Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1968, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1968, Blaðsíða 2
> Þegar ljósmyndarinn kom heim sá hann, að einhver hafði brotizt inn og tekið á brott með sér filmurnar af fyrirbrigðinu. Allt annað var látið óhreyft. DEPARTMENT OF THE AIR FORCE OFFICE OF THE'CHIEF OF STAFF UNITED STATES AIR FORCE WASHINGTON. D.C. 20330 1 March 1967 ATTNOr? AFCCS •u»j«ct- Impðrpuntttions of Alr Force Off TO: ADC •AFCS AFLC AFSC ATC AU HQCOMD USAF CAC MAC SAC TAC USAFSS Informtttion, not verifiable, has reached Hq USAF that- porsons olaiming to represent the Air Force or other Defense establishnients have contaoted citizens who have sighted unidentified flying objects. In one reported case an individual in civilian clothes, who represented himself as a member of NORAD, demanded and received photos belonging to a private citizen. In another, a person in an Air Force uniform approached local polico and othér citizens who had sighted a UFO, assembled them in a school roora and iold thora that they did not see what they thought they saw and that they should not talk to anyone about the sighting. All military and' civilian personnel and particularly Information Officers and UFO Investigating Officers who hear of such reports should immediately notify their local OSI offices. Tv-WÍELÉSS, Lt Oerieral, USAF ' Assistant Vice Chief of Staff Bréf það sem bandaríski flugherinn sendi út. Þar er varað við einkennisbúnum erindrekum, sem hafi haft afskipti af fólki er séð hafi ókennileg fyrirbrigði á lofti. FLJUCANDI DISKAR hvolfinu. En sjá maður slíkan disk, sem lent hefur á jörðinni og geti virt hann fyrir sér í lítilli fjarlægð og ótruflaður, ja, — þá snúast málin alveg við: þá hefur maður það, sem kalla mætti full- komna sönnun fyrir tilveru þessara hluta.“ A þeim 15 árum sem APRO hefur starfað, hefur það fengið 18000 tilkynn- ingar um lendingar þessara fljúgandj hluta og telja þeir að 500 þeirra séu svo áreiðanlegar og vel vottfestar, að vart sé gerlegt að rengja þær frásagnir. í flestum þessum tilfellum hafa sézt ver ur, sem ekki hafa verið taldar héðan * af jörð. Eitt af því merkilegasta sem gerzt hef ur á þessum vettvangi, eru eftirfarandi atburðir, sem áttu sér stað í nágrenni við borgina Socomo í Nýja-Mexico 24. apríl 1964. Um kl. 17.30 þann dag var Son.nie Zamora, lögregluþjónn, að elta bíl í austurhluta Socomo, Bíllinn sem hann elti, beygði inn á blindgötu og Zsmora stöðvaði lögreglubílinn við enda hennar og ætlaði að bíða eftir, að hinn snéri við og kæmi aftur til baka. Allt í einu dundi yfir ógnarlegur hávaði, eins og feiknarleg sprenging hefði orðið í nágrenningu. Lögreglu- þjónninn litaðist um og sá strax, að stórt reykský steig upp af kjarri vax- inni sandsléttunni þar umhverfis. Hon- um var kunnugt um að dynamitgeymsla var í dal nokkrum á þessum slóðum og hélt að þar hefði orðið sprenging. Hann ók því upp á nærliggjandi smáhæð, til að litast um. í dalnum, i u.þ.b. 800 metra fjarlægð, var skínandi hvítur hlutur, sem í fjarlægð líktist bíl á hvolfi. Við hliðina á hlut þessum voru tvær hvít- klæddar verur á stjái. Zamora sýndist * þær vera minni en fullvaxnir menn, eðs á að gizka 120 cm á hæð. Lögregluþjónninn tilkynnti í talstöð sína, að hann ætlaði að aka nær og athuga hvað væri á seyði og ók áfram eftir mishæðóttum malarveginum. í 'hveiri dæ!d, sem hann ók um, missti hann sjónar á hlutnum. Síðan stanzaði hann á hæð í um það bil 100 metra fjarlægð og steig út úr bíl sínum. Ver- urnar voru nú horfnar og Zamora gekk nær. Hlutur þessi stóð þama, líkastur