Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1968, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1968, Qupperneq 1
BRENDAN BEHAN: ÆVINTÝRI í ÖLPUNUM Ég kleif upp Alpana í nokkra þreyt- andi klukkutíma, unz sólin gekk undir, og ég var einn í myrkrinu uppi í fjöll- unum. Ég minntist þess, að í skólanum lásum við bók, sem nefndist Seilg i measc na nAilp, eða Veiðiferð í Ölpunum, og þeg- ar ég sá skært ljós birtast og hverfa og birtast aftur á veginum framundan, fór ég að brjóta heilann um það — með vaxandi skelfingu — eins og sagt er í bókum, hvort því væri beint gegn mér. Grimmdarlegt gelt, eins og sprottið af reiði, sem væri haldið í skefjum, en þó ógnandi, barst að eyrum mér. Og þá tók ég til fótanna. En það var gagnslaust að hlaupa, því að ljósið birtist á stígn- um, og grimmdarlegt geltið varð æ há- værara, og allavega gæfist ég upp á hlaupunum áður en ég kæmist í „Höfr- unginn.“ Ég segi ekki, að allar syndir lífs míns hafi flogið í huga minn, en allavega þær, sem gátu rúmazt þar í biðröð. Eg hef aldrei orðið jafnhræddur, síðan ég svaf í hlöðu á stað nokkrum í Frakk- landi, sem kallast Rambouilleit, og hinu- megin við þilið var ólmur gæðingur að sparka alla nóttina. Ég hljóp og hljóp í dauðans ofboði og hugsaði um örlög Daithi konungs sem þeir drápu við rætur Alpanna. Hvers vegna í ósköpunum varð ekki ein hver til að stöðva okkur báða, áður en við fórum þangað? Ljósið birtist á ný, og geltið færðist nær, og það var áhrifameira en trúboð. Ég hafði létzt um sjö pund, þegar bíll kom fram úr beygju, og kastljósið féll á mig. Ég nam staðar, og aldrei hef _ég heyrt bil hemla með meiri ánægju. Ég á við, að ég hef aldrei orðið glaðari, þegar ég hef heyrt bíl hemla. Á þessu andartaki var ég ekki í neinu skapi til að hafa áhyggjur af prósastílnum mínum. Og mér stóð nákvæmlega á sama, þó að Dracula sjálfur sæti við stýrið á þessu skrapatóii, aðeins ef ég heyrði þó ekki væri nema hálfmennska rödd og kæm- ist að raun um, að til væri annar tján- ingarmáti en þetta hræðilega gelt. Mynd- skreyting Beatrice Behan. Þýðing: Cuðmundur Arnfinsson Þetta var ekki Dracula — ef svo var, var hann að minnsta kosti óeinkennis- búinn — heldur maður á heimleið úr vinnu. „C’est le route á Montcolin?" spurði ég. Hann kvað svo vera, og það sem betra var. Hann bauð mér að sitja í, unz kippkorn væri eftir til Montcolin. „Megi allar hollvættir blessa yður, vagnstjóri,“ sagði ég hrærður og steig upp í. I birtingu um morguninn dróst ég inn á írska skálann, stórhýsi lengst uppi í fjöllunum. Mér var borinn matur og drvkkur, og ég sagði sögu mína. Ég sagði frá ljósinu og hundgánni. Gestgjafi minn hló. „Ljósin voru lýsandi flugur. Og gelt- ið, sem þú heyrðir var vælið í frosk- unum.“ „O, já, auðvitað," sagði ég: „en sú heimska úr mér.“ En ég hafði heldur aldrei kynnzt öðru eins á ferðum mín- um. Tíminn græðir öll sár, og ég vaknaði eftir tólf stunda svefn, hress og end- urnærður. Við tókum bíl niður til Cannes og syntum í Miðjarðarhafinu. í næturklúbb með Hollywoodsniði á Juan les Prins sýndi Sugar Ray Robinson hnefaleika. Bjórinn þar kostaði þig of fjár, ef þú fengir nokkurn bjór. En þú fengir hann, ef þú værir nógu ríkur. Venjulega drekka menn kampavín, en mér var sagt frá Ameríkana, sem bjó á hóteli nokkru og langaði til að fá kók með matnum. Kók er mjög vinsæll drykkur í Frakk landi, en þeir höfðu hann ekki á þessu hóteli, svo að þjónn var sendur eftir honum yfir í búðina á horninu, og þar kostaði hann fimmtíu franka og tuttugu flaskan. Kókflaskan var keypt og hátíðlega framborin á bakka, ásamt ís og serviettu brugðið um stútinn. Hinn vellríki Am- eríkani teygaði innihaldið og lét í ljós ánægju sína með gæði þess og borgaði með glöðu geði áttahundruð franka fyr- ir drykkinn (sextán shillinga), plús tvö hundruðí aukaþóknun. Maðurinn, sem seldi þjóninum kók- flöskuna, sagði mér þessa sögu, en þjónninn sagði honum hana, þegar hann kom til að greiða tuttugu frankana, sem hann fékk lánaða. Við fórum á okkar stað niðri á strönd- inni, sem var kölluð Río, og þar var hægt að fá leigðan stól og sólhlíf til að sitja undir fyrir fáeins shillinga yf- ir daginn, sem kom sér vel, eftir að hafa verið í sjónum. Þar var líka hægt að fá sér væna flösku af ísköldum bjór á shilling og níu pence, og það sem var bezt af öllu, allt hið sóiblikandi haf yfir að strönd- um Afríku blasti við augum, og útsýn- ið var ókeypis. Þeir höfðu einnig til leigu hjólabáta, sem menn sitja í og stíga áfram eins og hjólhesta. Ég hef heyrt, að fólk hafi reynt að hjóla á þeim til Korsíku, en eftir hverju það var að sækjast þang- að umfram það, sem það hafði hér, hef ég aldrei skilið. Sjálfur óð ég út í sjóinn ásamt krakkahóp, írskum, ensk-írskum, holl- enzk-írskum og rússnesk-írskum, og það hefði þurft drjúgan hluta af heilu herfylki til að reka okkur í land. Enginn veit, hvað það er að synda, fyrr en hann hefur synt í sjó eins og hér, því að hann er ekki kaldur, og öldungis óþarft að stinga sér „til að yfirvinna óttann við kuldann,“ eins og við segjum í Dollymount. Þú veður að- eins rólega frá landi, eftir að hafa mókt værðarlega í glóðheitum sandinum, unz þú rankar við þér og grípur sundtök- in._ Ég hef aldrei skilið, af hverju smá- krílunum hugkvæmist ekki að halda sér í axlir manns, þegar synt er með þau, fremur en grípa þessum smáu hönd um þéttingsfast um hálsinn, svo að manni liggur við köfnun. Og samt er okkur nautn að því. Mér var rikulega umbunað, eftir að hafa lent í slíkri glæfraför, þegar ein- hver á ströndinni spurði einn minnsta og forhertasta snáðann, hvort hann langaði ekki til að reyna hjólabátinn, og ég heyrði hann svara. „Við viljum ekki hjólabát. Við höfum Bwendan.“ En það var ekki honum að þakka, að ég komst lifandi í land til að segja þessa shgu. Hold your hour and have anotlier. •#

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.