Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1968, Blaðsíða 11
S TiarnartiöKftunum tímum saman. Skip- ið, sem ég kom með þarfnaðist viðgerð- ar. í Hong Kong var áætlað, að við- gerðinni mætti ljúka á níu dögum: í Shanghai sögðu Kínverjarnir, að hún mundi taka tvær vikur. Verkið tók 'lengri tíma. f nafni hins vísa formanns Mao býð- ur kinversk alþýða þig velkominn til Shanghai. Við vonum, að þú njótir dval- arinnar! Hsu kom inn í klefa minn. Með út- breidda arma skilaði hann þessari hug- ljúfu kveðju með glæsibrag. Ég tók í hönd hans, þakkaði og bauð honum sæti. Af stólröndinni rannsakaði hann mig mjög gaumgæfilega í nokkrar mínútur gegnum stór, kringlótt gleraugu. Þeg- ar svo bar undir setti hann upp töfrandi drengslegt bros, en yfirleitt lét hann sér nægja að vera alvarlegur, stundum drungalegur og nokkrum sinnum ofsa- fenginn, eins og þegar hann talaði við skipstjórann. Hann leit út fyrir að vera nógu ungur til að geta verið í rauð- varðliðasveit. Allir kínverskir karlmenn líta raunar út fyrir að vera yngri en Iþeir eru og þtsir e'ru alltaf dálítið roggn ir af þessari staðreynd. Hsu sagði klaufalega — þegar ég hafði getið mér þess til, að hann væri 23 ára — að hann væri 33 ára gamall, giftur og ætti tvö börn, dreng og stúlku. Þrátt fyrir það er ég viss um, að hann hefði orðið fyrirtaks rauðvarðliði — barnalegur, ó- skaplega formfastur, fullur af pólitík, óþolinmóður og þegar því var að skipta þess albúinn að sýna ofbeldi, hvorug- kyns. Allir rauðvarðliðar, sem ég hitti seinna meir voru steyptir í þetta sama form: þeir voru allir afsprengi komm- únistiskra velferðarríkishugsjóna Maos. Hann reis á fætur, dró upp Mao- merki, bað mig að standa á fætur og festi það í jakka minn. Þá tók hann upp eintak af rauðu bókinni „Tilvitn- anir í Mao formann“ gullnum bókstöf- um á kápunni og gaf mér, segjandi hrærðum huga: — öll elskum við Mao formann. Það hefði verið ókurteisi og beinlínis heimskulegt að leika ekki sitt hlutverk í þessum pólitíska látbragðsleik. Ég þakkaði. Hann settist á ný, opnaði sína eigin þvældu rauðu bók á fyrstu blaðsíðu og las sömiu tilvitnunina, sem hafnsögu- mennirnir höfðu lesið fyrir skipstjórann. Eftir því sem á dvöl mína leið átti ég eftir að heyra þessa og aðrar tilvitnan- ir mörg hundruð sinnum þar til ég kunni þær utanað. Áður en við fórum frá borði tónaði túlkur minn Cheng næstum eins og prestur: „Látum oss fletta upp á biaðsíðu eitt.“ Þetta er mjög svo lúmsk aðferð til þess að hafa áhrif á hugi manna. Smám saman fær það eitt að sjá litlu rauðu bókina dáleiðslumátt. Hún er alls stað- ar. Meira að segja í vináttuverzluninni, þar sem útlendingar geta keypt kín- verskar vörur, er hún í smástöflum, sjálfsagt í því skyni að menn sæki sér innblástur áður en þeir höndla. Eintak af henni lá á náttborðinu í hótelher- bergi mínu og mörg eintök á borðum hins stóra andyris. Tilbeiðslan á Mao er líkust skurð- goðadýrkun. Mao getur ekki skjátlast. Hugsanir hans eru óhagganlegar. Eigi mistök sér stað er orsökin sú, að hugs- anir hans eru ekki framkvæmdar rétt. Mao hafa ekki orðið á sömu mistökog Hitler og Mussolini með því að innleiða höft. Fólk óttast hann heldur ekki eins og Stalin. En hann hefur skapað per- sónudýrkun föðurmynd. Þann, sem hverjum og einum er eðlilegt að lúta og sem er uppspretta allrar blessunar. Ég lagði eftirfarandi spurningu fyrir Hsu: — Er ekki viss hætta á því, að hollusta yðar við formanninn leiði til persónudýrkunar eða tilhneigingar til dýrkunar hins forgengilegra? Hsu