Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1968, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1968, Blaðsíða 1
j 32. tbl. 1. september 1968 — 43. árg. S iM m | m% OG FLOKKUMUNKANA FIMM Eftir Asger Jorn — Þýð.: Guðrn. Arnfinnsson l Þjóðminjasafninu í Reykjavík eru nokkrar myndskornar fjalir frá Bjarnastaðahlíð, en upphaflega hafa þær skreytt stóran veggflöt í stofu þeiirri, sem sagan segir, að hafi verið stærst stofa á íslanidi, og heitir þar í Flata- turagu í Skagafirði. En stofu þeissi hafi byggt hinn sögufrægi smiður Þórður hreða. Myndskreytingar í Hringaríkis- stíl sýna, að stotfan hlýt/ur að vera frá 11. öld, og myndin, sem er jafngömul, er vegna stærðar sinnar einstakt fyrir- brigði í norrærarai list frá þessum tíma. Sama máli gegnir um stíl hennar og efni. (Myndin er 5,2 m á lengd og 2,3 m á hæð.) Selma Jónsdóttir listfræðinigiuir hefir af mikilli skarpskyggni fellt svo vel saman þessar myndleifar, sem af tilviljun hafa varðveitzt, að hún hefir getað sýnt fram á, að um er að ræða myndskurð, sem sýnir dómsdaginn, og rétta fyrirmynd- in eru myndir af dómsdegi, sem á þeim tíma voru gerðar af listamönnum í grísk- ortódox nýlendu á Suður-Italíu, sem var í sambandi við Benediktsmunkaklaustr- tið Monte Cassino, og að myndin á ekki rætur að rekja beint til klaustursins, heldur til grisk-ortódox Basilíumunk- anna og einsetumannanna í smáklaustr- um fyrir sunnan þeitta umráðasvæði. Þessi samanburður er svo sannfærandi, að mér veitist örðugt að gera nokkrar athugasemdir varðandi þessa niður- stöðu. Vandamálið hefst, þegar skýra skal, hvernig fyrirmynd af þessu tæi hefir borizt til fslands, og hvemig á því stendur, að íslenzkur listamaður sker eftir henni mynd í trévegg. Selma Jónisdóttir láítuir, að um tvær skýringar eé að ræða. Önnur er sú, að myndin sé gerð eftir mynd úr bók, sem borizt hafi til Islands, hin er sú, að munkur frá þessu umráðasvæði hafi komið til íslands og látið gera mynd- ina. Hún velur síðari lausnina, sem ég lálít einnig, að sé rétt. Sú kenining, að íslenzkur bóndi prýði híbýli sín þess- ari risastóru mynd, gerðri eftir lýsingu í handriti, sem af tilviljun hafi borizt honum, án þess að efni hennar og boð- skapur hafi knúið hann til þess, er í listfræðilegum og sálfræðilegum skiln- ingi útilokað. Þar við bætist önniur á- stæða, sem ég ætla að tilgreina til stuðnings kenningunni um beina íhlut- un þessara munka á staðnum. 1 kringum árið 700 var Suður-ítalía nærri því alveg latnesk, og gamla ný- lendan gríska mjög á fallanda fæti. Þá gerðist sá aitburður, sem olli gjörbreyt- ingu. Á meðal margra annarra við- burða í listasögunni var hér um að ræða einn stærsta viðburð í evrópskri listasögu á miðöldum. Byzanska listþró- unin, sem átti rætur að rekja til munk- anna, hafði fram að þessu verið ríkj- andi í Evrópu. En byzanska myndgleð- in hafði smám saman aukizt svo mjög, að hún fór í taugarnar á hinum veráld- legu valdhöfum, svo að keisarinn fyrir skipaði, að allar myndirnar skyldu eyðilagðar og listamennirnir flæmdir brott úr hinu byzanska ríki. Þessi austurlenzka byltingarstefna hafði feikna mikil áhrif og átrti seinna eftir að mildast, en það markverða, sem gerðist, var, að hinium brottflæmdu iðkendum skreytilistar var leyft að flytjast til þessarar yfirgefnu grísku 'niýlsmdu & Suður-ítaliu, þar seim róan- verskir tóku þeim fegins hugar, þetta varð upphafið að nýlatneskri listþróun, framlag, sem latnesk listmenning átti eftir að njóta góðs af, þegar rómverska kirkjan sleit öll tengsl við