Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1968, Blaðsíða 13
SMÁSAGAN Framhald af bls. 5. Sefbrúskarnir bærðust ekki: Það var engin gola til að gæla við þá og rennsli vatnsins heyrðist varla. Öðru hvoru kom einhver hreyfing á yfirborðið, og ljós ir hringir komu í ljós, eins og lýsandi gárur sem stækkuðu og stækkuðu. Þegar við komum til kof- ans, þar sem við ætluðum að liggja í leyni, lét mað- urinn minn mig ganga inn á undan sér: svo fór hann að hlaða byssuna sína, og þurra- marrið í púðrinu hafði undar- leg áhrif á mig. Hann sá að ég var farinn að skjálfa og spurði: „Ertu kannski búin að fá nóg? Sé svo, farðu þá aftur heim.“ „Nel, alls ekki. Ég kom ekki hingað til þess að snúa við án þess að hafa hafzt nokkuð að. Þú ert eitthvað svo undarlegur í kvöld“. Þá sagði hann lágum rómi. „Eins og þér sýnist". Og við biðum þarna án þess að hreyfa okkur. Eftir um það bil hálf- tíma, þegar ekkert hafði rofið hina þjakandi kyrrð þessarar björtu haustnætur, sagði ég í hálfum hljóðum: „Ertu alveg viss um að hann fari hérna fram hjá?“ Hervé kipptist við eins og ég hefði bitið hann, og hvislaði inn í eyrað á mér: „Gerðu þér engar grillur út af því! Ég er alveg viss.“ Og aftur varð allt hljótt. Ég held að ég hafi verið far- in að hálfdotta þegar maðurinn minn hnippti í mig og hvíslaði ofur lágt: „Sérðu hann þarna undir trjánum?“ Ég fór að rýna, en sá ekki neitt. Með hægð dró Hervé nú upp gikkinn á byssunni sinni, og á meðan hann var að því hafði hann ekki augun af mér. Sjálf var ég tilbúin að hleypa af, en þá birtist allt í einu, um þrjátíu skrefum fyrir fram an okkur, maður í tunglskin- inu, og virtist hann vera að flýta sér mikið, eins og hann væri á flótta. Ég var svo forviða að ég rak upp hátt vein, en áður en ég gæti snúið mér við, brá blossa fyrir augu mér og ég heyrði að maðurinn hneig niður eins og skotinn úlfur. Ég rak upp ægi- legt öskur, skelfingu lostin, eins og ég væri að verða brjál uð. Síðan var gripið æðislega um kverkar mér — það var Hervé. Mér var fleygt á jörð- ina og svo var ég borin burt. Hervé hljóp með mig í fanginu þangað sem líkið lá á grasinu, og hann kastaði mér svo hrana lega ofan á það eins og hann ætlaði að mola á mér höfuðið. Ég hélt að dagar mínir væru taldir því að hann myndi drepa mig. Hann var líka kominn með hælinn upp að enninu á mér, þegar þrifið var í hann og hann sleginn niður, áður en mer væri Ijóst hvað gerzt hafði. Ég stóð strax upp, og þá sá ég að þjón ustustúlkan mín, hún Porkuita lá klofvegga ofan á honum, hélt honum eins og villidýr bráð sinni, og tætti svo hrotta- lega af honum vanga- og yfir- varaskeggið að húðflyksurnar fylgdu með. Svo reis hún skyndilega á fætur, eins og nýrri hugsun hefði allt í einu skotið upp í hug hennar, og hún kastaði sér ofan á líkið, vafði dána mann- inn örmum, kyssti augu hans og munn, þrýsti vörum sínum milli vara hans, eins og hún byggist við að finna þar andardrátt og hina löngu, löngu ástarkossa. Maðurinn minn, sem nú fór að átta sig, starði á mig. Hon- um var nú orðið ljóst hvað gerzt hafði og hann féll mér til fóta og sagði: „Ó, fyrirgefðu mér, elskan mín, ég hafði þig grunaða, ög ég drap elskhuga stúlkunnar. Það var skógarvörðurinn sem blekkti mig.