Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1968, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1968, Qupperneq 4
Guðfinnur Þorbjörnsson: Um stóreldasmíði og fleira úr starfi eldsmiðanna gömlu ann stingur stálinu í eldinn. Hann stendur við aflinn og blæs.“ Svo kveður Davíð um Höfð- ingja smiðjunnar. Fleiri skáld hafa gert þess- um gegna heiðursmanni, eld- smiðnum gamla, nokkur skil, en þó tel ég, að „eldsmiðimir" eins og þeir voru kallaðir á máli okkar liggi að mestu leyti óbættir hjá garði, og þá eink- um, ef sú staðreynd er höfð í huga, að þeir eru að mestu leyti horfnir úr atvinnustétt þessa lands, því miður og ekki eru sjáanlegar neinar líkur til þess að þeir eigi eftir að koma aftur. Og þá sizt með þeirri reisn, tiltrú og virðingu, sem þeir höfðu, allt frá því að jára öld hófst og 30-35 ár af þess- ari öld. En þá má segja, að þeir séu horfnir, þar sem iðn- væðing og stórvirk tæki hafa tekið við. En víða, einkum hér, hefur eldsmíðin að mestu horf- ið. Að vísu mun einhver vottur vera eftir í hinum stærri véla- verkstæðum, en gamli eldsmið urinn er horfinn og kemur ekki aftur. Þessir menn (um stétt var ekki að ræða, þar sem stéttar- félög voru þá óþekkt fyrirbæri og mjög ósennilegt, að þeir hefðu nokkurn tíma látið ánetj ast þeim, þótt tækifæri hefðu verið fyrir hendi) nutu tak- markalauss trausts samtíðar sinnar, og enda þótt „líkaminn hafi sortnað af sóti, var sálin hrein og djörf“. þeir reiknuðu sér ekki tímakaup, eftir- og næturvinnu, orlof né söluskatt. Þeir gerðu sitt til þess að bjarga bæta og lagfæra það, sem sam- tíðin þurfti á að halda á hverj um tíma, og það var margvís- legt, og lögðu sitt eigið mat á þjónustugjald, hvort sem það var greitt í fiskum og álnum á landsvísu, dagsverkum eða hörðum gjaldeyri. Ekki minnist ég þess að hafa heyrt að þessi þjónustugjöld hafi orðið fyrir mikilli gagnrýni, enda trúði þjóðin þvi, að hann, eldsmiður- inn, væri hafinn yfir þann breyzkleika að „snuða" við skiptavinina, að hann hafi „lært verk sin að vanda og verða engum til meins“ og þá jafn- framt „lært af styrkleika stáls- ins að standa við öll sin heit.“ Það gjald, sem hann ákvað, var hæstaréttardómur og verkið var ósvikið, og mátti treysta hvoru tveggja. Enda þótt Davíð hafi gert dásamlegt kvæði um eldsmið- inn, sem lifir og varir, meðan íslenzka er skilin og töluð í þessu landi, nær hann þó tæp- lega að lýsa hinum dulmagnaða valdi, sem þessi sótugi maður hafði á samtíð sinni, enda svo ótrúlegt, hvað þessir menn gátu gert við hin frumstæðustu vinnuskilyrði, að engin von er til að nútímamenn leggi trúnað á þau „kraftaverk", sem þessir menn framkvæmdu við einhvers konar „glóð“, hamar og steðja og þá oftast allt heimatilbúið við engin skilyrði. Þetta skildi Davíð og hefur þess vegna stillt Iýsingu sinni í hóf fyrir samtið sína, og tókst prýðilega, sem hans von var. MLnn, sem fæddir eru um aldamót, mundi ég telja að myndu eftir síðustu útvörðum eldsmiðanna gömlu. Hér er ég engan veginn að kasta rýrð á þá menn, sem haldið hafa uppi síðustu leifnm þessa starfs, góð ir smiðir, sem hafa borið gæfu til að standa við aflinn og njóta þeirrar ánægju að sjá stálið taka á sig þau form, sem því er fyrirhugað, en þeir hafg svo ótalmarga bakhjalla, sem „gamli eldsmiðurinn" hafði ekki, að samlíkingin er ekki raunhæf Þeir hafa orðið að horfa á þá staðreynd, að eldsmíðin þessi meginundirstaða allra járnsmiða