Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1968, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1968, Blaðsíða 7
HINN NÝI JAMES BOND Kingsley Amis (Robert Markham) lýsir endurholguninni fram, þó að meS fáum strikum sé telkn- að. Heusler leggur áherzlu á, ef til vill of mikla, að þessu kvæði séu aldrei að efni til kaflar úr stærri heild, heldur sé hvert þeirra fyrir sig sjálfstætt. En vera má, að Hausler, sem var að berj- ast við skoðanir fyrri manna, sem víst þurftu leiðréttinga við, hafi freistazt til að einfalda þetta mál meira en skyldi. Sagnljóðabálkurinn er langt kvæði, en þó þarf það ekki að spanna yfir langt tímaskeið eða söguskeið, og hreint ekkert frekar lengra skeið en stutta frá sagnarkvæðið. Lengdin stafar af ná- kvæmni, hægri frásögn margra atriða, smárra og stórra, við fjölgun söguper- sóna og stundum við útúrdúra í frá- sögn. Það verður því ekki, að skoðun Heuslers, til við samtengingu margra siuttra kvæða, a + b+c + d . . . ., heldur við ummyndun, aukningu allrar frá- sagnarinnar. Ef tvö kvæði eru saman tengd, eru þau fléttuð saman í þá heild sem verða má. En vitanlega getur skáld ið gert útdrátt úr eldri kvæðum, eins og í Bellerofontesþættinum í Ilíonskviðu Árið 1921 ritaði Heusler bókina „Nib elungensage und Nibelungenlied", þar sem hann reyndi að rekja vandlega feril þessarar hetjusögu í kveðskap frá stutt- um kvæðum til sagnljóðabálks. Bók sú er harla töfrandi, ef til vill má líka segja lokkandi, því vitum vér í raun og veru allt sem í henni stendur? En hvað um það, tilraunin verðskuldaði að vera gerð. Árið 1919 skrifaði Heusler ritgerð ,.Nibelungenlied und die Epenfrage“ þar sem hann gerir hringsjá á rann- sóknum hetjukvæða ýmissa þjóða. Með nokkurri angurværð kemst hann að þeirri niðurstöðu, að sjónarmið vísinda manna í grískum fræðum séu í flestum greinum ólík hinna germönsku. Hann lýkur máli sínu á þessa leið: „En vissulega skein önnur sól á Jóníu en Kimmeríu“ Raunar skal ég geta þess, að í fjölmörgum bókum yngri fræði- manna í grískum kveðskap er hiklaust gert ráð fyrir, að langt aftur í fjarska bak við Hómer hafi gengið stutt kvæði um fornhetjurnar og frá þeim sé sögu- efnið komið Og nú er aftur komið að germönskum kveðskap. Eins og fyrr var sagt, er það alkunn staðreynd, að þar voru fyrst situtt frásagnarkvæði, en þau breyttust smám saman í sagnljóðabálka. Þegar þessa er gætt og líka höfð í huga kvæði Demódokosar, þá virðist það ekki neitt fjarlægur möguleiki, að í Hómers- kvæðum sé sams konar þróun, það virð- ist vera æði álitlegt. Og það virðist vera mikils virði. En eitt er að gera sér ljóst, að þetta munu fræðilega séð vel hugsanlegt, hitt er annað mál, hvort germönsku kvæðin geti gefið oss heimildir Hómers. Því miður er svarið við því neikvætt. Ef eddukvæðin væru glötuð, er aug- ljóst, að vitneskja vor um heimildir Niflungakvæðis yrði mjög slitrótt. Og þar sem ekki eru varðveitt nein stutt frásagnarkvæði, sem verið geti fulltrú- ar heimilda Hómers, er vonlaust að dreyma um verulega vitneskju um þau. Nú mætti þykja sem germanskur kveð skapur hefði veitt minni vitneskju um heimildir Hómers, en við var búizt. En gleymym því þó ekki, að nokkuð er vita# um þróun hinna stuttu frásagnar- kvæða til sagnljóðabálka meðal Germ- ana, og þó að sú vitneskja geti aldrei gefið oss aftur heimildir Hómers, þá þarf hún þó ekki að vera marklaus. Píún bendir á merkilegan möguleika. Þá má geta þess, að stundum má sjá þá hugmynd, að ílionskviða styddist við einhvern eldri (og sennilega styttri) sagnljóðabálk um annað efni. Þannig hefur Dietrich Múlder (Die Ilias und ihre quellen 1909) haldið því fram, að Hómer hafi sótt efni í gamalt kvæði um Þebustríð, annað um Meleagros o.s.frv. Aftur á rnóti hefur W. Schadewaldt haldið því fram, að í Ilíonskviðu sé nötað gamalt og nú glatað kvæði Aeth- Framh.'