Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1968, Blaðsíða 5
blíðu mína, en ég skal láta þig- ganga fyrir, þó með’ því skil- yrði — að ég hljóti sömu umb- un.“ „Ég skil þig ekki, hvað áttu við?“ „Ég skal útskýra þetta betur. Lít ég eins vel út og hjákon- ur þínar?“ „Þúsund sinnum betur.“ „Betur en sú fallegasta?“ „Já, þúsund sinnum." „Hvað kostaði hún þig í þrjá mánuði?" „Nú, — hvað í ósköpunum meinarðu?“ „Ég á bara við það hve miklu þú hafir eytt á dýrustu hjá- konuna þína í skartgripi, farar- tæki, kvöldverði o.s.frv. á þrem mánuðum?" „Hvernig á ég að Vita það?“ „Þú ættir að vita það. Eigum við að segja svona fimm þúsund frönkum á mánuði — ætli það láti ekki nærri?“ „Jú, — ætli það ekki.“ „Jæja, góði minn, láttu mig fá fimm þúsund franka og ég skal vera þin í mánuð, frá kvöldinu í kvöld að telja.“ „Margrét, ertu orðin brjál- uð?“ „Nei, það er ég ekki, en þú ræður hvað þú gerir. Góða nótt!“ Greifafrúin gekk inn í svefn- herbergið sitt. Daufa ilmvatns- angan lagði um allt herbergið. Greifinn birtist í dyragættinni: „Ó, en sá ilmur!“ „Finnst þér hann góður? Ég nota alltaf Peu d’Espagne, ég nota aldrei annað ilmvatn." „Einmitt það? Ég hef bara ekki veitt því athygli — það or yndislegt." „Það getur verið, en vertu nú svo vænn að fara, ég ætla að fara í rúmið.“ „Margrét!“ „Viltu gera svo vel að fara?“ Greifinn kom inn í herberg- ið og settist á stól. Greifafrú- in sagði þá: „Svo þú ætlar ekki að fara? Jæja þá.“ Hún klæddi sig rólega úr að ofanverðu og komu þá í Ijós hvítir handleggir og háls, síð- an fór hún að losa um hárið. Greifinn gekk feti nær lienni. Þá segir greifafrúin: „Komdu ekki nálægt mér, annars verð ég öskureið, heyrirðu það?“ Hann greip hana í fangið og reyndi að kyssa liana. Hún þreif þá vatnsglas, sem stóð á snyrtiborðinu, en í því var vatn blandað ilmvatni, og skvetti því framan í hann. Hann varð fokvondur, gekk fáein skref aftur á bak og hreytti svo út úr sér: „Bjáni geturðu verið!“ „Getur verrið, — en þú þekk- ir mína skilmála — fimm þús- und franka!“ „Fjarstæða!“ „Nú, hvers vegna?“ „Hvers vegna? Vegna þess að — hver hefur nokkurn tíma heyrt það að maður BORGI eig inkonu sinni!“ „Æ! — hvað þú getur verið hræðilega dónalegwr!" „Látum svo vera, en ég endur- tek, að það er hreinasta fjar- stæða að borga sinni eigin- konu! Algjört brjálæði!" „Er ekki miklu verra að borga einhveriri daðurdrósinni? Þáð væri heimska, þegar eiginkon- an er heima.“ „Það kann að vera, en míg langar ekki að verða að at- lilægi.“ Greifafrúin settist á rúmið og fór úr sokkunum, og komu þá í ljós berir fagrir fótleggirnir. Greifinn gekk örlítið nær og sagði blíðlega: „Undarlegt uppátæki í þér, Margrét!" „Hvaða uppátæki?" „Að biðja mig um fimm þús- und franka.“ „Undarlegt? Hvað finnst þér undarlegt við það? Erum við ekki bláókunnugar manneskjur? Þú segist elska mig, gott og vel. Þú getur ekki kvænst mér, þar eð ég er eiginkona þín nú þegar, svo að þú kaupir mig. Almáttugur! Hefurðu aldrei keypt aðrar konur? Er ekki betra að láta mig fá þessa pen- ’inga heldur en einliverja dað- urdrósina og láta hana sóa þeim? Sjáðu nú til, viður- kenndu bara að þetta sé ný að- ferð í launagreiðslum, hvernig maður eigi í raun og sannleika að fara að því að borga eigin- konu sinni. Skynsamur maður eins og þú ætti að sjá hvað þetta er skemmtilegt. Þar að auki þykir manni aldrei virki- lega varið í nokkum skapaðan hlut nema að hann kosti of- fjár. Það myndi beina hjúskap- ar-ást okkar í nýjan farveg samanborið við — framhjáhald þitt. Hef ég ekki á réttu að standa?