Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1968, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1968, Blaðsíða 3
HÉTJUR DAGSINS í GÆR Um kvlödið þann 4. marz 1955, átti Carlie Parker, kallaður ,,Bird“ eða „Yardbird", að leika í New York jazz- klúbbnum ,„Birdland“, sem skírður var í höfuðið á honum. Að baki átti hann langa sögu taugaáfalla, áfengis- og eit- urlyfja vandamála, þrjú misheppnuð hjónabönd, lát dóttur sem var eftirlæti hans, sjálfsmorðstilraunir, hina ægileg- ustu sviksemi og þá fallegustu og frum- legustu hljómlist sem nokkur einstakur jazzleikari hefur látið frá sér fara. Þetta var hið allra síðasta af öllum síðustu tækifærunum, sem sífellt var verið að gefa honum. Þegar annar hljómlistarmaður, Charl- es Mingus, kynnti leik hans, kom Park- er ekki upp á hljómsveitarpallinn lengi vel. Loksins kom hann og byrjaði þeg- ar að rífast hástöfum við píanóleikar- ann, Bud Powell. Þeir léku um síðir, skamma hríð og fremur illa. Þá gekk Parker burt. Hann kom aftur seinna, en lék lítið. Þegar Powell yfirgaf Pall- inn, hrópaði Parker nafn píanóleikar- ans í hljóðnemann hvað eftir annað. „Gjörið svo vel að bendla mig ekki við neitt af þessu,“ sagði Mingus við áheyr- endur. „Þetta eru sjúkir menn. Síðla dags þann 9. marz kom Park- er í hótelíbúð barónessunnar Pannonica de Köningswarter, esm gert hafði hann og marga aðra jazzleikara að vinum sín- um. Þar seldi hann upp blóði og læknir sem kallaður var á vettvang, vildi leggja hann inná sjúkrahús. Parker neitaði. Að kvöldi hins 12. marz kvaðst Park- er langa til að horfa á Tommy Dorsey þáttinn í sjónvarpinu. Barónessan og dóttir hennar bjuiggu um hann í stól með svæflum og ábreiðum. Parker var að horfa á sjónhverfingamenn fleygja kubbum. Þegar þeir misstu þá alla nið- ur, hló hann hátt og mikið. Svo virt- ist honum svelgjast á, hann reis á fæt- ur, féll niður aftur og var látinn á fá einum augnablikum. Hann var 34 ára gamall. Hann var grafinn í Kansas City þar sem hann fæddist. Læknirinn sem hafði stundað hann, sagði dánarorsökina vera hjartaslag og lifrarveiki. Hann hafði einnig magasár. Á krufningarskýrzlunni var dánaror- sökin lungnabólga. Hún hefði getað ver- ið hvað sem var. Parker hafði verið að eyðileggja hinn hrausta skrokk sinn ár- um saman, eins og maður sem staðráð- inn er í að deyja. Hann hafði snemma orðið eiturlyfjum að bráð, sumir segja 12 ára, aðrir 15 ára. Hann borðaði ó- sköpin öll, drakk eins og svampur, hafði óseðjandi kynferðishvatir. Hann svaf lítið. 16 ára leit hann út eins og tæplega fertugur: þegar hann dó virtist hann um sextugt. Strax og lát hans fréttist fóru að sjást orðsendingar skrifaðar með krtí á veggi og girðingar í New York: „Bird lifir.“ Hann er stærsti á- framhaldandi áhrifavaldur í hljómlistar sögu jazzins. Hann verður ekki útskýrður á annan hátt en sem hljómlistarmaður. Músikin var eina kjalfestan í lífi hans. Hann gjörbreytti yfirbragði jazzins úr diatóniskri í krómatiska músik (ef nota skal tæknileg orð) En sagt á almennu máli þá kom hann áhorfendum á óvart, og hneykslaði iðulega, með því að fleyga stef eftir stef með óvæntum tónum. Á- samt öðrum tilraunamönnum, eins og Dizzy Gillespie, sem skapaði hina nýju tegund jazz, bop-ið eftir 1940, skipaði hann jazzinum í röð með krómatískum nýjungum sem þegar höfðu komið fram í viðhafnarlegri músik hjá Ravel, De- bussy, Stravinsky og Bartok. Það sem gerði Parker að mesta jazz- ista nútímans var lagvísi hans og form- skyn, hrífandi fallegur saxofón-tónn og hugmyndaauðgi. Þúsundir minni spá- manna hafa stælt einleik hans. f hljómlistarlegum skilningi var hér efni í hetju. En maðurinn sjálfur? Hér skortir vissulega ekki hinar hetjulegu kringumstæður listamannsins, sem deyr of ungur, af eigin völdum. En öllu á- hrifameiri fyrir upptöku hans í dýrlinga- tölu var þó sú endurskipan í