Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1968, Blaðsíða 4
V< ataluna (á katalönsku „Catalyn- ya“) er hérað á Spáni, sem, í sinni núverandi mynd eru fylkin: Barcelona, Gerona, Lérida og Tarragona. Er þetta einn auðugasti og þróaðasti hluti lands ins, einkaniega hvað við kemur iðnvæð- ingu og framleiðslu: að flatarmáli 19.839 ferkm: fólksfjöldi (1960) 3,618,411. — Áður fyrr furstadæmi undir krúnu Ara- gón-konunga. — Katalónía hefur alla tíð komið mikið við sögu Iberíu- eða Pýrenea-skagans, og gengt þar þýðing armiklu hlutverki, enda oft haft úrslita áhrif í spænskum málefnum. Síðan á 17. öld hefir þar öðru hvoru borið allmikið á tilhneigingu til aðskilnaðar frá móður ríkinu, og ýms öfl unnið að slíku, leynt og ljóst. — Þar byggir iðjusamt fólk, dugnaður þess og velgengni hefirjafn vel vaxið öðrum Spánverjum í augum (sem taka lífinu ofboðlítið rólegar) eins og máltækið sýnir: „Dicen kue los catalanes de las piedras sacan panes.“ „Sagt er að katalanar breyti beru brjótinu í brauð.“ L andshluti þessi, nokkurnveginn þríhyrndur að lögun, liggur í norð- austur horni Spánar, og að honum lögum og lofum, en Serkir (Márar) her- tóku landið árið 712. Baráttuna fyrir endurheimt evrópsks lands úr höndum serkja hóf svo Karlamagnús konungur seinna á 8. öldinni. Gerona var unnin aftur frá Serkjum árið 785, og Barcel- ona, ásamt landspildu allt að Llobre- gat-fljóti árið 801. Þessi hluti Katalóníu var svo innlimaður í konungsríki Vest- franka, og myndaði hluta af hinu svo- kallaða „Spænska markslandi“, og var undir stjórn greifanna af Barcelona — lénsgreifa-ætt — og gekk titillinn í arf í beinan karUegg. Þessir lénsgreifar héldu svo áfram baráttunni gegn Serkj- um, og gerðust snemma alls óháðir kon- ungi, þannig að frankisk yfirráð yfir Katalóníu voru að mestu í orði kveðnu, og algjörlega kastað fyrir borð í stjórn artíð Borrells greifa (d. 991). Við trú- lofun Ramóns Berenguér greifa hins 4. og Petronilu drottningar af Aragón, 1137, sameinuðust Katalónía og Aragón undir einni stjórn. íl 13. og 14. öld var Katalónía einráð um alla verzlun við vestanvert Miðjarðarhaf, og katalónskur verzlun- arhringur „Gran Compania de Cata- luna, (einsk. Hansa-veldi á þessum slóð ar kom fram á 17. öldina voru hags- munir Katalóníu og Kastilíu orðnir það aðskildir, og spánska konungdæsni’Ö hafði sett það mikið ofan, að bóla fór á þeim aðskilnaðaröflum sem síðan hafa alltaf öðru hvoru verið snar þáttur í sögu Katalóníu. í stjórnartíð Filipusar IV. var svo komið að alvarleg kreppa og yfirvof- andi fjárhagslegt hrun olli því að for- sætisráðherra konungs greifinn af Oli- vares, greip til þeirra ráða, í von um að leysa vandann, að setja allt ríkið undir einn hatt, hvað ríkiskassann snerti og alla fjármálastjórn. Slíkt gat ekki samrýmzt „fueros" eða sjálfsstjórn arréttindum hinna fyrri landssvæða Ara gónkrúnunnar. Katalanar voru ekki að eins ákveðnir í að reisa skorður við slikum ákvörðunum, heldur sökuðu einnig stjórnarvöldin í Madrid um að eiga alla sök á fjármálaöngþveitinu, hún væri ekki starfi sinu vaxin og hefði meðal annars bruðlað með fé rík- isins í erlendar styrjaldir o.s.frv. — Þannig stóðu málin að hvorki gekk né rak í þessari togstreitu milli Olivares og þings Katalóníu-Aragón, þegar styrj öld brauzt út milli Spánverja og Frakka 1635. Varð þá fjárhagsleg aðstaða kon- ungs enn erfiðari, og einnig rak að því 1705 yfir stuðningi sínum við Karl erki- hertoga, aðallega í þeirri von að það yrði frekar til þess að þeir fengju að halda óskertum sínum gömlu „fueros“, sjálfs- eða heima-stjórnarréttindum. Þó fór nú svo árið 1714, að herir Filipus- ar V. brutu alla mótspyrnu Katalana á bak aftur, og urðu þeir að afsala sér verulegum hluta sérréttinda sinna. Misstu þeir þá að mestu sjálfsforræði sitt, en á hinn bóginn vannst talsvert við það að Bourbonarnir hvöttu þá og studdu til vaxandi iðnvæðingar: einnig var þá lokið einokun Kastilíu á verzl- uninni við Suður- og Mið-Ameríku, og veitti sú ráðstöfun nýju blóði í kata- lanskt efnahagslíf, á sviði verzlunar og siglinga. A ðskilnaðarstefnan komst þó aftur á oddinn á 19. öld, og þá í tvennu formi: á öðru leitinu voru sveitahéruð- in, sem aðhylltust karlisma (sem áður getur): og á hinn bóginn kröfðust iðn- framleiðendur borga og bæja sérákvörð unarréttar einkanlega varðandi toll- verndun o.