Sigríður Helgadóttir, fil. cand í slavnesk. mál. 18 18/11 ’25 Alls 575 207 36 22. júruí 1988 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.