Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1968, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1968, Síða 2
in tilviljun. Hann er umgjörð tveggja skálda sem við getum ekki án verið: hlýr og iðjagrænn, minnir á Mýrdal. Hvernig skyldi fólkið hér hugsa til Steins. Eða Stefáns? Ætli þeir eigi ekki upp á pallborðið? Senn verða þ'eim reist- ir minnisvarðar. Ó, þú skrínlagða heimska ... Sveitin hverfur í opinn faðm Breiða- fjarðar, girt skuggafögrum fjöllum. Þau eru ekki lengur snjóþreytt, þótt stöku fannir fylli gil og skorninga. Vel hús- að í Hvítadal, mér sýnist tvíbýli þar. Stefán Hörður, sá ljúfi lýrikker sem Er- lendur Jónsson hefði átt að setja í „Nú- tímaljóð“, segir mér að Steinn hafi ort „Tímann og vatnið“ um konu. sem hvarf úr lífi hans. Mikið á isienzk menning þeirri konu að þakka. Frá vitund minnl til vara þinna er veglaust haf ... Qg fjarlægð þín sefur í faðmi mínum í fyrsta sinn ... „Tíminn og vatnið“ fjallar um þrá, einmannaleika. Ást. Með þær forsend- ur þess í huga verður það einfalt og auðskilið: ljóð, sem enginn segist botna í og er enn afgreitt með óskiljanleg- um orðaieikjum eins og „háspekileg tómhyggja" Eða eitthvað á þá leið, ég man það ekki hér í bílnum. Hvaða sveit önnur getur státað af Stefáni frá Hvítadal og Steini Steinar? Þetta er lika óvenjuleg sveit. Mér er sagt að orðheppinn maður og öðrum ólík- ur, Kristján frá Garðsstöðum, hafi sagt um Saurbæinn: „Ákaflega fallegt í Saurbænum. Húsin standa í einum hnapp á víð og dreif um sléttuna“. Betur verður því ekki lýst. Og þó. „Þetta var ágæt sveit. Og ágætis fólk. lauslátt, alvörulaust og bláfátækt“, sagði Steinn eitt sinn við mig um fólk- ið í Sveitinni. Við þjóðveginn, milli Bersatungu og Hvítadals, stendur dálítill hjalli með fögrum ísaumi, skreyttur dýrindis blá- klukkum, sóleyjum og svargrænu grasi, svo marglit brekka og fögur að allri gerð að hún hefur aðeins getað sprott- ið undan fingrum guðs. f minningu mik- illa skálda. Trúarskálda. Steini „var eitt sinn tjáð“, að hann væri ættaður að vestan. Þanigað er ferð- inni heitið. Hann er að stytta upp. Fagiurt að horfa yfir Reykhólasveitina. Þar draup smjör af hverju strái. Þar var mikill auður. Og þaðan eru margar ættir. Það- an er ung kona, sem ég þekki. Eða hvaðan er hún. Eitthvað er þetta að þvælast fyrir mér. Og kannski þekki ég hana ekki. Við ökum Gilsfjörð. Skyldi hann heita í höfuðið á Gils Guðmundssyni? í miðjum firðinum Ólafsdalur, enn all- reisulegur bær og frægur af Torfa. Það sem Saurbær er Hvalfiirði, er Ól- afsdalur Gilsfirði. Við nánari athugun er Gilsfjörður smækkuð mynd af Hval- firði. Ekki hefði mér dottið í hug að til væri vasaútgáfa af honum. í Hval- firði ræður Loftur ríkjum. Og Svart- bakurinn. Hér ræður svanurinn ríkjum. Þeir vagga sér tugum saman & firð- inum, koma okkur í gott skap. Ég rifja upp vísu, sem Sverrir Hermannsson kenndi mér: Go'tt er vín á kvöldin gefur það þrek, góður er sopinn og apótek. Skyldi hún hafa verið send í Sam- keppnina? Kirkjuna að Stað ber svartan skugga við hvítt tjald vesturhiminsins. Eyjar og sker draga að sér athyglina. Rif- girðingar á lognhvítum firðinum. Og þarna upp af Berufirði fæðingarstaður Gests Pálssonar, hvað h'eitir hann nú aftur? Jú, Mýrartunga, og horfir við Skarðsströndinni. Nei, að Miðhúsum var það víst, já auðvitað. Og þarna, hand- an fjarðarins, Snæfellsnes, en Jökull- inn hulinn hvítum skýjabólstrum. Hann þarf ekki á að halda að hreykja sér. Hann hímir eins og flóðhestur í dýra- garði, bærir ekki á sér. Veit sem er að al'lra