Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1968, Blaðsíða 11
FYRSTA FJÖLDAFRAM- LEIÐSLA Á ÍBÚÐUM Á ISLANDI Það eru vissulega myndarleg umsvif í Breiðholtinu þar sem blokkir framkvæmdanefndarinnar rísa. — Tveir geysistórir kranar ganga á járnbraut milli blokkanna. I»eir eru m.a. notaðir til að hreyfa stálmótin fyrir þann hluta, sem steyptur er á staðnum. Stálmótin eru svo slétt, að hvergi þarf að múrhúða, hvorki utanhúss né innan. Aðeins eru veggirnir sléttaðir og siðan mál aðir. Þrátt fyrir þessa mikilsverðu tækni hefur ekki tekizt að lækka byggingarkostnaðinn svo neinu nemi og þess munu ófá dæmi að einstaklingar, sem byggja blokkir frá grunni, hafi náð betri árangri. Þannig kost ar 3ja herbergja íbúð í Breiðholtinu kr. 900.000,00. — Þess ber þó að gæta, að þarna er sjálfsagt meðtalinn ýmis stofnkostnaður við framkvæmdina, skrifstofukostn aður til dæmis, kranarnir og járnbrautin og fleira þessháttar. það er að sumt að minnsta kosti sé verksmiðju framleitt og staðlað eftir mætti. Oft hefur ver- ið fundið að því, að fyrst byggjum við timbur- hús úr mótunum, rífum það síðan niður og fáum steinhús í staðinn; byggjum múrhús þar innan í eða jafnvel timburhús innan í stein- húsið. Svo ekki er að udra, þótt margir kveinki sér undan byggingakostnaðinum. Á myndinni sjást nokkrir hinna verksmiðjuframleiddu hús hluta, þar sem verið er að koma þeim fyrir í Breiðlioltinu. Það er óvenjulegt að sjá marga samskonar hluta úr einu húsi standa upp á rönd og bíða þess að kraninn kippi í þá og lyfti þeim á sinn stað, einhversstaðar í útvegg. Hér á myndinni er sú eining, scm myndar umgjörð utan um aðalinngang. í baksýn sjást stálmótin á efstu plötunni. Björn Óiafs, arkitekt, hefur verið fastráðinn lijá Framkvæmdanefndinni og hann á heiður- inn af útliti húsanna. Hann hefur einnig ráðið útliti íbúðanna að innan. Hér er sannarlega ekki fátæklegt um að litast og ættu allir að vera fullsæmdir af íbúðum sem þessum. Þegar þar við bætist að íbúðahafar verða aðnjótandi algerlega óvenjulegra lánakjara, er ekki að furða þó margir vildu teljast í hópi hinna tekjulágu, sem hnossið gátu hreppt. Margir hafa undrazt þann íburð að hafa alls staðar parketgólf, cn ástæðan var sú, að hag- kvæmara var að koma öllum leiðslum fyrir undir parketinu en í veggjum. Takið eftir inn- stungunni við gólfið á súlunni. Þar kemur raf- magnsrörið einungis beint upp úr gólfinu. Auk þess er parketið furðu ódýrt eða innan við 300 krónur fermetrinn. Hér á myndinni s’ést úr stofunni inn í eldhús til vinstri og borðstofu til hægri. Þar á milli er ekki veggur, en eld- húsborðið myndar milligerð. Sjálf eldhúsinn- réttingin er úr Oregon Pine og kostaði aðeins kr. 26 þús. í hverja íbíið. Gluggar eru svertir með Pinotexi en veggir og loft málað hvítt. Allar innréttingar eru úr samskonar harðfuru og eldhúsinnréttingin. Húsgögnin, sem þarna eru, voru fengin í húsgagnaverzlunum, meðan íbúu; nar voru til sýnis. Svalirnar eru úr steinsteypueiningum, sem framleiddar eru í verksmiðju. Stakur biti ofan á myndar einskonar handrið og steinklossar sem standa lítið eitt út fyrir, mynda bil á milli bitans og plötunnar. Takið eftir, að ekki er fyllt með múr í þau skil, sem verða á plötu samskeytunum. Til vinstri: Blokkir framkvæmdanefnd arinnar eru svipmiklar á að sjá, sérstaklega er eftirtekt arvert samspil gluggaflat- anna og steinsteyptra ein- inga yfir dyrum. — Milli glugganna er tréverk, sem hefur verið svert með pino texi ásamt gluggapóstun- um. Þessir svörtu fletir mynda hressilega mótsvör- un við steinplöturnar. 22. júní lðM LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.