“ Hún gengur að bjöllunni. ,,Jæja, herra minn, ef þú ferð ekki núna þá hringi ég á þjónustustúlkuna.“ Greifinn stendur ráðþrota, súr á svipinn, en tekur þá skyndilega handfylli af peninga seðlum upp úr vasa sinum og segir um leið og hann fleygir þe'im í konuna sína: „Hérna eru sex þúsund, ódó- ið þitt, en mundu — “ Greifafrúin týnir seðlana upp, telur þá og segir: „Hvað?“ „Að þetta má ekki verða á- vani.“ Hún fór að skellihlæja og sagði við hann: „Fimm þúsund franka á mán- uði, annars sendi ég þig aftur til léikkvennanna þinna, og ef þú verður ánægður með mig — þá ætla ég að setja upp — meira.“ Halldór Dungal þýddi. FLAT ARTUNGA Framhald af blis. 2 unu:m þótti með réttu vera nýstárleg, en sem hefir þrátt fyrir allt, eftir að hún var tekin upp við byggingu steinhúsa orðið hápunkturinn í evrópskri bygg- iinigarlist. Enda þótt gotneski stíllinn komi fyrst opinberlega fram í St. Denis, hefir hann átt sér langa og ókunna for- sögu, þaðan sem hann hefir þegið nafn si+t. En þó að það hafi eklki verið valið í viðunkieniningarsíkyni, hefur ruatfnið þó sína nákvæimu moi'kingu. Það var fyrst, eftir að Vilhjálmur sigur sæli lagði undir sig England, að hinum heimi og þær, heldur hafði þróun þeirra í menningarefnum orðið fyrir suðrænum áhrifum í æ ríkara mæli. Þetta er ástæð- an til þess, að sambandið við Normandí verður eðlilegra en við Þýzkaland. Þó að sérstök ástæða sé til að leita á vit Normannanna við lausn þessa við- fanigsefnis, ber að hafa í huga, að þróun þess, sem menn kalla normannska og síð ar gotneska list, hefir einnig vafalaust átt sér aflvekjandi uppsprettu í þeim listrænum verkum, sem hinir grísku-ortó doxar skópu á Suður-ítalíu. Gotneskan hefst opinberlega fimmtíu árum síðar með byggingu Sugars í St. Denis, en hafði þó átt sér allnokkurn aðdraganda, og það skemmtilega við skurðmyndina í Flatatungu er einmitt, að hún er gerð af íslenzkum listamanni, enda þótt fyrir myndin sé býzönsk. f Róm og niógrenni finnast emgar leif- ar gotnesku frá neinum tímum. Þeir höfðu óbeit á þessari list, og nafnið Gotneska var í rauninni skammaryrði, sem rómversku húmanistarnir fundu upp til að tákna með eitthvað merkingar- laust og fáránlegt. Nafngiftin er ennþá notuð í þessari merkingu í bókmennta'- legum og alþýðlegum skilningi, enda þótt þá sé tíðast átt við „Austgotnesku". Á meðal Norðurlandamanna hafa auk nefni af gamansömum toga löngum ver- ið höfð í hávegum. En það er enginn vegsauki hinum andríku ítölsku húman istum að ímynda sér, að þeir hafi ekki haft ótvíræða rökræna ástæðu til að kalla gotneskuna gotnesku, að þeir settu gotnesku miðaldanna ekki í samband við ákveðnar niðurstöður og aðferðir, sem þeir höfðu þegar kynnt sér og feng ið andúð á hjá vestgotum undir stjórn Þeódóriks og eftirmanna hans. í hverju þær aðfexðir voru fólgnar er spurninig, sem varðar ekki þetta efni. Við viljum aðeins fullyrða, að það var ekki hin rómverska, heldur hin normannsk-gotn eska listþróun efld hugmyndum frá hnignunarskeiði Byzans, sem að lokum átti eftir að einkenna listþróunina í Ev- rópu. Það, sem ég hef skrifað, styður ekki aðeins tilgátu Selmu Jónsdóttur, heldur fellir öll atriði í heildarmynd. En