Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1968, Blaðsíða 11
Hér er Oliver staddur hjá hinu nýja stórhýsi, sem hann á í smíðum við Strandgötuna. sagt svo að það sé mjög sjaldgæft, þó að þess kunni auðvitað að vera dæmi að sæmilega fær útgefandi hafi spillt bók. — Er um það að ræða, að útgefend- ur gefi höfundum ákveðin fyrirmæli? — Ég geri ekki ráð fyrir að neinn islenzkur útgefandi gefi höfundi fyrir- mæli um, hversu hann skuli skrifa. Höf undur verður að hafa óskertan rétt til að skrifa, hann verður að hafa fullt og óhamið frelsi til að tjá sig. Forlag er tengiliður milli höfundar og lesenda. Að sjálfsögðu er mat útgefenda á því mis- jafnt, hvaða bækur eða hverskonar bæk ur þeir vilja gefa út. Ef um löng skipti forlags og höfundar er að ræða, geri ég ráð fyrir að höfundur fái forleggj- ara sinn til að gefa út nálega hverja þá bók, sem hann óskar að fá útgefna. Sölugildi bókar er enganveginn eina matið, sem forleggjari leggur á bók og í augum forleggjara er bókin miklu meira en venjulegur söluvarningur. En hinsvegar verður líka að horfast í augu við þá staðreynd, að ekkert forlag get- ur starfað án þess að selja bækur sinar. Hér, eins og annars staðar, er það stað reynd, að forlög verða að gefa út ýmsar bækur, sem ekki eru alltaf taldar til úrvalsbókmennta, einfaldlega til þess að geta, fjárhagsins vegna, gefið út betri bækur og e.t.v. nauðsynlegri. Það er algengt erlendis, að stór og virðuleg forlög, eins og t.d. Bonniers í Svíþjóð eiga systurforlög, sem gefa út undir sérstöku forlagsheiti ýmsar bæk- ur, sem ekki eru nógu „finar“ fyrir móð urforlagið, en eru sölubækur. Þessar bækur bera oft uppi kostnað, að veru- legum hluta, við menningarstarf hins virðulega forlags. Gyldendal í Oslo mun t.d. hagnast meira á einu kvennablaði sem forlagið á og gefur út, en á allri hinni umfangsmiklu útgáfu forlagsins. Hér gilda ákaflega svipuð lögmál hvað þetta snertir. íslenzk forlög gefa út ým iskonar bækur, ýmislegs efnis. Útgefend ur velja bækur sínar, þeir spilla ekki bókum á neinn hátt, a.m.k. ekki vilj- andi eða vitandi vits, og þeir krefjast ekki af höfundum að þeir skrifi eftir einhverjum fyrirfram ákveðnum upp- skriftum. — Hvernig gengur útgefendum að samræma „bisnis“ sjónarmiðið mati sínu á bókmenntagildi bókarinnar? — Bókaúfgáfan er erfitt og áhættu- samt starf, — en um leið alveg óstjórn- lega skemmtilegt. Það má öllum aug- ljóst vera, að í jafn fámennu landi og ísland er, hlýtur að vera áhættusamt að gefa út bækur. Forlag, sem gefur út allmargar bækur árlega, dreifir að vísu þessari áhættu nokkuð. Öll íslenzk forlög gefa út bækur misjafnar að gæð- um bókmenntalaga séð. Öll eru þau með blandaða útgáfu og öll láta þau freist- ast til að gefa einnig út bækur, sem fyrirfram er reiknað með, að hafi sölu- möguleika umfram það venjulega. Manni verður stundum á að brosa, þeg- ar maður sér „menningarfélögin“ vera að reyna að fela fyrir sjálfum sér og almenningi viðleitni sína til að krækja í nokkrar krónur, sem síðan fara beint í útgáfu á öðrum og vandaðri bókum. ísland er það lítið land, að í bókaútgáfu verður súrt og sætt að vera í sömu skálinni. íslenzk forlög hafa þörf fyrir sölubækur, og ánægjan og þörfin verða að sitja í sátt undir sama hatti. — Heldur þú Oliver, að hér sé gefið út hlutfallslega meira rusl í þess orðs fyilstu