á bls. 9 Hvers vegna? Hvað getur fengið rit- höfund, sem notið hefur umtalsverðra vinsælda á sínu eigin sviði — það er að segja meira eða minna venjulegu skáldsagnaformi — til að taka undir sig heljarstökk og hafna á annarri breidd- arbráðu bókmenntanna, fara í föt dauðs manns, taka sér fyrir hendur, að halda áfram sögunni af hinum dáða og fyrir- litna James Bond? Svar við því hlýtur að hafa verið tek- ið að myndast á mörgum vörum, áður en augu eigenda þeirra voru búin að ljúka við lestur fyrstu setningarinnar. Peningar, og nöldur um að ég hafi lagt árar í bát og gefizt upp fyrir freist- ingunum. Jæja, jú, ég býst reyndar við að græða heilmikið af peningum á þessu ævintýri, og það er mér ljúft. En flest- ir, sem að nokkru ráði hafa fengizt við að skrifa, munu sennilega vera á sama máli og ég um að það að skrif aðeins fyrir peninga um langt skeið (eins og næstum öll okkar, að mér meðtöldum, hafa þurft að gera, einhverntíma á æv- inni), er einstaklega andstyggileg og sársaukafull vinna, sem í rauninni er ekki þess virði að leggja á sig. Og ég hlusta aðeins á tal um uppgjöf hjá þeim, sem raunverulega hafa verið leiddir í freistni, þ.e.a.s. hefur verið boðið fé, ef þeir vilji gera eitthvað annað en þeir gera, — og staðizt mátið. Það held ég að sé ekki fjölmennur hópur. Hvað annað en peningar? Ein ástæð- an, sem í fyrstu var smávægileg, en hefur vaxið og orðið að einni helztu forsendu minni, er tilhugsunin um það hve reiðir hópar vinstri sinnaðra gáfna- ljósa munu verða mér. Margir þeirra, sem saka munu mig um að hafa gert þetta fyrir peninga, munu einnig í hug- arblindni sinni ákæra mig fyrir að hafa ekki gert það vegna peninganna, held- ur af því að ég hafi fallið kylliflatur fyrir hugmyndafræði Flemings og Bonds, eins og sannaðist, þegar ég lýsti yfir stuðningi mínum við andspyrnu lýð ræðissinnaðra ríkja gegn landvinninga- stríði kommúnista í Suðaustur-Asíu. Einhver kann að telja að þetta sé ekki nóg til að gefa ljósa mynd af hug- myndafræðilegu ástandi mínu, en slíkir sleggjudómar virðast vera höfuðein- kenni vinstri-spekinga, þegar þeir láta í ljós álit sitt á mönnum, sem hika hið minnsta við að kyngja í einum bita stefnumálum rússneskra hemsvalda- sinna. Eftir því sem ég veit bezt, vill svo lítið undarlega til að fyrstu ættarbönd James Bonds og stefnu Ameríkumanna í Asíu voru hnýtt af greinarhöfundi í Komsomolskaya Pravda, unglingablað- inu í Moskvu. Af frásögn Ronalds Hing- leys um málið fyrir nokkrum árum, virð ist svo sem manninum hafi í grein sinni ekki verið ljóst að Bond vær ekki raunveruleg mannleg vera, og það var einnig heldur ógreinilegt, hvernig hann (Bond) hafði getað liðsinnt Ameríku- mönnum svo mjög í Víetnam, en hann var áreiðanlega flæktur í málið, og gegn honum varð að berjast með oddi og egg. Næstu tengsl Bonds og Víetnam, sem mér er kunnugt um, komu fram í bréfi eftir Graham Greene til blaðsins New Statesman. Það er einnig mjög lítið und- arlegt. Blaðamaður við sama tímarit, sennilega haldinn sömu hugmynd, sagði fyrir fáum mánuðum: „Bond er afar ó- skemmtilegur: það (sic) er alveg í anda Kingsley Amis.“ Það er auðvitað satt að Bond er eins og ég hlynntur Vest- urlöndum, meira að segja hlynntur Bret- um, yfirleitt hlynntur Bandaríkjamönn- um, og þetta er mörgu fólki hreinasta guðlast. Höfundur njósnaskáldsagna fyr ir gáfnaljós eru Deighton og le Carré, sem stundum eru svo óljósir aflestrar að manni liggur við að leiðast, en láta það að minnsta kosti ekki henda sig að halda því fram að annar aðilinn sé hin- um betri. „Óskemmtilegheit“ Bonds eiga skilið nánari athugun. Hinn undarlegi stund- argrunur, sem maður finnur öðru hverju til, að gagnrýnendur hafi ein- hvernveginn fengið allt aðra útgáfu af bókinni en þá, sem maður hefur verið að lesa, — hefur gert