Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1968, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1968, Blaðsíða 2
r Vinsœldir hans eru slíkar að meira minnir á pop-stjörnu en stjórnmálamann Trudeau. dL „Frjálslyndi flokkurinn í Kanada vann mikinn yfirburðasigur undir forystu hins nýja leiðtoga síns, Pierre Elliot Trudeau, í kosningun- um í gær og tryggði sér öruggan þingmeirihluta. Þetta er mesti kosn- ingasigur, sem dæmi eru um í Kan- ada síðan íhaldsflokkurinn vann mikinn sigur í kosningunum 1958, undir forystu John Diefenbakers.“ Þannig segir á forsíðu Morgunblaðs- ins þann 27. júní síðastliðinn og munu úrslitin ekki hafa komið þeim á óvart, sem fylgzt höfðu með kosn- ingabaráttunni. Sigur Frjálslynda flokksins var að margra dómi frem- ur persónulegur sigur Trudeaus. Enda þótt Trudeau hefði alllengi set ið a (þingi og starfað sem dómsmála- ráðherra í rúmt ár í stjórn Lester B. Pearsons, var hann lítt þekktur öllum almenningi í landinu, þegar hann var kjörinn formaður Frjálslynda flokksins í apríl s.l. — aðeins tveimur mánuðum fyrir kosningar. A alið er, að viðbrögð og ákafi al- mennings í kosningabaráttunni í vor, sé einsdæmi í Kanada. Trudeau aflaði sér á skömmum tíma svo miki'lla al- n.ennra vinsælda, einkum meðal ungs fóiks, að stundum var þvi líkara að „pop“stjarna væri á ferðinni, en ekki stjórnmálamaður Kanadamenn hafa ekki hingað til aðhyllzt bandarískar bar áttuaðferðir í kosningaáróðri og því þótti nokkur nýlunda þar í landi, að sjá Trudeau í miðri kosninabaráttunni meðal barna og blóma og hrifnæmra unglingsstúlkna, sem sóttust eftir að smella á hann kossi. Trudeau lét sér heidur ekki bregða, þótt unglingar slitu hár af höfði honum til minja, en hárið pun hann þó sizt af öllu mega missa, Forsœtisráðherra Kanada svo mjög er það tekið að þynnast. Sum- um hefur ofboðið þessi tillfinningahiti, sem einkenndi kosningabaráttu Frjáls- lynda flokksins — formaður í halds- flokksins, Robert Stanfield, lét svo um mælt, að frambjóðendur hefðu sett á svíð skrípaleik fyrir þjóðina. rudeau hefur engan veginn verið í sviðljósi stjórnmála fram til þessa. Hann hafði að vísu ritað nokkrar fræði bækur um stjórnmál, en þær voru lítt kunnar nema sérfræðingum. Hann þótti íarsæll sem dómsmálaráðherra þann stutta tíma sem hann gegndi því starfi. og beitti sér einkum fyrir endurbótum á löggjöf varðandi afbrotamál og félags raál. Hann krafðist m.a. réttlátari hjóna skilnaðarlega á þeim forsendum, að ríkið ætti ekkert erindi inn í svefnherbergi þjóðarinnar. Slík ummæli á virðulegu þingi Kanadamanna vöktu þó nokkra athygli og þykir mönn um sem þar sé að finna nokkra skýr- ingu á gífurlegum vinsældum Trudeaus meðal unga tólksins: hann er hispurs- laus og frjálslegur, óbundinn allri hefð í orðum, atferli og jafnvel klæðaburði. Aidrei fyrr í sögu kanadíska þingsins hefur það gerzt, að dómsmálaráðherra mætti ti'l þingfundar í sportskyrtu og sportjakka og með sandala á fótum, en þannig klæddur birtist Trudeau einu sinni í þingsölunum. Enda varð for- manni Nýja Lýðræðisflokksins að orði, þegar Trudeau var valinn eftirmaður Pearsons. Það verður einkennilegt að hafa forsætisráðherra, sem á erfitt með að troða sér í búðarskó. Því er þó haldið fram, að rangt væri að leggja ein hliða