Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1968, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1968, Blaðsíða 15
FLJÚCANDI DISKAR Framh. af bls. 2 innar á jörðu niðri. Víða að bárust til- kynningar og frásagnir um álíka sýnir, er áttu sér stað um sama leyti og raf- magnið ,„fór í frí“ og yrði það efni í heila bók (sem kannski verður skrifuð), ef tilfæra ætti allt, enda óþarfi hér í stuttri grein, því frásagnir þessar eru allar svipaðar, því „marg't er líkt með líkum“, eins og kerlingin sagði. En áður en við hverfum alveg frá því að rifja upp frásagnir um fljúg- andi diska og hverfum að öðrum og einkennilegri þætti þessa máls, vil ég minna á tvo atburði, svona rétt til gam- ans, sem átt hafa sér stað og eru sögu- 3ega og óvéfengjanlega staðfestir og aldrei skoðaðir í ljósi hjátrúar af neinu tæi. Annað er sprengingin mikla í Sib- eriu 1908 sem enn er rætt og ritað um og ennþá dregur vísindamenn að staðn- um, þar sem hún varð. Var hún slík, að nútíminn þekkir aðeins hliðstæðu í nýjustu atómsprengjum sínum. Var hún lengi vel skýrð á þann veg, að þarna hefði fallið risastór loftsteinn, en rann- scknaleiðangrar hafa ekki getað stað- fest þá skýringu. Gripið hefur verið til svo langsóttra og flókinna skýr- inga, að þarna hafi átt sér stað sjald- gæfur atburður, sem kalla mætti sam- runa efnis og andefnis(sem vísindin segja að til sé) og hafi ósköpin stafað af því. Enn önnur kenning er til, sem er eðlileg og nærtæk í ljósi þess, að við jarðarbúar erum sjálfir farnir að senda geimflaugar milli hnatta, en það er, að þarna hafi farist geimfar, sem knúið hefur verið orku, sambærilegri við atómorku. Fyrir 30 árum, hvað þá 60, var þessi skýring fjarstæðukenndari og ótrúlegri en jafnvel efnis-andefniskenningin er r>ú á tímum. En er hún fjarstæðukennd í dag? Hinn atburðurinn er eftirfarandi smá frásögn í Encyclopædia Brittanica, útg. 1929 (í kaflanum um loftsteina): „Merkasta dæmi um þetta fyrirbrigði er „loftsteina-skrúðfylkingin“ 9. febrúar 1913. Þessi undursamlegi flokkur skín- andi loftsteina eða eldhnatta sást fyrst yfir Kanada, og eftir að hafa farið um 5700 mílna vegalengd, sáust þeir loks hverfa út yfir Atlanzhaf og voru ,þá á leið í suð-austur. Þeir voru í fjórum- fimm aðalhópum og voru 40-60 ljóshnett ir í hverjum. Alla þá vegalengd, sem fylgzt var með þeim voru þeir í um það bil 35 mílna hæð. Flugi þeirra fylgdi mikill gnýr og á átta stöðum, þar eem þeir fóru yfir, skulfu hús.“ Við skulum nú snúa okkur að því, sem gerzt hefur í sambandi við rann- sóknir þær, sem fram hafa farið á fyrir brigðinu „fljúgandi diskar“ og þeim einkennilegu hlutum, sem gerzt hafa í sambandi við þær. Eftir nákvæmar athuganir á UFO fyr irbrigðum 1947-48 samdi háttsett nefnd (ATIC) í flughernum, staðsett í Dayton, Ohio, leyniskýrslu um málið. Niðurstaða nefndarinnar var þessi: Fljúgandi diskar eru flugtæki frá öðr um hnöttum. Þessi nákvæma og velunna skýrsla var lögð fyrir Hoyt S. Vandenberg hers höfðingja, yfirmann þeirra, en þeim til mikillar furðu, fleygði hann skýrslunni í þá aftur og sagði að flugherinn gæti ekki látið slíkt heyrast frá sér, nema ennþá haldbetri og áþreifanlegri sann- ■ anir væru fyrir hendi. Þessi viðbrögð uðru til þess, að allir í Dayton, sem trúað höfðu á tilvist diskanna, drógu sig nú í hlé hið bráð- asta og gáfu svo út 1949, 