Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1968, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1968, Page 8
FERLE6RI FÓTURINN Sagnfast og bókfast í sögu hjá Snorra — f. grein i. f Ólafs sögu helga hinni sérstöku og einnig í Heimskringlu segir Snorri mik- ið frá Hræreki Dagssyni, fylkiskonun.gi af Heiðmörk, sem er verðugur fulltrúi hins gamla bændaaðals, trúr smáríki sínu og feðraarfi í skarpri mótsögn . við Ólaf helga, stríðsmann einveldis og kristni. Frásögnin er myrk og margþætt, . orrustur og uppreisnir, svik og lim- lestingar, morð og morðtilraunir birtast hvert af öðru, tillitslaus yfirgangur Ólafs helga og undirferli og hemju- laus hefndarþorsti Hræreks koma í ljós í sveigjanlegum sviðsetningum og fægð- um tilsvöruim. Þrátt fyrir hreina hdiut- lægni í framsetningu leynir það sér ekki, að Snorri fjallar um Hrærek af samúð. Við getum sagt, að hann dái hinn sérlundaða, harðlynda og slæga bændahöfðingja, sem þrátt fyrir dýpstu niðurlægingu, aldraður, fanginn o.g blindur, gat sýnzt glaður og spaugsam- ur og þoldi mjöðinn öðrum betur. Fyrir mitt leyti á ég einnig erfitt með að vísa frá mér þeirri hugmynd, að Snorri noti þess utan persónu Hræreks sem málpípu fyrir persónulegan boðskap til samtíma landa sinna. Snorri þekkti af eigin reynslu þá refskák, sem norskir höfð’mgjar tefldu með sjálfstæði íslenzka þjóðveldisins, og hanin gat eins og Hræ- rekur í einni ræðu sinni haft sínar ástæður til þess að vara við ofríki og ofstopa stórkonunga og lofa rétt og frið í litlum höfðingjadæmum. II. Viðfangsefni þessarar rannsóknar á hinsvegar ekki að vera sláandi og sorg- legt hlutskipti Hræreks og bakgrunnur þess í ævisögu Snorra sjálfs. Við skul- um láta okkur nægja að gaumgæfa að- komna smásögu í frásögninni um Hræ- rek, snara og andríka skopsögu, sem myndar þægilega slökun eftir alla grimmdina og blóðsúthellingarnar í und- anfarandi lýsingum. Þegar að þessu at- riði kemur í sögunni, hefur blindingj- anum Hrærek, sem haldið er föngnum af Ólafi helga, einmitt mistekizt ör- væntingarfull tilraun til þesis að reka í gegn andskota sinn fyrir altarinu í Túnsbergskirkju undir hámessu á upp- stigningardag. Ólafur konungur á nú í vanda með að losa sig við hinn erfiða fanga. Hann hikar við að taka hann af lífi, ekki af góðmennsku eða trúarkredd um, heldur af ótta við að slíkt athæfi kasti skugga á hinn glæsilega sigur, sem hann hafði áður unnið á Hræreki og vopnabræðrum hans. í þessari tafl- stöðu skýtur upp íslendingnum Þórami Nefjólfssyni. Frá honum segir svo í Heimskringlu, Ólafs sögu helga, kafla 85: „Maðr er nefndr Þórarinn Nefjólfs- son. Hann var íslenzkr maðr, hann var kynjaðr riorðan um Land. Ekki var hann ættstórr ok allra manna vitrastr ok orðspakastr. hann var djarfmæltr við tigna menn. Hann var farmaðr mikill ok var löngum útanlendis. Þórarinn var manna ijótastr, ok bar þat mest - Eftir BO ALMQUIST frá, hversu iila hann var limaðr. Hann hafði hendr miklar og ljótar, en fætrn- ir váru þó mikiu ljótari. Þórarinn var þá stadr í Túnsbergi, er þessi tíðendi urðu, er áðr var frá sagt. Hann var málkunnigr Ólafi konungi. Þórarinn bjó þá kaupskip, er hann átti, ok ætlaði til islands um sumarit. Ólafr konungr hafði Þórarin í boði sínu nokkura daga ok talaði við hann. Svaf Þóra.rinn í konungsherbergi. Þat var einn morg- in snimma, at konungrinn vakði, en aðr- ir menn sváfu í herberginu. Þá var sól farin lítt þat, ok var ijóst mjök inni. Konungr sá, at Þórarinn hafði rétt fót annan undan klæðum. Hanin sá á fót- inn um hríð. Þá vöknuðu menn í her- berginu. Konungr mælti til Þórarins: „Vakat hefi ek um hríð, ok hefi ek sét þá sýn, er mér þykkir mikils um vert, en þat er, mannafótr sá, er ek hygg, at engi skal hér í kaupstaðmum ljótari vera“ — ok bað aðra menn hyggja a't, hvárt svá sýndisk. En allir er sá, sönnuðu, at svá væri. Þórairinn fann, hvar til mælt var, ok svarar: „Fátt er svá einna hluta, at örvænt sé, at hitti aninan slíkan, ok er þat líklegast, at hér sé enn svá“. Konungr mælti: „Heldr vil ek því at fulltingja, at ei-gi myni fásk jafnljótr fótr, ok svá þótt ek skyldi veðja um.