lét sér hvergi bregða og svaraði blátt áfram: —Það er ekki dýrkun, það er ástríðufullur kærleikur. Við get- um ekki komið í veg fyrir ást fólks- ins til hans. Við getum ekki komið í veg fyrir, að fólkið sýni og tjái tilfinningar sínar. Rétt eins og fornir valdhafar á keis- aratímabili Kínaveldis fer nú hinn 74 ára gamli Mao Tse-tung sjaldan um kommúnistaríki sitt. Því aðeins virðist hann gera undantekningu á þeirri reglu, að þjóðarvandamái gjósi upp. Fyrir átta árum lagði hann í ferð til þess að rann- saka það eymdarástand, sem rekja mátti til illa skipulagðra efnahagslegra tilrauna. Hinnar Miklu Framfaraáætl- unar. Skömmu seinna var áætlun þessi lögð niður. f októberbyrjun í fyrra kunngerði Peking, að Mao hefði farið á laun til Shanghai og fimm héraða í Jangtse- dalnum. Dagblöð og útvarp í Shanghai sögðu engar fréttir um, að hann hefði verið þar um slóðir fyrr en þremiur dögum eftir að hann var farinn þaðan. Sagt var, að 'hann hefði dvalizt í Shang- hai um mánaðartima. Mér var sagt frá þessu rétt eftir að ég kom til borgarinn- ar. Ég spurði sögumann hvort hann hefði séð Mao. Nei, hann sagðist ekki hafa séð hann. Eftir því sem á leið spurði ég tugi fólks sömu spurningar. Enginn hafði séð hann. Ég spurði túlk minn, Cheng, hvar formaðurinn hefði búið í Shanghai. Hann vissi það ekki. Sjálfur hafði hann heldur ekki séð Mao. Heldur þú, að Mao formaður hafi verið í Shanghai? spurði ég. — Já, já, svaraði hann. Hann hlýtur að hafa verið hér. Svo var sagt í dag- blöðum og útvarpi. Ég varð forvitinn og hélt athugun- um mínum áfram. Seinna fékk ég vitn- eskju hjá aðila, sem ég vil ekki fletta of- an af, upplýsingar, sem leiddu til þeirr- ar ályktunar minnar, að Mao hefði ekki komið til Shanghai. Á blaðsíðu 11 í rauðu bókinni segir Mao: Bylting er ekkert síðdegisboð, ekki er hún heldur það sama að skrifa ritgerð, eða nmália, eða sauma út. Svo fín og fáguð getur hún ekki verið, svo ein- föld og notaleg, svo tamin, vingjarn- leg, kurteisleg, hæversk og háfleyg. Bylting er hreinsun, ofsalegur verkn- aður þar sem ein stétt steypir annarri. Sjálfur átti ég eftir að komast að raun um, að menningarbylting er ekkert síðdegisboð. Hún er stór-hreinsun. Hún hefur leitt til óeirða. Fólk hefur verið drepið. Og hver er kominn til með að segja hve margir? Mér hefur alltaf verið hlýtt til Kín- verja? Þeir geta verið sérlega góðir vinir og hef ég persómdega reynslu af því. En þeir geta líka verið svarnir ó- vinir og hinir grimmustu. Þau ofbeldis- verk, sem framin hafa verið í skjóli menningarbyltingarinnar hafa ekki kom ið á óvart. Þau voru óumflýjanleg. Kín- verskur múgur er fljótur til móður- sýkilegs ofbeldis. Það er grimmasti múgur veraldar. Er þeir fyrir nokkrum árum háðu herferð gegn útlendingum ienti ég í ein- angrun með hálfri tylft lögregliumanna við vegamót á Naking-veginum. Fimm þúsund manna hópur varnaði okkur veg arins. Þeir byrjuðu að rífa upp brú- arsteina milli vagnteinanna og kasta þeim í okkur jafnframt því sem þeir þrengdu sér æ nær. Okkur var bjarg- að af flokki vopnaðra sikh-lögreglu- manna, sem ruddu sér braut gegn um mannfjöldann. í þetta sinn lenti ég í atburði, sem hefði getað orðið allt eins hættulegur og var engu minna ógnvekjandi. Allt var það vegna þess, að ég tók ljós- myndir Hlsu 'hafði í fyrsta samtali okk- ar sagt, að ég mætti ekki taka myndir af hafnarmannvirkjum, skipum, eða verksmiðjum, sem á leið okkar voru. Ég Framhald á bls. 14 1. september 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.