Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1968, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1968, Blaðsíða 7
Gis/f Sigurðsson: FLJÓTT Á LITIÐ Undan og ofan af ýmsu sem miður fer cg öðru sem fil framfara horfir R-eykjanesskaginn og ná- grenni hans er almennt ekki talið með fegurri landshlutum. Sennilega er það vegna þess, að þar er meira um grjót en valllendi, meira af hraunum en flæðiengjum. Mér minnisstæð flugferð með nýju þotunni Flug félagsins; hún hafði liðið áfram í glampandi sólskini ofar skýj- um á leiðinni frá London til íslands, en nálægt Vífilfelli varð glufa í skýjafarinu og allt í einu birtist landið í öll- um sinum nakta styrk. Það var nánast svart; hvergi var hægt að sjá merki um líf né gróður, ekki heldur um mannabyggð. Þetta var síðastliðið haust; það hafði rignt lengi og kastað úr fyrstu éljum vetrarins í fjalls- eggjar. Það var ekki hlýleg að- koma. En áhrifamikil og sterk. Reykjanesskaginn er ekki bú sældarlegur, satt er það. En hann er gullnáma náttúrufeg- urðar og þetta höfum við hér við bæjardyrnar án þess að taka eftir því. Að minnsta kosti eru þeir of fáir, sem athuga, hvað þessi náttúrufegurð er nærtæk. Út af fyrir sig er hraunið fjölbreytt og fagurt. En það er líka ómaksins virði að skoða Bláfjöllin, kanna Sveifluháls- inn og ganga um Trölladyngju, útbrunnið gígasvæði austan við Keili. Mér til efs, að ég hafi á öðrum stað séð svipsterkara umhverfi. Þangað liggur raun- ar vegur, sem fáir vita um; það er farið Keflavíkurveginn lang leiðina að Vatnsleysu á Vatns- leysuströnd og þaðan liggur af leggjari út í hraunið. Að vísu er þar lokað hlið og verður að fá leyfi hjá landeigendum. En vegurinn er dágóður og endar við fallegar vallendisflatir á miðjum skaganum; það er við rætur Trölladyngjunnar. Annars er ég sammála Kjarval í því, að Vífilfellið er fegurst sem myndefni og tign- arlegast einstakra fjalla þarna um slóðir. Það minnir um sumt á kirkju eða fallega byggingu og ólíkt finnst mér það taka fram Esjunni eins og Kjarval er raunar búinn að undirstrika með mörgum ágætum málverk- um. Einu sinni stóð ég með honum dagstund í laut á Reykjanesskaganum; hann var ekki að mála Vífilfellið þá, heldur lítinn hraunhól, sprung- inn og mosavaxinn. I þessari laut var hann svo oft búinn að standa, að þar hafði myndast traðk líkt og þar sem hestar standa bundnir. Hann hafði gert mynd eftir mynd af þessum sama hól og í hvert sinn sá hann mosann og berjalyngið og blóðbergið ferskri sjón. Það verður aldrei bein endurtekning hjá honum án þess að þar sé með ein- hverskonar skáldskapur frá honum sjálfum. Kjarval hafði fallizt á, að ég kæmi með í þessa ferð ásamt ljósmyndara og á 'leiðinni þóttist hann verða alveg eyði- lagður yfir þessu öllu saman, vildi endilega hætta við það, en ég sá, að það var tómur leikaraskapur eins og vant er. Einungis var hann að leika hlutverkið sitt; leika þennan ó- útreiknanlega, duttlungafulla Kjarval, sem hann hefur sjálf- ur búið til af skáldskapargáfu sinni og gert að þjóðsagnaper- sónu. Eg þóttist skynja, að und ir niðri væri maður, sem gjarn- an vildi, að við færum með honum til að taka af honum myndir og setja þær í blöðin. Flestir eru eitthvað hégómleg- ir undir niðri og listamenn vita, að þeir eiga mikið undir náð auglýsnga og fjölmiðlun- ar. En vitanlega verða menn fyrst og síðast að leika hlut- verkið sitt. P n eyðimörkin innan við Reykjavík er ekki allsstaðar jafn falleg. Sumstaðar hefur blásið upp og landfok er alltaf eins og svöðusár: Það stingur og kemur ónotalega við mann. Það er raunar furðulegt hvað gróðurinn á erfitt uppdráttar hér á suðvesturhorni landsins, þar sem þó er oft miklu hlýrra en í öðrum landsfjórðungum. Einhvern tíma í fyrndinni var þykkur jarðvegur á hæð- unum innan við Reykjavík, og