merkingu ,en á hinum Norður- löndunum en þau eru nú helzt tekin til fyrirmyndar í einu og öllu, eins og þú veizt. — Nei, þvert á móti. Hér er minna gefið út af bókum, sem hreinlega er hægt að flokka undir rusl, heldur en a.m.k. er gert í Danmörku og Noregi. Ég þekki ekki eins vel til í Svíþjóð. A.m.k. er það ein grein „Bókmennta“, sem enn hefur ekki fest rætur í ís- lenzkri bókaútgáfu, enda þótt hún virð- ist vera arðbærari en allflest annað, a.m.k. í Danmörku, en það eru hinar svokölluðu pornografisku bækur. Þar í landi eru nokkur forlög, sem helga sig að mestu eða öllu svonefndum „sex“- bókum og virðast hagnast vel. Þetta þekkist ekki hér heima, sem betur fer, — íslenzk bókaútgáfa þykir víst nógu rislág samt. Að sjálfsögðu eru ekki öll dönsk forlög þessu marki brennd, þar eru mörg sómakær virðuleg forlög, sem ekki líta við svona bókum og virðast þrátt fyrir það lifa allgóðu lífi, enda gefa Danir út mikið af bæði góðum bók um og fallegum bókum. Þeir njóta þess líka, að þeir geta óhindrað haft sam- vinnu við annarra þjóða forlög um gerð stærri og dýrari verka, því þrátt fyrir allt eru Danir engin stórþjóð, — þótt íslenzkum útgefanda þætti mikill munur að hafa þann lesendahóp sem þeir hafa. Það sem hér heima er flokkað undir rusl er yfirleitt frekar meinlaust skemmtiefni, ástarsögur, ævintýrabækur eða lélegir leynilögreglureyfarar. Þess ar sömu bækur eru oft taldar hinar ágætustu, þangað til þær hafa verið prentaðar á íslenzku. Það er eins og sumum íslendingum þyki ekkert til bóka koma, sem þýddar hafa verið, hversu góð sem þýðingin er. Þetta er einhver sérstök tegund af snobberíi, sem erfitt er að átta sig á. Um tíma var hér mikið rætt og ritað um svokölluð glæparit og klámrit. Það er leiðinlegt að þurfa að segja það í svo virðulegi riti sem Lesbók Morgun- blaðsins er, að þessi blöð voru ein- göngu til fyrir tilstuðlan dagblaðanna, þ.e. þau flutu beint í kjölfar tollafríð- indanna, sem dagblöðin íslenzku njóta. Þessi blöð hafa, að ég held flest lagt upp laupana, þrátt fyrir sinn tollfría pappír og eitthvað hefur heyrzt um að dagblöðin berjist líka í bökkum. Það virðist því ekki einhlítt í útgáfustarf semi að njóta tollafríðinda, það er eins og eitthvað fleira þurfi til að koma. — Nú verðið þið íslenzkir bókaútgef endur að taka ákvarðanir um hvað eina við gerð og útgáfu bókarinnar, efnið, nafnið, kápuna, verðið, útkomutímann, stærðina og formið, dreifinguna, auglýs ingarnar. Það er alkunna að bregðist einhver ofangreindra þátta getur það kostað að bókin seljist ekki á jóla- markaðnum hversu vel, sem hinir þætt- irnir eru gerðir. Veldur þetta ykkur ekki andvökunóttum að taka ákvarð- anir um þetta allt oft í skyndi? — Þetta eru allt liðir í starfi útgef- andans. Forleggjari hefur óneitanlega í mörg horn að líta og að mörgu að hyggja, frá þeim tíma, er hann hefur val ið bók til útgáfu. Þar sem þú miðar þarna við bók á jólamarkað, sem er líka það algengasta hér, þá má geta þess, að síðari hluti árs, einkum haust- ið, er aðalannatími útgefandans. Ég vil ekki segja að þetta valdi andvökunótt- um, en forlag, t.d. á stærð við mitt for- lag og með jafn takmarkaðan vinnu- kraft og ég hef, gefur ekki tilefni til margra frístunda frá því í september og til áramóta. Það þarf að fylgjast með hverjum einstökum þætti i gerð bókar- innar, semja káputexta