“ En ég horfði á hina óvenju- leg kossa dána mannsins og lif andi konunnar, og ég hlustaði á angistarvein hennar og sá hvernig hún engdist sundur og saman í syrgjandi ást sinni, og á því augnabliki varð mér það ljóst að ég kynni að verða manninum mínum ótrú. Halldór P. Dungal þýddi ATHAFNAMENN Framhald af bls. 11. lagður á hana sérstakur móðurmáls- refsiskattur, sem nemur hvorki meira né minna en fimmtíu prósent. Ofan á alla tolla og skatta og annan kostnað íslenzkrar bókagerðar er svo loks bætt 7 lá % söluskatti, sem mér skilst, að nú sé verið að reyna að negla enn fastar á bækur en aðrar vörur, með sérlögum um söluskatt á bókum. Það mega Bretar og Norðmenn eiga, að enda þótt söluskattur sé í þeim lönd um á neyzluvörum almennt, þá hafa þeir séð sóma sinn í að fella niðursölu skatt á bókum. í þeim löndum heyrist sjaldnar en hér í hástemmdum skálaræð um minnzt á forna bókmenntafrægð, eða kalda, kreppta fingur, kreista utan um fjöðurstaf, skrifandi á skinn við lé- lega birtu frá fífukveik í grútarlampa, sem hangir á vegg í hrörlegum torfbæ sem kominn er að því að hrynja. Það má endalaust skammast yfir ís- lenzkri bókagerð og deila um þær bæk ur sem hér eru gefnar út, ef ekki gætir vaxandi skilnings valdhafanna á þörf þessarar fámennu þjóðar fyrir bæk ur prentaðar á þeirri tungu, sem fólkið í landinu talar og les og vill ekki glata, þá kunna að koma þeir tímar að við þurfum e.t.v. ekki að deila um eða skammast yfir neinum íslenzkum bókum. Skinnhandritin og bókastaflarnir geta þá orðið verkefni sérviturra grúskaxa, úr öllum tengslum við það fólk sem þá kann að lifa hér og starfa. Ég vona þó, að augu manna opnist fyrir þeirri þörf og nauðsyn, sem íslenzk bókagerð þrátt fyrir allt er og ég vona að samkeppnis- aðstaða íslsnzkra útgefanda verði bætt og litin meiri sanngirni. Þegar allt kem- ur til alls, lifir enginn á brauði einu saman og íslenzkar bækur eru ekki lúx usvara, sem réttlætanlegt er að tolla, þær eru nauðsynjavara, — e.t.v. einsú allra nauðsynlegasta, sem hér er fram- leidd og seld. . . . CROISET Framhald af bls. 2. un, þegar Gerard var fimmtán ára, en móðir hans lézt af krabbameini, er hann var tuttugu og sex ára. Hafði hún ein- kum nærzt á ferskjum eftir að henni elnaði sóttin, og við dánarbeð hennar lá eftir á náttborðinu hálfflysjuð ferskja, er hún skildi við. Eftir þetta sá Croiset alltaf í huga sér hálfflysjaða ferskju, ef sjúklingur, sem til hans var leitað ráða um, var með krabba. Á árunum 1937-1940 tók að fara mik- ið orð af Croiset fyrir hlutskyggni (Psychometri). Sá hann líka ýmsar sýn- ír, er virtust boða innrás nazista í Hol- land, en ekki skildi hann fyrst í stað, hvað á seyði var. Eru ýmsar forspár hans frá þessum árum skrásettar og geymdar við sálarrannsóknarstofnunina í Utrecht-háskóla. Árið 1936 spurði t.d. kunningi hans að nafni Van de Berg, sem var aðstoðar- foringi í Tilburg, og líkað þar heldur illa lífið, hvenær hann yrði fluttur það- ar. og hvert hann færi. „Eftir fjögur ár,“ sagði Croiset, „og þá ferðu til Utrecht." „Vitleysa,“ sagði Van de Berg. „Ef þú hefðir sagt Malligen gæti ég trúað því, vegna þess að ég er í riddara- liðinu, en Utrecht getur ekki komið til mála, nema til styrjaldar dragi.“ „Þá verður stríð innan fjögurra ára, svaraði Croiset, „því að áreiðanlega verður þú þá fluttur þangað.