grísku-ontó- dox kirkjuna. Þrátt fyrir þá sögulegu staðreynd, að benediktsmunkarnir hafi reyrat að semja grísku-ortódox munkana á Suður-ítal- íu að rómverskum trúarháttu og þá beitt allt annað en vinsamlegum for- tölum, sem oft gátu leitt til morða og líkamlegs ofbeldis, taka mjög fáir sagn- fræðingar tillit til • þessarar staðreynd- ar. Engu að síður eru það þessi mögn- uðu átök varðandi trúardeiluna milli katólskra og ortódoxa, sem gefa einu skýringuna á því, að nokkrir ortódox- munkar frá þessu svæði skuli hafa kom- ið til fslands, ekki einu sinni gerðir út sem trúboðar, heldur sem landhlaupar- ar á flótta undan valdi, sem þeir voru hvergi óhultir fyrir. Með það í huga, að skurðmyndin frá Flatatungu eigi rætur að rekja til þess- ara grísku einsetumunka á Suður-ftal- íu, þá vitum við líka, að þeim var í fyrstunni visiað burt frá Byaans vegna myndgleði þeirra, og þeir áttu nú um það tvennt að velja að ganga róm- versku kirkjunni á hönd eða hverfa úr landi. Ástæðan til þess, að katólskir á- liti sig nægilega öfluga til að láta til skarar skríða gegn ortódoxum, var sú staðreynd, að öll Vestur-Evrópa varð kirkjuleg eining, þegar Knútur mikli geikík 'katólisikum é hönd, Iþair seim ekki var lengur rúm handa byzönskum. Þessi eining varaði nákvæmlega til þess dags, er byzanska ríkið féll fyrir Tyrkjum. Fáum árum síðar brutust út styrjaldir siðaskiptanna og ollu því, að Vestur- Evrópa skiptist aftur í tvö um- ráðasvæði. Á hinn bóginn er óhætt að fullyrða, að samheldni hinna grísk rómverzku kirkna stafaði af sameiginlegri and- stöðu þeirra gegn germönsku kristin- ¦ dómsstefnunni, Aríastefniunni, sem hafði verið ráðandi í Vestur-Evrópu í mörg hundruð ár. Fyrst hafði katólska kirkj- an myndað samband við frönsku aría- stefnuna, því næst vestgotneska ríkið á Spáni, og loks fékk hún Langbarðana á ítalíu til að láta af hinni arísku and- stöðu gegn katólska skipulaginu. Þegar aríastefnan hjaðnaði svo gjör- samlega á 8. öldirani, var það vegna til- komu nýrra trúarbragða, múhameðstrú- arinnar, sem skyndilega hafði færzt í aukana og tileinkað sér svo margar ar- ískar skoðanir, að araístefnan hafði misst andlitið, ef svo mætti til orða komast. Mismunurinn á vissum grund- vallarkenningum germönsku aríastefni- unnar og múhameðstrúarinnar var þó of mikill til þess, að hinar germönsku þjóðir gætu gengið múhameðstrúnni á hönd. Byzans og Róm voru í bandalagi, á meðan þau áttu sameiginlegan óvin í ar- íastefnunni. Þegar hún var úr sögunni, fór bandalag þeirra út um þúfur. Róm og Norðurlönd stóðu saman, á meðan Byzans var sameiginlegur óvinur þeirra. Þegar Byzans féll í vald Tyrkj- unum, eftir að herafli hennar h afði tvístrazt í hinni svokölluðu krossferð, sem orsakaði fall hennar, var úti friður inn milli Rómar og Norðurlanda, og Gustav Adolf batt endi á miðaldir. Það virðist ríkjandi þjóðtrú, að það sé óhugnanlegt lögmál, að engir tveir geti staðið saman án þess að þeir séu fylli- lega sannfærðir um, að þeir eigi sam- eiginlegan óvin, sem þeim sé lífsnauð syn að sigrast á, hvort sem þessi óvin- ur er raunverulegur eða ímyndaður. Hér kamumst við að kalidhæðnisleigri niðurstöðu: Ef maður álítur ein- hvern óvin sinn, eða hefir þörf fyrir, að hann sé það, og kemur því fram við hann sem fjandmann, þá kemst sá ekki hjá því, fyrr eða seinna, að láta afmá . •¦ " : ¦¦ " .¦ v .'.'.¦: ¦¦''¦. '.:¦.:¦:¦¦:¦ ¦¦¦¦:. .. ¦.¦¦¦¦¦¦¦ . ¦ . . ¦¦ ¦ ¦ ¦ ¦¦¦¦-:-::---¦:¦. :-:¦¦:: ¦:¦¦::¦:¦:¦¦¦•¦.¦¦¦::¦¦.¦:¦-'-¦-:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.