Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1968, Blaðsíða 9
Þátttakendur í fyrstu drengjaglimu Ármanns, 1930. Fremri röð frá vinstri: Hilbert J. Björnsson, 2. verðlaun, Björn Guðmundsson, 3. verðlaun, Steinn Guðmundsson, 1. verðlaun. Aftari röð frá vinstri: Brynjólfur H. Guðmundsson, Njáll Guðmundsson, Ólafur Stefánsson, Hermann Þórarinsson og Sverrir Xheódórsson. Glímugaldur Þeim, sem liafði glímugaldur, varð ekki komið af fótunum, ef hann átti við ógöldróttan mann eða þann, sem ekki var meir en jafnsnjallur hon- um að kunnáttu. Gapaldur undir hæli ginfaxi undir tá: stattu hjá mér f jandi, því nú liggur mér á. Sagt er, að gapaldur skyldi hafa undir hæli á hægra fæti. Stafina átti annaðhvort að rita á blað, eða rista á spón eða spjald, og leggja hvort lieldur, sem var, milli skós og ílepps, en aðrir segja næst ilinni berri, innan í sokknum. Ef sá var fjölkunnugur, sem hann glímdi við, gat hinn meiri kunnáttu- maður þó ekki fellt þann, sem glímu- galdur hafði fyrri en hann fótbraut hann. Ekki dugir glimugaldur, þó við ógöldróttan sé að eiga, ef hann gjör- ir krossmark með fætinum, áður en þeir ganga saman, eða taka tökum. 1) Tekið úr Þjóðsögum Jóns Árna- sonar. sjá kvikmynd þá, sem tékin var af glímumönnum á Olympíuleikunum í Stokkhólmi 1912 og Sjónvarpið sýndi í júnímánuði s.l. Þar var glímt af kunn- áttu, fimi, karlmennsku og glæsileik: þar sást ekki sú þursaglíma, sem sézt hefur hjá nokkrum glímumönnum und- anfarna tvo til þrjá áratugi — og held- ur ekki sú ballet-glíma, sem sumir vilja láta verða ráðandi í glímunni. Það kem ur vel til greina að fella áðurnefnda kvikmynd inn í kennslukvikmynd, sem Glímusambandið hefur nú á prjónunum. Til þess að svo megi verða, að kennslu- kvikmynd yrði gerð um glímuna, þyrfti að sjálfsögðu víða að leita fanga um fjárhagsaðstoð og aðra fyrirgreiðslu. Sem undanfara að gerð kennslukvik- myndar mætti gera ljósmyndir — lit- skuggamyndir —, þar sem öll helztu atriði glímunnar komi fram, svo sem brögð, varnir og annað, sem máli skipt- ir IV. Hér á eftir tel ég upp þau atriði, sem ég álít mikilvægust, svo glíman vaxi og eflist og framtíð hennar sé trygg: 1) Glímusambandinu verði með fjár- veitingu fært að hafa á sínum vegum a.m.k. tvo til þrjá farandkennara, sem gætu tekið að sér glímukennslu úti á landi. 2) Gerð kennslukvikmyndar verði studd með fjárstyrk: litskuggamynd- ir gefnar út. 3) íþróttakennaranemi verði styrkt- ur til náms með því skilyrði, að hann takist síðar glímukennslu á hendur um ákveðinn tíma. 4) Bókaútgáfa verði stórlega aukin. 5) Heppilegt íþróttahús verði reist í Reykjavík, þar sem flestir glímu- menn eru. Þetta síðasta atriði er nú í dag mest aðkallandi fyrir reykvíska glímumenn, er.da eiga þeir í ekkert hús að venda með kappglímur sínar, því tæpast er í- þróttahús ÍBR við Hálogaland öllu leng- ur mönnum bjóðandi, enda er það gam- alt og úr sér gengið eftir aldarfjórð- ungs þjónustu við íþróttastarfið í höf- uðborginni. Gegnir i rauninni furðu, hve húsið hefur enzt, þegar þess er gætt, að bandaríski herinn, sem byggði það, var að tjalda til einnar nætur en ekki til fjórðungs aldar. Hið glæsilega mannvirki — íþróttahöllin í Laugar- dal — hentar glímunni engan veginn, enda er höllin alltof stór og viðamik- il, svo glíman fái notið sín. Væri ekki úr vegi að reisa miklu minna íþróttahús, sem hýst gæti íþróttir, sem minna gólf- rými þyrftu en „plássfrekar“ hópíþrótt- iv, _sem