“ Þetta kom allt á daginn. Árið 1940 var Van de Berg fluttur til Utrecht, enda voru Niðurlönd þá orðin flækt í heimsstyrjöldina síðari. Stríðsárin Enda þótt skírnarnafn Croisets: Ger- ard (Geirharður) merki voldugan mann með spjót, er hann í hjarta sínu frið- semdarmaður og hefur viðbjóð á stríði. Eftir að nazistar höfðu hernumið Hol- land í maí 1940, var Croiset fyrirskipað að bera merki um það á armlegg sér að hann væri Gyðingur. Segist hann síður en svo hafa skammazt sín fyrir að bera þetta merki, hann hafi verið stoltur af því. Vegna þess að hann var Gyðingur, fékk hann heldur ekki að nota reið- hjól, svo að hann keypti sér hjóla- skauta, sem hann notaði á götunum. Og enda þótt honum gæfist kostur á að leyna ætterni sínu með því að honum yrðu útveguð fölsuð skilriki, hafnaði hann því. Erfiðasti tími á ævi Croisets var ár- ið 1941. Eitt sinn er hann var staddur á heimili vinar síns, sem var lyfsali að nafni Ketelaar, sá hann allt í einu með- c<l annars í huga sínum mynd af þýzkum lögregluþjóni í grænum einkennisbún- íngi. Þóttist hann þá þegar vita, að hann mundi verða handtekinn af nazistum, og bað Ketelaar að líta til með konu sinni og börnum. Ketelaar og fleiri vin- ir hans ráðlögðu honum að flýja. En Croiset neitaði því og sagði: „Ég heyri innri rödd, sem segir: Ekki að flýja af hólmi! Vertu kyrr í Hollandi og haltu éfram að vinna verk þitt.“ Tveim vikum seinna kl. 5 að morgni handtók Gestapo Croiset á heimili hans. Ásamt mörgum öðrum Hollendingum, að allega af Gyðingaættum, var hann send- ur til Þýzkalands. Meðan á ferðinni stóð, varð hann vitni að svo hrotta- legri meðferð stormsveitarmanna á föngunum, að hann hálftrylltist og vildi verja hendur sínar. En aðrir fangar hindruðu hann í þessu, og sögðu að honum væri dauðinn vis, ef hann sýndi mótspyrnu. Árið 1943 var Croiset leystur úr fangabúðum Þjóðverja af einhverjum dularfullum ástæðum og kom hann þá aftur til Enschede. Hafði hann skilríki í höndum um það, að kona hans væri ekki Gyðingaættar og eihnig höfðu vinir hans útvegað honum fölsuð bréf um, að móðir hans hefði ekki verið Gyðingaættar í von um að nazistar yrðu honum ekki eins þungir í skauti í framtíðinni. Enda þótt Croiset tæki ekki beinan þátt í „neðanjarðarhreyfingunni" hol- lenzku, hjálpaði hann þó á margvís- legan hátt með skyggnihæfileikum sín- um. Eitt sinn er hann gekk fram hjá húsi nokkru, fékk hann hugboð um að Gyðingar, sem þar voru faldir, væru í yfirvofandi hættu. Hann sagði að Þjóðverjar mundu brátt gera árás á húsið. Gerði hann kunningjum sínum í neðanjarðarhreyfingunni viðvart um þetta, svo að þegar nazistar réðust á húsið skömmu einna, höfðu Gyðingarn- ir verið fluttir á öruggari stað. Hinn 17. oktober 1943 var Croiset aftur hand- tekinn af nazistum, þó ekki fyrir að vera Gyðingur, heldur var hann sendur með þúsundum annarra Hollendinga til að þræla í vinnubúðum Þjóðverja og varð að þola hina verstu meðferð. Nokkrum mánuðum seinna var hann þó aftur látinn laus án nokkurra útskýr- inga. Eitt sinn er hann var að því spurður, hver hefðu verið mestu von- brigði lífs hans, svaraði hann: „Þau, að mennirnir skyldu geta verið jafn- miklar skepnur og þeir voru á stríðs- árunum.