Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1968, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1968, Blaðsíða 1
Þekking manna á sjálfum sér. „Fæða þarf trú með jarteinum, að hún vaxi," segir í fornu riti. Var sá skilningur ríkari í kaþólskum sið en lútherskum, að ekki væri allt sem sýnd- ist, veröldin geymdi marga leyndar- dóma, sem menn hefðu enn ekki áttað sig á til f ullnustu. Reyndar ætti þetta ekki að vera tor- skilið mönnum, sem fylgzt hafa með próun efnisvísindanna síðustu áratug- ina. Hugmyndirnar um gerð og eðli al- heimsins hafa tekið þeirri gerbyltingu, og vísindum á mörgum sviðum hefur fleygt svo fram, að varla stendur steinn yfir steini af því sem áður var talið, svo að naumast er það lengur á færi leikmanna að fylgjast með. Þó má segja, að ein grein þekking- ar hafi dregizt allmikið aftur úr og jafn vel farið aftur á sumum sviðum, en það er þekking manna á sjálfum sér, hæfileikum þeim, sem með manninum búa, eðli og örlögum vitundarlífsins. Hér fer því svo fjarri, að við stöndum feti framar en ýmsir vitringar forn- aldar, að lengi töldu efnisvísindamenn flestar hugmyndir þeirra með hjátrú og hindurvitnum, enda kunnu þeir engin tök á að prófa þær kenningar með rann- sóknaraðferðum sínum. Var því ekki fjarri lagi lýsing Matthíasar Jochum- sonar á trúarhugmyndum efnishyggju- manna í gamankvæðinu til Gests Páls- sonar forðum: Húmbúg er himinn, hómo api, sálin fosfór, sæla draumur, frelsi flónska, fiðrildi ást, Guð tóm grýla. Efnisvísindamennirnir voru vanir því að beina athyglinni meira út á við en inn á við, og það sem ekki varð greint með venjulegum skilningarvitum, heyrt, séð eða þreifað á, héldu þeir að væri óverulegt og ímyndun ein. En með því dæmdu þeir reyndar sína eigin vit- und úr leik, þetta, sem verulegast er af öllu og hið eina, sem hver maður ætti þó að geta vitað með vissu: Ég hugsa, þessvegna er ég til! Ef vitundin sjálf væri óveruleg, hvað væri þá á henni sð byggja? í sjálfu sér er það ekki nema gott að efast um alla hluti. Málin ættu þá að vera tekin til frekari rannsóknar og upp úr þeirri rannsókn ætti að spretta fullkomnari þekking. Vaxandi þekking í einu efni ætti og að stuðla að auknum skilningi á öðrum. Þetta er eins og þeg- ar sólin er að koma upp. Þá smáskýrist landslagið, unz bjart ljós fellur yfir það allt. Við það hverfa forynjumynd- ir næturinnar. sem áður vöktu ugg og efa. Tilveran verður björt og unaðsleg. 1. GREIN CROISET Hann var ófreskur, sá atburbi, sem áttu eftir að gerast og hluti sem höfðu átt sér stað. Hugskynjanir. Ekkert er nauðsynlegra en gera sér grein fyrir uppsprettum vitundarlífsins og hvar vér erum á vegi stödd með skilningavit vor, ef vér viljum skyggn- ast dýpra í leyndardóm tilverunnar. Er veröldin nákvæmlega eins og hún blasir við sjón vorri, eða kann það að vera, að líkamleg sjón sé takmörkum bundin og skilningur vor á tilverunni þar af leiðandi ófullkominn og ef til vill fjarri öllu lagi? Hvað sem um það er, er eins líklegt, að gáta lífsins og al- heimsins, gáta rúms og tíma, verði engu síður ráðin með því að gefa gaum að innviðum vitundarinnar en með því að skoða veröldina utan frá. Fáist menn til að snúa sér að hinum innri vísindum með jafnmikilli atorku og þeir hafa var- ið til, efnisvísindanna á undanfarandi áratugum, kynni að mega vænta af því enn meiri framfara, þekkingar og bless- óvenjulegar eða yfirvenjulegar (para- rormal) skynjanir, sem enginn kann skýringu á. Hafa þessir dularfullu hæfi- leikar