“ Þá mælti Þór- arinin: „Búinn em ek at veðja um þat við yðr, et ek mun finna í kaupstað- inium ljótari fót.“ Konungr segir: „Þá skal sá okkarr kjósa bæn af öðrum, er sannara hefir.“ „Svá skal vera,“ seg- ir Þórarinn. Hann brá þá undan klæð- unum öðrum fætinum, ok var sá engum mun fegri, ok þar var af in mesta táin. Þá mælti Þórarinn: „Sé hér nú konungr, annan fót, ok er sjá því ljótari, at liér er af ein táin, ok á ek veðféit." Konungr segir: „Er hinn fótrinn því ófegri, at þar eru fimm tær ferligar á þeim, en hér eru fjórar, ok á ég at kjósa bæn at þét.“ Þórarinn segiir: „Dýrt er dróttins orð, e'ða hverja bæn viltu af mér þiggja?““ Framhaldið getum við sagt í stut'tu máli: Konungurinn grípur tækifærið til þess að losna við hinn vandgeymda Hrærek o,g neyðir Þórarin í krafti „vinningsin:s“ til þess að flytja hann úr Noregi og sjá til þess, að hann kom- ist í örugga geymslu, annaðhvort á Græn landi eða á Islandi. Þórarinn leysir þetta verk af hendi, og Hrærekur af Heiðmörk eyðir síðustu ævidögum sín- um í kotinu Kálfskinni á Norðurlandi. Svo er sagt, að sá einn konungr hvílir á íslandi, segir Snorri að lokum. III. Þessi ismáskemmtilega saga um hræði lega fætur Þórarins Nefjólfssonar kem- ur ekki fyrir í neinni eldri heimild norrænni en Ólafssögu Snorra og yngri afbrigðin í Tómasskinnu og Flateyjar- bók fylgja frásögn Snorra frá orði til orðs og skortir því sjálfstætt heimildar- gildi. Þar sem svo ekkeirt í frásögn- inni gefur til kynna ritaða heimild, getum við til hægðarauka gengið út frá þeirri tilgátu að Snorri sé höfund- urinn, þ.e. sá fynsti sem bókfærir frá- sögnina. Hinsvegar er rik ás'tæða til þess að efast um að Snorri hafi fund- ið upp þráðinn í frásögninni. Sögnin minnir talsvert á þær sagnir, sem í þjóðsögum ýmissa landa eru bundnar sérkennilegum persónum, svo sem Sneglu Halla, Nasreddin, Eulenispiegel og öðr- um af þeirri tegund. Á hitt er aðlíta að allar þessar sagnir eru jú í upp- hafi búnar til af einhverjum orðhögum og hugmyndaríkum manni og að mögu- leikinn á að sagan sé þrátt fyrir allt fyrst skráð af höfundi sínum er að vísu fyrir hendi. Ef við nú gætum slegið því föstu, að frásögn Snorra byggði á munnlegri flökkusögn, þá gæti frásögn Snorra ef til vill veitt okkur dýrmæta fræðslu um aldur sögunnar, elztu gerð, uppruna og dreifingu ásamt því að þekking okkar á gerðum sagnar- innar í hinum ýmisu þjóðsögum gæti einnig hjálpað okkur til þess að draga út þá þætti, sem skapa persónulega frásagnartæfcni og list Snorra. En við frásögnina hangir halarófa af áhuga- verðum atriðum af þjóðfræða- og sagn- spekiætt, svo að það gæti verið ómaks- ins vert að leita eftir upprunianum. Slík leit á hinu norræna sviði hefur 'til þessa ekki borið neinin árangur. Við snúum okkur því til vesturs. IV. Fyrir nokkrum árum vaikti athygii mína frásögn frá Fetlar, sögurítoustu Hjaltlandseyjunni. Sagan er skráð af Jakobi Jakobsen og er prentuð í safni hans Shetland og Shetlænderne. Ja- kob Jakobsen segist hafa hieyrt sögurva í mörgum gerðum, en hin skráða gerð er byggð á frásögn öldungs að nafni Thomas Tait. Frásögnin hefur sérsitakt g LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. ágúst.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.