Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1968, Blaðsíða 4
te wS)R!i®y 13 Eftir Cuy de Maupassant Það skíðlogaði á arninum og búið var að leggja á borð fyrir tvo. Greifinn af Sallure fleygði hattinum sínum, hönskum og loðfeldi á stól, en greifafrúin, sem var nýbúin að taka af sér slána, sem hún hafði skartað í í óperunni, stóð fyrir framan spegilinn með ánægjubros á vör. Með demantsbauguðum fingrunum var hún að dedúa við að Iaga nokkra lokka sem úr Iagi höfðu farið. Síðustu min úturnar hafði maðurinn hennar verið að horfa á hana. Honum var bersýnilega mikið niðri fyr ir, en hann hikaði þó. Loks- ins sagði hann: „Fleðulæti þín í kvöld voru svívirðileg!" Hún leit beint framan í hann og í svip hennar mátti lesa bæði sig- ur og ögrun. „Já, satt er það,“ svaraði hún. Hún fékk sér sæti, hellti teinu í bollana og maðurinn hennar settist andspænis henni. „Ég varð að athlægi!" „Ætlarðu að fara að rífast?" spurði hún og hleypti brúnum. „Ætlar ÞÚ að fara að setja út á MÍNA hegðun?" „Nei, nei, ég ætlaði bara að segja að mér fannst það í hæsta máta ósæmilegt hvernig Burel viðraði sig upp við þig, og ef ég er ekki alveg réttlaus — þá finnst mér þetta óþolandi.“ „Jæja, góði minn, hvað geng ur eiginlega að þér? Það virð- ast hafa heldur betur orðið veðrabrigði hjá þér síðan í fyrra. Fyrir einu ári virtist þér standa alveg á sama þó að einhver reyndi að stíga í væng- inn við mig. Þegar ég komst að því að þú áttir hjákonu, já, hjá- konu sem þú varst bálskotinn í, þá benti ég þér á, eins og þú mér í kvöld (en ég hafði góð- ar og gildar stæður), að þú settir bæði sjálfan þig og frú Servy í vanda, að mig tæki það sárt livernig þú hegðaðir þér, og að ég yrði að athlægi. Og hverju svaraðir þú mér? Að ég væri algerlega frjáls, að hjónaband væri aðeins félags- samningur, nokkurskonar skuld binding sem væri borgaraleg en ekki siðferðileg, þegar í hlut ættu tvær skynsamar manneskj ur. Er það ekki satt? Þú lézt mér skiljast að hjákona þín væri miklu girnilegri en ég, að hún væri kvenlegri, já, það sagðirðu einmitt — að hún væri „kvenlegri“. Allt þetta sagðirðu, auðvitað, með fögr- um orðum, og ég viðurkenni að þú gerðir þitt bezta til að hlífa tilfinningum mínum, og fyrir það er ég þér mjög þakklát, skaltu vita. En mér er fyllilega Ijóst við hvað þú áttir.“ „Þá tókum við þá ákvörðun að búa sitt í hvoru lagi. Það er að segja undir sama þaki, en þó hvort út af fyrir sig. Við áttum barn, og það var nauðsyn legt að láta ekki á neinu bera út á við. Þú gafst meira að segja í skyn, að ef mig langaði til að fá mér elskhuga, þá skipti það þig nokkru máli, ef því aðeins væri haldið leyndu. Þú hélzt meira að segja langa lofræðu í sambandi við það, hve klókar konur væru í þess- um efnum; hvað þær gætu verið sniðugar að koma ár sinni fyrir borð í svona málum o.s.frv. Ég skildi þetta mætavel góði minn. Um þessar mundir elskaðir þú frú Servy mjög heitt, og hjúskapur okkar — hinn löglegi — var hamingju þinni fjötur um fót. En eftir þetta hefur farið ágætlega á með okkur. Við förum út sam- an, þegar við erum boðin, það er satt, en hérna á okkar eigin heimili erum við bláókunnugar manneskjur. Tvo eða þrjá síð- ustu mánuðina hefurðu hegðað þér eins og þú værir afbrýði- samur, og það er mínum skiln- ingi ofvaxið." „Ég er ekki afbrýðisamur, elskan mín, en þú ert svo ung og svo hrifnæm, að ég er hrædd ur um að þú valdir almennu hneyksli.