600 blaðsíðna skýrslu, sem átti að sanna, að allir væru að sjá veðurbelgi, loftsteina og loft- speglanir. Næstu tvö árin hafði flugher inn engar rannsóknanefndir starfandi. að UFO-rannsóknum. „Þetta er allt sam an vitleysa og við getum ekkert verið að sinna þessu“, sögðu þeir. En 1951 varð flugherinn aftur að taka málið upp. Ástæðan var sú mikla pressa, sem vísindamenn og ýmsir iðjuhöldar xögðu á þá, vegna þess, að fljúgandi diskar voru sífellt á sveimi yfir verk- smiðjum, rannsóknarstofum og mann- virkjum ýmiss konar. Capt. Edward Ruppelt, sem nú er lát- inn, varð yfirmaður hinnar nýju rann- sóknarnefndar. Hafði hann marga ágæta samstarfsmenn og var nú vel unnið að því að fá einhvern botn í málið. Höfðu þeir gott samstarf við áhugamannahópa og blöð á þeim tíma, en ekki leystist gátan að heldur, þó að margt athyglis- vert kæmi í ljós. En nú kom bobb í bátinn. Þegar diskaflugið mikla 1952, sem áður er minnzt á, yfir Washington, átti sér stað, fór Hvíta Húsið að rumska og um leið fór bandaríska leyniþjónustan (CIA) að fá áhuga á málinu. Leyniráðstefna var haldin í Washing- ton 1953 og tóku þátt í henni þekktir vísindamenn, háttsettir foringjar í flug hernum og fulltrúar frá CIA. Þingað var um fljúgandi diska. Til grundvallar umræðunum var mikil skýrsla, sem De- wey Fournet, major, hafði gert og unn- ið að í marga mánuði. Hafði hún inni að halda greinabeztu upplýsiingar um málið, sem hægt var að afla, ásamt rat- sjárlínuritum, myndum og öðru er máli skipti. Viðurkennt var að vísu, að skýrsl- an væri ákaflega vönduð og allar rann sóknir og annað efni, er að baki hennar var, væri „fyrsta flokks“ — en málinu var vísað frá og þaggað niður. Önnar rannsóknarnefnd frá ljós- myndarannsóknarstofu sjóhersins (PIL — Navy-s Photo Interpretation Labora tory) eyddi yfir 1000 klukkustundum í að rannsaka litkvikmynd af fljúgandi diskum, sem allir voru sannfærðir um að væri ófölsuð. 1600 einstakar myndir úr filmunni voru kopieraðar og stækk- aðar til nánari athugana og mælinga á stærðarhlutföllum, ljósi og litum. Skýrsla þeirra, sem staðhæfði, að hér væri um ójarðnesk flugtæki að ræða, „sjálflýsandi og stjórnað af vitsmuna- verum“, fékk sömu viðtökur og skýrsla Fournets majors: öllu ýtt til hliðar og sagt ekkert að marka. Þannig hefur farið fyrir öllu því, sem lagt hefur verið fram af aðilum, sem ábyrgir mega teljast og hafa lagt mikla og samvizkusamlega vinnu í að varpa einhverju Ijósi á þessa hluti. Yfirvöld- in virðast hamast við að rannsaka fyrir- bærið, en neita öllum upplýsingum, sem fölsuðum og ómerkilegum. Virðist svo, sem tilgangur þeirra hafi fyrst og fremst verið sá, að þagga málið niður, gera það hlægilegt í augum manna og fá fólk til að loka augum og eyrum fyrir öllu, er að því lýtur. Hvers vegna? Vegna þess, að yfir- völdin vita meira en fólk heldur og þau vilja viðurkenna. Þau óttast afleið- ingarnar af því að viðurkenna það, sem þau vita og hafa lengi vitað. En það eru fleiri aðilar en stjórnar- völd, sem hafa áhuga á að þagga málið niður. Það getum við greinilega séð af eftirfarandi atviki: Síðari hluta árs 1966 var atvinnuljósmyndari nokkur í Cali- forniu á sínu vanalega flakki í leit að einhverjum mynd- og fréttnæmum at- burðum, þegar hann heyrði ískrandi hljóð yfir höfði sér. Hann leit upp og sá fljúgandi disk á sveimi fyrir ofan. Að