Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1968, Blaðsíða 12
HINN NÝI JAMES BOND Framh. af bls. 7 minnsta kosti tveir úr þeim hópi höf- unda, sem ég mundi skipa Fleming á bekk með, þótt þeir spanni þáðir víð- ara svið en hann. Þá mætti nefna Jules Verne — því að þeir eiga fleira sam- eiginlegt en virzt gæti fljótt á litið — og Buchan. En enginn samtímamaður. Hreintrúarstefna okkar í menningar- málum telur njósnasögur og ævintýri ekki tegundir bókmennta, nema hægt sé að halda því fram að viðkomandi tegund sé aðeins notuð sem tæki, lík- ing, og að höfundurinn sé í rauninni að fjalla um nútímasamfélagið og manns- sálina eins og góðskáldin. Af þeirri á- stæðu mega menningarvitar láta sér líka vel við le Carré og Patricia High- smith, en hins vegar ekki við atvinnu- menn í samningu vísindaævintýra, sem eins og Fleming virðist skorta þann listræna metnað, eða kannski aðeins látalæti, sem er skilyrði til að komast á vinsældarlista gáfnaljósanna. Ég harma þetta — ég á við, að ég harma það, sem mér virðist vera for- dómar gegn þessum tegundum bóka. Ég get fallist á það að hið bezta í alvar- legri skáldsagnagerð sé betra en nokk- uð af þessari tegund. En meistaraverk- in eru hræðilega fá, og klaufaleg krufn- ing hjartans er ömurleg lesning, enda er bróðurparturinn af skáldsagnafram- leiðslu nútímans eins og njósnarasögur án njósnara og glæpasögur án glæpa, og hvaða mælikvarða sem við notum, þá er John D. MacDonald betri rithöf- undur en Saul Bellow. En MacDonald skrifar spennandi sögur og Bellow fæst við hjartakrufningar. Hvor þeirra skyldi bera lárviðarsveiginn? Og hvaða skyssur, sem sjónvarpsleikritahöfundur með minnstu sjálfsvirðingu kynni að gera, þá gæti það aldrei komið fyrir hann að vekja Desdemónu aftur til lífs- ins, strax eftir að Othello hefur drep- ið hana. Jæja, — ég fæddist of snemma, eða féll og seint í hendur gagnrýnenda, eða kannski er ég bara of þolinmóður frá náttúrunnar hendi til að líta á bók- menntir sem einhverskonar einræðis- riki. Lægri tegundirnar, þær sem ég hef þegar nefnt að viðbættum drauga- sögum og hryllingssögum, hafa vakið aðdáun mína í meira en þrjátíu ár. Ég hef alltaf haft óljósa löngun til að skrifa reyfara. Þegar Bond stóð uppi emn og föðurlaus, þá virtist mér það sem sending af himni ofan. Þetta var það, sem ég þurfti með til að komast af stað í reyfaraskrifum. Og það að geta tekið sér dáðan rithöfund til fyrirmynd ar, með leyfi, eiginlega, er ágæt leið til að láta í Ijós aðdáun sína, og taka í arf einhvern hluta snilldarlegrar sköpunar hans. Það eru auðvitað ekki til neinar send- ingar af himni ofan í neinni deild bók- rnennta, heldur verður að vinna fyrir öilu. Ég varð því að taka þetta hlut- verk mitt í fylistu alvöru i öllum skiln- ingi. f fyrstu létu ýmsir í ljós ótta um að ég kynni að búa til einhverskonar Lucky Jim Bond, sem vafraði um skugga hverfi Wigans með nestispakka í ann- arri hendinni og brotna bjórflösku í hinni. En það var engin hætta á því. Auk skyldunnar við frumhugmyndina, varð ég þó að gera mér grein fyrir því, að enginn venjulegur uppvakningur lif- ir af meira en nokkur þúsund orð eða þrjár til fjórar mínútur á kvikmynda- tjaldi. Ég varð því að finna eitthvert fuligilt áframhald af ' Bond, hvorki skopstælingu né nákvæma eftiröpun né eintóma uppstokkun á kryddbaukum Fiemings. Eins og í hverri annarri tegund skáldsögu, þá var mér ómögulegt að muna nákvæmlega, hvar þessi hófst, eft- ir