Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1968, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1968, Blaðsíða 2
FLAT ARTUNGA sig eða viðurkenna hlutverk sifct sem fjandmaður, og því næst getur hinn, sem fjandseminni olli, sagt með réttu: Hvað sagði ég ekki. Hann hefir alltaf verið óvinur minn. í samfélagsþróun- inni virðist óhjákvæmilegt að stofna til fjandskapar, engu síður en það er nauð- synlegt að stofna til vináttu. Það er á- vallt kaldhæðnislegt að þurfa að sýna fram á hinar almennu orsakir fyrir þeim einföldu og heimskulegu reglum, sem gilda um mannlega hegðun. DÓMSDAGUR. Við skulum nú hverfa frá þessu ó- þægilega viðfangsefni og víkja að spurn ingunni, sem Selma Jónsdóttir ber fram: Hvers vegna hefir mynd af dómsdegi verið komið fyrir á stofuvegg á íslenzku höfðingjasetri. Ef henni hefði verið valinn staður í kirkju, hefði það verið skiljanlegra. Hún minnir á, að á- þekk mynd hafði verið máluð í höll Bories keisara í Búlgaríu og hafði valdið því, að hann snerist til krist- innar trúar fyrir hræðslu sakir árið 846, og sams konar tilgangi hefir Flata- tungumyndin átt að þjóna. Eg er sann- færður um, að þetta er rétta skýring- in, en hún krefsf að sjálfsögðu nánari athugunar. Til er fólk, sem einis og Pyfchagoras trúir á það, sem menn kalla talnagald- ur, að atburðir, sem þýðingu hafa, standi í sambandi við einstök talnahlut- föll, þegar menn hugsa út í það, að talnakerfi okkar byggist á þeirri tilvilj- unarkenndu staðreynd, að reiknivél- in, sem náttúran hefir látið okkur í té, fingurnir tíu, er grundvöllurinn að talnakerfi okkar, hljótum við að undr- ast, hvernig menntuðu fólki getur hug- kvæmzt að skipta list og menningarþró- un í tíu ára, hundrað eða þúsund ára tímabil á þeirri forsendu, að í hvert skipti sem við komum að núlli, verði þáttaskil, og þessi þáttaskil hljóti að verða ennþá auigljósari, þegar við kom- um að tveimur núllum, og hámarkinu sé náð, þegar við komum að þriðja núll- inu árið 1000. Þær grundvallarbreytingar sem verða á andlegu menningarlegu lífi í Evrópu, og koma fyllilega heim við hina frábæru listasögu Focillons „1 ’An 1000“ geta komið manni til að efast um heil- brigða skynseimi sína. Þær breytingar sem eiga sér stað á elleftu öldinni, eru svo róttækar, að menn hljóta að spyrja sjálfa sig, hvernig slíkt megi verða. Svarið felst í þeirri skýringu, sem við höfum nýlega gefið á öðru fyrirbrigði. Gjörvallur kristindómurinn gerði ráð fyrir stóratburði árið 1000: Endalok- lokum heimsins og Dómsdegi. Það er al- veg útilokað að skilja hið einkennilega .framferði einsetumunkanna og kristnu safnaðanna fyrir árið 1000 án þess að gera sér grein fyrir, að þeir trúðu því aíllir, að þetta ár ætti heimurinn að far- ast. Menn hafa gert sér mikið far um að leyna þessari gömlu tvíhyggju gagnvart veraldlegri tilveru kristindómsins á þessum tima, af því að hún varð mark- laus, þegar heimurinn stóðst og hélt á- fram að þróast eftir árið 1000. Spádóm- urinn hafði brugðizt, og nú venti hin kristna kirkja kvæði sínu í kross, því að eftir árið 1000 tók hún að tryggja eig í sesisi siam sj'álfstætt veraildiingt vald. Þangað til árið þúsund hafði myndin af dómsdegi orkað sem ógnun, en þegar í ljós kom, að hún hafði verið blekking ein, missti boðskapurinn gildi, og hinir frómu munikar, sem boðuðu dómsdag, vonuðu samt, að^ þeir gætu enn aflað sér fylgjenda á íslandi eftir árið 1000. Þeir reiknuðu dæmið að nokkru leyti