augu beinast að honum. Mánudagur 29. júlí. Erum á leið í Langadal á Langadals- strönd, handan Þorskafjarðairheiðar. Ætlum að dveljast þar þrjá daga og veiða lax. Njóta þess að Guðmundur Dainíelsson er ekki með í förinni, með pennann Guillhött á lofti og öll spjót úti. Engin hætta er á að handritið af Lands- hyrnu hans gtatist héðan af. Kannski reisa þeir honium ileið í Guttormishaga? Þá yrði Ingólfur Jónsson glaður. Guð- mundiuir veiddi urriða í Hvítá um dagiinn. Það var Ijótur urriði. Kannski er hann húinn að éta af honium 'hausinn. Sighvat- ur át silungshausa úr Apavatni. Hann varð mikið skáld. Hjálpaðu honum Ein- ari sýslumanni í Vík að ná aftur Flata- tungufjölinni sinni, Guðmundur minn. Og gangi þér vel yfir Sprengisand. Skrifaðu góð samtöl við tröll og úti- legumenn, sem verða á vegi þínum. Það mundi gleðja hann Guðjón Ó. Góða ferð, og veiddu mikið — af landi og fólki. Nú blasir við okkur í hlíðinni upp af Þorskafirði eBimóður bær með timibur- göfiuim, að 'hruni kominn. Skógar. Svo hér stóð hanin á hlaðiniu, lék sér að sól og stjörnum. Horfði athugulum, hrifnæm- um augum yfir lygnan fjörðinn og virti fyrir sér þetta græna birki, s'em brosir við þeynum: minnir á fyrirheit lands- inis, sem hann átti eftir að fella í stuðla og höfuðstafi. Og hið efra guð og him- in ... Guð vors lands. Hér í hlíðinni sleit Matthías þá barnsskónum. Ég ek hægt. Þetta er helg jörð. Fá örnefni hljóma fegur á íslenzka tungu: Skóg- ar. Skógar og Hraun, vörður á leið okk- ar til manndóms og frelsis. Og enn hleð- ur tíminn vörður. Enginn veit hverjar standa af sér válynd veður. Enginn. Á túninu kona á grænni peysu, sé ég. Líklega gömul kona, barnslúin og hnýtt. Hún skyggnir hönd fyrir auga. Hvítur þvotturinn blaktir á snúru fyrir framan bæinn. Hann er að falili koimdinn. Héðan hafuir komið annað sem sterkar stendur. Túnið grænt eins og skáldskapur Matthíasar. En óslétt, hefur ekki fylgt tízkunni. Ekki er langt síðan ýmsir höfðu vantrú á sléttum tún- um. Yfirborð þeirra yrði miinna,hey- fengur rýrari. Nafntoguð persóna úr Djúpi sagði einhvern tíma og mælti fyrir munn margra: „Ég er á móti þessum sléttu túnum. Og það er betra að hafa orf og ljá en þessar benzínvélar, sem verða svo benzínlausar einn góðan veð- urdag. Og hvað á þá að gera, elsku ljÚf UT? “ Landið var komiið á sálina í fólk- inu: vonleysi þess, kal og hrjóstur uxu inn í blóð og merg. En túnið í Skógum er grærat. Það hef- ur sprottið vel á þessu kalvori. Annað samir ekki minningu skálds, sem gaf okkur trú á guð og land. En hvað er gamla konan eiginlega að bardúsa? Skyggnir hún hönd fyrir auga? Brýnir hún ljáinn — eður hvat? Við höldum áfram inn Þorskafjörð. Hvílík guðsgjöf er ekki þetta land, þó við getum ekki sett upp síldarverksmiðju á hverjum útnára og sjoffur á öllum vegamótum, eins og gamlir menn í Ögur- hreppi hefðu komizt að orði. Framhjá Kollabúðum, þar sem Þorskafjarðarþing var háð. Þær eru á eyrunum innst í dalnum. Af þeim er mikil saga. En við erum að flýta okk- ur, megum ekki vera að því að hugleiða hana alla. Ökum upp Töglin upp á heið- ina. Tónlistin er hætt að glymja í út- varpinu, og við heyrum fréttir frá Ci- ernu. Nýtt nafn og óafmáanlegt hefur bætzt við í mannkynssöguna. Kanossa . . . Múnchen . . . Hva'ð var hann að segja, landvarnaráðheinra paradísarinn- ar: að verið væri að veitast að sósíal- ismanum með því að koma á frelsi í Tékkóslóvakíu. Og geign því verði spornað, jafnvel með hervaldi. Hefur þá e'kkert á unnizt frá því þeix stóðu hér í Kollabúðum fyrir þúsund