Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1968, Blaðsíða 9
Biaastl áningarstaður okkar er Úrill- ur, þessi sérkennilegi og risavaxni klett ur, sem skagar upp úr slakkanum vest- anvert við Snsekoll. Þetta er sannarlega réttnefni — kletturinn er undarlega úr- illur, svona svartur og stakur í fann- hvítu umhverfinu. En raunar er sjálfur kollurinn á Snækolli líka snjólaus, þetta ier snarbrattur ruðningur, neðan frá Úr- illi að sjá er hann tæplega kleifur. Og þó. Fólk er þegar komið á undan mér upp á tind. Það hlýtur þá að vera gerlegt að ganga svona beint upp. Ég legg í hann. Á undan mér klífur Valdi- mar og er ekki mæðnari en svo, að hann hefur upp raust sína og byrjar að syngja svo undir tekur í fjöllunum: Upp skaltu á kjöl klífa köld er sjávar drífa kostaðu huginn at herða hér muntu lífit verða. Það er nú það. Ekki veit ég hvort það var söngur Valdimars sem kom Eiríki til að bregðast svo skjótt við. Hann kemur hlaupandi niður skriðuna á móti okkur: — Þið hafið heyrt getið um St. Bern- harðshundana, er það ekki? Og sannarlega er Eiríkur með hress- ingu, þótt eklii beri hann hana um háls sér. Hann býður súkkulaði og rúsínur úr poka og ég finn, hvernig nýtt fjör færist um mig alla þar sem ég hangi mitt á milli himins og jarðar. Og nú get ég sagt eins og Tómas, þegar ég lít Snækoll næst: Sjáið tindinn! Þarna fór ég. „Allt miðhálendið liggur útbreitt eins og landabréf fyrir augum“. Þannig segir um útsýni af Snækolli í Árbók Ferða- félagsins. Og það er sannarlega undar- leg tilfinning að fá allt landið í fang sér, að sitja hér við vörðuna efst uppi á Snækolii og líta til skiptis Mælifells- hnúk og Heklu, Bárðarbungu og Kald- bak. ★ Það var ánægður hópur, sem kom aftur niður í skála að lokinni þessari útivist. Söngur í öllum blæbrigðum heyr ist innan úr steypiböðunum, fólk er orð- ið útitekið og sólbrennt og svangt. Heitri máltíð ráðskonunnar eru gerð góð skil. Sumir leggjast síðan í koju og hvíla sín lúnu bein, aðrir setjast við spil niðri i sal. Sjálf notaði ég tækifærið til að spjalla við Valdimar og innti hann eftir aðdraganda að stofnun skól- ans. — Þegar við Eiríkur Haraldsson vorum samtímis við nám í Köln, segir Valdimar — töluðum við oft um, að gaman væri að efna til skíðaferða upp á hálendi íslands — sjálfur hafði ég fengið hugmyndina í Grenoble, þar sem ég var við frönskunám, en stundaði jafnframt skíðaíþróttina og vair í keppn- isliði skólans. Þá fórum við einu sinni í júlímánuði í 10 daga skiðaferðalag upp í Alpana. Við fórum upp í 3000 metra hæð og höfðum með okkur allan kost og mér fannst alls ekki fráleitt að skipuleggja mætti slik skíðaferðalög upp á hálendi íslands. Ég hafði þá tvisvar farið með Ferðafélaginu til Kerl ingarfjalla, í fyrra sinnið ’53 og svo aft- ur ’59 og leizt ijómandi vel á staðinn til skíðaiðkana, en það var ekki fyrr en ‘61, að við Eiríkur, sem vorum þá orðnir samkennarar við Menntaskólann í Reykjavík, létum til skarar skríða og ákváðum ferð hingað inneftir. Ég hringdi í skíðafélaga mína, sem voru þá virkir þátttakcndur í skíðamótum, m.a. Krist- in Benediktsson, og stakk upp á 10 daga skíðaferð í Kerlingarfjöll. Þetta fékk mjög góðar undirtektir — við vor- um 30, sem tókum þátt í þessari fyrstu ökiðaferð. Við Eiríkur töluðum við fram kvæmdastjóra Ferðafélagsins og fórum þess á leit, að við fengjum skála fé- lagsins að láni þessa 10 daga. Hann tók beiðni