skakkt. Það er hrollvekjandi að hugsa sér, að við nálgumst nú óðfluga þriggja núlla tölu, jafnframt því, að við höfum ör- ugga vitneskju um, að heimsendir geti brátt verð í nánd. í þetta skpti er það ekki guð meðal manna, sem við álítum, að sé þess einn umkominn að kollvarpa heiminum. Stærðfræðingurinn, eðlis- fræðingurinn og hernaðarsérfræðingur- inn Herman Kahn, Preinceton, skrifar 1961: „I can build a device — í think I know how to do it today, I doubt that it would take me ten years to do and I doubt fchat it would cost me 10 billion dollars — and fchis divice wich I could bury, say 2000 feet underground and, if detonated, it would destroy every- body in the world — at least all un- proteeted life. It can be done, I belive. In fact, I know it can be done“. Þetta hljómar eins og dómsdagur árið 2000. Ég held, að enginn vitiborinn nútíma- maður neiti því, að slíkt geti gerzt. Það sama var uppi á teningnum fyrir ná- kvæmlega 1000 árum. Enida þótt ég sé ekki trúaður á talnagaldur, vekja þess- ar hliðstæður þó til umhugsunar. Trúi menn því fastlega, að eitthvað stórkost- legt eigi að gerast, er eins og allur fjöldinn stuðli ósjálfrátt að því, að þessi undur gerist. Munurinn er sá, að fyrir þúsund árum var úrslitavaldið hjá guði. Nú er það hjá manninum. Við skulum vona, að maðurinn verði ekki athafnasamari en guð. Skírskotunin til Búlgaríu er ákaf- lega athyglisverð varðandi spurningu okkar, því að það var frá Búlgaríu, sem hinir sivokölluðu Kathaæ streymdu á þessum tíma til rómversku héraðanna og skattlandanna undir forystu Bogo- milis og boðuðu ríki kriistindámsins, sem væri ekki af þessum heimi. Þeir hafa í sögunni verið kallaðir Albiningar, því að það var í Albi, fæðingarstað Tou- louse Lutrecs, sem þeir höfðu aðalbæki- stöð sína. Hann beitti sér fyrir kross- ferð og brenndi lifandi á báli, þar með taldar konur og börn, alls um eitt hundr að þúsund manns. Allt um það varð hin rómverska list og trúbadúranna þar allsráðandi og þaðan bar skærastan ljóma lisbmienningar framan af miðöld- um. Samkvæmt siðvenju Albininga máttu veraldlegir valdhafar e kki taka skírn eða vígjast til kristni, fyrr en þeir lágu á banasænginni og loku var skotið fyrir, að þeir hefðu nokkur veraldleg afskipti með höndium. Menn hafa fcíðum rökræfct um það, hvort Konstantín mikli hafi af lýðræðislegum sökum fylgt sömu reglu. Ég hef þó hvergi séð því haldið fram, sem telja má fullvíst, að hann hafi álit- ið gerðir sínar í veraldlegum efnum stríða gegn hlutdeild sinni í ríki krist- indómsins, sem gat ekki verið af þessum heimi, og þó er þetfca eina sfltýringin, sem eitthvert gildi hefir. Konstantín að- hylltist aríastefrauna, og það grundvall- ar-sjónarmið, sem hún átti sameiginlagt með ortódoxtrúnni, var einmitt sú kenn- ing, að aam maður gæti Jeaús ekíki verið guðdómlegur og eilífur, eins og guð fað- irinn, sem hafði ekki fæðzt samikvæmt tímatali aldanna. Sú staðreynd, að myndin af dóms- degi skipar veglegan sess í stofu á is- lenzku höfðingjaisetri, ber (þese óræk- an vott, að fáeinir þesara tvíhyggju- manna hafi hafnað á íslandi, eftir að keniúnigin uim dómisdag hafi brugðizt, og þeir urðu nánast álitnir svikarar. Nú vill svo vel til, að íslendingar skrifuðu af mikilli kostgæfni allt, sem varðaði sögu landsins og hvemig þeir snerust til katóiskrar trúar. Það er sam kvæmt þessum 'heknildium, sem Selma Jónsdóttir hefir fundið nöfn og lýs- ingu á fimm munkum, sem