“ Á stríðsárunum gerðist Croiset mik- ill vinur Alberts Plesmans, stofnanda og forseta KLM, Konunglega hollenzka flugfélagsins, sem er eitt hið elzta flug- félag í heimi. Sótti Plesman ýmis ráð til Croiset og viðurkenndi merkilega hæfileika hans. Eftir að Þjóðverjar gerðu innrás í Holland eyðilögðu þeir flugvöllinn í Amsterdam ásamt 35 hollenzkum flug- vélum. Var Plesman fyrst settur í fang- elsi en seinna var honum leyft að búa í afskekktu húsi í Austur-Hollandi und- ir eftirliti nazista. Þetta var ekki langt frá Enschede og gerðist brátt vinátta með þeim Croiset og ræddu þeir meðal annars um nauðsyn þess, að stofna sam tök Sameinuðu þjóðanna, eftir að Þjóð- verjar og Japanir væru sigraðir. Dag nokkurn snemma árs 1944 kom Croiset til Plesmans dapur í bragði og sagði honum að sér þætti fyrir að þurfa að segja honum það, en sér hefði vitr- azt rétt áður, að sonur hans hefði ver- ið skotinn niður rétt við landamæri Belgíu og Frakklands og hefði látið líf- ið. Að vonum varð Plesman mikið um þetta og sagði: „Kannske þú hafir nú rangt fyrir þér í þetta skipti, Croiset?“ En þetta reyndist rétt. Fyrst nokkrum mánuðum seinna kom staðfesting á þessu og tilkynning um dauða Jan Plesmans, eins og Croiset hafði sagt. Fimm árum síðar, þegar Plesman hafði endurreist KLM bar aðra sýn fyrir hugskotssjónir Croisets. Þetta var 21. júní 1949. Hann sagði áhyggjufullur: „Ég sé hræðilega sýn, og hef sterka tilfinningu fyrir því, að annar sonur Plesmans muni bráðlega farast í flug- slysi. Dr. Tenhaeff, sem hann mælti þessi orð við, skráði strax ummæli hans, en hafði vitanlega ekki orð á þeim. En tveim dögum seinna fórst flugvél hjá Bari í Ítalíu þar sem Hans Plesman var flugstjóri og komst enginn lífs af. Hafði Albert Plesman þá misst tvo sonu sína í flugslysum og Croiset séð hvort tveggja slysið fyrir. Mestum straumhvörfum í lífi Croisets olli þó atburður sem gerðist í desem- bermánuði árið 1945, þegar hann af for- vitni hlustaði á fyrirlestur sem dr. Ten- haeff flutti í skólahúsi einu í Enschede. Fannst honum þá, að nú fyrst hefði líf sitt öðlazt mark og mið og vissi, að þeim væri ætlað að starfa saman. Hon- um fannst sem hann hefði alltaf beðið eftir þessari stund. Hingað til hefði líf hans verið þýðingarlaust. Nú var hann einráðinn í að láta rannsaka hæfileika sina, vísindunum til ávinnings og skiln- ingsauka á hugskynjunum. Dr. Tenhaeff hafði að vísu heyrt get- ið um Croiset, en aldrei fyrr séð hann. Eftir fyrirlesturinn kom hann til Ten- haeffs, sagði honum ýmislegt af ófreski- gáfu sinni og bauðst til að láta rann- saka sig. Snemma á árinu 1946 gekkst hann undir ýmis próf og tilraunir, og varð Tenhaeff brátt ljóst, að meiri hæfi- leika á þessu sviði hafði hann hvergi fundið. Croiset var fús til allrar samvinnu og þótti sæmd að því að láta rannsaka hæfileika sína við þessa kunnu sálfræði- stofnun. Fyrir tilmæli dr. Tenhaeffs fluttist Croiset til Utrecht 1957, þar sem fjöldamargar tilraunir voru gerðar með hann við háskólann og árangur þeirra skráður og gerprófaður. Telur prófessorinn, að Croiset sé einn mesti undramaður sem hann hafi nokkru sinni rannsakað, því að enda þótt hon- um bregðist stöku sinnum bogalistin, emkum ef hann er þreyttur, séu þó minni sveiflur á áreiðanleik hugskynjana hans en hann hafi átt að venjast um nokkra sambærilega menn aðra. Geysimikið efni og stórmerkilegt liggur fyrir hjá sál- fræðistofnun háskólans um hugskynj- anir Croisets, sem vakið hefur undrun um allan heim. Þó að þessir tveir menn séu óskap- líkir og stundum hafi kastazt í kekki með þeim, mun árangurinn af samvinnu þeirra verða þessum vísindum ómetan- legur um langan aldur. 30. júní 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.