veitir ekki af höllinni miklu. Ég vildi einnig benda á þá staðreynd, eð fjölmargir erlendir íþróttafrömuðir, sem litið hafa glímuna, hafa lýst því EDDA OC HOMER Framh. af bls. 7 iopis. Fræðilega séð verður ekki fyrir það synjað, að þessu líkt geti átt sér stað. En ekki er því að neita, að þegar fram koma margar kenningar þessu lík ar, þá kynnu að hvarfla að manni hug- myndir Indverja um það, hvernig ver- öldinni sé haldið uppi. Hún stendur á fil, að mig minnir, fíllinn á einhverju öðru dýri, og það dýr á skjaldböku. Spurningin er svo: á hverju stendur skjaldbakan? Enn mætti spyrja: Sagnljóðabálkar voru til með Súmerum og Babýloníu- mönnum. Þeir bárust til Hetíta. Er óhugsandi, að Mínóar á Krít hafi þekkt slík kvæði og þau hefðu aftur haft áhrif á kveðskap Grikkja fyrir daga Homers, annaðhvort með tilveru sinni einni saman, eins og talið er, (með réttu eða röngu), að Chanson de Roland og Beowulf hafi sætt fjarlægum áhrifum frá Eneasarkviðu — eða þá enn meiri áhrifum? Vert er þó að gefa því gætur, að hinar miklu líkingar sem er með einu og öðru í Hómerskvæðum og í kveð- skap norðlægari þjóða, mælir móti veru lega miklum áhrifum sunnan og austan að. Annars má segja, að hugleiðingar um sagnljóðabálka með Mínóum séu fá nýtir draumórar, svo lengi sem engin kvæði finnast á mýkensku leirtöflunum. Og líka sú spurning, hvort hið nýja letur Grikkja hafi ekki létt meistaran- um flugið. Eftir að það kom, þurfti ekki lengur að notast við þunglamalegt og seinlegt krot á leirtöflur: nýja letr- ið gat veitt pennanum færi á að geysast yfir sefpappírsblöðin og bjarga svo sem auðið var hugarflugi, fegurðarsýn og orðsnilld skáldsins frá gleymsku og ruglingi munnlegrar geymdar. En hven ær lifði „Hómer“? og hvenær kom nýja letrið? Þykja má, að germönsk kvæði veiti hér minni leiðbeiningar til skilnings á Hómerskvæðum en til stóð. Ef nokkuð væri, mundu þau, og þá einkum eddu- kvæðin, borin saman við kvæði Demó- dokosar, hvetja til að trúa á tilvist stuttra frásagnarkvæða af tegund eddu kvæða á tímum, þegar kveðskapurinn geymdist aðeins munnlega. 3. Þá skal að lokum fara fám orðum um merkilegt mál, þar sem Hómersljóð og grískar heimildir geta varpað miklu ljósi yfir atriði úr hugmyndaþróun eddu kvæða og vestnorrænna þjóða, einkum á vissu skeiði víkingaaldar. Hve mikil er þörf aðstoðar úr einhverri átt, sýn- ir það, að varla skilja tveir fræðimenn þessi efni eins. En hin grísku vitni eru heilar bókmenntr, með þeim skýrleika og ágætum, að heimurinn hefur ekki séð annað ágætara. I fáeinum eddukvæðum um heiðin goð er um þau fjallað með nokkurri kímni eða háði. Þannig er háttað um Þryms- yfir að hún sé mikil íþrótt og fögur. Ég er sannfærður um það, að fáar íþrótt- ír krefjast meir af manninum en glím- an, enda verður sá einn góður glímu- maður, sem býr yfir skjótri og skýrri bugsun og vel þjálfuðum líkama. Þótt ráðandi menn væru glímustarf- inu hlynntir og styddu það á allan hátt, þá eflist það ekki nema um leið komi til mikil vinna af hendi glímumannanna sjálfra. Sé nægilegt fjármagn fyrir hendi, þá er ég sannfærður um, að glím- unni eigi eftir að vaxa fiskur um hrygg og ná aftur þeim sessi, sem hún sat í um og eftir síðustu aldamót og fram yfir fyrri heimstyrjöld. kviðu og Hárbarðsljóð, enn fremur Loka sennu, sem síðar verður komið að. f Þrymskviðu er með glettni sögð goða- saga af hinum sterka ás Þór, í Hár- barðsljóðum er háðslegt samtal Þórs og Oðins. Víða má