þ.u.l., til verndar gegn brezkri og franskri samkeppni. En end urvakning katalanskrar þjóðerniskennd ar hófst í verunni með hinni bókmennta- legu „renaixensa" (endurfæðingu) eftir liggja að norðan Frakkland og dverg- ríkið Andorra, að vestan Aragón-fylki, að sunnan Valenciafylki, og að austan Miðjarðarhaf. Þriðjungur íbúa þessa landshluta býr í Barcelo \a, stærstu borg Spánar, hefir aðeins vinninginn yfir Madrid. Að sunnan og vestan er þetta hérað, land eða fjallfræðilega séð afskorið frá öðrum hlutum Spánar, og meðal annars vegna þess hefir saga þess verið í nánari tengslum við Suður-Frakk land en við Spán. (Flestir kannast við reyfarann „Greifinn af Monte Cristo“ eftir Alexandre Dumas, eldra, sem ger- ist að mestu á Frakklandi Napoleon- styrjaldanna, en Edmond Dantes, sögu hetjan, var katalanskur sjómaður). — Upprunalega þjóðtunga katalana er kata lanskan, sem einnig er- töluð í Rouss- illon, norðan Pýreneafjalla, og er hún all-mjög frábrugðin spænskri tungu (kastilíönsku). líatalónía varð ein af fyrstu ný- lendum Rómverska ríkisins á Pýrenea- skaganum, „Hispania Tarraconensis“. — Alla 5. öldina sátu þar Gotar og ré'ðu um), átti einnig mikil ítök bæði á Ítalíu og allt austur á Grikklandi. Katalansk- ir hagsmunir — sem síður en svo voru í samræmi við þá Aragónsku — sátu í fyrirrúmi, þar til karlleggur Barcelona ættarinnar varð aldauða 1410. — Eftir 1412 magnaðist jafnt og þétt óánægja Katalana í garð hinnar nýju Trastamára ættar, er tekið hafði við völdum, þar til fullkomin uppreisn brauzt út á stjórn arárum Juans II. Uppreisn sú varaði frá 1462-72, og var bæld niður. 0 ifting Fernandos, sonar Juans II., og Isabel af Kastilíu sameinaði Spán í eitt ríki, og olli því að Katalónía varð að láta í minni pokann hvað öll stjórn- arfarsleg og viðskiptaleg málefni ríkis- ins snerti, og þar við sat út 16. öld- ina. Kom þar einkum tvennt til. I fyrsta lagi náðu Tyrkir mikilvægri verzlunaraðstöðu við vestanvert mið- jarðarhaf, -sem katalanskt efnahagslíf hafði átt hvað mest undir: og í öðru lagi runnu nú auðæfi þau sem Spánn hrifsaði til sín frá hinum nýja heimi, að langmestu leyti til Kastilíu. — Þeg- að „útlendum“ kastílíönskum hersveit- um var fenginn æfingar- og samastaður á katalanskri grund, og framkoma þeirra slík að leiddi til rósta og uppþota (júní 1640). Hinir uppreisnargjörnu Katalan- ar leituðu fulltingis Loðviks XIII. Frakka konungs: borgarastyrjöld brauzt út, og var það að mestu franskur fjár- og herstyrk sem Katalanar studdust við í þeim leik, einkanlega eftir 1641. Bar- dögum linnti ekki fyrr en 1659, er Fili- pus IV. komst að samkomulagi við Frakka við friðarsamningana sem kennd ir eru við Pýreneafjöll. Allan þennan tíma var Katalónía nær því að vera franskt hérað en spænskt. í ófriðnum sem kallaður hefir ver- |S „Styrjöld stórsambandsins" héldu franskar hersveitir aftur inn í Kata- lóníu (1689), og eftir langa, en sigur- sæla, herför unnu þeir Barcelona, 1697. Samt sem áður drógu þeir sig til baka sama ár, samkvæmt ákvæðum friðar- samninganna í Rijswijk. I spænska erfðastríðinu lýsti Kata- lónía (ásamt Aragón og Valencia), árið 1850. í fyrstu kom þetta fram í litlu öðru en samkomum og bókmenntakeppni skálda og rithöfunda, endurvakning ým issa miðaldasiða, svo sem „Jocs Floral es“-hátíðahaldanna: en er þessariend- urvakningar-hreyfingu óx fiskur um hrygg, upp úr 1860, voru spor stigin í þá átt að hefja katalanska tungu aftur til vegs og virðingar — en þegar hér var komið var hún að heita mátti ein- göngu töluð til sveita. — Hafin var út- gáfa dagblaðs á katalönsku og leikhús sett á laggirnar til flutnings á kata- lönskum leikhús-verkum. Hvött af þeim öflum sem höfðu verið að verki 1868-73 varð katalönsk þjóðernisstefna það snar þáttur í stjórnmálalífi landsins, að reikna varð með henni, einkanlega frá 1876, þegar ósigur karlista varð til þess að kirkjan snerist á sveif með hinni vaxandi hreyfingu meðal fólksins í þá átt að öðlast frekari sjálfsstjórn. Á þessum árum varð hreyfingin áberandi hægrisinnuð í stjórnmálaskoðunum. egar stjórnarfarsleg og efnahags- leg hnignum Spánar varð berlega lýð- Framh. á bls. 11 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ' _____18. ágúst.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.