koma ná- kvæmlega heim við þessa hugmynd. Með tilliti til þess, sem hér hefir verið rakið í stórum dráttum, getum við séð hvernig atburðurinn tekur á sig heild- armynd á mannlegan og áhrifaríkan hátt. f íslendingabók Ara er frásögn af er- lendum biskupum, sem höfðu komið til íslands, áður en katólsk trú hafði kom- it þar á. Þar segir, eftir að þieirra hrfir formlega verið getið: „Þá komu ennfremur aðrir fimm, sem kváðust vera biskupar: Örnólfur og Gottskálk og þrír ermskir, Petrus, Abraham og Step- hanus". Þegar rökrætt e r um, hvað „ermskir" þýðir, bregst Selma Jónsdótt- ir mjög skynsamlega við. Hún er and- víg þeim hefðbundna skilninigi, að með því sé átt við Armena, og telur, að ermskir þýði einsetumenn. En hvað sem því líður, að hér virðist vera um að ræða nöfn mannanna, þá segir Hungurvaka nánar frá þeim við- tökum, sem þeir fengu. Þar segir svo: Á timum ísleifs komu hingað erlendir biskupar og kenndu margt mildilegar en Isleifur biskup. Þeir urðu því vin- sælir meðal vondra manna, un Aðal- bert (frá Brernen) sendi út brétf til ís- lands og fyrirbauð mönnum að veita þeim nokkra þjónustu, og sagði, að sum- ir þeirra væru í ónáð og þeir hefðu allir farið til íslands án hans leyfis. Erkibiskupinn í Bremen sem er þekkt- ur fyrir að fara mjög frjálslega með sögulegar staðreyndir, átti veraldlegt gengi sitt ottónsku þýku keisurunum að þakka, sem töldu sig arftaka Karls mikla. Knútur mikli hafði, í því skyni að kaupa sér frið, stofnsett tvo bisk- upsstóla á Skáni með fimm kílómetra millibili, þýzkan í Dalby og enskan í Lund. Erkibiskupinn yfir öllum Norður- löndum sat í hinu þýzkia Bnemen. Arm- ur hans náði því einnig til íslands, þaðan sem hann flæmdi á brott fölsku biskupana fimm. En frásagnir herma, að þeir höfðu safnað um sig áhamgendum „vondu fólki“, áður en þeir voru brott flæmdir. Þetta síðasta atriði er einkum athyglisvert varðandi viðfangsefni okk- ar. Ottónsku keisararnir stefndu að því eftir fordæmi Karls mikla, að endur- reisa hið heilaga rómverska ríki, á sama tíma oig Byzans kallaði sig hið nýja Rómarriki. Þessi merkilega aðstaða or- sakaðist af því, að hið gamla Romar- ríki hafði smám saman fært svo út kví- arnar, að ókleift reynidist að stjórna því frá einni miðstöð, hinni gömlu Róm. Því hafði þess vegna verið skipt í tvö ríki, vestrómverska og austrómverska ríkið. Þegar sú skipan mála hentaði ekki sem skyldi, lagði Konstantin Róm niður sem bækistöð sína og fliutti hana til Konst- antínópels, sem gróf þó engan veginn undan tilveru hinnar gömlu Rómar. Hið Broslega við þetta h eilaga rómverska ríki Þjóðviíæjanna var þó, að það var aldrei viðurkennt í Róm, því að páfinn vildi hafa umráð þess sjðlfur. A þessum tíma voru þvi þrjú mismunandi „róm- versk“ stórveldi, sem hvert í sínu lagi hélt því fram, að það væri ímynd hins heilaga rómverska ríkis, sem oilli marg- vislegum illdeilum út miðaldir, unz Karl 5. sameinaði að lokum keisaradæmið. En við skulum nú enn hverfa frá þess um alkunnu atriðum sögunnar og víkja aftur að falsbiskupunum okkar fimm. Hvers vegna höfnuðu þeir einmitt á ís- landi? Er það af hendingu, eða höfðu þeir einhverja ástæðu til þess eða trúðu því sérstaklega, að þar gætu þeir lifað og starfað. Frásögnin u m áhangendur þeirra virðist benda til þass. Nærtæk- asta skýringin hlýtur að vera sú, að þeir tveir, sem báru norræn nöfn Örn- ólfur og Gottskálk hafi vísað þeim veg- inn. Það er álitið að þeir hafi