sjálfsögðu var hann tilbúinn með ljós- myndavélina og gat smellt af nokkrum myndum áður en diskurinn sveif upp á við með ofsahraða og hvarf sjónum. Hann flýtti sér síðan heim, sagði engum frá neinu og framkallaði filmuna, hengdi hana síðan til þerris og gekk út til að fá sér hressingu. Hann var mjög spennt ur og þóttist nú hafa fengið myndir, er mundu gefa honum góðan skilding í aðra 'nönd. Gætti hann þess vegna vel að því að læsa íbúð sinni og minnast ekki á þetta við nokkurn mann. En eftir að hann kom heim aftur að nokkurri stundu liðinni, hafði verið brotizt inn og öllum filmunum stolið. Ekkert annað var hreyft og voru þarna þó ljósmynda- áhöld og tæki fyrir þúsundir dollara. Það var greinilegt, að sá, sem heim- sótti vinnustofu ljósmyndarans, hafði aðeins átt eitt erindi og aðeins eitt: að ná þessum filmum og engu öðru. Ljós- myndarinn trúði að lokum vini sínum, þekktum fræðimanni og áhugamanni um UFO-rannsóknir fyrir þessu. Það ein- kennilega kom þá í ljós, sem við nán- ari eftirgrennslan varð að víðtækri og allútbreiddri vitneskju og staðreynd: þessi ljósmyndari var alls ekki sá eini, og hvorki sá fyrsti né síðasti, er missti allar sínar myndir á dularfullan hátt, ef þær snertu þessa hluti að einhverju leyti. Einhverjir og einhvers staðar eru þeir aðilar á ferð, sem kæra sig ekki um, að slíkir hlutir séu í höndum manna. En hverjir? Og hverjir geta vitað um þessar myndir og hvar þær er að finna? Að sjálfsögðu aðeins áhafnir diskanna og útsendarar þeirra, sem eiga að vinna að því að halda allri vitneskju niðri og beita til þess öllum ráðum. í rauninni virðist það þó vera þannig að það séu nokkrir „Einhverjir" sem vinni að því að halda niðri allri vitn- eskju um UFO-fyrirbæri, safna saman inyndum og öðru, er geti orðið til að varpa ljósi á þetta dularfulla fyrirbæri. Sumir þessara aðila eru beinlínis út- sendarar bandarísku stjórnarinnar og starfa samkvæmt skipunum frá henni. Aðrir stunda sömu iðju á eigin spýt- ur og af ástæðum, sem þeim einum er kunnugt um. Eru þeir meira að segja eltir af starfsmönnum stjórnarinnar, sem alltaf eru of seinir á sér og grípa í tomt. í janúar 1967 upplýsti Lt. Col. George P. Freeman núverandi formælandi „Bláu bókar“ flughersins, að stjórnin væri áhyggjufull vegna þess, að stöðugt bær ust fréttir um menn í einkennisbúning- um flughersins, sem fengju fólk til að afhenda myndir og gögn, sem snerta fljúgandi diska og tækju af því loforð um þagmælsku um það, sem það hefði séð. T. d. höfðu margir séð fljúgandi diska yfir Wanakue vantsbólinu í N.J. 1966. Þessi vitni höfðu öll verið heim- sótt af mönnum, sem voru klæddir sem háttsettir foringjar í flughernum og höfðu skipað þeim að „halda sér saman“ um allt er þau höfðu séð. Fjöldi álíkra frásagna eru til og væri of langt mál að rekja þær hér. „Við höfðum samband við flugherinn á staðnum", sagði Freeman, „og komums að raun um, að engir frá þeim höfðu þarna verið á ferð. Hverjir sem þetta hafa verið, hafa þeir ekki verið frá flughernum." Skömmu eftir að þetta skeði sendi flugherinn frá sér trúnaðarbréf til allra stjórnardeilda sinna. Bréfið er dagsett 1. marz 1967 og fylgir hér mynd af því. (Mynd af bréfinu á blaðsíðu 2.) Þar sem allur fjöldi er nú til dags læs á ensku, verður látið hjá líða að þýða bréfið nákvæmlega hér, en þess aðeins getið, að efni þess