að meginmyndin var tekin að mótast að nokkru ráði. Hugsanir flugu innum ar.nað eyrað og út um hitt, vikurnar liðu. Hvar á hún að gerast? Ekki á Ja- maika — Bond er búinn að vera þar of oft. Ekki í Bandaríkjunum — það er of dýrt þar. Ekki í Frakklandi — þar er of mikið af Frökkum. f Grikklandi? Já — Bond hefur ekki verið þar. Ég hef ekki verið þar. Hljómar vel. Prýðileg- ustu eyjar. Svo er austurhluti Miðjarð- arhafsins einmitt svæði, þar sem Rúss- ai eru að færa út kvíarnar. Bretar eiga þar hagsmuna að gæta. (Ég byrjaði á bókinni árið 1965). En Rússland gegn Bretum er of gamaldags efni. Rauða- Kína gegn Bretlandi þá, og Rússlandi líka. Bond gat þá líka slegizt í félag við svissneskan njósnara. Kvenkyns njósn- ara. Harðgerða stelpu, eins og allar vinkonur Bonds eru. Og Rauða-Kína sem þorparinn, er bæði nýtt fyrir Bond og augljóst á réttan hátt. Og kínversk- ur erkiþorpari ætti að vera skemmtilegt viðfangsefni . .. Og þegar ég var að virða fyrir mér landabréf nokkurt, sá ég af tilviljun, hve skammt var á milli þriggja merkis- staða, — Sunningdale, þar sem Bond lék oft golf, Windsor Park, þar sem M. á fallegt, lítið sveitasetur, og Lundúna- fiugvallar. Á þessum grundvelli spruttu upp umræður milli mín, eins af sonum mínum og konu minnar. Ég brá mér frá, til að svara í símann eða fara á krána, svo að ég átti ekki eftir nema lítinn þátt í lokaniðurstöðunni: Bond leikur golf — Bond heimsækir M. — M. í ó- vinahöndum — slagsmál — Bond slepp- ur — M. fluttur undir áhrifum eitur- lyfja (?) gegnum útlendingaeftirlitið á flugvellinum og til Grikklands. Eftir það, jæja ... Nú hafði ég upphaf á söguna og einn- ig atburðaramma, og gat farið að vinna undirbúningsvinnu við hvorttveggja. Ég fór til Sunningdale með minnisbók í hendi, valdi sveitasetri M. stað og vakti rneð því miklar grunsemdir hjá garðs- verðinum, lagði hausinn í bleyti og nag- aði neglurnar og velti því fyrir mér hvern fjandann mætti finna upp á sviði launmorða eða slíkrar starfsemi, sem gæti skaðað Breta og Rússa sameigin- lega og báða í jafnríkum mæli. Ég komst að þeirri niðurstöðu að Kínverj- ar yrðu að valda öðrum aðilanum sár- saukafullum missi og koma sökinni á hinn aðilann. Hvað og hvernig, nú .., Mér hafði verið ljóst frá upphafi, að ég væri ekki rétti maðurinn til að fylgja Bond inn í spilavítin, um borð í hrað- báta eða niður erfiðustu skíðabrautirn- ar í þeim heimi, sem Fleming hafði bú- ið til handa honum. Þó mátti það, sem ég hafði að bjóða, ekki vera of ónkt Bond, ef neytandanum ætti ekki rettilega að þykja Bond vera endurvak- inn aðeins í orði en ekki á borði. Upp- haf sögunnar var auðsjáanlega bezta tækifærið til að láta lesendur þekkja aítur hetju sína. Golf — íþrótt, sem ég vona af öllu hjarta að ég geti gefið upp andann án þess að hafa lært — var þegar í fyrstu setningunni, hlaðið af tæknilegum nöfn- um, sem fylgdarmaður minn til Sunn- ingdale jós yfir mig. Bíll Bonds af gerð- inni Continental Bentley birtist á blað- síðu 17 og er samfelldur þáttur í sög- unni frá blaðsíðu 19 og allt til enda. Á öðrum af fyrri blaðsíðum bókarinn- ar gerði ég það, sem ég gat, með því að notast við auglýsingar frá Fleming (Scott’s veitingahúsið við Coventry Street, Silver Wraith Rolls bifreið M’s) og tilveru kunnuglegra nafna (Bill Tanner, ungfrú Moneypenny, Hammond fyrrverandi yfirliðþjálfi, sem því miður reyndist mega varpa fyrir borð, þegar kínverska kom í heimsókn til M’s). En það