Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1968, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1968, Blaðsíða 7
Hugsandi maður spyr þann nýfædda: „Hvaðan kemur þú?“ Allt, sem hann veit er það, að sú nýfæddi grætur, og sá í and- arslitrunum titrar. Annað spakmæli segir: Al- einn kemur maður til lífsins; aleinn fer maður í dauðann; aleinn tekur maður endurgjald fyrir gott og illt. Þegar vér hugsum til bernsku ára vorra og rifjum upp þær minningar, sem frá þeim lifa í huga vorum, finnum vér flest, að fyrsta aldursárið er oss gjör- samlega hulið. Því síður veit nokkur maður af eigin reynslu um það æviskeið, er hann þrosk aðist í móðurlífi, og enginn maður hefur heldur átt neina endurminningu um sína eigin fæðingu. Allt þetta tímabil er oss því jafn minningarsnautt, eins og sú tilvera, sem sumir trúa, að vér höfum áður lifað. Það er venjulega fyrst frá öðru aldurs- eru, sem stöku minningar taka að stíga fram úr djúpi óminn- isins. Og eftir því sem lengra líður, verða þær fleiri og skír- ari, unz þær verða að samfellri sögu, minningasögu æskuáranna í hugskoti og hins fulltíða manns. Sjónarmið barnsins og ungl- ingsins beinast fyrst og fremst fram á við. Fortíð þeirra er stutt. Hún er þeim oft óljós og þokukennd og hún er að þeirra dómi oft harla fátækleg í samanburði við það, sem þau vænta sér af framtíðinni. Má segja að það sé óhamingja vor mannanna barna, að geta sjald- an viðurkennt æskuárin sem mesta hamingjutímabil ævinn- ar, fyrr en þau eru liðin. Það er eins og ekkert verði af oss full- metið fyrr en sumanburðurinn við annað Iakara er fenginn. Einn af spekingum fyrri tíma hefur sagt: — Aðeins guð og englamir geta verið áhorfendur í leikhúsi lifsins. Vér mennirn- ir höfum hver sínu hlutverki að gegna í leiknum. Já, víst er það satt, til þess erum vér áreiðanlega í heiminn komnir, að vér leikum vort hlutverk og sinnum því. En þó er það víst, að hinn fullþroskaði maður, hinn starf- andi þegn þjóðfélagsins, stend- ur á þeim sjónarhóli ævinnar, sem víðast sér af til allra átta. Ilann getur horft um öxl til sólbjartra æskuára og oft getur liann þá metið þau að verðleik- um. Hann getur minnst þeirrar reynslu, sem liann hefur hlotið á liðinni ævi sinni, og hann hefur enn tækifæri til þess að færa sér hana í nyt á margvís- legan hátt. Hann horfir einnig til framtíðarinnar og væntir sér af henni nýrra sigra í lífsbar- áttunni. Hann lætur sér heldur ekki vaxa í augum erfiðleika ellinn- ar, því að sjálfur er hann herra og húsbóndi athafna sinna og lífsþurfta, og það jafnvel að talsverðu leyti, þótt hann vinni í þjónustu annarra, Hann finn- ur mátt sinn og megin, ekki einungis í í því að bera uppi sina eigin afkomu, heldur og hinna, sem ekki geta það sjálfir, svo sem barna, sjúklinga og gamalmenna. Allar, sem til vits og ára eru komnir, þekkja hversu hvítvoð- ungurinn í vöggunni er hjálpar- þurfi og gjörsamlega ósjálf- bjarga. Alít sitt ráð, líf sitt og tilveru á hann undir ástríkum, fóstrandi höndum foreldra sinna, eða annarra, sem tekið liafa liann að sér. Eög mæla svo fyrir, að for- eldrar skuli sjá fyrir börnum sínum til sextán ára aldurs. Sem betur fer er flestum þessi skylda ljúf og sjálfsögð og inna hana því af höndum sem bezt þeir kunna, ekki vegna skyld- unnar sjálfrar, heldur