er slík mynd e kki tóm f jarstæða, bók- menntalegur skáldskapur. Geta menn yfirleitt nokkuð vitað um uppruna og tilurð þessara mynda, svo að samhengi sé í? Ég vil svara spurningunmi með því að vísa til skipunar fjalanna í mynd, þar sem bróðurpartinn vantar ennþá. Enginn getur nokkru sinni full- komlega sannað, hvað hafi verið skorið á fjalirnar, sem óifundnar enu, og ekkert finnst, sem getur endanlega ókvarðað, hvernig þessum fjölum hefir verið skip- að saman innbyrðis. En þekki menn sam hengið, getur hugarflugið fyllt upp í eyðurnar. Það er þetta verk, sem segja má, að sé listfræðilegt og alveg óvisinda legt, sem ég hef reynt að þoka áleiðis og læt öðrum eftir að dæma um árangur inn af því. En samhengið í sögunni fæst því aðeins, að hugmyndaaflsins njóti við. í sjálfu sér verða einstakar söguleg ar minjar einungis aska og ósamkynja og merkingarlaus sprek. KVIKMYNDAGERÐ Framhald af bls. 3 tímans eftir, — að þegar sovézk kvik- myndagerð var orðin fullþroska og þess megnug að gegna hlutverki sínu, þ.e.a.s. að ná til rússnesku þjóðarinnar með fræðslu og áróðri, þé var hun færð í nákvæmlega sama horf og kvikmynda- framleiðslan í Hollywood og annarsstað ar á Ve'sturlöndum. Til þess að hægt sé að bagnast á kvikmyndum, verða þær að höfða til sem allra stærsta áhorf- endahóps, og til þess að vera áhrifa- mikið tæki i höndum ríkisstjórnar, verð ur að vera hægt að breyta kvikmynd- um þannig, að fjöldinn geti tileinkað sér þær. En þótt amerískir kvikmynda- leikstjórar gætu látið það koma fyrir sig að skjátlast, án þess að þeir væru þegar í stað brottrækir út iðnaðinum, áttu sovézkir leikstjórar engu slíku frjálslyndi yfirboðama sinna að faigna. Jafnvel annar eins afburðalistamaður og Eisenstein lenti í ónáð hjá kommúnista flokknum og var neyddur til að leggja algerlega á hilluna kvikmyndir, sem ekki voru í einu og öllu í anda hugmynda- fræðikenninga augnabliksins. Eftir að Stalin hafði persónulega bannað mynd Kuleshovs, „Hughreystarinn mikli“(1933) var hann einangraður við að kenna kvikmyndagerðamönnum næsta áratug- ar. Dziga Vertov og Esther Shub voru ákærðir fyrir „formalisma“, lækkuð í metorði og látin fara að klippa annara myndir. Það er því ekki að furða þótt flestir leikstjórar tækju af varfærni þá stefnu að velja sér tiltölulega „hættu- lauis“ viðifanigsefni svo sem frekiari sög- ur frá byltingunni 1917, lofgerðir um Lenin og Stalin, og litla drengi aðskoða dráttavélar. Bftir síðari heimsstyrjöldina, er á- hrifasvið Rússlands teygði sig yfir A-. Þýzkaland, Pólland, Tékkóslóvákíu, Ung verjaland, Rúmeníu og Búlgaríu, var kvikmyndaiðnaður þessara landa endur skipulagður á sama hátt og þjóðnýttur. Og árangurinn varð svipaður. Það er ekki fyrr en á allra siðustu árum, að kvikmyndaframleiðendum hefur tekizt að slíta sig frá hiniu „hættula.uisa“ efnis- vali, stöðluðum söguþræði um hörmung- ar þýzku einangrunarbúðanna og hreysti verk andspyrnuhreyfinganna gegn naz- , istum í stríðinu. Meira að segja Jan Kadár, annar lsikstjóri kvikmyndarinn- air „Verzliuin við Aðalstræ.ti“ heifiur lýsit því yfir opinberlega, að þótt mynd hans hafi fengið frábærar viðtökur á Vest- urlöndum hafi hún sætt harðri gagn- , rýni í hans eigin landi fyrir það að sýna nazista og tékkneska kvislinga, sem ekki væru 100 prs. þorparar. 1. september 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.