og auglýsingar, ákvarða stærð og gerð auglýsinganna og hvar og hvenær þær eiga að birtast og sitthvað fleira. Umboðssölufyrirkomulagið í bóksöl- unni hér á landi orsakar það, að út- gefandinn þarf að gjörþekkja sölu- möguleika vítt og breytt um landið, hann þarf að ákvarða hversu mikið magn skal senda á hina ca. 100 bók- sölustaði. Útgefendur hafa því ekki tíma til að liggja andvaka. En þeir eiga vökunætur fullar af striti og starfi, svo varla gefst tími til að hafa áhyggjur af þessum annars mjög svo áhættusömu viðskiptum. Verð bókanna er mun hægara að ákvarða. Það er ósköp einfalt reiknings dæmi, þegar allir kostnaðarliðir hafa verið taldir saman. — En útkoman úr dæminu er venjulega þannig, þegar gert er upp um áramótin, að flestir, ef ekki allir útgefendur, myndu falla á þessu reikningsprófi, ef einkunn væri gefin. Góður söluárangur næst aldrei, nema þessi atriði, sem þú taldir upp, fléttist öll rétt og lýtalaust saman. Oft vill þó eitt eða fleiri bregðast og þá sezt mað- ur niður og leitar að vitleysunni, en finnur hana sjaldan fyrr en of seint. Sölutími jólabókanna er það stuttur, að réttar ákvarðanir verða að hafa verið teknar áður en bók er komin fullunnin í gegnum prentsmiðju og bókband. | — Heldurður að einkaútgefandinn sé að deyja út hér og hringar eða fé- lagssamtök meira eða minna pólitísk og síðan ríkið séu að taka við? — Það held ég ekki. Ég held að hér þrífist jöfnum höndum einkaforlög og bókaklúbbar. Bókaklúbbar hafa á viss- an hátt meiri möguleika, þar sem þeir hafa tryggt sér fyrirfram ákveðinn hóp manna, sem hefur skuldbundið sig til að kaupa af þeim, ýmist ákveðinn fjölda bóka árlega, eða, það sem verra er, fá skammtaðar einhverjar ákveðnar bæk- ur fyrir fyrirfram ákveðið árgjald. í rauninni er í hvorutveggja tilvikinu um skömmtun að ræða, þótt fyrra til- fellið sé mun frjálslegra og viðfelldn- ara. Ef svona bókaklúbbar starfa eftir hörðum pólitískum línum, ná þeir tæp- ast til þess fjölda áskrifenda, sem nauð synlegur verður að teljast til að rekst- urinn verði hagkvæmur. Ég vona, að aldrei fari svo, að hér verði eingöngu um að ræða bókaútgáfu á vegum bóka- klúbba og einkaforlög starfi hlið við hlið, — visst aðhald er alltaf heldur til bóta. En þeir menn eru eflaut til, sem vilja koma bókaútgáfunni á ríkisfor- lag, sumir vilja koma öllu á ríkið, það virðist stundum jaðra við glæp að geta lifað á íslandi, án þess að vera á ríkis- styrk. Bókaklúbbur eða einkaforlag, — þetta er bara matsatriði. Það getur hver útgefandi sem er stofnað bókaklúbb, — annað hvort einn sér, eða í félagi við aðra útgefendur, einn eða fleiri. Þetta er aðeins spurning um rekstrarform og skipulag. Ég hef oft hugsað um þetta og það er aldrei að vita nema forlag mitt eigi eftir að þróast þannig, að ég telji heppilegra að reka það sem bóka- kiúbb. Hver veit nema svo fari. — Það er sagt, að þér gangi allra manna bezt að selja bækur, en jafn- framt að þú grípir aldrei til oflofs eða hástemmdra og fjarstæðukenndra aug- lýsinga. Hvað telur þú að valdi gengi þínu? — Ég veit ekki hvort mér gengur nokkuð betur að selja forlagsbækur mínar, en almennt er um útgefendur. Hmsvegar er það ekkert leyndarmál, að ýmsar forlagsbóka minna hafa selzt mjög vel. Ég tel það ekki stafa af neinni sérstakri snilli hjá mér, held ur miklu fremur af því, að ég hef verið svo