Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1968, Blaðsíða 6
SIÐARI HLUTI ■1111 B iiHI Bókarkafli EFTIR ENZO BIACI Josep Morozov, sonur Svetlönu, og Elena kona hans. Stalin hvílir sig heima. Ellefu árum síðar var Kapler á göngu í Sokolniki garðinum og þar heyrði hann aðra lýsingu á þessum degi inni á hlýkgu kaffihúsi. Svetlana mundi einn- ig 2. marz á sinn hátt og sú útgáfa hef- ur á sér nokkuð melodramatískt snið. Stalín birtist á sviðinu, furðulegur og svo til óþekiktur Staiin; hann hefði nærri getað verið einhver persónan úr La Traviata: „Þú hefur enga hugmynd um hvílíkar þjáningar þú hefur bakað honum gamla föður þínum." Hann var miður sín af reiði og vonbrigðum. Sam- talið milli hans og Svetlönu var í stór- um dráttum þetta: Stalin: Fáðu mér myndirnar og bréf- in sem þú hefur fengið frá þsssum ná- unga, Kapler, og það strax. Svetlana: En ég hef ekki neitt. Stalin: Það stoðar ekkert að ljúga, það er hvort sem er búið að ta'ka þrjót- inn fastan. Svetlania: En ég elska hann. Stalin gat ekki haft hemil á sér og e.ló hana tvisvar í andlitið. Svetlana varð dauðhrædd og lét af hendi sönnun- argögnin fyrir sskt sinni. Þennan hátt hafði hann venjulega á við Vasily, þegar kennarar hans báru honum á brýn leti við lærdóminn. í þetta sinn gerði Stalin illt verra með því að fylgja því eftir með runu af georgiskum grófyrð- um á lélegri rússnesku. „Stelpufífl“, var hæverskasta orðtakið sem hann notaði. Það sem á eftir fylgdi var mjög litskrúðug lýsing á Kapler — harðsnú- inn, óforbetranlegur, ósvikinn kvenna- bósi. Þá vék hann talinu að alvöru líð- andi stundar. Á sama tíma og herinn átti í vök að verjast og þjóðin varð að þola hörmungar stríðsins, lét hún Svet- lana hans, litli spörfuglinn hans glepj- ast af fagurgala kvænts manns, sem gerðist meira að segja svo ósvífin að tileinka henni eina blaðagrein, þar sem hann kallaði hana „elskuna sína“. Stalin brást við með gremju föðurins, siem finnst hann hafa verið svikinn í tryggðum, kvíða leiðtogans, sem er of- þyngt af ábyrgð sinni. Á þessari stundu var eins og allt legðist á eitt gegn hon- um, jafnvel fjölskylda hans. Ósig- ur blasti við hvarvetna. Simonov segir frá því er varnarmála kommissarinn Miekhelis, kom til hans til að skila skýrslu um hina misheppnuðu sókn á Kerch svæðinu. Stalin hlustaði varla á hann, en rak hann út með hinu harð- neskjulega tilsvari: „Farðu til fjand- ans.“ í hreinskilni sagt, þá var reiði þessa „Ghengis Khan sem hefur lesið Das Kapital“ eins og Lenin lýsti honum, ekki með öllu tilefnislaus. Að endaðri hrin- unni lágu aðeins eftir fáeinir pappírs- sneplar, dreifðir um gólfið. Þet'ta kvöld missti Svetlana einnig föður sinn. Einn morguninn var fanginn Kapler kallaður fyrir. Honum var sagt að vera viðbúinn brottför. Það átti að flytja hann til Vorokhta í Síberíu. Dökkblár bíll var notaður tii að filytja famgana; á fangamáli var hann kallaður svarta krákan. Margir urðu honum samferða: „trú- villingar", fyrrverandi sósíaldemókrat- ar, sem saklausir höfðu fengið að kenna á aðferðum Lavrenti Beria, tortryggni hans og harðneskju. Trotskyismi, Terr- o.rismi og Tyazhely trud voru orð, sam oft komu fyrir í réttarfarsmáli þessa tímabils: trotskystefna, ógnarstefna — refsað með nauðungarvinnu. Ástandið var ekki sem verst fyrir Kapler. í Vorokhta voru færðar upp leiksýningar og hæfileikar hans voru viðuirkenndir; honum var jafnvel veitt sérstakt leyfi til að starfa í leikhúsinu. Á kvöldin máttu fangarnir setja á svið leiki til eflingar áróðrinum og ásamt nokkrum latvinnuleikurum stofnuðu þeir leikflokk. Eimn félaginn í þessum flokki var fögur leikkona að nafni Tokara- skaya: hún var einnig mjög næmgeðja og samúðarrík kona. Maðurinn Kapler, sem lent hafði í fangelsi af svo óvenju- legum ástæðum, þessi forsvarsmaður há leitra hugsjóna, vakti í fyrstu forvitni bennar en vann síðan hug hennar allan. Á þessum tíma voru þrjár konur í lífi Kaplers; ein í Kemlin, sem hugsaði til hans með þrá og sökmuði; önnuir ein- hversstaðar í Moskvu, sem elskaði hann af tryggð eiginkonunnar og beið þess að séir yrði leyít að sjá harnn aftuir; o,g sú þriðja í leikhúsinu í Vorokhta. V. G. Tokaraskaya var heilluð af þess um einkennilega manni, sem aldrei glat- aði lífsþorsta sínum, enda þótt hann byggi í fangabragga sem hann