árum? Erum við enn í frumskóginum? Hvenær kom- umst við út úr honum? Og af hverju koma þeir sér ekki upp einhverjum Kollabúðum þarna fyrir austan? Hvers konar skáld hefði Mattblas JocPumsson orðið, ef hann hefði lifað undir ráð- stjórn? Trúarskáld í þeim nýja skiln- ingi? Margar_ áleitnar spurningar leita á hugann. Ég' hrindi þeim frá mér jafn- óðum, þakka guði fyrir fólk eins og Þor- leif frá Jarðlaugsstöðum, sem Jóhannes skáld úr Kötlum skrifaði nýlega um skemmtileg eftirmæli. Skemmtileg eftir- mæli, hvílíkur paradox! Þorleifur af- greiddi, að því er skáldið segir af barns legri einlægni og hreinskilni, „bolsa- þjónkun mína með svolátandi atihnga- semd: Ekkert skil ég í þér, Jóhannes minn, þetta vel af Guði gerðum, að vera að binda trúss við þessa bölvuðu rauðu vitleysu". Já, ekkert skil ég í honum eftir ailt sem á uiradan er igiengið. Ég skemmti mér við þessi orð gamals manns, sem veit lengra nefi sínu. Skil þó vel að menn vilji reyna nýjar leiðir að markinu: yfir Þorskafjarðarheiði maranlífsins. Án þass að verða úti. En margan hefur kalið á þeirri leið, sumir orðið til. Vonandi kemst þú yfiir, Jó- hannes. Hugurinn hvarflar heim. Hvers vegna? Hér er þung angan lands og sögu, nútíð og fortíð . .. sami strengurinn. Ég fer að hugsa um Jónas. Reykjavík, hvað þú hefur breytzt. Þama stendur skáldið í Hljómskálagarðinum og horfir út úr grænum augum. Einhver gengur hjá, lítur sem snöggvast á kruklaðar bux- urnar. Ég heyri í þresti, hann er far- iran að syngja í brjósti mínu. Orð, hálf- köruð ... Jónas. Úr draumi þínum dagur rís með dularfullan ilm af vori — þitt land, þín borg er björt og heið sem blámi fjalls við na'kta strönd. Þú vakir enn og veröld þín er vor sem leiðir barn við hönd. Þú horfir yfir tjörn og tún með tímans þögn í koparaugum ög hlustar einn við græna grein á göngiulúið fólk sem ber þinn fagra draum, þitt hljóða hvísl sem hulinn kraft í brjósti sér ... Þriðudagur 30. júlí. Þegar Vatnsfirðingar leituðu Sturlu að Sauðafelli, en lánaðist efcki að lita lokka Dala-Freys, segir Þórður við hús- freyju: „Þeir tveir hlutir hafa orðið annan veg en ég ætlaði, er ég fann eigi Sturlu, en sá aimar, er þú ert eftir, Sól- veig — og eigi mundi það vera, ef ég mætti með þig komast". Fögur hefur sú kona Verið, sem vakti svo sterka karlmannsþrá, nýrisin af hvílunni. Þegar ég las fyrst þessar frásagnir ísiendinga sögu, átti ég erfitt með að skilja, hvemig mönnunum datt í hug að fara alla þessa leið til þess eins að drepa Sturlu, frænda siran — og það á hestum. Nú sé ég að margur hefur far- ið lengri dagleiðir. Úr Va'tnsfirði í Sauðafell er styttri leið ien ég hugði. Og hesturinn spordrýgri en margan grunar. ísland án hests er óhugsandi á þessum tímum. Ekki er þó vitað til að íslendingar hafi skrifað bækur á hest- baki. En það gerði Erasmus frá Rott- erdam. 1 gær fórum við framhjá Saúðafelli. 1 dag horfi ég inn Vatnsfjörð. Það hvarfl- ar að mér, hvílík guðs blessun það var að Sturlungaaldar menn skyldu ekki hafa haft bíla. Þá hefði íslendingum lí'klega verið eyit með vopnum. Merki- legt annars að þeir skyldu ekki hafa dá- ið út, eins og að því var unnið. En þeir tóra. Og enn lifir Vatnsfjörður. í hádeginu varð Sturlunga öldin aft- ur að uppvakningi í fréttum ú'tvarps- ins. Pravda segir að Rússar muni ekki hika við að beita hervaldi, ef Tékkar gangi ekki að öllum kröfum þeirra. Svo mikilll, svo sterkur er vilji fnum- Framh. á bls. 6 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. ágúst.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.