Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1968, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1968, Side 5
Heilbrigður maður þekkir takmörk sín og metur sig réttilega. Hann getur breytt háttum sínum og venjum !§|| og óþægindi og hindranir valda honum ekki óstjórn- \ legum geðshræringum. Kristinn Björnsson, sálfrœðingur: Geðlækningar er sá þáttur heilbrigðismála sem einna síðast hefur náð að þróarst. Margt veldur því. Fyrr á tímum beindist áhugi manna meir að þvi að vinna bug á þeim líkamlegu sjúkdómum, sem lífs- hættulegir voru, en þeir voru margir og virtust þá nærtækara viðfangsefni. Orsakir og ferill geðsjúk- dóma er líka mun flóknari og torræðari en flestra annarra. Sú fræðilega þekking, sem gerir kleift að fást við geðlækningar, lét því á sér standa. Nú á tímum eru geðlækningar og geðvernd orðnar veigamikill þáttur í heilbrigðisiþjónustu allra landa. Bættur efnahagur flestra þjóða og vaxandi skilning- ur þsss, að ekki nægi að fást við banvæna sjúkdóma, heldur þurfi og að bæta úr því, er eykur vanlíðan og dregur úr starfsþreki manna, veldur því, að sálræn- um sjúkdómum er nú meiri athygli veitt en áður. f flestum menningarlöndum eru starfandi geðvernd- arfélög, sem á ýmsan hátt sinna andlegri heilsuvernd, ieitast við að auka almenna þekkingu á þessum mál- um og sameina til átaka áhugamenn um velferð geð- sjúklinga. Geðverndarfélag fslands gengst nú fyrir því, að flutt verði nokkur erindi í útvarpið um málefni, er varða geðvernd og geðheilbrigði. Hér finnst mér viðeigandi að ræða nokkuð um geð- vernd almennt, um mörkin milli hins heilbrigða og sjúka sálarlífs, og veit ég þá, að margir munu fyrst vilja spyrja, hvað geðvernd eiginlega sé. Flestar orðabækur segja, að „mental hygiene“, sem við köllum geðvernd, séu „skipulegar athuganir og aðgerðir, er miða að því að varðveita andlega beil- brigði, með öðrum orðum, viðleitni til að halda sál- rænni slarfsemi í eðlilegu ástandi". Með þessu er átt við viðleitni til að koma í veg fyrir veikindi af geð- rænum toga spunnin, koma í veg fyrir þær aðstæður, sem stuðla að vexti geðsjúkdóma, og vernda með því geðheilbrigði. Rétt er að greina þetta frá geðlækningum, eins og önnur heilsuvernd er greind frá læknlngum. Heilsu- vernd leitast við að skapa þanmig aðstæður, að sjúk- legt ástand nái ekki að myndast, frekar en lækna það, sem þegar er að. Þegar rætt er um geðheilbrigði, mætum við ann- arri spurningu, það er, hver sé mælikvarði slíkrar heilbrigði og einkenni, og er nokkur alveg andlega heilbrigður? Eðlilegt er, að þetta sé umdeilt miál, því að á þessu. sviði eru mörk hins heilbrigða og sjúka einkar ó- ljós, óljósari en á flestum öðrum sviðum. Hlýtur svo að vera, vegna þess hve geðlíf manna og tilfinn- ingar eru nátengdar öllu daglegu lífi og ■samskiptum við aðra. Daglegt líf hefur jafnan í för með sér einhver vand- kvæði, sem þarf að leysa eða sætta sig við, ef þau eru óleysanleg. Þau hafa meiri eða minni áhrif á tilfinning líf okkar. Flestum tekst að leysa eða sætta sig við, hina óhjákvæmilegu erfiðleika þannig, að geðlífi þeirra er ekki hætt og halda þá jafnvægi, þótt á reynL Öðr- um tekst þetta miður. Sumir þeirra hafa e.t.v. erft þá skapgerð, sem gerir líf þeirra örðugt, aðrir hafa ekki fengið þá þjálfun og áunnið sér lífsviðhorf, sem geri þá færa um að taka mótlæti og leysa hvem vanda á skynsamlegan hátt eftir beztu getu. Þess vegna höf- um við sjúkdóma af sálrænum uppruna eða geðræn vandkvæði, sem eru ekki alltaf beint sjúkleg. En hvar er þá markalína hins heilbrigða og sjúka? Hana er ekki auðvelt að draga. Venjulega er það gert með því að tilgreina ýmis einkenni taugaveikl- unar eða geðtruflunar og byggja matið á því. Sá hængur er á þessu, að flest slík einkenni gera af og til vart