tíðast af móðurlegum og föðurlegum kærleika til afkvæmisins. Það er mikill vandi að lifa sig inn í þeirra veröld. Nú orðið vita þó allir, að það er frumskilyrði fyrir því, að unnt sé að ala barn upp, án þess að það bíði tjón á sálu sinni. Vér vitum, að vandasamasta hlutverk vort í lífinu er að ala upp börn vor, en af fúsum vilja reynum vér flest að leysa þann vanda, og um skyldu vora til þess efast enginn. Einnig af þjóðfélagsins hálfu er margt gott og gagnlegt gert fyrir æskuna í landinu, og þó ekki um of, heldur er það miklu fremur aldrei nógu mikið, eða nógu vel il þess vandaö. For- ystumenn þjóðfélagsins vita, að með því að mennta æskuna sem bezt bæði í andlegum og verk- legum efnum, styrkja þeir þjóð- arstofninn, tryggja afkomuna og efla hamingju þeirra, sem við taka af þeim, sem eldri eru. Hálærðir menn í stálvísindum og uppeldisfræði hafa varið ævi sinni til þess að rannsaka eðli barnsins og þarfir á vaxtaskeiði þess. Fjöldi bók hefur verið rit- aður uppalendum til leiðbein- ingar í starfi þeirrra, og bæði einstaklingar og félög hafa hvar vetna risið upp og barizt fyrir velferðarmálum æskunnar. Þetta er þá í fáum orðum sagt megin viðfangsefni hins vinn- andi fólks i landinu, að ala upp nýja stofna af gamalli rót, svo að þeir megi byggja þá jörð, sem það sjálf hverfur til eftir stuttan tíma. Þannig líða fullorðinsár Tilbúinn að takast á við erfiðleikana fíestra heilbrigðra manna og kvenna. Þau líða hvert af öðru í sífelldri önn, starfi og striti, ýmist til þess að rækja skyld- umar við sjálfan sig, ættingja sína, eða við þjóðfélagið og er það þó allt samanslungið. — En eitt er víst, þrátt fyrir alla vora forlagatrú, að ævi vor verður að verulegu leyti eins og vér höfum sjálf undirbúið hana. Það sem vér gefum heiminum, gefur hann oss aftur, hvort sem það er gott eða illt. En hver dagur á sína hádeg- isstimd, þegar sólin skín hæst i heiði. Þannig er ævi mannsins. Það er sagt, að henni megi líkja við glitsaum, þar sem mað- ur sér rétthverfuna á fyrri ævi- helmingi sínum, en úthverfuna á seinni helmingnum. Hinn síðarnefndi er ekki eins fagur, en hann er lærdómsríkari, — liann sýnir samhengi þráðanna. Hann sýnir oss uppistöðuna í lífsvef vomm. - Og það hallar af hádegi fyrr en varir. Starfs- tíminn er stuttur. Árin færast yfir. Kraftarnir þverra. Lúi og slit koma í Ijós. Sól liins starf- andi lífs lækkar óðum á olfti. Hinn fyrirhyggjusami, ötuli og viljasterki maður er úr leik, þeg ar tíminn er kominn, hvað sem hann kann að hafa ætlað sér. Bugaður gengur hann í hina hljóðu sveit örvasa gamal- menna, sem safnazt hafa saman á undan honum, og þar bíður hann, unz skipt verður um svið. Þetta er sú saga, sem vor allra bíður, ef ævidagar endast svo lengi. Hreysti, metorð, auður og Hvíld eftir annríkan dag völd hafa þar lítið að segja. Ellin beygir alla að lokum, hversu sterkir, sem þeir hafa verið og stórir á heimsins mæli kvarða. Þetta vitum vér öll, og um þetta þurfum vér að hugsa. En er nokkur nauðsyn að hugsa mikið um svo f jarlæga og miður skemmtilega hluti? munu einhverjir spyrja. Já, vér þurfum öll að hugsa um þetta, í fyrsta lagi vegna þess, að þetta kann fyrir oss sjálfum að liggja; í öðru lagi vegna þess, að þér eigum svo mörg feður og mæður, afa eða ömmur, sem sem vér eigum