grasið bylgjaðist þar án þess að nokkur hefði af því gagn; landið var enn óbyggt. Það er kannski vafasamt að taka um- sagnir þeirra Vífils og Karla bókstaflega, en samkvæmt því sem Landnáma segir, leizt þeim illa á búsetu í grennd við Reykjavík. Að öllum líkindum hefur land þá þegar verið ör- foka og síðan hefur tiltölulega lítið áunnizt. Ef þessi kenning er rétt, hefur eitthvað annað en ágangur búfjárs og ofbeit orsakað þessa landeyðingu. Samt má gera ráð fyrir því, að fyrir utan sjálfa veðráttuna hafi ekkert leikið landið eins grátt og sauðkindin. Um leið og hún hélt lífinu í landsmönnum, á öldum allsleysis og harðinda blóðmjólkaði hún landið sjálft, ef svo mætti segja. Samt virð- ist ekki vera til muna vaxandi skilningur á þessu og sízt af öllu meðal bænda. Það er ó- skaplegt að sjá, hvernig sum blómleg afréttarlönd hafa far- ið á síðustu árum. Það er auð- vitað hver sjálfum sér næstur, og mannlegt að hugsa fyrst og fremst um afurðirnar. Allir þurfa á fyllsta afrakstri að halda ár hvert. Þróunin er s að fénu fjölgar sífellt, en víða er orðið svo þröngt í högum, að meðalþungi dilka er löngu hættur að hækka. Hins vegar gengur þessi fjöldi æ fastar að landinu, og ef svo fer fram sem horfir, er hætt við að Páll í Gunnarsholti komist lítið yfir allt það, sem hann þarf að hefta. Á Reykjanessvæðinu er talið að um allmikla ofbeit sé að ræða. Einkum og sér í lagi er þar um að ræða fé Reykvík inga sjálfra; þeir eru ótrúlega miklir fjárbændur og segja fróðir menn að á skattskýrslum sé að finna gróft áætlað fjórð- ungs þess fjár, sem raunveru- lega muni vera til í Reykjavík. Þetta fé er í kofum út um hvippinn og hvappinn, aðallega í svonefndri Fjárborg, sem nú er raunar orðin líkt og eitt búðarhverfið í bænum, algjör- lega innan marka borgarinnar. rátt fyrir nakin holtin innan við bæinn er borgar- stæði Reykjavíkur með afbrigð um fagurt. Mér finnst ekki hægt að segja, að mjög margir staðir á landinu taki Reykja- vík fram að þessu leyti. Senni- lega á strandlengjan mestan þátt í þessu; sund víkur og vogar sem skerast inn í landið og ávalar hæðir með fallegu útsýni, sem gera byggingar- stæði heppilegt. Þetta nýtur sín bezt úr lofti; það er unun að fljúga yfir Reykjavík og sjá yfir borgina utan frá Gróttu; sjá hvernig hún breikkar og vex inn til landsins, en útsýn- ið í austurátt hefur alltaf ver- ið svipað frá því bærinn var fáein hús í kvosinni við læk- inn. Grýtt holtin, sem taka við í austri eru enn ámóta og Skólavörðuholtið var þá. Það er vandaverk og ábyrgð að taka við svona fallegu borg- arstæði og gæta þess að þar sé öllu sem bezt niður skipað. Það er í tízku að ráðast á skipu- lagsyfirvöld og telja þeim flest til foráttu. Eins og önnur mann anna verk er skipulagið mis- jafnt að gæðum og fegrunar viðleitnin hittir ekki alltaf þráð beint í mark. Stundum hefur verið bent á þá þverstæðu í eðli íslendinga, að aldrei er of vel frá gengið innan dyra og stundum eru stigagangar teppalagðir alveg út að forinni, sem við tekur ut- an dyra. Þar þarf ekki að vanda umganginn og oft er sjálfsagður frágangur látinn dankast árum saman. Þetta set- ur óæskilegan subbusvip á ný hverfi og fólk býr við moldar- haugana árum saman eftir að það er flutt. Annars er það gleðiefni, að borgin verður að mörgu leyti fegurri með hverju ári og það er að mörgu leyti unun að aka til dæmis eftir Miklubraut- inni, ef ekki væri fyrir þessa umferðarljósaplágu, sem öllum hlýtur að vera til ama og víð- ast hvar hlýtur að teljast til ástæðulausra „flottheita". En það er vilji fyrir því að fegra borgina og því ber að fagna, að ráðamenn borgarinnar hafa stuðlað að því að koma upp höggmyndum eftir listamenn okkar. Hesturinn hans Sigur- Framhald á bls. 12. 30. júní 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.