þjóðfé- lagslegu gildi á árunum eftir 1950, sem skapaði hugtök eins og „Beat-kynslóð- in“. Parker var tilvalin félagsleysingja hetja — taugaveiklaður, siðspilltur, stjórnleysingi, hrokagikkur, góðgjarn og alúðlegur dýrkari lífsins gæða. Þetta getur hneykslað eða valdið leiða. Sumum vesalingum er Parker frem ur trúartákn en hljómlistarmaður. Það eru þeir sem gengu með alpahúfur og sólgleraugu á fimmta tug aldarinnar vegna þess að Bird og Dizzy gerðu það. Hann hefur orðið til að styðja trúna á þjóðfélagsbyltingu, eins og Jam- es Dean. En slíkt rugl kemur hvergi nærri þeirri spurningu hversvegna Parker tor tímdi sjálfum sér. „Allir komu fram við hann eins og róna og hann svaraði með því að haga sér eins og róni,“ segir einn félagi hans. Það er hugsanlegt. Þær hræðilegu auðmýkingar sem hann varð að þola vegna þess að svo mörg- Framh. á bls. 5 Hann var hár og grannholda, and- litið niðurmjótt og endaði í litlum höku- toppi, í minningunni virðast augun óeðli lega stór hendurnar fíngerðar en þrótt- miklar. Þannig leit Lumumba út þegar hann rúmlega þrítugur leiddi Kongó út úr áratuga þögn hins belgiska konungs- valds inn í skyndilegt, róstursamt sjálf- stæði. Hann fæddist árið 1925 í litlu þorpi í norður Kasai, hlaut menntun sína í trúboðaskólum kaþólskra og mót- mælenda, fékk kennararéttindi en réð- ist síðan til Innanríkisþjónustunnar. Þar starfaði hann fyrst á skattstofu en var svo gerður að póstmeistara (og forseta Starfsmannafélags Afríkumanna) í Stan leyville. Árið 1956 var hann rekinn og fangelsaður fyrir fjárdrátt, en fluttist næsta ár til Leopoldville þar sem hann gerðist sölustjóri bruggunarfyrirtækis, en stóð jafnframt fyrir útbreiðslu óá- nægjuöldu með mælskusnilld sinni og bæklingaútgáfu. Hann stofnaði stjórn- málaflokk, Þjóðernishreyfinguna, sem helgaði sig sameinuðu og lýðræðislegu sjálfstæði til handa Kongó, en stóð gegn öllum aðskilnaðarstefnum, flokkur hans teygði sig brátt yfir torfærur héraðarígs og þjóðflokkaskiptingar og varð hinn vinsælasti í landinu. Eftir óeirðirnar í Leopoldville í janúar 1959 runnu stjórn artaumarnir óðfluga úr höndum Belgíu- manna og innan 18 mánaða hófust stjórn skipulagsumleitanir, almennar kosning- ar og yfirlýsing sjálfstæðis en Lumumba skipaður forsætisráðherra með nokk- urri tregðu. Ekki voru nema liðlega tveir mánuð ir liðnir þegar vaxandi ólga varð að uppreisn í Kongó-her, belgiskar fall- hlífarhersveitir lentu í Kongó, þetta leiddi til aðskilnaðar Katanga, afskipta Sameinuðu Þjóðanna, vaxandi fjand- skapar milli Lumumba og allsherjar- ráðs Sameinuðu þjóðanna. Þegar skilnaðarstjórnin í Katanga hélt velli óáreitt, beiðni Lumumba um aðstoð frá Sovétríkjunum og að lokum hernaðarleg valdataka Mobutu, sem var Vesturveld- unum mikið fagnaðarefni. Vegur Lumumba fór nú ört minnk- andi og var hann að síðustu tekinn til fanga og myrtur af hérmönnum Mo- butus, eftir flótta hans undan vernd Sameinuðu þjóðanna og komuna til El- isabetville. Morð hans vakti ákafa and- úð og reiði um allan heim. Það var hörmulegur atburður. Sterk- ustu hliðar hans, hugrekki og heil- steypt framganga, traust hans á eigin mátt urðu honum til falls í þessari að- stöðu grimmilegra átaka. Gætnari maStrr kynni að hafa reynt málamiðlun við aðskilnaðarsinna og erlend yfirvöld og valið hægfara viðreisn þjóðarinnar eftir langvarandi arðrán og vanrækzlu Belgíumanna. En slíkur maður hefði ekki Frnrnh. á bls. 5 VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR: LJ ÓD Hafi mig einhvern tíma dreymt herbergi með ljósum veggjum grænum flosmjúkum hægindum gulum rósum á borði og rauðum tjöldum fyrir gluggum er sú stund órafjarri hugstæð er mér nú brekkan í gilinu vaxin blágresi niður bergvatnsins og rísl við fáða steina hátt yfir endalaust blátt himinhvolf. 4. ágúst 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.