Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1968, Blaðsíða 8
OLAFUR H. OSKARSSON Upphaf sniðglímu niðri. I. Undanfarin tuttugu ár eða þar um bil hefur þjóðaríþrótt okkar — glíman — átt við mannfæð og almennt áhugaleysi landsmanna að stríða. Það er margt, sem staðið hefur henni fyrir þrifum, svo sem sundurlyndi glímumanna sjálfra, sem nú virðist í rénun, enda hefur giímustarfið í landinu eflzt nokkuð á seinustu tveimur til þremur árum. Auk þess hefur glíman átt í mikilli sam- keppni við aðrar íþróttir og þar á ég sérstaklega við svonefndar hópíþróttir. Helzta ástæðan fyrir þeirri deyfð, sem ríkt hefur í röðum glímumanna, hefur og verið áhugaleysi ráðamanna í land- inu á glímunni, sem að öllu jöfnu hefðu getað stutt glímuna með ráð og dáð. Al- þingi hefur þó stundum sýnt vilja sinn í að styðja glímuna með því t.d. að sam- þvkkja ályktun um, að glíma yrði tek- in á námsskrá á skyldustigi skólanna í landinu, en um framkvæmd þess máls hfcfur lítið orðið, og um það er ekki við alþingismenn að sakast heldur við aðra. Glíman er íslenzk íþrótt, sem ekkert getur sótt til annarra landa, hún dafn- ar eða koðnar undir starfi íslenzkra að- iia og engra annarra. Þessi sérstaða glímunnar innan íþrótta landsmanna kallar á sérstaka og meiri aðstoð hins opinbera heldur en aðrar íþróttir hér- lendis. En hvaða rétt hefur þá glíman um- fram aðrar íþróttir, mun einhver ef- laust spyrja. Slík spurning er að mörgu leyti skiljanleg og eðlileg, en þess ber að gæta, að glíman er eina íþróttin sem um aldaraðir hefur verið stunduð í land- inu og er enn við líði: hún telst hluti af okkar menningararfi, sem okkur ber að efla á allan hátt og megum ekki láta hverfa úr þjóðlífinu frekar en okkar tungu, bókmenntir, þjóðdansa og aðra þjóðlega mennt. Þess ber einnig að gæta að glíman er hvergi stunduð nema hér á landi svo neinu nemi — í Kanada sýna Vestur-fslendingar stundum glímu á íslendingadegi sínum. n. Áður en lengra er haldið, vildi ég benda á og leiðrétta misskilning, sem víða gætir, að glímunni er víða bland- að saman við erlend fangbrögð, sem svo nefnast. Glíman, sem sumir kalla rang- lega „íslenzka glímu“, er grein af þeim meginstofni, sem nefnist einu nafni „fangbrögð“. Nægir hér að nefna nokkr- ar tegundir erlendra fangbragða, sem hver bera sitt ákveðna heiti eins og okkar íslenzku fangbrögð — glíman — : japönsk fangbrögð eru t.d. judo og sumo, svissnesk fangbrögð Schwingen (buxnatök), Cumberland-Wrestling, Westmore-Wrestling og ameríska gífur- í’angið Catch-as-catch-can. Sá hugtakaruglingur, þar sem orðið glíma hefur verið yfirfært á öll fang- brögð, komst því miður inn í vitund manna m.a. með Glímubók ÍSÍ — 1916, þar sem talað er um „íslenzka“ glímu til aðgreiningar frá erlendum fangbrögð um. f erlendum alfræðibókum er glím- unnar víða getið og þá undir sínu rétta nafni — glíma —, sem hin íslenzka gerð fangbragða. Það er því hreinn ó- þarfi og villandi að tala um „íslenzka glímu“, þegar „glíma“ er nægilegt, sem heiti á okkar tegund fangs. m. Hvað má frekar gera til þess að út- breiða glímuna í landinu og hver er framtíð hennar? Það má að sjálfsögðu margt gera, svo glímustarfið í landinu eflist og framtíð glímunnar sem íþrótt- ar sé örugg, en erfiðasti þröskuldur- inn verður alltaf fjárhagshliðin. Að sjálfsögðu verður að leggja mikla á- berzlu á að kenna unglingum glímu, því þeirra er framtíðin. Mikilvægt er, að fyrsta glímukennslan, sem unglingar fá, sé góð og vandvirk, því lengi býr að fyrstu gerð. Til gamans er hér birt mynd af þátt- takendum í einni fyrstu drengjaglímu, sem Glímufélagið Ármann gekkst fyrir árið 1930. Glímusamband fslands hefur haft á sínum vegum glímukennara, Þorstein Kristjánsson, sem farið hefur víða um land og kennt byrjendum glímu með góðum árangri. Slík kennsla er ofviða einum manni, þó svo hann fái miklu á- orkað, því ekki er nóg að koma einu sinni á hvern stað á meðan glímustarf- ið er í uppbyggingu — heldur oftar, hfelzt tvisvar eða jafnvel þrisvar á hverju ári. Glímukennslan er undir- 'staða glímustarfsins í landinu og hana ber fyrst.og fremst .að efla á allan hátt. T fyrstu með því að kosta tvo til þrjá farandkennara, sem kenndu glímu á nnmskeiðum víða um land og leiðbeindu íþróttakennurum með kennslu í glímu, sem síðan gætu tekið við af farandkenn- urunum. Skortur á glímukennurum er mikill, einkum úti á landi, þar sem glíma hefur ekki verið stunduð um lengri tíma. Þar eru þó gamlir og góðir glímumenn, sem hæglega gætu tekið að sér glímu- kennslu, ef þeir fengju til þess aðstöðu og stuðning- frá Glímusambandinu, í- þróttafélögum á staðnum og öðrum ráð- andi aðilum. Flestar íþróttir geta státað af miklum og góðum bókakosti, þar sem eðli þeirra, iðkun og þjálfun er útskýrt í orðum og GLIMAIN og framtíð hennar Upphaf hælkróks, hægri á hægri, innanfótar. Mjaðmarhnykkur. myndum. Því miður er þessu ekki til að dreifa um glímuna — að vísu var gef- in út bók af ÍSÍ árið 1916 — Glímu- bók ÍSÍ — en síðan er liðin hálf öld og tvö ár betur, og á þeim tíma hefur eng- in bók verið gefin út, sem eingöngu hef- ur fjallað um glímuna. Nú er svo kom- ið, að bók um glímu er næstum tilbúin til prentunar af hendi ÍSÍ, og bíða glímumenn hennar með óþreyju, en út- gáfukostnaður hennar er mikill, sem taf- ið hefur útgáfu. Á vegum Glímusam- bandsins er og í undirbúningi rit um sögu glímunnar en óvíst er hvenær það kemur út, enda er málið enn á byrj- unarstigi. Alþingi hefur af rausn sinni veitt nokkurt fé til þessa rits, sem þakka ber af heilum hug. Vonandi lýs- ir þessi styrkveiting, að alþingismönn- um er ljós sérstaða glímunnar, og að þeir beri hag hennar fyrir brjósti. Það hefur nokkrum sinnum borið á góma, að gera ætti kennslukvikmynd um glímuna, enda er flestum ljóst, að kennslukvikmynd er ómetanlegt kennslutæki, ef vel tekst til um gerð hennar. Auk þess hefði slík kennslu- kvikmynd sögulegt gildi að nokkru leyti, er tímar líða, þar sem hún geymir glímulag síns tíma. Fróðlegt var t.d. að 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. ágúst 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.