var augljóst að slík vinnu- brögð ein mupdu ekki nægja til að skrifa bókina. Ég varð að finna upp ein- hver snilldarbrögð, eða það sem sýnd- ist vera snilldarbrögð — mismunurinn sést ekki í prentuðu máli — sem minnti á þau snilldarbrögð Flemings, sem eru auðvitað höfuðeinkenni orðstírs Bonds. Hvað hafði ég í pokahorninu, hvað var hægt að grafa upp og fægja, hvað gat ég náð mér í, án þess að setjast aftur á skólabekk, blaða í vísindaritum eða fara í heimsókn til Rússlands? Ég hafði staðgóða þekkingu á nokkr- um af helztu vopnum stórskotaliðsins í síðari heimsstyrjöldinni, sem auðvelt var að prjóna við nýjungar á. Það reynd- ist einnig einfalt og ódýrt, þótt það væri ekki að sama skapi þægilegt, að fcrðast á 50 feta fiskibáti, sem breytt hafði verið í lystibát, frá Pireus yfir til eyjanna Naxos og Ios. Það var barna- leikur að komast að því með fyrirspurn- um og af raun, hver væri helztu ein- kenni eyjanna í mat og drykk, beztu olífurnar, bezti skelfiskurinn, og hvað væri bragðbezta brennda vínið. Og hver, sem ekki er steinblindur, getur safnað sér á eins dags ferð nægilega margbreytilegum og fögrum minningum af landslagi til að skreyta bakgrunn tilbúinna persóna sinna í heilan mán- uð. Einhvernveginn atvikaðist það svo, að minn Bond var allt í einu farinn að ráðast gegn óvinunum með hand- sprengjur að vopni, dróst aftur úr venjulegum vélbátum, bjó sig undir næturárásirnar með kvöldverði úr nest- ispakka, og lagði til atlögu á tveimur jafnfljótum, eða jafnvel skríðandi á fjórum fótum, þegar verst lét. Engar eldflaugar, engar þyrlur og enginn ka- víar, borinn á borð af þjónum í hvítum jökkum. Þegar allt er um garð gengið, fer Bond úr sportskyrtunni og galla- buxunum, sem hann hefur verið í næst- um allan tímann, og tekur fram klæðn- aðinn, sem K-deildin hafði útbúið handa hcnum (með loftskeytatækjum í hæln- um á skónum, rakvélablöðum í boðung- unum í jakkanum o.s.frv.) Hann segir: „Ég vissi að ég þyrfti ekki að nota allt þetta drasl“. Honum hefur tekizt ÓLI SECIR SJÁLFUR FRÁ III. Framh. af bls. 11 hefi alltaf haft áhuga og ánægju af skólatannlæknisstarfinu, enda feng izt við það lengstaf minn starfstíma. Þvi mast er um vert að geta fyrir- 7 byggt tannskemmdir. Þar tel ég mjög mikilsvirði að pensla tennur barna úr fluor, við það harðna beinin og er síður hætt við skemmdum, en vatn er hér víða fluorslaust, eða því sem næst. Ég fór til Osló 1966 til að Ikynna mér skólatannlækningar. Þar eru þeir betur á vegi staddir, fyrst og fremst vegna lengri þjónustu. En hér höfðu skólatannlækningar legið niðri um sinn að mestu leyti. Nú eru tannlæknastólar í 8 af 17 barnaiskól- um Reykjavíkur og hafa 4 af þeim bætzt við í minni tíð. — Og hvernig er starfi þínu tek- ið? —- Skilningur á bættri og aukinni tannhirðingu fer vaxandi hjá þeim, sem þessum málum ráða og ég hygg fremur vel til áframhaldandi starfs, erfiðast er að stólarnir skuli ekki vera fleiri. Ég lét prenta leið- beiningarpésa: Gættu tannanna vel, sem dreift hefur verið til yngri barna i og tilraunir hafa verið gerðar með aðra fræðslustarfsemi, t.d. kvik- myndir. — Segðu mér eitt Óli, hvernig gaztu fengið þetta embætti, ef þú ert ekki íslenzkur ríkisborgari? — Ég er það, það var nánast skil- yrði. Eg fékk borgararétt hér 1966 og með því fékk ég lokis rétt til að ganga í Tannlæknafélag fslands. / — En hversvegna sóttirðu ekki um 7 borgararétt hér fyrr? i — Það er dálítið skrítin saga. Mig að leysa