áherzlu á þennan þátt í fari Trud eaus, því að enginn kunni að klæða sig glæsilegar en hann, þegar hann sé í skapi tii þess. Trúdeau á Mercedes 300SL sportbíl, en síðan hann varð for sætisráðherra, er hann hættur að aka sjálfur, þegar hann er í embættiser- indum. Nú notar hann sér svarta Catillal bíiinn og bílstjórann sem fyílgir embætt inu. Það fylgir sögunni að hinn nýi forsætisráðherra kunni vel að meta fé- lagsskap ungra, ljóshærðra stúlkna, enda er maðurinn ókvæntur. -*- rudeau er fæddur 18. oktober, 1919 og heitir fullu nafni Joseph Phil- ippe Ives Elliotte Trudau. Faðir hans var efnaður kaupsýslumaður af frönsk kanadískum ættum, en móðir hans átti til skozkra ætta að telja. Fram að þrít- ugu stundaði Trudeau nám og ferðalög, enda mun hann aldrei hafa þurft að búa við fjárskort. Hann þótti einstakur náms maður. Lögfræðipróf tók hann með iiiiklum ágætum við háskólann í Montr eal og lauk síðan meistaraprófi í stjórn málahagfræði við Har.vard háskólann í Bapdaríkjunum á tveim árum. Þaðan hél’t hann til Parísar og stundaði fram- haldsnám við Ecole des Sciences Poli- tikues og við lagadeild Sorbonne-há- skólans Síðan innritaðist hann í The London School of Economics, þar sem hann lagði stund á hagfræði. Að þessu námi loknu lagði hann af stað í ferða- ]ög víðs vegar um heim og settist ekki um kyrrt í heimalandi sínu fyrr en að hálfu öðru ári liðnu. þessu flakki sínu lenti hann í ýmsum ævintýrum, enda sótti hann þangað er umsvif voru mikil. Arabar tóku hann til fanga, þegar styrjöldin um Palestínu stóð sem hæst, vegna þess að þeir grunuðu hann um njósnir á veg um Ísraelsríkis. Hann fylgdist með bar- dögum í Indókína og hann var staddur í Kína, þegar kommúnistar tóku þar völd. Árið 1949 sneri hann aftur heim. Þá stóð yfir verkfall verkamanna í Quebec gegn amerískum verktökum þar í borg — þáverandi borgarstjóri lagði hinu ameríska fyrirtæki lið og hugðist beita verkamennina valdi. Trudeau gekk í lið með forustumönnum verkamanna og tókst þeim að leiða sitt mál fram til sigurs. Talið er, að þetta sé upphaf stjórnmálaafskipta Trudeaus, enda þótt hann hefði á háskólaárum sínum skrif- að nokkuð í blöð og tímarit um slík málefni. -*■ rudeau starfaði lengi sem lög- fræðingur verkalýðssamtaka unz hann náði kjöri sem einn af þingmönnum Montreal-borgar, árið 1965. Á þingi iagði hann mikla áherzlu á nauðsyn þess að endurskipuleggja efnahags- kerfi landsins. Sum fylki Kanada hafa dregizt aftur úr öðrum í efnahagslegu tiiliti og benti Trudeau á nauðsyn þess að byggja upp atvinnuvegi í þeim fylkjum og draga frekar úr styrkveit- ingum og tryggingum til handa þeim einstaklingum, sem byggja þessi fylki. I kosningabaráttunni í vor neitaði Trudeau hins vegar að ræða fjármál ríkisins á þeim forsendum að útlit í efnahagsmálum væri svo ótryggt, að lof orð um bættan efnahag hlytu aðvekja aðeins tyllivonir. Allar staðhæfingar á þessu sviði hlytu því að bera vott um ábyrgðarleysi. Hins vegar eru menn ekki í vafa um skoðun hans á einingu Kanada. Þótt hann sé sjálfur fransk- kanadískur, er það bjargföst skoðun hans, að Sambandsstjórnin í Ottawa eigi að vera áfram æðsta stjórn lands- 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. ágúst 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.