Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1968, Blaðsíða 14
„Ég neita að segja yður það. Þér vit- ið, að ég hefði alls ekki getað farið þangað. Þér gleymið því, að mílufjöld- inn er óbreyttur frá því á föstudag." Hann hlustaði ekki á slíkar mótbárur „Þér hefðuð getað fært mælinn aftur á bak. Nú, og hvar er svo sumarbústað- urinn?“ Eg krosslagði armana. „Ég neita að segja yður það.“ Littler brosti. „Það er þýðingarlaust að mögla. Eða ætlið þér kannski að iauimast þangað sjáifur, grafa hana upp og koma henni fyrir einhvers staðar annars staðar." „Ég hef ekkert slíkt í huga. En ég hef lagalegan rétt til þess að neita.“ Littler notaði símann minn til þess að hafa upp á lögreglustöðvum í Byronhér aði, og innan klukkutíma hafði hann fengið nákvæma staðarákvörðun á sumarbústað mínum. „Hlustið þér nú á mig,“ sagði ég um leið og hann lagði símtólið á í síðasta sinn, „Þér getið ekki rótað öllu upp þar eins og þér hafið látið gera hér. Ég ætla að ná í borgarstjórann á stund- inni og sjá svo um, að þér verðið rek- inn.“ Það lá vel á Littler og hann néri saman höndum. „Chilton, sjáðu um að senda vinnuflokk hingað á morgun og koma öllu í samt lag.“ Ég elti Li’ttler að dyrunum. „Hverju einasta blómi, hverju einasta stingandi strái, eða ég kalla á lögfræðinginn mir Ég naut þess ekki að borða lifur og lauk þetta kvöld. Klukkan hálf tólf, var barið ósköp varlega á bakdyrnar og ég opnaði. Fred Treeber var sakbitinn á svipinn „Mér þykir þetta leitt.“ „Hvers vegna í ósköpunum fórstu að tala um sumar- bústaðinn?11 „Ég var bara að tala, og þá skrapp þetta af vörum mér.“ Ég átti erfitt með að hafa stjórn á skapi mínu. „Þeir gereyðileggja staðinn. Einmitt núna þegar ég var búinn að gera svona fallega grasflöt." Ég hefði getað haldið svona áfram, en ég sti'lti mig. „Sefur hún“ Fred kinkaði kolli. „Hún vaknar ekki fyrr en í fyrramálið. Það hefur aldrei brugðizt.“ Ég náði í hattinn minn og frakkann og við fórum niður í kjallara hjá Fred.“ Lík Emelíu lá á köldum stað undir striga. Mér hafði fundizt þetta tilvalinn bráðabirgðastaður. Wilma kemur hing- að aldrei nema á þvottadögum. Við bárum Emelíu aftur inn í hús mitt og niður í kjallara. Þar var um- horfs eins og á orustuvelli. Við fleygðum Emelíu niður í dýpstu holuna og spörkuðum nokkrum leir- kögglum yfir hana. Það átti að duga. Fred var svolítið áhyggjufullur á svipinn. „Ertu viss um að þeir finni h ia ekki hér.“ „Auðvitað. Bezti felustaðurinn er þar sem leitað hefur verið áður. Á morgun kemur vinnuflokkurinn aftur. Það verð ur fyllt upp í holurnar og gólfið verður sléttað." Við fórum upp í eldhús. „Verð ég að bíða í heilt ár“ spuirði Fred ólundarega. „Auðvitað. Við megum ekki vekja grunsemdir. Eftir um það bil tólf mán- uði mátt þú myrða konuna þína, og þá skal ég fela hpna í kjallaranum hjá mér, þar til þeir eru hættir að leita.“ Fred andvarpaði. „Það verður lang- ur tími. En við hentum upp á það og þú vannst." Hann ræskti sig. „Þú meint- ir það ©kki, var það, Albert?“ „Hvað“ „Að þú mundir aldrei tefla við mig framar" Þegar mér varð hugsað til þess, sem lögreglan var að gera þessa stund- ina, var ég kominn á fremsta hlunn með að svara játandi. En hann var svo aumingjalegur og sakbitinn, að ég bara andvarpaði og sagði: „Ég geri ekki ráð fyrir því.“ Það birti yfir Fred. „Ég ætla að ná í taflborðið.