Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1968, Blaðsíða 14
A erlendum bókamarkaði The Company She Kept. Doris Grumbach. The Bodley Head 1967. 30,— Þetta er fyrsta verulega stúdían á Mary McCarthy, sem er maðal fremstu höfunda nútímans. Höfundur rekur hér þróunarsögu hennar sem koniu og rithöfundar, hún fjallar um þau málefni, sem koma aftur og aftur upp í ritum hennar: baráttu kynjanna leitinni að sjálfri sér, ástina, sem hinu gullna tækifæri konunnar til þess að ala sjálfa sig á og sexi, sem efniviðs í satíru. Bækur McCarthy hafa hlotið mikið lof meðal sumra gagnrýnenda, aðrir hafa ráðist harkalega á þær og talið þær ómerki- legar og falskar, en að dómi þessa höfundar hafa allir meira og minn-a misskilið þær. Hún álítur að bezta aðferðin til þess að skilja rit skáldkonunnar sé að kynnast henni sjálfri og því fólki, sem hún um- gengst, því er þessi bók sett saman. Grum- bach hefur ofið hér saman höfundinn sjálf- an og verk hans, sýnir hvernig líf hennar sjálfrar hefur orðið henni hráefni til verka sinna. Þetta er ein'kar fróðleg bók, nokkrar myndir fylgja. T. L. S. Essays and Reviews from The Times Literary Supplement 1967. Oxford University Press 1968. 50,— Þetta er sjötta bindi úrvalsgreina og bókaþátta úr einu vandaðasta bókmennta- blaði sem nú er gefið út. í þessu bindi eru ræddar bækur sem útgefendur telja merk astar á árinu og efni sem snerta samtiöa- atburði. Ritið er eðlilega nokkuð bundið enskum bókmenntum, en þó alls ekki ein skorðað við ensk efni. Hér eru endurprent- aðar greinar um merkustu skáldsögur árs ins og ljóðabækur. Höfundar skrifa ekki undir nafni og hefur það verið hefð við -þetta blað. Oman — A History. Wendell Phillips. Longmans 1967. 63.00 Oman var fyrrum ævintýraland Evrópu- mönnum. Nú er þetta landsvæði í suðaust- ur horni Arabíuskagans, ásamt nálægum iöndum mjög þýðingarmikið efnahagslega fyrir Vesturlönd. Pólitískt ástand þessara landa getur haft gríðarmikil áhrif á alla þróun mála í heiminum. Því hafa þessi lönd Arabíuskagans og þau, sem liggja að Persaflóa dregist fram í dagsljósið síðustu áratugina. Sá maður, sem hefur emkum kynnt mönnum stærsta ríkið á þessum slóð- um Saudi Arabíu er John B. Philby, sem var faðir þess Philby's, sem mikið hefur komið við blaðaskrif undanfarið, vegna njósna fyrir Sovétríkin. Kynnir Oman er höfundur þessarar bókar, sem er einnig fjárhagslegur ráðunautur konungsins þar nú. Hann hefur ferðast um allt landið og hofur sett saman ferðabók „Unknown Om- an“ sem kom út á síðasta ári. í þessari bók segir hann sögu Oman frá því að því tilheyrði mikið ríki í Afríku og frá því að Albu Said ættin lcomst þar til valda um miðja 18. öld og þar til nú á dögum. Said hinn mikli tryggði ríki sínu viðurkenningu vestrænna ríkja og gerði það voldugasta ríkja á Arabíuskaganum í upphafi 19. aldar. Konungur þessi barðist gegn þrælasölunni, en sú barátta hans hafði miklar pólitískar afleiðingar. Konungur þessi leyfði kristnum trúboðum að koma til landsins og með þeim bárust lyf og hagnýt fræðsla. Tengsl Oman við Bretland eiga sér langa sögu, eða allt frá 1798, og hafa oft verið náin. Bók þessi gefur góða hugmynd tun land og þjóð og höfundur- inn lýsir afstöðu Araba gagnvart vestræn- um þjóðum og orsökum þeirra afstöðu. Myndir og bókaskrár fylgja. GÖMUL ÞRAUT Gömul þraut sem sumir nefna Ólafs- tafl og kenna það við Ólaf konung helga. Tveir konungar börðust og var van- séð hvor þeirra vinna mundi. Þá bauð sá góði konungur þeim vonda þann kost að hvor þeirra skyldi leggja 15 manns að þeim báðum kon- ungum meðreiknuðum og skyldi þá alla svo niður raða sem fygjandi vísa vottar, velja svo frá upphafi (frá vinstri og réttsælis) og til enda og drepa ætíð ní- unda og telja jafnan áfram upp aftur og aftur. Sá vondi kóngur meinti að þá mundi falla jafnt af beggja liði, hvers vegna hann þekktist þetta tilboð. Nú gengu báðir konungarnir með sína menn svoleiðis í einn hring sem þessi fígúra sýnir. Þýðir það góða fólk krossana en það vonda strikin. 4 eru góðir 5 eru verri fríðir 2 hjá einum stríðum þrenning mæð og þegninn Ijóti þá er einn góður en 2 í námdi tel ég vel tvo og þrjá sem þræla þarfan 1 en 2. í starfi nýtir 2 munu nærri sitja nauðadökkur, sá skal stökkva. Nú var níundi hver höggvinn og þar var það allt lið vonda lið. Og ei vissi þessi vondi kongur fyrri til en honum varð laust höfuð sitt og fann það aldrei síðan. Eftir handriti Magnúsar múrsmiðs Jónssonar. Vísa 14, 8, 5 og þrír, 4, 12 og 9, 11, 17, 1 og 2, 18, 6 og tíu. Séu tölur þessar lagðar saman verð- ur útkoman 120 þ.e. stórt hundrað. Höf undur vísunnar mun vera Magnús Jóns son múrsmiður. Fátt veit ég um M-agn- ús þenna en hann hefur verið uppi á 18. öld og átt heima í Reykjavík um skeið líklega á seinni hluta aldarinnar. Líkur eru til að hann hafi einhvern- tíma verið hjá Oddi lögmanni Sigurðs- syni og þá sennilsga á Leirá. Ég væri mjög þakklátur ef einhver fróður mað- ur gæti gefið mér upplýsingar um mann þenna. Sveinbjörn Beinteinsson Útgefandi: H.f. Árvakur, Beykjavík. Fra-m;kv.stj.: Haraldur Sveinsson. Hitstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. •Ritstj.íltr.r iGrisli Sigurðs-on. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 10100. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. ágúst.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.