“ „Þú kemur mér til að hlæja! Þér ferst að álasa mér! Það er hægara að kenna heilræðin en að halda þau.“ „Vertu ekki að hlæja, gerðu það fyrir mig. Þetta er ekkert til að hlæja að. Ég tala við þig eins og vinur, sannur vinur. Það sem þú hefur sagt um þetta mál er mjög orðum auk- ið.“ „Alls ekki. Þegar þú játaðir fyrir mér hversu brjálaður þú værir í frú Servy, þá gekk ég að því vísu að það væri með þínu samþykki að ég fetaði í þín fótspor. Það hef ég ekki gert — “ „Lofaðu mér að — “ „Ekki grípa fram í fyrir mér. Ég hef ekki gert það. Ég á eng- an elskhuga — ekki ennþá. Ég er að leita að honum, en ég hef ekki fundið neinn við mitt hæfi. Hann verður að vera mjög lag- legur — laglegri en þú — þetta er hrós, en það lítur ekki út fyrir að þú kunnir að meta það.“ „Þetta er algjörlega ó- þörf fyndni.“ „Þetta er engin fyndni, mér er full alvara. Ég hef ekki gleymt einu einasta orði sem þú sagðir við mig fyrir ári síðan og þegar mér býður svo við að horfa, alveg sama hvað þú seg- ir eða gerir, þá ætla ég að ná mér í elskhuga. Ég ætla meira að segja að gera það án þess að þú hafir nokkurn minnsta grun um það — þú skalt ekki hafa liugmynd um það — frek- ar en ótal aðrir eiginmenn.“ „Hvemig geturðu látið ann- að eins og þetta út úr þér!“ „Látið þetta út úr mér? Heyrðu góði minn, það varst einmitt þú sem byrjaðir að hlæja þegar frú Gers fór að hæðast að veslings grunleysingj anum honum Servy.“ „Það má vel vera, en slikur munnsöfnuður hæfir ÞÉR ekki.“ „Já, einmitt það! En þér fannst allt í lagi þegar það bitnaði á honum Servy, en þér finnst það ekki passa í kramið þegar þú átt sjálfur í hlut. Þeir eru skrýtnir þessir karlmenn! Annars finnst mér ekkert gam- an að tala um svona mál, ég drap aðeins á þetta til að sjá hvort þú værir viðbúinn.“ „Viðbúinn — hverju?“ „Við því að vera dreginn á tálar. Maður sem bregzt reiður við þegar á slíkt er minnzt er ekki viðbúinn. Ég skal veðja við þig, að eftir tvo mánuði, þá verður þú sá fyrsti sem fer að hlæja ef ég minnist á eig- inmann, sem hefur verið dreg- inn á tálar. Það eru algeng- ustu viðbrögð þess táldregna.“ „Ja, það er naumast að þú hefur munninn fyrir ncðan nef- ið í kvöld. Ég hef aldrei séð þig í þessum ham.“ „Já, ég hef breytzt — og það til hins verra, en sökina átt þú.“ „Heyrðu nú, elskan mín, við skulum nú tala í alvöru. Gerðu það fyrir mig, ég grátbæni þig um það, leyfðu honum Burel ekki að stíga svona í vænginn við þig eins og liann gerði í kvöld." „Þú ert afbrýðisamur, ég vissi það.“ „Nei, nei, en mig langar ekk- ert til að vera hafður að fífli, og ef ég næ í lurginn á þessum dóna vera að háma þig í sig með augunum, eins og hann gerði í kvöld — þá skal — þá skal ég brjóta í honum hvert einasta bein!