“ Bryndís Scliram þýddi. FERLECRI FÓTURINN Framh. af bls. 9 konungur gefur Tait líf vegna „hug- rekkis“ hans. Hinn ómannlega villi- mennska, sem Tait sýnir, gæti verið á- stæða til þess að láta taka hann af á staðnum, enda sendir konungurinn hann á bjarndýraveiðar í þeirri von, að þar með sé hann úr sögunni. Þessi tvískinnungur í byggingunni gæti stafað af breytingu eða misskilningi á frum- texta, en þó verður að játa, að þau rök vega ekki þungt. Til er fjöldinn allur af sögum, sem eru sjálfum sér ósamkvæmar að gerð, allt frá upphafi, og hetjul'eg misþyrming, — minni, sem ef til vill má finna nánar hliðstæður til, — hefur að öllum líkindum haft önn ur áhrif á ósvikinn víking eða vík- ingslundaða veiðimann en þau, sem hún hefur á friðsaman fílólóg eða þjóðsagna- fræðing. Þrátt fyrir að það þyki í hæsta máta ófullnægjandi að láta svarið þannig renna út í sandinn, vil ég fremur en þjarma að ófullkomnum og marg- ræðum efniviði láta ósvarað spurning- unni um tengsl Taitsagnarinnar við Þór- arins-sögnina. Það getur út af fyrir sig haft sína þýðingu að slá vandamálinu fram, og við höfum að minnsta kosti verið sett aindspænis hjaltlenzikri, hing- að til órannsakaðri, sögn, sem ætti að hafa mikið gildi fyrir þá, sem kafa inn í vafningsvið „þátta“-bókmenn*t- anna. Spurningin um uppruea smásagn ar Snorra er að vísu ekki miklu nær svari sínu, en við höldum áður gefnu striki og stýrum enn í vesturveg. VI Þegar ég fletti í fyrsta sinn nýút- komnu, þýðingarmiklu úrvali Seans O' Sullivans á írskum sögum og sögnum í ritröðinni Folktales of the World, staðnæmdust augu mín við fyrirsögnina The Uglier Foot yfir frásögn á bls. 252, og ég var gripinn þeirri kitlandi spennu, sem er sæla fræðimannisins. í þetta skipti varð ég ekki fyrir von- brigðum. Undir fyrirsögninni fólst sögn, sem bar með sér allmikil líkindi við Þórarins-sögn Snorra, og í skýrimgun- um las ég það, að sögn þessi finnst á írlandi í mörgum gerðum, sem skráð- ar eru í The Types of the Irish Folk- tale þeirra Reidars Th. Christiansens og Seáns Ó Súilleabháins undir tölunni 1559 B. Þa.r sem gerð er sú, sem kom mér á sporið, er til í góðri, enskri þýðingu, set ég hér í staðinn þýðingu á annarri írskiri gerð úr handritasafni Irish Folklore Comimissionis, afbrigði frá Kerry, sem skrásett hefur verið af æfðum og áreiðanlegum sknásetjara, Tadhg O Murchú, Seán kilumbufótur og fadir Pairekur: „Hringjari föður Patreks, Seán Ó Muaráin, hafði ljótustu fætur, sem nokkru sinni höfðu sézt í gjörvöllum hinum kristna heimi. Þessvegna var hann nefndur Seán klumbufótur. Dag einn voru þeir faðir Patriekur að húsvitja í Gleann. Að lokinum morg- unverði settist Seán við eldinn og lagði þann fótinn, sem skárri var, ofan á hinn og fól harnn þannig. „Guð gejrmi oss, Seán, sagði faðir Patrekur. „Þetta er sannarlega ferlegur fótur, sem skaparinn hietfur gefið þér“. „Ég skal veðja við þig, faðir,“ sagði Seán, „að þó er til ferlegri fótur hér innan dyra“. „Nei, það er af og frá, Seán,“ sagði faðir Petrekur. „Eigum við að veðja?" spurði Seán. „Þá það, Seán,“ svaraði faðir Patrek ur, „en þetta veðmál vinn ég.“ Svo urðu þeir ásáttir um veðið, — það var ekki ýkja hátt. Seán dró nú fljótt og skelmislega SVETLANA Framh. af bls. 11. mál; ráðuineytissjóri, Kabulov að nafni, var einnig mættur. Kabulov tók fyrst- ur til máls, en hanin kom ekki mieð mikl- ar skýringar. Hann talaði ekki um Svet- lönu, ekki nefndi hann heldur foringj- ann og enn síður samband við útlend- inga eða njósnir í þágu Englands. Hann var stuttorður og gagnorður og las upp formúluna: „Alexei Jakolevich Kapler, samkvæmt 58. grein laga vorra eruð þér tekinn fastur fyrir að hafa í ræð- um yðar gert uppskátt um