Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1968, Blaðsíða 10
Hér verður súrt og sætt að vera í sömu skálinni Rœft v/ð Oliver Stein, bókaútgefanda í Hafnarfirði um íslenzka bókaútgáfu Oliver Steinu á bókalager Skuggsjár. Það eru nú um það bil tveir áratugir síðan Oliver Steinn tók að fást við bóka útgáfu í frístundum sínum, þá ungur og eignalaus maður. Nú rekur hann stórt forlag, Bókaútgáfuna Skuggsjá, og einnig myndarlega bókabúð í eigin hús næði við Strandgötu í Hafnarfirði. Skammt þaðan frá á hann í smíðum 5000 rúmmetra stórhýsi, sem hann ætlar fé- laginu og búðinni auk þess sem efri hæð irnar eru nú þegar leigðar út. Ofar í bænum á Oliver myndarlegt íbúðarhús og fallegt heimili. Hann er einn þeirra manna sem haf- izt hafa af eigin rammleik og er talinn í hópi hinna allra snjöllustu að meta hvort bók muni líkleg að seljast. Þar styðst hann við góða æfingu: hannvann í bókabúð ísafoldar frá 1942 og var árum saman verzlunarstjóri þar. Síðustu fimm árin hefur Oliver verið formaður Bóksalafélags íslands, en það er í raun inni félag bókaútgefenda. Oliver Steinn er Jöklari að ætt, fædd ur í Ólafsvík, en fluttist til Hafnarfjarð ar 1933. íslenzk bókaútgáfa er mannskæður „bisnis“ þó að hann líti sakleysislega út og margir halda það auðtekna pen- inga að kasta bók útá jólamarkaðinn. Gegn bókaútgefandi og orðhagur, Valdimar Jóhannsson, sagði eitt sinn, að það ætti að setja þá menn í spenni- treyju, sem gæfu út bækur á íslandi, því að svo kolbrjálaðir menn gætu orð- ið umhverfi sínu hættulegir á hvaða stundu sem væri. . . Valdimar sagði líka að bókaútgáfa á íslandi væri „yfirskilvitleg“, og mun þá hafa átt við, að ekki er alltaf gott að spá um gengi einnar bókar. Oliver hefur gengið vel að skynja það yfirskil vitlega og þar að auki: Þegar hann flyt- ur í nýja húsið, verður hann þar með stærstu bókabúð utan Reykjavíkur. Oliver Steinn var á blómaskeiði frjáls íþróttanna, á árunum milli 1940 og 1950, einn kunnasti frjálsíþróttamaður lands- ins. Var hann bæði góður spretthlaup- ari og stökkvari og er margfaldur ís- landsmeistari í þessum greinum. Hann vann það afrek, að verða fyrstur ís- lendinga til að stökkva yfir 7 metra markið í langstökki, og tókst með því afreki, að sögn Lesbókarinnar í grein í blaðinu í fyrra, að hnekkja hinu fræga langstökksmeti Skarphéðins Njáls sonar, er hann í vígahug stökk yfir Markarfljót forðum. — En snúum okkur þá að efninu og nútímanum. Heldur þú, Oliver, að opin berar nefndir eða ráð, séu vænlegri til að meta skáldverk en einstakir útgefendur? — Það tíðkast mjög erlendis, að for- stjórar forlaga hafa sérfróða menn um bókmenntir sér til aðstoðar við val skáldverka. Þetta er enganveginn ó- þekkt hér á landi, enda í alla staði eðlilegt og æskilegt. En þar sem þú talar um opinberar nefndir og ráð, finnst mér vera komin einhver pólitísk lykt af spurningunni, og hér heima eru opinberar nefndir sam ansettar af formúlu sem er í samræmi við bitlingaþörf og styrk stjórnmála- fiokka á hverjum tíma. Slík nefnd yrði aðeins til kostnaðarauka og trafala, fyrir og gæti hreinlega skaðað forlag og starfsemi þess. Ráð og álit sérfróðra manna og góðra bókamanna eru sjálf- sögð og ágæt og nauðsyn hverjum for- leggjara, og þurfa á engan hátt að valda töfum. Óþarfa tafir eru hverjum útgefanda eitur í beinum, útgefandi þarf oft að taka ákvarðanir í skyndi, því jafnvelút gáfa skáldverks getur verið háð ákveðn um tíma, næstum hárnákvæmri tíma- setningu, tíma, sem pólitískt skipuð nefnd væri vísust til að sólunda í vangaveltur og bollaleggingar. Þegar svo hafizt væri handa um útgáfu við- komandi skáldverks, væri það af ýms- um ástæðum e.t.v. orðið um seinan. í bókaútgáfu þarf mjög oft sneggri og ákveðnari vinnubrögð en í ýmsum öðrum störfum. Margir fara höndum um bók, áður en hún er fullunnin og komin í verzlanir, Reynir þá að sjálfsögðu á samstarf margra aðila: höfundar, setjara prentmyndgerðarmanns og loks dreif- íngar- og áróðurskerfi forlagsins. Bezt er að eiga undir sem fæsta að sækja, þá veit maður við hvern er að sakast ef illa gengur og hverjum ber að þakka þegar vel gengur. Hér hefur verið rætt um skáldsöguna en telur