verkefni sitt með viljastyrk og ráðsnilld. Þetta hljómar líklega eins og Bond sé breytt persóna. Ég verð að viður- kenna að hann hugsar dálítið meira en fyrirrennari hans gerði yfirleitt, en hann stingur þó miklu meira í stúf við Bond kvikmyndanna, þann harðsvíraða háðfugl með öll upphugsanleg undra- tæki í vasanum, heldur en hinn upp- runalega Bond, hinn raunverulega Bond, Bond Ians Flemings. Bond bók- anna var alltaf maður byssu og slags- mála, en ekki kjarnorkuvæddur neðan- sjávarmaður, hann var mikið gefinn fyrir ostrur og kampavín, en gat líka komið niður samloku með reyktu fleski, ef hann fékk gin og tonik með. Og þótt hann væri aðallega hetja hugarflugs- ins, sem vakti hjá lesendanum tilfinn- inguna: „Ég vildi að ég gæti gertþetta allt saman, „þá missti hann aldrei alveg sambandið við raunveruleikann, svo að menn hugsuðu líka sem svo: „Það getur vel verið að ég gæti gert þetta, ef ég væri eins sterkur og vel þjálfaðiir og hann.“ Minn Bond líkist fremur hinum síðarnefnda. Ég varð að gera hann þann ig. Ég er orðinn þreyttur á tæknilegum útlistunum, og ég held að lesendur séu það líka. Eins og í öllum tegundum af skrifum, þá var þetta mjög ánægjulegt starf og erfitt. Öðru hverju gat ég verðlaunað sjálfan mig með því að segja að hann hefði verið ánægður, hefði tekið at- burðina eða setninguna sömu tökum og ég. En þó gerði ég mér oftar grein fyr- ir því að hann hefði verið mér snjallari, harðari og hugvitssamari. Undir öllu hinu skrautlega yfirborði Flemings, v_ar geysileg hugvinna og útsjónarsemi. Ég er í einstaklega góðri aðstöðu til að geta metið það að verðleikum. langaði til þess að heita nafninu \ mínu. Bieltvedts-nafnið er síðan á 12. t eða 13. öld, og Bieltvedtar eru hvergi 7 til nema frá Krákstad, þar er til bæj- 7 arnafnið Bieltvedt, en hvergi annars 1 staðar í heiminum. Með því að gerast i íslenzkur ríkisborgari varð ég að / fleygja því nafni, sem ætt mín hef-ur ; borið um aldir, vegna íslenzku nafn- 1 giftarlaganna. Þetta þótti mér dálít- i ið hart. Nú heiti ég bara Óli Antons- í ison, og mér finnst sem ég hafi tapað 7 nokkru af sjálfum mér við þau i skipti, ég tel þetta ranglát lög, — í en við fengum þó að kjósa til bæj- í arstjórnar 1966, það var nokkur / sárabót. j — Og þá að endingu Óli, hvað 1 viltu segja mér um trúna og æðri 1 verðmæti? 7 — Ég var alinn upp á mikið trú- 1 uðu heimili, ég fékk ekki að fara í í bíó og mátti ekki læra að dansa. I Slíkt getur skilið eftir spor. Tvær / heimsstyrjaldir og þær hörmungar, \ sem koma í kjölfar þeirra, auka ekki I trúna á guðlega forsjón. Það er án t efa gott að geta trúað, ef það er hægt. / Og að sjálfsögðu þurfa allir að hafa » sitt leiðarljós. Ég hef verið í Rótary- \ klúbb síðan 1951 og tel fjórpróf okk- \ ar Rótarymanna góða leiðarstjörnu. 1 — Hvernig er það? 7 — Það eru fjórar spurningar, sem \ hver og einn á að leggja fyrir sig, ( og auðvitað leitast við að svara já- l kvætt gagnvart öllu því sem maður tekur sér fyrir hendur: Er það sann- leikur? Er það drengilegt? Eyk- ur það velvild og vinarþel? Er það öllum til góðs? , — En nú er langt liðið á kvöld. Eg efast ekki um það að Óli (Bielt- vedt) Antonsson getur svarað sinu t fjórprófi oftar játandi, en mörg okk- í ar sem aðeins reiðum okkur á for- 7 sjónina. \ Og ég kveð og ek til baka yfir i Kópavogshálsinn. 1 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. ágúst 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.