okkar ákafLega vel og hvatti okk ur mjög til fararinnar. Svo leigðum við okkur rútubíl og hver maður hafði sinn mal. Oft var þröngt í eldhúsinu, þegar allir voru að kokka í einu, og margar góðar endúrminningar eigum við frá þessari ferð. Það ríkti mikil kátína og það var mikill söngur, því að Sig- urður Guðmundsson var þá með og eftir það var hann ómissandi í ferðum okkar. — hann varð síðan einn af stjórnend- um Skíðaskólans. — Nú svo þróaðist þessi starfsemi stig af stigi, við fórum aðra ferð strax sama árið og afréðum 6 skíðaferðir með skíðakennslu á næsta sumri. En þá var nauðsynlegt að fá ráðskonu og eigin bíl. Álfheiður Gísla- dóttir frá Mýrum í Dýrafirði réðist til okkar annað sumarið og var hjá okkur alveg þangað til fyrir tveimur árum. Bíl fengum við leigðan, gamlan, góðan REO, sem Jónas Kjer- úlf keyrði og báðir dugðu vel, Jónas varð síðar einn af stofnendum hluta- félagsin-s um Skíðaskólann, og gamli REO fór allar ferðir hingað uppeftir þangað til í fyrra, að hann var leystur af hólmi. En segja má, að vísir að skipu lagi SKÓlans hafi komizt á sumarið ‘62, annað suimarið okkar hér, því að þá höfðum við fyrst skipulagða skíðakennslu. Áður var það mest skíðafólk, sem með okkur fór, en nú auglýstum við fyrir almenning, og þetta gekk vonum framar, enda þótt við yrðum stundum að hringja í gríð og erg í kunningjana og hvetja þá til að koma, til þess að námskeiðin borguðu sig. Við fengum að nota skála Ferðafélags- ins og nutum ætíð einstakrar velvildar forráðamanna þess, Helgu Teitsdóttur, skrifstofustúlku, og Lárusar Ottesens, sem þá var framkvæmdastjóri, og hjá núverandi framkvæmdastjóra, Einari Guðjohnsen, höfum við mætt sömu vel- vild þegar á hefur þurft að halda. En það varð fljótt ljóst, að afnot af skála Ferðafélagsins mundi ekki duga okkur, enda jókst aðsókn að skálanum mjög eftir að við hófum starfsemi okkar. Marga fýsti að kynnast þessu, svo að það var oft þröngt í skálanum og erfitt um vik fyrir okkur. Við ákváðum því að reyna að byggja, en til þess skorti okkur auðvitað fé. Nú, við lögðum leið okkar í Framkvæmdabankann og höfð- um í fórum okkar kvikmynd frá Kerl- ingarfjöllum. Guðmundur Olafsson skrif stofustjóri, kom því til leiðar að við fengum viðtal við Benjamín Eiríksson, bankastjóra — við sýndum honum kvik myndina, og útskýrðum tilgang okkar, að við vildum efla skíðaíþróttina og útilíf almennt meðal almennings og við- talið bar þann árangur, að hann gaf loforð fyrir 200 þúsund króna láni. En þar sem við urðum að láta framkvæmd ir ganga fljótt og vel, urðum við að fá efni upp á krít — timburverzlanir tóku okkur ákaflega vel og það er óhætt að segja, að án skilnings þeirra aðila, hefðum við aldrei getað reist skál ann á svo skömmum tíma. Hörður Björnsson byggingafræðingur teiknaði skálann og sem gömlum og góðum fjallamanni tóklst honum að teikna mjög skemmtilegan skála, sem hæfir þeirri starfsemi, sem hér er rek- in. En smíði skálans stjórnaði Magnús Karlsson og hann var síðan einn með- eigandi í Skíðaskólanum. Það gerbreytti auðvitað öllum aðstæð um, þegar okkar eigin skáli var risinn. Nú vorum við okkar eigin herrar, en þar sem skálinn er lítill, höfum við oft þurft að leita á náðir Ferðafélags- ins með húsrými og hefur það alltaf verið auðsótt og aldrei höfum við mætt öðru en sérstakri lipurð af þeirra hendi. Nú — svo ég haldi áfram að tala um fjármálin, þá dugðu 200 þúsundir