komið frá Þýzkalandi. Mér virðist þó mikið trúlegra, að þeir hafi verið Normannar. Normannarnir höfðu einmitt orðið ná- grannar þessara ortódoxigrikkja á Suð- ur-ítaliu, er þeir höfðu tekið sér yfir- ráð á Sikiley og Pulien. Normannarnir voru tengdir á mjög einkennilegan hátt, bæði Byzans, þar sem þeir höfðu tekið við því hlutverki hinnar norrænu vær- ingja að vera lífvörður keisarans, og hins vegar rómverska páfanum, sem þeir höfðu svarið trúnaðareiða og boðið til sín, þar sem hann var í raun og veru fangi þeirra. Frá trúarlegu sjónar miði var slíkt óheyrileg svívirða, einnig gagnvart múhameðstrúarmönnum, þó að ekki sé unnt að segja, að þeir hafi sýnt neinum sérstaka kurteisi. Saga þeirra sýnir, að þeir hafi kunnað vel að meta dýrt spaug, og ég á erfitt með að skilja ferðalag þessara grískrómversku munka til íslands öðnu vísi en svo, að vís gam- ansemi búi á bak við þessa tilraun þeirra til að semja íslendinga að hátfcum ortódoxtrúarmanna. í fyrstunni heppn- aðist þeim það framar öllum vonum, eins og myndin í Flatatungu ber vott um, því að naumast leikur vafi á, að hún er aðeins ein þeirra mörgu mynda, sem þá hafa verið til í héraðinu. Kristnidómurinn byggðist á þrenns konar frumeindum, klaustrunum, ritun hins heilaga orðs, og skipulagi kirkj- unnar. Munkarnir og einsetumennirnir störfuðu að ritun hins heilaga orðs. Út allar miðaldir var starfað mjög ötullega að ritun þess, á meðan skipun kirkju- mála var mjög veik. Þegar katólska kirkjan jók veldi sitt til miuna um árið 1000, var það vegna þess, að henni tókst að ná klaustrunum undir sína stjórn. Hin miklu áhrif hennar í Norður- Evrópu má þakka því, að hún sótti styrk í rómverskar siðvenjur og kom Upprifjun í tilefni af leshókargreinum Bo Almquists í Lesbók Morgunbla'ðsins hefi ég lesið mér til ánægju greinar Bo Almquists um ferlega fætur Þórarins Nefjólfssonar og skyldleikasamband milli Þórarins-sagnar Snorra og írskra skemmtisagna. Við þenna lestur rifjaðist upp fyrir mér sögn frá Orkneyjum, sem ég rakst á fyrir aldar- fjórðungi er ég var að vinna að doktorsritgerð minni í Stokkhólmi. Sú ritgerð fjallar meðal annars um sviðningu,"þ.e. þá aðferð, að brenna skóg og skógarkjarr í sambandi við akuryrkju. Kannaði ég í því sambandi ör- nefni er minna á slíka ræktunaraðferð bæði á Norðurlöndum og Bret- landseyjum. Brezki fræðimaðurinn, H. Marwick, hefur skrifað allmargar ritgerðir um örnefni, fornminjar og fomar sagnir í Orkneyjum. I einni af þessum ritgerðum, ég man nú ekki lengur hverri, rakst ég á sögn, sem mér þótti athyglisvert að finna þarna. Hún var um mann, sem var auðugur mjög að kvikfé. Svo sagði í sögn þessari, að hann flutti búferlum og stóðst það þá á endum, að þegar það fé er í fararbroddi var kom í lilað á þeim bæ sem flutt var á, fór það síðasta úr hlaði þess bæjar, sem flutt var frá, og var óslitin lestin kvikfjár milli bæjanna. Sá maður, sem svo auðugar var að kvikfé, bar í Orkneysku sögninni viðurnefnið peacock. Hér var sem sé sögn algjör hliðstæða þeirrar, sem sögð er af Olafi pá í Laxdæiu, er hann flytur að Hjarðarholti, og meira að segja viðurnefnið pá (peacock) sameiginlegt báðum. Ekki kann ég að segja, hvernig háttaff munu skyldleikatengslunum í þlessu tilviki, en fróðlegt væri að athuga það, hafi ekki einhver þegar gert það. Sigurður Þórarinsson. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. september 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.