Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1968, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1968, Page 3
Hvert Norðurlandanna mun nú eiga sitt „hlutlæga“ skáld, skáld sem leyfir sér þá aðferð eina í skáldskap sínum að lýsa fólki og atvikum á raunsannan, áþreifanlegan hátt og byggir upp sögu sína úr þeim veru- leika einum er ætla má að hver og einn fái „séð“ og sannreynt. I þess- um hópi er Antti Hyry fulltrúi Finna — það má því furðulegt heita, þegar manni dettur ósjálfrátt í hug Gunnar Gunnarsson og Uggi litli Greipsson að loknum lestri skáldsögunnar Hemma eftir Hyry útg. hjá Söder- ström og Co., Borgá 1961, (á frummál inu Kotoma, útg. Otava, 1960). Vart getur ólíkari höfunda en þessa tvo og árstíðabundin störf fólksins fleyta sögunni áfram í tímanum og fólkið sjálft, lýsing þess í störfum sínum, er sjálfsagður óaðgreinanlegur þátt- ur heildarmyndarinnar. í smásagnasafni Hyrys Beskrivn- ing av en tágresa och fem andra noveller (Panacheserien, Söderströms Bonniers, 1964, á frummálinu Juna- matkan kuvaus, Söderströms, 1962) reynir frekar en i skáldsögunni á þolmátt þessa stíls og vald höfund- a>r á honuim; yrkisefni eru fjöibreytt- ari og sótt í margþættari tilveru. , Allt sögufólk Hyrys er fólk hvers- dagsleikans, engir „dramatískir“ at-' burðir ráða lífi þess og í samræmi við j ir frá ungum manni á ferðalagi í lest — sú ferð virðist honum óendanleg í tilbreytingarleysi síniu og leiða og þó er hver mínúta þrungin angist — angist yfir leiðanum, ef ekki öðru. Einhvers staðar hef ég lesið að það séu örlög evrópskrar eftirstríðskyn- slóðar að sveiflast tilfinningalega milli angistar og sinnuleysis — hér Framh. á bls. 14 Hannu Salama. '= iæ 'wv Antti Hyry. og samanburður yrði ekki til annars en leiða í ljós mismuninn á tveim skáldskaparaðferðum, sem þó um margt ná svipuðum áhrifum. í Hemma lýsir Hyry frumbernsku ungs drengs í finnskri sveit og bókinni lýkur með móðurmissi. Sögu sína segir Hyry frá sjónarmiði barnsins: drengurinn seg ir frá jafnóðum og hlutirnir gerast og barnshugurinn veltir hvorkivöng um yfir orsökum né afleiðingum né skilgreinir eigiin tilfininiingar. En af lýsingu hans sem fyrir ber, skapar höfuindiur friðsæla og einfalda sveita- paradis, paradís, sem öðlast meirikinigu sína í ljósi einnar setningar nálægt bókarlokum: Mor ár död. Síðan segir barnið frá jarðarförinni og erfi drykkjunni, þar sem það fékk að borða lyst sína af kökum af því að þetta var „þeirra" jarðarför. Með sögupersónu sinni hefur höf- undur óneitanlega sniðið sjónarhorni sínu mjög þröngan stakk en úr frá- sögninni allri rís heilleg mynd af daglegu lífi í finnskri sveit: veðurfar Marja-Liisa Vartio. slíkt viðhorf er sjálft smásagnaform- ið — það er eins og höfundur gripi inn í líf þess næsbum af handahófi, hann fylgir því eftir nokkurn spöl og skilur svo við það á sama látlausa hátt. Vissulega má hér að mínum dómi sjá dæmi þess að tónninn verði um of barnalegur, viðhorf höfundar í söguefni sínu helzt til einfalt, til þess að úr verði markverður skáld- skapur. Slíkt eru þó frekar undan- tekningar hitt er meira um vert, að oft miðlar nákvæm ytri lýsing hversdagslegustu atvika næstuim ep- ískri sýn inn í líf sögufólks. Eftir- minnilegastar verða sögurnar Be skrivning av en tágresa og Jumi. Lýs- ir hin síðari lífi ungs manns á stúd- entagarði í Helsingfors, kynnum hans þar við stúlkuna Marju, prófum og brottför að prófum loknum aftur heim í átthagana — á hógværan, lát lausan hátt lýsir höfundur angist sögumanns yfir þáttaskilum í tilver- unni og tengslarofum milli einstakl inga. Beskrirvninig av en tagresa seg- I Dag Hammarskjöld: VEGURINN 6. júlí ’61. Þreyttur, örþreyttur og einmana. Leysingavatnið seytlar niður hjalla. Gripsárir fingur, skjálfanái kné. Nú er stundin, ekkert undanfæri. Á leið hinna eru hvíldarstaðir, þar sem þeir hittast í sólskini. En þetta, þetta er þín leið. Og nú, nú máttu ekki bregðast. Gráttu, ef þú getur. Gráttu, en harmaðu ekki hlutskipti þitt. Þitt er að þakka. Vegurinn valdi þig. Jón úr Vör íslenzkaði. l*að var einungis á vitorði örfárra vina Dag Hammarskjölds framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að hann fengist við ljóðgerð. En það var engin tilviljun að hann hafði lengi átt sæti í sænsku akademíunni. Hann var mikill unnandi hók- mennta og annarra lista og mjög nýtízkulegur í Ijóðsmekk sínum. Þegar Hammar- skjöld var látinn fannst á skrifborði hans handrit að bók, er síðar kom út f heimalandi hans og víðar um heim. Það voru ljóð og huganir í knöppu formi, Sjálfur kallaði hann þetta „nokkurskonar dagbók“, því hann ritaði jafnan dag setningu við hvern þátt eða ljóð. Það sem hér er þýtt er eitt af síðustu ljóðum Hammarskjölds. Þýð 11. ágúst. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3 I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.