Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1968, Blaðsíða 14
M' A erlendum bókamarkaði The School of Shakespeare. The Influ- enoe of Shakespeare on English Drama, 1600—42. David L. Frost. Cambridge Uni versity Press 1968. 55,— Höfundur segir að „leikritahöfundar og Skáld fyrri hluta 17. aldar á Englandi og verk þeirra, skiljast betur, séu þeir skoð- aðir í ljósi Shakespeares". Höfundur rekur hér áhrif Shakespeares á verk samtíðar manna sinna og sýnir fram á hin ótvíræðu áhrif meistarans til breytinga á leikrits- íormmm þessara tíma. Ýmsir þessara höf- unda hafa hingað til verið álitnir braut- ryðjendur inman vissra takmarka, en höf- undur telur kveikjuna hafa verið Shake- speare. Cambridge útgáfan gefur út árlega ársrit helgað Shakespeare og auk þess rit, sem birta nýjar rannsóknir á rithöfunda- ferli hans og verka hans. Þessi bók er ein slíkra sem sýnir áhrif Shaikespeares í nýju ljósi og tengir hann öðrum leikritaskáldum. The History of Man. Carleton S. Coon. Penguin Books 1967. 10,— Coon er manmfræðingur að mennt, hann setti saman bókina „The Raoes of Europe", sem kom út 1939 og vakti þá mikla athygli. í þessari bók rekur hann þróunarsögu mannsins frá forsögulegum tímum og fram á okkar daga. Meginlhluti bókarinnar spannar forsöguleg tímabil, sem er eðli- legt, þar sem sá tími, sem liðinn er síðan menn tóku að skrá sögu sína, er mjög skammur miðað við allan þann tíma, sem mannkynið hefur byggt jörðina. Höfundur lýkur riti siínu á þeirri ályktun, að nú blasi við mannkyni, annaðhvort friðsamleg sam- búð allra þjóða eða gjöreyðing. Bókin er ágætlega skrifuð og mjög fróðleg. Das Jahrhundert der Detektive: Das zei- chen des Kain - Report der Toten - Hand buch fur Giftmörder. Weg und Abenteuer der Kriminalistik. Jurgen Thorwald. Droemer Knaur 1968. Þessar þrjár bækur fjalla um baráttu lög reglu og glæpamanna. í fyrsta bindi er rak in lauslega saga þessarar baráttu frá því um miðja 19. öld. Þá var svo komið, að menn stóðu ráðþrota gagnvart vaxandi glæpum. Með vaxandi fólksfjölda og vax- andi stórborgum varð margfalt erfiðara heldur en áður að koma í veg fyrir glæpi og hafa hernii á morðingjum og þjófum. En þá hugkvæmist mönnum að nota fingra- fór sem sönnunargagn í glæpamálum. Höf- undur segir sögur af ýmsum glæpamönnum, sem fingrafarasérfræðingar komu upp um. í öðru bindi er rakinn þáttur læknavisinda í uppljóstrun glæpa og 1 því þriðja saga eiturmorða. Höfundur segir skemmtilega frá. Hann er læknir að menntun og hefur sett saman bækur varðandi sögu læknis- fræðinnar og einnig bók um ósigur Þjóð- verja á austurvígstöðvunum og flóttann und an sókn rússnesku herjanna vorið 1945. Michael Scot. Lynn Thorndika. Nelson 1965. 30,— Miohael Scot er með merkari andans mönnum á fyrsta þriðjungi 13. aldar. Hon- orius páfi III sagði að „hann væri einkar vel að sér í vísindum". Hann fæddist í Skot landi 1175, stundaði nám I Oford og einn- ig í París. Hann varð síðar stjörnuspámað ur Friðriks keisara II. Scot er merkastur fyrir þýðinga sínar. Hann gerði nýja þýð ingu á Aristóteles og kynnti verk Averroes á Vesturlöndum. Þessi bók fjallar um þau svið mannlegrar þekkingar, sem Scot kynnti sér og kynnti öðrum. Höfundurinn hefur sett saman fjölda bóka sagnfræðilegs efnis og er með merkari fræðimönnum i sagnfræði og einkum hefur hann lagt stund á sögu miðaldaivísinda. Die grossen Religionen der Welt. Von der Redaktipn „Life“. Droemer Knaur 1968. Þetta kver er skreytt litauðugum mynd- um og höfundar skrifa um helztu trú- arbrögð nútímans, inntak þeirra og stefnu. Þetta er afgreitt á 218 blaðsíðum og rýra myndirnar textann töluvert. Bókin er ætl- uð þeim, sem óska eftir auðveldri fram- setningu efnisins. Höfundum hefur tekist að útlista og útþynna efnið, svo að bókin verð- ur gagnslítil og léleg myndabók. King Arthur and his Knights. Sir Thomas Malory. A Sel'ection from what has been known as Le Morte Darthur, made and edited by R. T. Davies. Faber and Faber 1967. 