lánssamur að ná góðu samstarfi við höfunda sem fólk vill lesa. Guðmundur G. Hagalín, Gunnar M. Magnúss, Jónas Þorbergsson, Lúðvík Kristjánsson, Magn ús Már Lárusson og Oscar Clausen, — þetta eru allt höfundar, ssm hvaða for- lag sem er getur verið stolt af, — og ekki má gleyma konunum, Elínborgu Lárusdóttur, Hönnu Kristjónsdóttur og Jakobínu Sigurðardóttur, sem eru hver annarri ólíkari sem rithöfundar, en eiga það sameiginlegt, að hafa allar átt bæk- ur í hópi beztu sölubóka hin síðari ár. Auk þess hsf ég venjulega verið með nokkrar þýddar bækur á hverju ári og vil þá nefna höfunda eins og Peter Freuchen og Jörgen Bitsch, sem báðir er mjög kunnir ferðabókahöfundar, skáldkonuna Therese Charles, sem nýt- ur hér aldeilis óvenjulegra vinsælda og norska blaðamanninn Per Hansson, sem skrifaði bókina Teflt á tvær hættur, en ég hef nýlega samið um útgáfurétt á tveimur öðrum bókum eftir hann. Mér hefur verið það sérstök ánægja, að starfa með þessu ágæta fólki. Ég tel það allt mikla vini mína og hef raunar fundið það á margan hátt að svo er. Auk þess hefur það verið mér ómetan- leg lífsreynsla að kynnast þessum rit- höfundum, deila með þeim geði, hlusta é þá og læra af lífsreynslu þeirra. Ekki aðeins því, sem í bókum þeirra stendur heldur miklu fremur af rabbi við þá, kynnast viðhorfum þeirra til vandamála daglegs lífs í nútíð og fortíð, — já, jafnvel handan grafar og dauða. Hvað auglýsingar snertir, þá er ekki þörf oflofs eða hástemmdra lýsingar- orða. Ég hef þá trú, að sá, sem ætlar að reka bókaverzlun eða forlag, sé svo bezt kominn, að fólk finni að treysta má því sem sagt er, eða stendur á bókar- kápu eða í auglýsingu. Þetta er e.t.v. gamall og úreltur hugsunarháttur, nú á timum atómsins, en hann hefur dugað mér. Ég vona að það sé rétt hjá þér, að það sé álit þeirra, er lesa kynningu bókar á kápu eða í auglýsingu frá Skuggsjá, að þar sé ekki ofsagt og að því megi treysta, sem þar stendur. — Hver eru helztu vandamál ís- lenzkra bókaútgefenda eins og sakir standa? — Vandamál íslenzkra bókaútgefenda eru ákaflega margvísleg, eins og raun- ar er um allar aðrar atvinnugreinar. Fólksfæðin er þó sennilega eitt mesta vandamálið. Þú getur rétt ímyndað þér þann aðstöðumun sem í því felst að gefa út bækur í landi sem telur aðeins 200 þúsund íbúa, þar með talinn allur barnahópurinn, sem ekki er einu sinni farinn að lesa Gagn og gaman, eða að gefa út bækur t.d. á Norðurlöndunum, 'þar sem útgefendur kvarta þá sáran um fámenni, svo ekki sé talað um lönd eins og England og USA, Þýzkaland og Frakkland. Ofan á fámennið bætist svo sinnuleysi valdhafanna í þessu litla landi, því allt bókagerðarefni er hér tollað frá 30-70%, en hinsvegar njóta dagblöðin, málgögn stjórnmálamann anna, fullkominna tollafríðinda og óska eftir ríkisstyrk að auki. Auk þess stend ur íslenzk bókagerð í sívaxandi sam- keppni við innflutning erlends lesefnis sem flutt er til landsins tollfrítt í tonna tali og fyrir milljónatugi árlega. Þarna má segja að um öfugan verndartoll sé að ræða, því enginn trúir því, að vilj- andi sé verið að hygla erlendum útgef endum á kostnað innlendra. Ef einhver hinnar erlendu bóka, sem flutt er til landsins tollfrítt, væri tekin og þýdd á íslenzku og prentuð erlendis, þá er Framhald á blis. 13. 30. júní 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.