mannssálarinnar stundum verið táknaðir með vísindaheitinu Psi, sem er tuttugasti og þriðji bókstafurinn í gríska stafrófinu, eða með stöfunum ESP, sem er stytting á orðasamband- inu: extra-sensory perception, sem ís- lenzkað hefur verið með: „yfirnáttúru- Ieg skynjun" eða „fjarvísi". Meðal ís- lendinga hefur mikið borið á þess kon- ar gáfum frá landnámsöld, og hafa þær almennt verið kallaðar skyggni eða ó- freskisgáfur, einnig mætti kalla þetta „hugskynjanir", því að hér er umbeina þekkingu að ræða, sem ekki virðist bundin neinum þeim skilningarvitum, sem mönnum eru kunn. Undir þetta heyra ýmisleg óvenjuleg fyrirbrigði vit- undarlífsins eins og: dulskyggni, fjar- skyggni, hlutskyggni, hugboð, forspár NOSTRADAMUS NIÐURLANDA Undra maðurinn Gerhard OG hugskynianir hans Benjamín Kristjánsson tók saman unar til handa öllum jarðarinnar börn- um. Að sjálfsögðu eru öll vísindi góð. En nú virðist þó auðsætt, að eigi mann- kynið ekki að nota efnisvisindin og alla tæknina sér til ófarnaðar, þarf það á dnnars konar og æðri þekkingu að halda, vizku af þeirri tegund, sem spá- menn og vitranamenn allra alda hafa miðlað mannkyni. En hvað er á vitrunum aS byggja? Eru þær ekki helgisögur og hégiljur, gíapskynjanir og hrærigrautur taum- iauss ímyndunarafls, sem engar reiður er að henda á, og engan veruleik hafa að baki? Svo fast og lengi trúðu efnisvisinda- menn þessu á seinni öldum, að engum dstt í hug að gefa málinu minnsta gaum. Þeir beinlínis töldu það víst, án nokk- urrar rannsóknar, að allar sögur af undramönnum væri hjátrúarfullur upp- spuni, sem ekki tæki tali, hvað þá at- hugun, og eimir enn eftir af þessum hleypidómum hjá býsna mörgum. Þó eru nú liðin 85 ár síðan Sálarrannsókn- arfélagið brezka var stofnað af áhuga- mönnum, sem naumast var hægt að líta á sem hjátrúarmenn, því að meðal for- ystumanna þess hafa verið ýmsir helztu vísindamenn Breta, sem jafnframt hafa verið brautryðjendur í efnisvísindum: miklir heimspekingar, stærðfræðingar, efnafræðingar og eðlisfræðingar. Enn fremur lærdómsmenn í klassiskum fræð um. Hefur þetta félag gefið út rit með ijöldamörgum vottfestum skýrslum um c.s.frv. Halda sumir að einhverjar teg- undir þessara skynjana kunni að leyn- ast með dýrum og hafi verið algengari í bernsku mannkynsins, en séu nú á hverfanda hveli. En eins sennilegt er hitt, að hér kunni að vera um að ræða vísi að nýjum skilningarvitum, sem eiga eftir að þroskast og varpa alveg nýju Ijósi yfir tilveruna. Margar eyður eru enn í þekkingu vora, og engin viðhlít- andi skýring hefur enn fengizt á fyr- irbrigðum eins og t.d. b'erdreymi, dá- leiðslu, miðilssvefni, flutningafyrirbær- um, reimleikum og ýmsu öðru sem margföld reynsla er fyrir, þó að efnis- vísindamenn hafi lítt fengizt til að gefa Jjví gaum. Frá því um 1930 hefur þó sálfræð- íngur að nafni Joseph Banks Rhine gert umfangsmiklar tilraunir við Duke- háskólann í Durham í Bandaríkjunum með ýmsa miðla og sálnæmt fólk til að sanna án alls efa, að slík skynjun, sem hér hefur verið drepið á, eigi sér stað. Voru þessar tilraunir fyrst litnar horn auga og hæðzt að þeim, en nú mun svo komið, að allir, sem fást til að kynna sér málið nánar, munu viðurkenna að þessir hæfileikar eigi sér stað, enda hafa verið stofnaðar rannsóknar- deildir við fleiri háskóla bæði í Am- eríku og Evrópu, sem einkum fást við rannsókn dularfullra fyrirbrigða og hugskynjana. Einn þessara háskóla er háskólinn í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.