and-sovézkar og gagn-byltingarlegar skoðanir." Það voru engin réttarhöld og honum ekki gefinn neinn kostur á að verja sig. Tíu ár í fangabúðum er hin venjulega refsing fyrir þetta brot, en eins og á stóð og af velvild til Kaplers var að- eins minnst á fimm ár. Þeir gáfu hon- um ekkert tækifæri til að láta aðra vita atf sér; hann gat ekki einu si'nni omið boðum til Tasyu Slatagorovu, eiginkonu sinnar. Ennfremur gengu þeir svo langt að ryðja úr vegi bezta vini hans, Michail Slugki, stjórnanda heimildar- kvikmynda. Þeir skrifuðu lista yfir all- ar eigur hans, lögðu hald á allt, sem hann hafði í vösum sínum og báðu hann síðan um að athuga listann og skrifa nafn sitt undir hann. Þar sem embættis- menn eiga í hlut verður alltaf að við- hafa vissar reglur. E nginn undraðist þessa miskunn- arlausu og ómannúðlegu aðferð. Þetta var venjan. Antonina Nicolaievna, ekkja fsaacs Babels, sagði mér frá því, hvernig höfundur „Riddaraliðssveitarinn- ar“ hvarf: „Þeir komu þann fimmtánda maí 1939 klukkan fimm um morguninn, en Isaac Emanuelovich vair ekki heima; hann var í sveitabústað sínum í Pere- delkino. Þeir vöktu mig og sögðu mér að koma með sér; úti á götunmi beið bifreið og var vélin í gangi. „Við vilj- um fá upplýsingar um mann, sem hann þekkir,“ sögðiu þeiir. Lidia, dóttir okkair, var þá tveggja ára gömul. Isaac Eman- uelovich hafði verið að vinna að leik- fram Taiaa rotinn og Tagwi nann orana hirun. „Líttu á,“ sagði hann. „Þessi fótur er svo sannarlega ferlegri en hinn.“ Og þanmig tapaði faðir Petrekur veð- inu.“ Framhald í næsta blaði. handriti fyrir kvikmynd, en honum var ekki rótt. Eftir handtöku Meherold og blaðamaninsinis Kolzov var honum ljóst, að í óefni var komið. „Við komum til Peredelkino. Hann settist inni bílinn við hlið mér og sagði: „Hugsaðu vel um Lidiu, farðu aldrei frá henni, annars er henni búið líf í ves- öld.“ „Þeir leituðu allstaðar og tóku líka bréfin sem hann hafði skrifað mér frá París. Ástarbréf, skiljið þér, bréf manns til konu. Ég fékk þau aldrei aftur. Svo fór ég aftur með honum til fangelsis- garðsins í Lubianka. Isaac faðmaði mig og sagði: „Við sjáumst aftur fyrr eða síðar.“ Eg sendi honum eitthvað af pen- ingum, fötum og líni og dreypti nokkr- um ilmvatnsdropum í vasaklút. Sex mánuðum síðar sagði fangavörður mér að hann væri dáinn, að hann hefði verið ákærður og hlotið dóm samkvæmt 58. grein laganna. Ég frétti ekkert meira af honum. Þann 24. desember fékk ég svo þetta plagg.“ Hún les: „Vegna nýrra gagna, sem komið hafa fram var mál Isaacs Em- anuelovich Babels tekið fyrir á ný þann 8. desember 1954 og þar sem sök varð ekki sönnuð er málinu hérmeð lok- ið. Undirskrifað: Crepov, foringi her- réttarins.“ Hvað Kapler áhrærir, þá beið hann eftir að verða fluttur, en í heilt ár varð fangaklefi í Lubianka heimili hans. Eins og segir í málshætti þeirra tíma: „Allar leiðir liggja til Giorginsky torgs.“ í rauninni snúa aðaldyr þessa alræmda fangelsis að styttu þeirri, sem reist var til minningar um hinn harð- snúna og ómútuþæga stofnanda Cheka. BÓKMENNTIR Framh. af bls. 3 er okkur sýnt inn í kviku slíks hug- arástands. f þessari sögu er stíllinn sprottinn upp úr sjálfu söguefninu, viðhorfi þess, og er það ekki veiga- minnstur kostur hennar. ★ Sálarlíf kvenna er höfuðviðfangs- efni skáldkonunnar Marju-Liisu Var tio í tveim skál'dsögum, sem Söder- líkt leyti og móðir hennar framdi sjálfsmorð. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. ágúst.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.