risastóru eggi á fjórum skásettum löpp- um. Var þetta á stærð við stóran am- erískan fólksbíl. Engin hreyfing var sjáanleg og allt var hljótt, þar til ógur legar drunur dundu allt í einu yfir. Zamora beygði sig ósjálfrátt niður og leitaði skjóls bak við runna. Hann bar handleggina yfir höfuð sér, þar sem hann hafði það á tilfinningunni, að 0 sprenging væri yfirvofandi. Það varð þó ekki, og þegar hann leit upp aftur, sveif þetta furðutæki í nokk urra metra hæð yfir jörðu alveg hljóð- iaust. Eitthvað rautt var að sjá á hlið- um þess, í líkingu við örvarodda, sem vísuðu upp á við og var eins og ein- hver bogi umhverfis eða baugur. Farartæki þetta var kyrrt í loftinu nokkrar sekúndur, en flaug svo með miklum hraða í suðurátt og hélt hæð í samræmi við landslagið. Zamora hljóp þegar að bíl sínum og ætlaði að til- kynna atburðinn til stöðva lögreglunn- ar, en talstöðin var óvirk. Þó komst hún smám saman í lag eftir því sem furðuvélin fjarlægðist meir. Zamora náði sambandi við annan lög- regluþjón, sem þar var í nágrenninu og m kom hann innan stundar. Þeir gengu svo saman niður í dalinn, þangað sem hluturinn hafði staðið. í mjúkum jarð- veginum fundu þeir fjögur för, dem- antslaga, og voru þau 30 cm frá hlið til bliðar. Annað sáu þeir ekki né fundu. Menn frá hernum komu síðan á vett- vang og leituðu að geislaverkun og öðr um ummerkjum, en fundu ekkert. Enginn hefur rengt þessa frásögn Zamora lögregluþjóns, eða viljað skýra hana sem skynvillu. Hvað var það sem hann sá? „Ég vildi sjálfur vita það“, segir Zamora, ,,ég held því alls ekki fram að þetta tæki hafi komið utan úr geimnum — né heldur frá jarðneskum stöðum. Ég veit bara að ég sá þetta.“ Eitt er einkennilegt við þessar 500 frásagnir um lendingar fljúgandi diska, að í öllum þeim tilfellum, þar sem verur áttu að sjást, voru þær sagðar mjög litlar, eða um 120 cm á hæð og ber þar öllum saman um hæðina. Hvað er hér á seyði? Ennþá er ekkert svar að fá. Spurningarmerkið stendur óhaggað. Rannsóknir APRO hafa alltaf verið hlutlausar og lausar við fyrirfram myndaðar skoðanir. „Guð forði okkur frá hinum diska- trúuðu“, segir Lorenzen, „þeir, sem halda, að hver einasti hlutur í lofti sé geimskip frá öðrum veröldum, hafa gert rannsóknum okkar mikinn skaða. Áhugi okkar á ekkert skylt við trú, heldur er hann löngun til að komast að sann- leikanum á hlutlausan, heiðarlegan hátt“. Þegar Lorenzen er spurður, hvert sé hans eigið álit, svarar hann: „Eftir ýmsu að dæma, fer fram hægfara innrás á jörðina utan úr geimnum, eða dulin rannsókn utanaðkomandi vera á högum okkar. í rannsóknum APRO höfum við þótzt sjá visst samhengi eða kerfi í hegðun þessara fljúgandi diska. Á viss- um tímum hafa þeir aðallega haldið sig í nálægð við herstöðvar og hernaðar- mannvirki, á öðrum tímum virðast þeir balda sig mest við orkuver. f mörg ár hafa þeir haldið sig yfir fljótum og vötnum. Það er útlit fyrir, að þeir hafi kynnt sér yfirborð jarðar mjög vel. Eins hafa þeir áberandi oft verið yfir vatnsbólum, stíflum og flóðgörðum. Ef til vill þekkjast vötn ekki í þeim himni er þeir koma frá.