“ „Gæti það átt sér stað að þú værir ástfanginn af mér?“ „Því ekki það? Ég er viss um að ég gæti gert margt verra en það.“ Þakka þér fyrir. Mig tekur það sárt þín vegna — vegna þess að ég elska þig ekki leng- ur.“ Greifinn rís á fætur, gengur kringum teborðið, og þegar hann stendur fyrir aftan konu sína kyssir hann snögglega á hálsinn á henni. Hún sprettur upp, bálreið, og segir: „Hvemig vogarðu þér að gera þetta? Mundu eftir því að okkur þykir ekki nokkurn skapaðan hlut vænt hvort um annað, við erum bláókunnugar manneskjur.“ „Gerðu það fyrir mig, vertu ekki reið, ég gat ekki að þessu gert, þú ert svo yndisleg í kvöld.“ „Þá hlýt ég að hafa tekið dá- samlegum framförum.“ „Þú ert beinlínis töfrandi, þú hefur svo fallega handleggi og axlirnar og húðin “ „Myndi töfra hann Bur- el — “ „Hvað þú getur verið and- styggileg! En í sannleika sagt, þá minnizt ég ekki að hafa séð jafn heillandi konu eins og þig.“ „Þú hlýtur að hafa fastað uppá síðkastið." „Hvað segirðu?" „Ég er að segja að þú hljót- ir að hafa fastað upp á síðkast- ið.“ „Hvað áttu við með því?“ „Ég meina bara það sem ég segi. Þú hlýtur að hafa fastað nokkuð lengi og vera nú alveg að sálast úr hungri. Banhungr- aður maður getur étið það, sem hann lítur annars ekki við. Eg segi rétturinn, sem fussað hef- ur verið við, en sem þú hefðir ekkert á móti að gæða þér á í kvöld.“ „Margrét! Hver getur hafa kennt þér að segja annað eins og þetta?“ „Það gorðir þú. Eftir því sem ég bezt veit, hefurðu átt fjór- ar hjákonur. Leikkonur, heldri manna konur, léttúðardrósir o. s.frv., svo hvernig er hægt að skilja þessa skyndilegu löngun í mig, nema að það sé vegna þess hversu fastan þín ar orðin löng.“ „Þér finnst ég kannske dóna- legur, dýrslegur, en ég er bara orðinn ástfanginn af þér í ann- að sinn. Ég elska þig óstjórn- lega!“ „Jæja, jæja! Svo að þú — vilt þá — “ „Einmitt.“ „f kvöld?“ „Ó, Margrét!" „Nú fórstu aftur út af laginu. Við skulum ræða málið rólega, væni minn. Við erum hvort öðru óviðkomandi, er ekki svo? Ég er konan þín, það er satt, en ég er — frjáls —. Ég liafði hugsað mér að veita öðrum Benny Andersen: Síðusfu forvöð í>að er mál til komið vatnið sýður jörðin brennur heimurinn bíður er Alexander var á Sesars aldri var hann þegar hinn mikli er Sesar var á mínum aldri var hann þegar búinn þeir sóuðu ekki tímanum tíminn sóaði þeim ekki þeir notuðu tímann eins og skyrtu sváfu í honum mötuðust í honum voru grafnir í honum og hérna sit ég kaupi dagblað kaupi jólaskraut kaupi mér frið læt afrek fara framhjá mér í vonlausum vanskilum með uppgötvanir heimurinn bíður ekki þegar Mósart var fimm ára þegar Jesús var tólf þegar Kólumbus létti ankerum þegar Hómer þegar Rembrant þegar Pastör þegar Darvin þegar Dalgas þegar Vinsi þegar Gama Damókles það eru síðustu forvöð það er of seint hattinn minn frakkann minn skóhlífarnar nú eða aldrei Ólafur Haukur Árnason, þýddi. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. september 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.