fékk að- eins að fara úr til að skýra leiktexta, vinna á leiksviðinu eða til að sýsla eitthvað í eina ljósmyndaverkstæðinu í borginni. Svo stofnuðu þau öll saman leikfé- lag. Um langt skeið frétti hann ekkert af Svetlönu. Svo var það einn morgun að komið var með nýjan fangahóp og einhver lét orð falla um það að dóttir Stalins hefði gifzt stúdent sem hún hefði kynnzt við háskólann, einhverj- um Morozov. Kapler varð ekki undr- andi, né heldur sár: „Það lifir ýmis- legt í minningunni," segir hann, „en ég get ekki sagt að ég hafi hugsað um hana öllum stundum". Fimim ár li'ðu; fanginn Kapder var færður fyrir dómarana: „Þér eruð frjáls, en þér megið ekki fara til Moskvu,“ sögðu þair aðvarandi „Kiev er rétti staðurinn fyrir yður.“ Engar skýringar voru gefnar þegar hann var tekinn fastur og nú var hon- um sleppt formálalaust. Kapler var að eðlisfari mótþróagjam og naut þess að tefla á tvær hættur. Eiginkona hans var í Moskvu og hún hafði haldið tryggð við hann. Hann langaði til að finna hana og vera hjá henni, jafnvel þótt eikki væri nema niæturlainigt; svo myndi hann fara aftur. Hann hafði ekki áhyggjur af Svetlönu. Hún var nú gift kona. En þeir urðu hans varir á stöð- unni. Hann var óheppinn; í þetta sinn var dómurinn strangari. Önnur fimm ár — nú í námu í Xnto. f fyrstu vann hann sem verkamaður m,eð sikóflu og 'hatoa; síðan var ha,nn ,gerð- ui að vélvirkja. Á þessum tíma breytt- ist skapgerð hans, þreytan gróf undan mótstöðu hans, hann hafði enga góð- vini sér til huggunar og honum var ekki leyft að lesa: maturinn var lítill og ó- ætiur; ó'lýsanileg súpa og irúgbraiuðsnieið. Á kvöldin voru engin Chekov eða Go- gol leikrit eða upplestrar. En leikkon- an Tokaraskaya var trú hlutverki sínu sem hin dyigga ástkona og hughreyst- ari og hún hjálpaði honum með því að fæira honum mat o,g tala við hann; fyrir það gekk hann aldrei örvæntingunni á vald. Fimrn ár eru lengi að líða við námugröft og þau skildu eftir sín spor á honum, líkamleg og andleg. En hjá því verður ekki komizt að byrja að nýju og strax að fengnu frelsi giftust þau. Það var sumarið 1953, þrem mánuðum efitir að Stalin lézt. Það var ári seinna í desembermánuði sem ráðstefna var haldin í Félagi rit- höfunda. Alexei Jakovlevich Kapler sat ráðstefnuna ásamt Tatiönu Tess. Tati- ana átti þá þegar miklu fylgi að fagna sem blaðakona: síðasta bók hennar „Am- eríkumenn“, sem var ávöxtur langrar dvalar b;nnar í Bandaríkjunum, var ný- komin út í hundrað þúsund eintökum og hafði gersamlega selzt upp. Lesend- ur dæmdu hana „vinsælasta rithöfund- inn“ og geymdu blaðaúrklippur eftir hana. Ellefu ár voru liðin frá kveðju- fundinum i íbúðinni nálægt Kursk: Ly- usia hafði átt tvær konur og Sveta var tvígift. Bæði voru breytt: Svetlana var full af vonbrigðum og beizkju, skapgerð Alexis hafði rnótazt af lífsreynslu hans og hann var einnig breyttur í útliti. Hár hans var snjóhvítt. „Þú h fur ekkert b,r,eytzt“ sagð Svetlana við hann og ætl- aði það s,em gullhamra. Þau höfðu margt að segja hvort öðru og nú urðu þáttaskil. Olga Kulikowsky sagði. „Fyrir mér er Svetlana enn skólasystirin sem nú er búsett í Amer- íku — ein sú einmanalegasta kona, sem é,g h-ef nokkru sinni þekkt.“ Skugginn sem fylgdi henni í ,,kastalan,um“ í æsku hsfur enn vald yfir henni: mennirnir tveir sem hún giftist veittu henni aldrei þá gleði og hamingju sem hún þarfn- aðist svo mjög. Ef til vill var það á- stæðan fyrir því að „leit hen.nar að hamingjunni þekkti engin takmörk", eins og Tatiana Tess kemst að orði. Þau tóku að hittast á ný: liún sagði strax við hann: „Mér þykir leitt hvað þú hefur orðið að þjást vegna föður míns“, en Kapler svaraði ekki. Hann harmaði ekki fortíð sína né heldur þær ákvarðanir, seim hann hafði takið; en hann hugsaði þó samt sem svo, að þessi Josef Djugashvili, sem han-n hafði aldrei séð, hefði verið ótrúlega grimmur og að það væri Stalins vegna, sem hann hefði orðið að þola afleiðingar persónudýrk- unarinnar. En.gu að síður virti hann til- finningar Svetlönu. Hún sagði honum frá fjölskyldunni, frá Vasily, sem gerð- ist æ drykkfelldari, frá Jatoov, sem týndist í Þýzkalandi og af „gamla mann- inum“, sem eigi aðeins var stjórnandi 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. ágúst.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.