Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1968, Blaðsíða 6
Hetjur dagsins í dag: H irnin 6. júlí 1960 lézt Aneutrin Bev- an að heimili sínu, Ashridge Farm ná- lægt Chesham í Buckinghamshire. Hann var 63ja ára gamall og hafði verið veik ur í 6 mánuði eftir alvarlegan krabba- meinsholskurð. Fá andlát í opinberu lífi hafa valdið jafn almennri sorg eða jafn skyndilegum missi innan stjórnmála. Að gerðir hans kunna að hafa valdið klofn ingu Verkamannaf'okksins en þó leikur eraginn vafi á því að hefði haran lifað Hugh Gaitskell, myndi hann hafa verið gerður að formanni flokksins. Ræður hans hneyksluðu margan íhaldsþingmann inn — einkum árásirnar á Churchill meðan á stríðinu stóð — engu að síður var hann einn þeirra fáu ræðumanna sem einatt fyllti þingpallana. Hann fæddist árið 1897 í Tredegar í <*. Wales, sonur kolanámumanns og Bapt- ista, sem gefinn var fyrir trúarlegar umræður og orti ljóð undir flóknum, welskum bragarháttum: Bevan dáði hann mjög. Móðir Bevans sá um heim- ilið, athafnakona mikil og framgjörn fyr ir hönd barna sinna: hún var af ensk- um ættum og talaði ekki welsku. Fjöl- skyldan var stór, ástúðleg og sómakær, en skar sig á engan hátt úr. Ekki berati æska Bevans til ninna stórræða. Hann hataði skólann og enda þótt hann lærði að lesa af sjálfsdáðum, reyndi hann aldrei að bæta sér upp skortinn á undirstöðuþekkingu í stærð- fræði: hann hafði rótgróið vantraust á því fagi alla ævi. E'lefu ára hætti hann í skóla og gerðist slátraradrengur. Frá fjórtán ára aldri eða frá því hann byrjaði í kolanámunum, fór skap- 9' gerð hans harðnandi. Hann fékk brátt orð á sig sem bannsettur vandræða- gemsi. Þrátt fyrir stam sitt stóð hann sífellt uppi í hárinu á námueigendum út af öryggisákvæðum, kaupi og bóta- greiðslum og með slíkum árangri að móð ir hans fór að gera sér vonir um að hann tæki upp lögfræðinám. í stað þess varð hann formaður félagsdeildar sinn ar 19 ára gamall, sá yngsti í sögu verka- lýðsfélagsins. Bevan skeytti lítt um fastmótaðar venj ur í stjórnmálaaðgerðum og eftir því sem hann hækkaði í ábti og varð fastur starfsmaður Verkalýðssambandsins, hafði hann síaukin áhrif á stefniu Verka mannaflokksins. Einu sinni varð upp- víst rétt fyrir kosningar í Tredegar, að •j Járn- og Kolafélagið tók vatn úr aðal- vatnsæð bæjarins án þess að greiðsla kæmi fyrir. Arichie Lush, sem síðar átti eftir að verða áróðursfulltrúi Bevans í þingkosningum, vildi höfða mál. En Bev an ályktaði sem svo að upp úr því krafsi hefðu þeir í mesta lagi tíu punda sekt. Á hinn bóginn gætu þeir losnað við þá fulltrúa sem félagið ætti eftir í bæjar- ráði ef þeir aðeins dreifðu seðlum með áletruninni „Hver stal vatninu okkar?“ að morgni kosningadagsins. Þegar þetta var gert, komust jafnvel kaupmennirnLr í vígaham. Lush heldur að Bevan hafi tekið stam ið upp eftir frænda sínum sem dvaldi á heimilinu, en það hafi síðan ágerzt í skóla: þar var hlaupið yfir Bevan þegar aðrir í bekknum voru látnir lesa upphátt. Hann hafði lært Ijóð og lang- aði til að hafa þau yfir: hann hafði lært að lesa og langaði til að sýna að bann gæiti það. En í hvent skipti sem hann reyndi það var hann bældur nið- ur. Eftir lýsingum Lush, sem þekkti hann lengi, hefur maðurinn sjálfur, Aneurin Bevan, verið óvenju óbrotin manngerð. Þeir voru vanir að leika knattborðs- leik saman og enda þótt Bevan léki bet- ur var það yfirleitt Lush, sem vann. Nokkrir félagar þeirra, sem staddir voru í salnum breyttu vinningatöflunni Lush í hag, í hvert skipti sem þeir fóru frarn hjá, og þó þetta ylli Bevan nokkurrar undrunar, skildi hann aldrei hvernig í öllu lá. „ „Áhugaleysi hans um peninga var heillaradi“, segir Lush, „en honum þótti gott að eyða því sem hann átti í mat og drykk. Var þá sama þótt við keypt- um ekki annað en fish ‘n'chips, það var alltaf það bezta sem hann hafði nokkru sinni bragðað." Hann mat námumenn meira en námueigendur, hafði meira álit á Walesbúum en Englendingum en var laus við stéttarríg. Hið misheppnaða allsherjarverkfall ár ið 1926 kollvarpaði með öllu sameignar- hugmyndum Bevans og honum varð æ ljósara þörfin á þingvaldi. Árið 1929 varð hanin þingmaður verkamannaflokks ins í Ebbw Vale. Eftir það fór stjórn- málaleg þjálfum hans að mestu fram utan Wales, enda þótt áhrifa frá Trede- gar gætti þar jafnan. Séra Bjarni SigurÖsson Mosfelli: É6 VEL MÉE UÖ® Hvert ljóð er gætt þeim eiginleika að gefa lesanda sínum eitthvað, sem því einu er kleift að láta í té, svo að eitt ljóð aðeins getur fullnægt sömu þörf lesandans. Þetta kvæði Jóhanns Sigurjónsson ar hefir ótvírætt gildi í íslenzkum bókmenntum. Það er ef til vill fyrsta Ijóð, sem kveðið er á íslenzku undir frjálsri hrynjandi og hefir heppnazt til fullnustu. Hugmyndaheimur þess er á undan samtíð sinni. Líkingum bregður fyrir hverri af annarri eins og leiftrum en missa þó aldrei marks. Jóhann Sigurjónsson: SORC Vei, vei, yfir hinni föllnu borg! Hvar eru þín stræti, þínir turnar, og ljóshafið, yndi næturinnar? Eins og kórall í djúpum sjó varst þú undir bláum himninum, eins og sylgja úr drifnu silfri hvíldir þú á brjóstum jarðarinnar. Vei, vei! í dimmum brunnum vaka eitursnákar, og nóttin aumkvast yfir þínum rústum. Jóreykur lífsins þyrlast til himna, menn í aktygjum, vitstola konur í gylltum kerrum. — Gefið mér salt að eta, svo tungan skorpni í mínum munni og minn harmur þagni. Á hvítum hestum hleyptum við upp á bláan himinbogann og lékum að gylltum knöttum; við héngum í faxi myrkursins, þegar það steyptist í gegnum undirdjúpin; eins og tunglsgeislar sváfum við á bylgjum hafsins. Hvar eru þau fjöll, sem hrynja yfir mína sorg, hálsar, sem skýla minni nekt með dufti? I svartnætti eilífðarinnar flýgur rauður dreki og spýr eitri Sól eftir sól hrynja í dropatali og fæða nýtt líf og nýja sorg. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. september 196i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.