að sjálfsögðu skammt til þess að fullgera skálann og innrétta hann. Við þurftum að minnsta kosti tvöfalda þá upphæð, og þá vildi svo til, að Ferðamálaráð var nýstofnað. Við sóttum um lán til þeirra og fengum það, sem á vantaði til þess að koma skálanum í lag. Auk þess höf- um við fengið styttri lán og vextirnir af öllum þessum lánum eru þungir á metunum bæði í Landsbankanum og Búnaðarbankanum, þegar við erum að reikna út námssbeiðsgjaldið. Að öllu leyti er þstta bostnaðarsöm útgerð — hér verður að vera margt starfsfólk, við höfum ráðskonu og þrjár aðstoðarstúlkur, ráðsmann og 4-5 skíðakennara eftir því hvað að- sókn er mikil. Fólk athugar ekki alltaf þessa hluti, þegar það er að bera saman námsskeiðsgjald í Kerlingarfjöllum og ferð til Mallorca. Hér er líka allt inni- falið í verðinu, það eru engin aukaút- gjöld.. . . Og engir drykkjupeningar. . . ' Nei, enigir drykkjupeninigar! Árið 1964 var akveðið að treysta und- irstöður starfseminnar með því að stofna hlutafélag um rekstur Skíða- skólans. Það varð að samkomulagi að bjóða þeim, sem mest og ötulast höfðu unnið að vexti skólans, þátttöku í hlutafélaginu. Félagsmenn eru auk okkar Eiríks,, Sigurðar og Jónasar Kjerúlf þeir Jakob Albsrtsson, sem hafði lagt af mörkum mikið rf bæði við skíðakennslu og verklegar framkvæmdir, Magnúis Karlsson, sem ég minntist á áðan, Einar Eyfells verkfræðingur, sem einnig hafði unnið skólanum mjög vel, og síðast en ekki sízt Þorvarður Örnólfsson, sem hafði séð um allt bókhald og reikningshald fyrir skólann frá því byggingar hóf- ust. Hann er nú formaður hlutafélags- ins, sem við nefnum Fannborg h.f. eftir einu fallegasta fjallinu í Kerlingar- fjallaþyrpingunni. Nú stendur bara á því, að við getum lokið við að byggja eftir teikningu Harð- ar Björnssonar. Enn vantar framhúsið, þar sem ætlunin er að hafa setustofu og snyrtiklefa, svefnloft og minni svefn herbergi, sem mundu þá aðallega ætluð hjónum. En því miður — eins og málin standa núna, sjáum við ekki fram á, að við getum komið þessu í framkvæmd aðstoðarlaust. En það er okkur hvatn- ing, hversu margir aðilar sýna okkur velvilja og ýta undir þessa starfssemi okkar og ber þá ekki sízt að telja nem- endur okkar, sem eru orðnir fjölmarg- ir. Nú er kominn vísir að Nemenda- sambandi, sem á að stofna í haust og hafa fjölmargir látið skrá sig sem stofn endur. Það á að starfa í tengslum við skólann og er ætlunin að efna til skemmtifunda, myndakvölda og skíða- ferða á veturna, þar sem nemendur gætu notið skíðakennslu. Þeir eru siem sagt orðnir margir, sem ber að þakka stuðning. og hafi ég ekki minnzt á alla, þá er þakklæti mitt ekki minna fyrir það. Ég vona bara, að við munum njó>ta áfram stuðnings þessa ágæta fólks, til þess að rætist sá draum ur okkar, að Skíðaskólinn í Kerlingar- fjöllum hljóti öruggan sess í hugum manna sem þörf og góð stofnun til efl- ingar skíðaíþróttar og útilífs. ★ í síðustu grein minni frá Kerlingar- fjöllum lét ég fljóta með vísu, og hafði fyrir satt, að Ma.gnús Jóhannsson, út- varpsvirki, hefði gert hana. Þetta hefur hins vegar reynzt rangt. Höfundur vis- unnar er Ragnheiður Vigfúsdóttir. Aðalskálinn stendur í grasi vöxnum hvammi rétt við Árskarðsgljúfur. Kristín Jónasdóttir, kona Valdimars var í heimsókn með tvo eldri synina, sem eru þegar farnir að renna sér á skíðum. Ljósm. Sv. J. 1. september 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.