þú að einkaútgefendur ráði við meiriháttar fræðiverk? — Eg er ekki í minnsta vafa um, að einkaforlag getur leyst af hendi hvert það verkefni, sem t.d. ríkisútgáfa eða ríkisstyrkt forlag gerir. Einkaforlag get ur að sjálfsögðu ráðið til starfa hverja þá sérfræðinga er þörf krefur til að gefa út fræðirit, engu síður en ríkis- forlag mundi gera. Ef um er að ræða verulega stórt og dýrt verk, væri því kapitalið helzta hindrunin, en það er einmitt þar, sem skórinn virðist kreppa að í dag, bæði hjá einkarekstri al- mennt og engu síður t.d. samvinnu- hreyfingunni og ýmsum hálfopinberum fyrirtækjum. Hvað þetta snertir, kann að vera að aðstaða ríkisforlags væri eitt hvað betri, þvi þótt oft sé talað um að ríkiskassinn sé tómur, þá virðist sem lengi megi kreista úr honum smáóveru, sem nægja mundi til útgáfu myndarlegs fræðirits. En einkaforlag, sem nýtur trausts hjá prentsmiðju, bókbandsstofu og banka getur lika gert ýmsa hluti. Ég hef trú á, að slíkt forlag geti gefið út hverja þá bók, sem mögulegt er að gefa út í jafnfámennu landi og okkar, og það með engu lakari árangri en t.d. ríkisforlag. Það færist mjög í vöxt hin síðari ár, að forlög í ýmsum löndum hafi með sér samvinnu um gerð og útgáfu ýmissra stórverka og myndskreyttra bóka og þá ekki hvað sízt fræðirita ýmiskonar. ís- lenzk forlög hafa tekið þátt í svona samstarfi. Eg hef t.d. í samvinnu við Politikens Forlag í Kaupmannahöfn gef ið út nokkrar bráðfallegar, litprenta|5- ar bækur: Garðblóm í litum, Stofublóm i litum, Tré og runnar í litum. Villiblóm í litum og ennfremur Fiskar í litum. Þetta eru að vísu engin stórverk, en þessar bækur hefðu ekki komið út á ís- lenzku, nema svona samstarf hefði kom ið til. En eitt er ákaflega nöturlegt í sambandi við svona samvinnu og það er að samkvæmt íslenzku tollskránni er 50 tollur á bókum, sem prentaðar eru fyrir okkur erlendis á móðurmáli okkar, en hvaða bóksali sem til þess hefur vilja, getur flutt sömu bækur til lands- ins, prentaðar á erlendu máli, og þá er enginn tollur greiddur af bókunum. Útgefendum finnst eðlilega hart að fá ekki að sitja við sama borð, hvað þetta snertir, og kollegar okkar hjá milljóna- þjóðunum. Og þetta virðist vefjast eitt- hvað fyrir ýmsum öðrum en íslenzkum bókaútgefendum, Mörgum, sem ekkert koma nálægt prentun eða bókagerð, finnst það ótrúlegt, að í landi, sem berst harðri baráttu við að viðhalda tungu sem aðeins er töluð af um 200 þúsund sálum, skuli pappír og bókagerðarefni vera tollað eins og um lúxusvarning sé að ræða. Ég held þó, að ýmsir stjórn- málamenn okkar hafi opnað rifu á ann- að augað og eygi í fjarska þá hættu, sem af því getur stafað að búa svo illa að íslenzkri bókagerð, að ekki sé minnzt á hið hróplega ranglæti, sem hér er haft i frammi og snertir ekki aðeins þá, sem að bókagerð starfa, heldur beinlín is hvert einasta mannsbarn í þessu litla landi. Samskipti þjóða í millum munu óhjákvæmilega stóraukast á næstu ár- um og þá einnig að sjálfsögðu á sviði bókagerðar. Sérstaklega munu þessi skipti aukast ef um er að ræða mikið myndskreyttar bækur og þá ekki hvað sízt fræðirit. En til þess að slík sam- skipti í bókagerð geti orðið að veruleika þarf skilning valdhafanna á því að okk ur er nauðsynlegt að geta starfað á jafnréttisgrundvelli í okkar heimalandi við útgefendur milljónaþjóðanna. Við skulum vona að svo verði. Það hehfur sýnt sig að margra dómi að togstreitan milli sölugildis og bók- menntagildis er bókmenntunum nauðsyn leg. Þar sem annað hvort sjónarmiðið ríkir alfarið virðast bækurnar deyja sitt í hvora áttina, niður í svaðið eða upp í skýin. Hinn einstaki útgefandi krefst þess vitaskuld, að höfundurinn hætti ekki fyrr en hann hefur fundið lag til að túlka þannig skoðanir sínar og sjónarmið og þann boðskap, sem hann yfirleitt hefur að flytja, að nægj- anlega margir nenni að lesa bækur hans til þess að útgáfa þeirra borgi sig. Þetta ,,bisnis“ sjónarmið hefur aftur leitt til þess, að höfundar jafnvel ágætir hafa orðið að vinna bækur sínar betur, en þeir myndu ella hafa gert. Það er 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. júní 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.