er um það, að flugherinn hafi frétt um menn, er segj- ast vera frá honum og bera jafnvel ein- kennisbúninga hans. Eru menn varaðir við þessum erindrekum og beðnir að segja til þeirra. Þessir útsendarar, hvaðan sem þelr eru, hafa undanfarin ár verið ólatir við að hafa upp á fólki, sem séð hefur fljúgandi diska eða náð myndum af þeim. Hafa þeir kynnt sig sem sölu- menn, erindreka frá ýmsum félögum eða stofnunum, lögfræðinga, sem þykjast vera að leita að ákveðnum persónum vegna arfs, menn í skoðanakönnun o.s. frv. Þó verður endirinn alltaf sá að hið nefnda erindi er aldrei borið upp, heldur er fólki haldið á snakki. Um hvað? Auðvitað fljúgandi diska og allt- af reynt að koma því að, að hér sé að- eins um helbera vitleysu að ræða og fólk beðið blessað að verða ekki að athlægi, með því að hafa orð á svona hlutum. Hefur þetta reynst ótrúlega ár- angursrík aðferð, að höfða þannig til spéhræðslu og hégómagirndar fólks. Útliti og framkomu þessara manna hefur verið lýst þannig, að þeir séu langleitir, dökkir á húð, jafnvel með ör lítið grænleitan blæ, hökumjóir, píreyg ir og hafi einkennilega vélræna rödd og tali eins og þeir séu að flytja eitt- hvað eftir minni. Og hvað svo sem þessir aðilar eru að erinda hér á jörð, þá er það víst, að þeir vilja hafa tímann fyrir sér og næði til að framkvæma það, enda hafa þeir ötullega verið studdir í þeirri viðleitni af yfirvöldunum og öðrum, sem loka vilja augunum fyrir því, að eitthvað óvænt, ótrúlegt eða ólíklegt geti skeð nú á þessum tímum. Ef til vill verður einhvern tíma sagt, að „eitthvað sé til í þessu“ og vert sé að „athuga það nánar“. En þá sitja kannski nýir valdamenn í Pentagon og Kreml: grænblakkir á hör und, hökulangir, píreygir og með ein- kennilega vélræna rödd, eins og þeir séu að flytja eitthvað eftir minni. EFTIR VEIÐIDAC Framh. af bls. 5 í fáeinar sekúndur miðaði ég á höfuðið án þess að hleypa af. Hið nálæga augnaráð lamaði mig. Dýr- ið var rétt fyrir framan mig og í augum þess var sams konar innra blik og i mannsauganu. Á með- an ég miðaði, varaðist ég að anda, en gat ekki lengi haldið niðri í mcr andanum. Þess vegna neyddist ég til að andvarpa og teyga að mér ferskt loft. Þetta var nóg til þess, að oturinn stakk sér í vatnið. Eftir andartak sást ekkert á fljótinu. Litlu otrarnir liurfu eins snögglega og þeir höfðu birzt. Ég var eftir á syllunni, hissa á sjálfum mér og dálíPð ringlaður. Seinna, þegar froskarnir upp- hófu þunglyndislegt kvak sitt, fylltist sál mín skyndiiega kynlegum friði, sem menn finna aðeins til, þegar þeir eru hamingjusamir eða ástfangnir. Á leiðinni heim hló ég með sjálfum mér, blístraði og virti fyrir mér nýmánann." Vinur minn sveipaði um sig regnkápunni og lagðist útaf. Hundarnir okkar sváfu vært hjá eldinum, sem hafði kulnað út. Mildur niður fljótsins fyllti loftið. Hundgá handan frá þorpinu og þunglamalegt vagnskrölt barst langt út yfir sléttuna. „Já“, sagði ég, „á nóttunni erum við góðir.“ „Er það svo slæmt, þegar öllu er á botninn hvolft? Að vera góður? Við erum oft hræddir um, að okkur verði brugðið um tilfinningasemi, þegar við breyt- um eins og menn“, svaraði vinur minn. „Og nóttin gerir okkur ekki betri Náttmyrkrið þrúgar okkur. Himinninn lyftir sálum okkar.“ í vændum var fengsæll veiðidagur. 18. ágúst. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.