sjá vangaveltur um það, hvort ekki leiði af kímni þessara kvæða, að þau hljóti að vera frá kristnum tíma. í stað hugleiðinga dugir að líta á kvæði Demódokosar um Ares og Afró- dítu í Ódysseifskviðu (VIII) og fjór- tánda þátt Ilíonskviðu: um það, þegar Hera ginnir Seif. Hjá þeim verða Þryms kviða og Hárbarðsljóð ógn meinlaus. Og þegar Hómerskvæði voru ort var enn langt til loka grískrar heiðni. En þessi gríski kveðskapur opinberar mikinn breytingarferil innan grískrar trúar, eins og Gilbert Murray hefur útlistað í bók sinni „Rise of the Greek epic“. Bak við þessa kviðu, sem er í anda Boccaccios, eru fornir helgissiðir, heilagt leikbrúð- kaup hins æðsta guðs og konu hans, og út af því ortu ýmis skáld „með lotningu og dularblæ", eins og Gilbert Murray kemst að orði. Af viðurnefnum Aþenu og Heru hafa margir vísindamenn verið þess fulltrúa, að þær hafi eitt sinn í forneskju verið með dýrahöfuð. Þá voru og, að því er virðist, guðdómlegir konungar. Þannig var öllu ruglað sam- an, goðum, dýrum og mönnum: helgisið- irnir voru frumstæðir og grófir, en menn fylgdu þeim þó af mikilli tilfinn- nigu. En í Hómerskvæðum hefur en- hver dagsbirta komið inn yfir þennan skugga- og skrímslaheim, menn og dýr og guðir greinast að: sjóndeildarhring- ur þessara miklu kaupmanna og sævík- inga er víður orðinn, og eiris konar upplýsing kemur yfir hugsun þeirra. En um leið og goðin fá á sig fullkomna mannsmynd, verða þau líka mennsk í hátterni og huga, oft allt of mennsk. Gömlu sginarnar, sem áður þóttu sak- lausar, eru nú mældar með mannlegri alin. Og þá er sá kostur að dást að glæsiheimi guðanna, fegurð þeirra og atgervi, en hirða lítt um siðferði þeirra. Af þessu er allmikið í Hómersljóðum. Og loks koma alvörumenn, sem ekki þola þetta lengur. Þá kvað Xenófanes: „Þeir Hómer og Hesíód hafa tengt við goðin allt það sem virðar kalla vömm og skömm." Það er óþarfi að fjölyrða hér um þetta, það er alkunnugt. En þá skal hverfa til eddukvæðanna og frásagna þeirra af goðunum. Einnig þar verður vart við merki einkennilegra breytinga, sem einmitt má skýra með þróuninni í Grikklandi. í hinum gríska trúarheimi gætir á- hrifa frá trúarheimi Mínóa, og gerir það allan mismun skýrari. í annan stað skort ir mjög nógu gamlar og rækilegar heim- ildir með Norðurlandabúum. I öndverðu hafa helgisiðir og goðsög- ur Norðurlandabúa verið mótaðar af frumstæðum hugmyndum fornra veiði- manna, kvikfjárræktarmanna og síðast kornræktarmanna. Goðatrúin var ná- tengd fyrirbrigðum náttúrunnar og at- vinnu manna. Helgisiðirnir miðuðu að því að gera náttúrufyrirbrigðin sér heilavænleg, oft með því að „leika“ þau með nokkru móti. Helgisiðirnir, sem voru heilagir, voru greindir frá dag- legu lífi og siðferði í sambúð manna, ef svo bar undir. Goðin virðist ekki hafa haft mjög skýra mynd, og auðsætt er, að stundum hafa þau verið tengd dýrum, lengra er varla vert að fara. Tacitus segir, að Germanir hafi ekki gert sér myndir af himinguðinum. En þegar tímar liðu, skýrðust hugmyndirn- ar. Goðafræðin hafði í för með sér sam- anburð goða og goðsagna. Vera má, að ekki hafi öll goð heitið sama nafni á öllum stöðum, enda um suma frekar að ræða sem mismunandi skýrt mótaðar teg- undir en einstaklinga. En allt skýrist þetta og greinist sundur og fær mennsk- ara mót. Á víkingaöld hafa goðin feng- ið ótvíræða mannsmynd, og sum þeirra Framh. á bls. 13 4. ágúst 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.