hefur dregizt saman í síaukn- um mæli fyrir tilkomu alls kon ar tækni, rafsuðu, gassuðu og gasskurðar o.fl. o.fl, í mörgum tilfellum af eðlilegum og sjálf- sögðum ástæðum, en þá einnig í mörgum tilfellum til mikils skaða fyrir hina þjóðnauðsyn- legustu iðngrein fslendinga, járniðnaðinum, í stað velsmíð- aðra hluta úr járni eða stáli, smíðaðra í eldi með nútíma- tækni, hefur verið horfið að því í æ ríkara mæli að kaldsmíða og rafsjóða og þá því miður oft „fúska“ við þessi verk. Eins og ég tók fram hér að framan, tel ég, að gamli eld- smiðurinn eigi ekki eftir að koma aftur í þeirri mynd, sem hann var, en eldsmíðin þarf vissulega að fá stærra hlutverk en hún hefur í dag. Og ekki þykir ástæða til að efast um, að þeir aðilar, sem leiða járn- iðnaðinn á hverjum tíma eigi eftir að sjá það og hætta við hið kaldhamrða fúsk með gas- skurði, rafsuðu og smergilslíp- un. Þeir, sem hafa kynnzt eld- smíði eins og hún á að vera, fá bókstaflega velgju af að sjá hina ýmsu hluti, sem nú eru á markaðinum og framleiddir eru án aðstoðar eldSmíði. Með þeim hjálpartækjum, sem nú eru á boðstólum, verður öll eldsmíði auðveldari og ætti að verða betri, en hún má ekki leggjast niður. Við eigum enn- þá fáeina menn, sem kunna að móta og yrkja í stálið. Þeir eru enn þá ekki alveg útdauðir, en of fáir. XXann „meitlar og mótar í stálið sinn manndóm — sín krafta- verk“. Mér finnst, eins og fyrr seg- ir, að gamli eldsmiðurinn liggi að mestu óbættur hjá garði, þrátt fyrir snilldarljóð um hann og starf hans eftir þjóðskáld okkar, Davíð, Einar o.fl. Mér er hins vegar Ijóst, að þeim er mikill vandi á hönd- um, sem ætla sér að rita um hann eftirmæli, svo að því efni séu gerð viðundandi skil. og ætla mér ekki að reyna að gera það. Hins vegar mun ég leitast við að lýsa að nokkru hans aðal starfi, eldsmíðinni, en annars átti hann að kunna á öllu skil. Gamlar þjóðsögur (skozkar) segja frá því, að járnsmiður- inn hafi haft þau sérréttindi að mega gefa saman brúðhjón við steðjann. Ekki fara sögur af þvi, að þau hjónabönd, sem á þennan hátt voru hnýtt, færu verr en þau, sem gerð voru eft- ir öllum „kúnstarinnar reglum“ Þetta sýnir betur en orð fá lýst þeirri ofurtrú, sem fyldgi þessum mönnum, sem ortu hug- myndir sínar i stálið. Stálsmíði er undirstaða alls annars iðnaðar í heiminum svo að það er ekki tilviljun, að þeir sem hafa náð þjálfun í meðferð stáls og kunnað að breyta því í hvers konar tæki til þess að ekki aðeins vinna það sjálft heldur einnig til þess að hag- nýta og vinna allt annað efni, sem þjóðimar hafa notað til at vinnuvega sinna, hernaðar og heimilistækja, hafi notið við- urkenningar í sínu starfi. Ég ætla ekki að segja frá þróun þessarar iðngreinar frá byrjun jámaldar, en vitað er, að landnámsmenn Islands kunnu að búa tilvopn úr mýrar auða, sem fáir nútímamenn mundu leika eftir. en aðeins lýsa eldsmíðinni sumpart eins og hún hefur komið mér fyrir sjónir og sumpart af frásögn- um um hana — segjum síðustu 100 árin. Um miðja 19. öld eru engir járnsmiðir í þeirri merk- ingu, sem við leggjum í það orð í dag á íslandi. Hins vegar munu fá bændabýli á landinu hafa verið svo „aum“, að þau hafi ekki haft smiðju, þ.e. ein- hvers konar hlóðir eða glóðar- hellu, þar sem hægt var að hita járn og „Iú“ það á steðja eða Framh. á bls. 12 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. ágúst.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.