30,— Thomas Malory setti saman fyllstu frá sögn af Arthur konungi og köppum Hring- borðsins. Það er lítið vitað um höfundinn, nema hvað talið er að hann hafi setið á þingi og í fangelsi, þar sem hann setti saman þessa bók sína, sem talið er að hann hafi lokið við um 1469, hann lézt 1471. Bók hans var fyrst prentuð 1485. í þessu úrvali eru frægustu þættirnir, sögurnar um Tristran og ísold, Lancelot og Gral sögnin. Þessar sögur eru allar snar þáttur miðalda bókmennta og þær urðu kveikja ljóða og umskrifta. Höfunduir hefur fært stafsetn- ingu að nútíma hætti og í bókarlok fylgja skýri-ngar og orðasafn. Pascal — The Provincial Letters. Translat ed with an Introduction by A. J. Krails- heimer. Pen-guin Books 1967. 6,— Bréf Pascals fjölluðu um guðfræðilegar deilur á 17. öld, sem nú eru öllum gleymdar nema fræðimönnum, en efni bréfanna blif- ur þótt ti'lefnið sé öllum gl-eymt. Höfundur snertir mál-efni, sem fyrnast ekki þótt tímar líði og sem bókmenntaverk eru bréf in einstök. Voltaire taldi lýsingar Pascals á Jesúítum væru listaverk í sa-trískum bók menntum. Penguin útgáfan hefur einnig gefið út Pensées Pascals. Everyday Life in Byzantium. Tamara Tal- bot Rice. B. T. Batsford 1967. 25,— Frú Tamara er eiginkona Davids Talbot Rice, sem er sérfræðingur í byzanskri lista- sögu. Tamara lýsir daglegu lífi í hinni nýju Róm, sem lifði þúsund árum lengur sem höfuðborg Austurrómversda ríkisins, en hin forna Róm. Höfundur skiptir bók sinni í tíu kafla. Fyrst lýsir hún borginni, síðan koma kaflar um keisaraihirðina, kirkjuna, embættismannastéttin-a, h-er og flota og verzlun og iðnað. f síðari köflun- um ræðir hún borgarlífið, sv-eitalífið og lýsir skólaihaldi og loks er kafli um listir og listamenn. Höfundur ræðir áhrif Byzans á mennin-gu Vesturevrópu og menningar- mótun Byzans í Austurevrópu. í bókarlok fylgir bókaskrá og efnisyfirlit. Bókin er smekklega myndskreytt. Batsford hefu-r einnig gefið út bækur um da-gl-egt lif í Egypralandi, Babyloníu, Grikklandi og Róm og víðar. John Galswort-hy: The Forsyte Saga - A Moderne Comedy - End of the Chapter. Heinemann 1967. 30,— 30,— 42,— Forsyte Sagan spannar þrjár fyrstu bæk- ur Galsworthys, þótt nafnið sé látið ná yfir hinar sex. Persónurnar eru svipuðu marki brenndar, dugandi borgarar sem meta flest til fjár eða stöðu í þjóðfélaginu. Sagan hefst, þegar tíu eldri meðlimir ættar innar eru ennþá lífs, en helztu persónumar eru Soa-mes Forsyte og Young Jolyon og börn þeirra. Forsyte sögurnar voru settar saman á löngum tíma, og viðhorf höfundar- ins sjálfs breyttust gagnvai"t persónum sfn- um á þessu tímabili. í fyrri bókunum hæðir Soames Forsyte og allt það, sem hann taldi til verðmæta, en hélt fram hlut þeirra, sem voru á einhwern hátt utan-gátta þjóðfélag Forsytanna. Þetta mat höfundar breyttist í síðari bókunum og varð öfugt. Þetta eru ágæt heimildarrit um höfundinn sjálfan og vissar stéttir á Bretlandseyjum síðast á 19. og á fyrsta fjórðungi 20. aldar. Ritin eru nú gefin út í til-efni 100 ára afmælis höfundar. William Shakespeare — A Biography. A.L. Rowse. The English Library 1967.10,6 Höfundurinn er sérfræðingur í Elísarbet- artímanum og því manna færastur til þess að skrifa um þeirra tíðar menn, þ.m. Shake speare. Höfundur gefur fyllri mynd af skáldinu og verkum þess, einkum sonnett- unum. Þetta er meðal merkustu bóka, sem settar hafa verið saman um skáldið. Fyrsta útgáfa kom út 1963. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. ágúst 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.