Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1968, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1968, Blaðsíða 16
Lausn á síðustu krossgátu BRIDGE SPILIÐ, sern hér fer á eftir er frá Evrópuimjótinu í Kaufpmannalhöfn fyrir um það bil 20 árum. Franski spilarinn P'lerre Albarran leikur lálstir sínax og vinnur spilið á skemimtilLegan hátt. Suður. é> 4-3 V 9-5-3 ♦ D-9-7-6-3 Jt. D-10-5 Vestur. Austur. D-10-9-8-6 A 5-2 4 V K-10-7 Á-10-4 4 K-G-5-2 K-G-6-2 « 9-8-4-S Norður. A Á-K-G-7 V Á-D-G-8-6-2 ♦ 8 4» Á-7 Sagnir gengu þannig: Suður — Vestur — Norður — Austur. 1 Hjarta 1 Spaði Pass Pass 4 Hjörtu Pass Pass Veetur lét út spaða 10 og saignhafi fékk slaginn á gosann. Sagnlhafi vissi, eftir sögniunum, að Austur átti annað hvort einn eða 2 spaða. Hann áleit að ■rétt væri að reikna með hjarta kóng hjá Austur og jafnvel tveimur hjört- um með kóngnum og ákvað því að haga úrspilinu á óvenjulegan hátt. Hann tók spaða ás, iét spaða kúng, kastaði laufi í úr borði og Austur trompaði. Austur lét lauf, sagnhafi drap með ási, iét út spaða 7, kastaði enn laufi úr borði og Vestux átti slaginn. Vestur tók tígul ás, lét enn tígul, sem sagnhafi trompaði heima. Nú gat Albarran komizt inn í borðið með því að iáta út laufa 7 og trompa i borði. Næst lét hann út hjairta, Vestur lét tíuna og sagnhafi drottninguna og þar með var spilið unni’ð. L „Heimspeki er ekki til í íslenzk- um bókmenntum. Frá alda öðli hafa íslendingar sýnt, að þá vantar bœði löngun til sjálfstæðra heimspeki- legra rannsókna og hæfileika til þess.“ Þessi orð er að finna í bók- menntasöguágripi Finns Jónssonar prófessors, er út kom árið 1892. Hann hefði ef til vill eitthvað dreg- ið úr þessu, ef hann hefði endur- skoðað afstöðu sína með hliðsjón af þeim bókmenntum, sem fram hafa komið eftir að þessi dómur var á lagður, en þar hefði ekki orðið um neinn grundvallarmun að rœða. Og hafi dómur Finns Jónssonar verið réttur, er hann var upp kveðinn er hann engu síður ágœtt hugleiðingar- efni nú. En því koma mér þessi orð í hug, að fyrir fáum dögum barst mér bók, sem fjallar um við horf þessara mála í Danmörku (David Favrholdt: Filosofi og sam- fund, 1968). Höfundurinn er prófess or í heimspeki við háskólann í Odense og tekur til meðferðar stöðu heimspekinnar í landi sínu. Hann segir í aðfararorðum: ,;Dan- mörk er vanþróað land í heimspeki- legu tilliti og hefur verið það öld- um saman. Fram til síðustu ára höf- um við ekki átt á að skipa fleiri kunnáttumönnum í heimspeki en hœgt hefur verið að telja á fingrum annarrar handar . . . .“ í umsögn um bók þessa segir í framhaldi þessu: „Af þessu leiðir, að hér í landi eru fáir menn handgengnir viðfangsefnum heimspekinnar og heimspekilegri hugsun. Sé Dan- mörk borin saman við það land, sem nœst okkur liggur, er áberandi, hve hverftndi hlutverki heimspeki gegnir í menningarumrœðum“. Háskóli íslands er í flestu tilliti sniðinn eftir Háskólanum í Kaup- mannahöfn og eftir fyrirmynd það- ra an er sú heimspekikennsla, sem veitt er við Háskólann hér. Þessi orð Favrholdts eiga því erindi til okkar tslendinga engu síður en til Dana, því að fullyrða má, að ástand í þessum efnum sé ekki betra hér á landi en í Danmörku. Það er t.d. áberandi hve svonefndar menning- arumrœður hér á landi rista oft grunnt, hve ósýnt mönnum er um að brjóta mál til mergjar og takast á um heimspekilegan kjarna við- fangsefnis. Deilur snúast í þess stað oft um ýmis ytri atriði, er raun- verulega skipta minna máli. Hinu er ekki að leyna, að til eru þeir menn, sem gera sér Ijósa grein fyrir því hvernig ástatt er í þessum málum hér á landi og hafa fullan hug á að bæta úr. Þannig lét pró- fessor Símon Jóh. Ágústsson að því liggja í samtali fyrir skömmu, að trúlega yrði áður en langt um liði tekin upp kennsla í heimspeki við Háskóla íslands í einhverjum mœli og hann taldi ekki fráleitt, að taka upp vísi að heimspekikennslu í menntaskólum landsins. Er ekki að efa, að slík kennsla, ef upp vœri tekin, myndi hafa góð áhrif á þroska og skoðanamyndun unglinga á menntaskólaaldri. &g hygg einnig, að íslenzkir há- skólastúdentar hefðu gagn af að takast á við viðfangsefni samtímans eftir heimspekilegum aðferðum. Heimspekileg aðferð forðast kenn- ingar eins og heitan eldinn, en skil- greinir og afmarkar viðfangsefni sitt og reynir á þann hátt að fá niðurstöðu sem nœst réttu lagi. Þess er ekki að vœnta að við Is- lendingar höfum mikla þjálfun í þessu þar sem bókmenntir okkar hafa verið svo firrtar heimspeki sem raun ber vitni og við kannski ekki haft löngun eða hœfileika til heimspekilegra rannsókna. En hér er brýnt að spyrna við fótum, því að samtíminn krefst þess af okkur, að við vitum hvað við viljum, hvað við erum að gera og hvert við stefn um. Jón Hnefill Aðalsteinsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.