eins harða hríð að huga mínum og í sambandi við Flem- ing og gagnrýnendur hans. Bond verð- ur í meðförum þeirra hræðilegt „snobb“, hinna veikbyggðu og hjálparlausu. Þetta eru höfuðákærurnar. Þótt þið munuð sennilega ekki trúa mér, verð ég þó að segja ykkur, að engin þeirra á sér hina minnstu stoð í bókum Flem- ings. Hvergi í skáldsögunum 12 eða styttri sögunum 8 má finna einn stafkrók, sem misskilja mætti á þann hátt, að Bond eða höfundur hans felli dóm yfir per- sónu vegna félagslegrar stöðu hennar. Við heyrum heilmikið um hóglífi og í- burð, en það er allt annað mál, í versta falli meinlaust smekkleysi. Kvennafar nægir í sjálfu sér ekki eitt til að stimpla mann sem ófreskju, en kannski er Bond of kræfur, kannski vefur hann net dag- drauma til huggunar höfundi og lesend- um í kvenmannsleysi þeirra. Ég gæti reyndar ekki séð neitt, sem mælti á móti því að Bond hegðaði sér þannig, ef þáð væri satt, en það er það ekki. Meðaltal Bonds, ein stúlka í ferð, er ekkert óvenjulegt fyrir myndarlegan, ó- kynvilltan piparsvein, og kyngeta hans mundi ekki einu sinni komast á blað hjá Kinsey. Satt er það að allar stúlkurn- ar eru föngulegar og verjast ekki með kjafti og klóm gegn ástleitni Bonds. Þetta kann að valda óvinsældum hans hjá þeim gagnrýnendum, sem eiga jafn- vel í verstu brösum með að fleka mjög ófríðar stúlkur. Hins vegar, þrátt fyrir það sem sagt er og skrifað, sést við lestur bóka Flem- ings, að Bond er blíður og tillitssamur við vinkonur sínar. Og hann er aldrei óeðlilega grimmur við óvini sína, þótt hann hafi þann leiða vana — sem mörg- um virðist þyrnir í auga — að verjast, þegar fólk reynir að drepa hann. (Þarna er hugsanleg samlíking við Víet nam, þ.e.a.s. vegna þess lögmáls, að þeir geti beitt ofbeldi en okkar menn megi það ekki). En það er ekki hægt að ætl- ast til þess af nokkurri sanngirni, að maður í starfsgrein Bonds bregði sér í líki friðardúfu, þegar hann stendur aug- liti til auglitis við trylltan Kóreumann með stálhnefa, eða kvennjósnara frá KGB með eiturnálar fram úr tánum á skóm sínum. Nú er nóg komið af því neikvæða. Ég tel það mikinn heiður að feta í fót- spor Ians Flemings. Frá upphafi ferils síns náði hann meistaralegum tökum á hröðum atburðum og lýsingum, og þeirri list að vefa þetta tvennt saman. Verk hans sameina ákafan áhuga á ytra borði veraldar nútímans — vélum hennar og þægindum, í víðustu merkingu beggja orðanna — við sterka, einfalda tilfinn- ingu fyrir því rómantíska og undarlega, t'.d. sígaunabúðunum, kastala þrælmenn isins, garði dauðans, eynni leyndar- dómsfullu. Flemming hefur tæknivætt ævintýrið fyrir okkur. Hann hafði lag á að láta undursamlega hluti koma okk- ur kunnuglega fyrir sjónir. Hann var stórkostlegur rithöfundur. Þetta álit mitt leiðir mig til atlögu við þá skoðun, að vinsældir njósnara- skáldsagna byggst á þeirri staðreynd, að njósnarinn sé höfuðpersóna í vitund samtímans (eða dulvitund, ef menn vilja heldur), að hann tákni klípu nútíma- mannsins o.s.frv. Ég skal fúslega fall- ast á að hann geri það, en honum hefði ekki orðið langra lífdaga auðið án Bonds. Til að taka hliðstætt dæmi, þá efast ég um það að vinsældir leynilög- reglusagna, sem hófust í lok síðustu aldar, hafi komið mjög við viktoríanskri vitund fólks eða að spæjarinn hafi tákn að einhverja klípu. Vinsældirnar byggðust á því að Conan Doyle hafði fundið upp Sherlock Holmes. Og þegar maður leiðir hugann að því, þá átti Welles meiri þátt í að vekja vinsældir visindaævintýra en nokkur félagsleg vitund. Þar sem hægt er að finna bók- menntaíega útskýringu á bókmenntaleg- um fyrirbærum, þá er ekki rétt að láta hana sem vind um eyru þjóta. Conan Doyle og Wells eru að Framh. á bls. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7 4. ágúst 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.