stóra skuld að gjalda, og sem oss bera að virða og skilja, þrátt fyrir breytt lífsvirðhorf og ýmsa annmarka ellinnar. Sem betur fer hefur þó margt verið gert nú á síðari tímum öldruðu fólki til hagsbóta. Áður fyrr voru það mörgum nianni döpur örlög að verða gamall. AUir þeir, sem ekki hafði tekizt að safna sér fé til elliáranna, fóru á sveitina, þegar þeir gátu ekki lengur unn ið fyrir sér. Þeir voru nefndir hreppsómagar, sveitalimir, eða öðrum álíka virðulegum nöfn- um og var tíðast flækt á milli þeirra, sem lægsta tóku með- gjöfina með þeim. Það er gott, að þetta er breytt. Aldrað fólk fær nú sín ellilaun, og þótt þau séu af skornum skammti til lífs- framfæris, þá mun þó flestum ljúfara að lifa af þeim, en sveit- ai'styrknum gamla sem ætíð þurfti að sækja um sem eins konar ölmusu og oft var eftir talinn. Fyrir þetta er margt aldrað fólk þakklátara en með orðum megi lýsa, að fá þannig viðurkenningu fyrir langt ævi- starf, þó að það geti ekki lengur tekiö þátt í lífsbaráttunni. Það liafa líka verið reist dvalar- heimili fyrir gamalt fólk, þar sem það getur átt ahvarf, ef ekki er um annað betra að Effir Guðmund Þorláksson Teikningar Halldór Pétursson. velja. Allt þetta er gott og nauð synlegt og veitir öldruðu fólki þau mannréttindi að nokkru, sem það á skilið. En þrátt fyrir þessar úrbætur, eru þó elliárin oft miklu erfiðari en vér, sem yngri erum, fáum skilið. Og éinmitt þess vegna er gott að gera sér ljóst, að ævi vor líður með flughraða. Því eldri sem vér verðum, því styttri finnast oss árin. Eins og stein- inn, sem veltur niður eftir brekkunni fleygist áfram með meiri hraða, þ\V neðar sem hann kemur, eins líður ævin því fljótar, því meira sem hún fjarlægist æskuna og skundar til móts við ellina og gröfina. Það geta svo fáir skilið, sem ekki hafa reynt það, hversu sárt það er oft að vera dæmdur úr leik, jafnvel þó að það sé fyrir elli sakir. Þeir, sem misst hafa heilsuna á miðjum aldri og orðiðóvinnu færir um lengri eða skemmri tíma, muna víst f lestir eftir því hve lífið breytti um svip. Það vill efalaust mörgum vetrðá erf- itt að finna tilgang í hinu at- hafnalausa lífi sjúkdómsáranna og það jafnvel þótt einhver von sé um heilsuna aftur. Nú segja sumir: Gömlu fólki er ekki svo mikil vorkunn að þessu leyti. Það er lífsins lögmál, að kraft Afþreying efri áranna arnir þverri með aldrinum. — Já, það er einmitt það. Það er lífsins lögmál, — en lífsins lög mál sr stundum þungt. Gamall málsliáttur segir: Það ergist svo hver sem hann eld- ist. Þetta kann oft að vera satt. Lífið tekur á oss ómjúkum tök- um, og vér kunnum ekki hin réttu tök á því. Margir álíta þó, að lífsleiði og sú amasemi, sem stundum ásækir aldrað fólk, stafi eingöngu af versn- andi skapsmunum þess og geð- illsku. Það gleymist svo oft, að öldungurinn og gamla konan búa í heirni, að mörgu leyti gjörólíkum þeirri veröld, sem vér þekkjum bezt, og sem þau bjuggu áður í. Þau verða að taka því, sem að höndum ber í vanmætti sínum og getuleysi. Þau eru þess ekki lengur megn ug að hafa áhrif á gang lilut- anna. Allt verður til sárrar raunar, sem á móti blæs, vegna þess, fyrst og fremst, að það er ekk- •ert hægt við það að ráða. Oft Framhald á bls. 15 Hvert ferð þú? 1. september 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.