“ Og það eru fleiri á sömu skoðun og Loranzen, hvað slíka „innrás“snertir. Blað nokkurt, sem fjallar um fljúgandi diska og nefnist „UFOs — 67“ 1). varar við henni og hvetur fólk til að vakna af dvalanum. Hér geti verfð um allt annað en grín að ræða. Vitnar blaðið í þessu sambandi m.a. til ummæla hins 1) - - - UFO = Unidentified Flying Objects, skammstöfun, sem notuð er um alla ókennda hluti í lofti. látna hershöfðingja Douglas Mac Art- hurs: „Sá dagur kann að koma, að þjóð- ir heimsins verði að standa saman gegn mnrás frá öðrum hnöttum." Og hvað mundi gerast, ef slík „inn- rás“ tækist. Við yrðum þrælar þessara vera, segir blaðið, en ef til vill yrði iarið með okkur eins og húsdýr. En þetta eru ekki einu möguleikarnir. Þess ai háþróuðu verur kynnu, ef til vill, að geta firrt okkur styrjöldum, hungri og sjúkdómum og skapað nýjan og betri heim fyrir okkur. Ágizkanir, ímyndanir og draumórar — allt til orðið vegna einkennilegra fyr irbæra, sem nú í nokkra áratugi, og raunar lengur, hafa sézt á lofti lýsandi um nætur, skínandi bjartir á daginn. „Ef þetta eru nú, eftir allt saman, að komnir ferðalangar í flugtækjum sínum, hvers vegna gefa þeir sig þá ekki fram? Þetta er síendurtekin spurning, og bandarískur stjörnufræðingur svaraði einu sinni: „Okkur þætti vafalaust gam an að fljúga yfir Ástralíu og virða fyr- ir okkur kengúrurnar, en okkur mundi varla detta í hug að lenda og reyna að taka þær tali.“ En ef nú engar smáverur eru í þess- um fljúgandi diskum — og ef nú eng- ir fljúgandi diskar eru til, — hvað þá um alla þá tugi þúsunda frásagna um þessa hluti? Er mannkynið orðið vit- laust, eða hvað? Ekki alveg. Við höfum nefnilega dæmi um áþreifanlega hluti, sem ekki er hægt að ganga fram hjá. Við skulum rifja upp það sem skeði í New York og víðar nóvemberkvöld eitt 1965, þegar allt raf magn fór af og öll ljós slokknuðu, lyft- ur stönzuðu milli hæða með fjölda fólks innanborðs, vélar stöðvuðust, umferð stöðvaðist og algjör ringulreið ríkti. Myrkur grúfði yfir öllu, og allt var lamað. Þetta ástand náði til alls raf- kerfis í norðausturhluta Bandaríkjanna og nokkurs hluta Kanada. Á þessu svæði voru um 36 milljónir manna, þar af um 800.000 sem innlyksa voru í lyft- um og göngum rafbrautanna. Starfs- menn og sérfræðingar rafveitna keppt- ust við að leita að bilunum, en án ár- angurs. Allt virtist í bezta lagi, — allt nema það, að milljónir kílóvatta raf- magns, sem framleiddar voru í orku- stöðvunum við Niagara, virtust gufa upp — hverfa — hreinlega týnast út í bláinn. Nákvæm rannsókn á öllu kerfinu var framkvæmd, en ekkert kom í ljós. Þó þóttust menn vita um síðir, að bilunin væri í fjarstýrðri miðstöð norður af borginni Syracusa, en gegnum hana lá 345.000 volta höfuðlína til New York. Viðgerðarmenn, ásamt lögreglumönnum, fóru þangað þegar, en fundu bara ekk- ert athugav:rt, þegar þangað kom. Eftir svo nærri tveggja daga fjar- veru byrjaði rafmagnið að koma aftur af sjálfu sér: fyrst í norðausturríkjun- um og síðan á öllu svæðinu. Engin við- gerð hafði farið fram. Þetta hefur verið kallað eitt dular- fyllsta fyrirbrigði okkar tíma. Rætt var um skemmdarverk erlendra aðila í þeim tilgangi að leita að aumum blettum á styrkleika Bandaríkjanna. Enda öllum ljóst, hvert rothögg það væri fyrir þau, ef erlsndum innrásar- aðila tækist að koma til leiðar svipuðu ástandi á sjálfri árásarstundinni. En það var líka hvíslað um aðra einkennilega bluti. Flugkennari nokkur W. Ross að nafni var að fljúga inn til lendingar á sama klukkutíma og rafmagnsbilunin varð. Þetta var við flugvöllinn hjá Syracuse. Ross flaug yfir rafmagnsstöðina, sem áð ur er minnst á. Fyrir neðan vélina, beint yfir hinni 345.000 volta rafmagns- ieiðslu, sá hann allt í einu afarstóran rauðleitan eldhnött. Virtist honum þesrsi eldkúla svífa lágt yfir háspennustrengn um. Hann gizkaði á, að þvermál eldkúl- unnar væri um 30 metrar. Flugmennirnir við hlið hans sáu þetta einnig og sömu- leiðis starfsmaður flugumferðarstjórnar Framh. á bls. 15 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. ágúst.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.