við sig hjá algerlega heilbrigðu fólki. Margir verða t.d. að líða vegna svefnleysis um tíma, verða varir óþæginda frá hjarta eða fá meltingartruflanir vegna ákafra geðshræringa eða taugaspennu, þegar sérstaklega stendur á, þó að þeir séu yfirleitt ekki taugaveiklaðir. Eins geta ofskynjanir, þráhyggja og fleiri einkenni geðsjúkdóma af og til komið fyrir hjá heilbrigðum. Á þessum sviðum er það varanleiki og stig einkennanna, sem skera úr um það, hvort um sjúk legt ástand er að ræða eða ekki. Þannig mundu t.d. ofskynjanir, sem endurtækju sig daglega um skeið og væru svo greinilegar, ®ð maðurinn tæki þær fyrir raunvsruleika, verða að teljast sjúkdómseinkenni, þar sem óljósar, tilviljunarkenndar ofskynjanir, er gerðu vart við sig, þegar maðurinn er sérstaklega þreyttur eða milli svefns og vöku, þyrftu ekki að vera það. En það má líka reyna að draga markalínu, með því að benda á einkenni andlegrar heilbrigði. Þatta er þó sjaldnar gert. Venjulegt er, að skilgreina andlega heil- brigði með því að segja, að hún einkennist af, að manninum líði yfirleitt vel og notist að hæfileikum sínum og starfsorku. Þatta má þó gera öllu áþreifan- legra með því að telja upp einstök atriði, er einkenna hinn heilbrigða. Þetta vil ég nú reyna og nefna þá 7 atriði, sem gjaman eru talin í kennslubókum um þessi fræði. í fyrsta lagg þekkir heilbrigður maður takmörk sín og metur sig réttilega. Hann laitast ekki þráfald- lega við að gera hið ómögulega, játar, að getu sinni séu takmörk isett, en notar þó hæfileika sína til að gera það, sem hann getur. í öðru iagi, tekur hinn heilbrigði því óhjákvæmi- Iega með jafnaðargeði og sættir sig við það. Þetta þýðir ekki, að hann sé ánægður msð allt eins og það er, heldur að alls konar óþægindi og hindranir, sem hann ávallt mætir í lífinu, valdi honum ekki óstjórn- legum geðshræringum. Hann æðrast t.d. ekki, þó að hann þurfi að breyta áætlun sinni vegna veðurs eða hægfara vörubíll hindri hann um sinn í að aka eins hratt og hann óskar. í þriðja lagi, getur hinn heilbrigði breytt háttum sínum og venjum í samræmi við þær breytingar, sem verða á honum sjálfum og umhverfinu. Allir breytast með aldrinum. Fullorðinn maður þarf að geta hagað sér öðruvísi en barn eða unglingur, og hann þarf að geta breytt háttum sínum, þegar aðstæður í þjóðfé- laginu gera það nauðsynlegt. Þetta þýðir ekki, að hann eltist við tízkufyrirbæri, en hann lifir í nútím- anum í stað þess að harma sífellt hina góðu gömlu daga. í fjórða lagi, lifir heilbrigður maður yfirleitt reglu- bundnu lífi. Hann leitast t.d. við að hafa fasta mat- málstíma, sefur á vissum tímum og vinnur á öðrum. Venjur gera lífið einfaldara og auðvelda mönnum að nota krafta sína til mikilvægra viðfangsefna. Þeim verður oft ekki mikið úr verki, sem skipuleggja ekki tíma sinn, vita ekki, hvenær skuli vinna og hvenær hvílast, afleiðingin verður óreiða og skipulagslausir lifnaðarhættir. í fimmta lagi, fer heilbrigður maður ekki út í öfg- ar, hvað snertir fullnægingu einstakra hvata sinna eða langana. Hættir t.d. ekki við ofáti eða ofdrykkju. Hann getur eignazt áhugamál, án þess þó að verða einu hugðarefni svo bundinn, að það loki sjóndeildar- hring hans og leiði til þröngsýni, eða hindri hann í að kynnast lífinu í margbreytileik þess. f sjötta lagi, getur hinn heilbrigði kynnzt öðru fólki og átt skipti við það. Enginn er sjálfum sér nóg- <Uir, og menn geta ilítt afrekað nema í sa.mvinwu við aðra. Sá, sem finnst öll samvinna erfi'ð og óþolandi skortV aðlögumaTÍhæifni, en það meinar honuim oftast að njóta lifsins og ná árangri. Fram-h. á bls. 12 Heilþrigður maður íifir reglusömu lifi, hættir hvoiki við ofáti né ofdrykkju og liefur góða aðlögunarhæfni. 11. ágúst. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.