Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1968, Blaðsíða 12
Eyðimörk breytt í kafloðið tún Um þessar mundir leggja margir Ieið sína að Búrfelli til að líta þær miklu framkvæmdir, sem þar eiga sér stað, Of- an af Sámstaðamúlanum gefur að líta nýja sjón úr riki náttúrunnar, sem mörg um finnst jafnvel me'ira til koma en jarögöng og stílfugarðar. Á stóru svæði hefur hinni lífvana vikureyðimörk ver ið breytt í iöjagrænt tún á aðeins rúmu ári. Sandgræðsla ríkisins var fengin til að gera þessa tilraun og má nú fullvíst telja að haldið verði áfram að græða upp auðnina þarna. Byrjað var að sá grasfræi í vikurinn í fyrravor og var það allt grænt yfir að líta í fyrrasumar. Nú á öðru ári lá grasið þar í legum og búið er að vélbinda 1.000 hestburði af heyi og s-enda á kalsvæðin nyrðra. í vor var haldið áfram og sáð í við- bótarsvæði og nú er komið 1000 hektara tún þar sem ekki sást strá fyrir tveím árum. Þessi tilraun sýnir svo ekki 'verður mn villzt, hvers má vænta af markvissu landgræðslustarfi. Hér hefir ekki öðru verið til kostað en grasfræi og tilbún- um áburði og þegar eftir árið fæst full- ur árangur. A sama hátt hefur verið sáð í hlíðar Sámstaðamúlans og ljós- brúnn vikurliturinn þar hefur orðið að víkja fyrir grænum lit grassins. Þarna hefur sandgræðslan sýnt í verki, hvers má af henni vænta, en samt viðgengst það enn á vorum dögum, að land -er Iátið blása upp og verða ör- foka. Nú er komið mál til aö þeirri þró- un verði snúið við: að fjárframlög til sandgræðslunnar verði stóraukin og allri tiltækri tækni breytt til að stöðva frek- ari Iandeyðingu. Þjórsárdalsvikrarnir hafa sýnt, að auðninni má á einu ári breyta í nytjaland, sem gefur af sér gáðar tekjur. A erlendum bókamarkaði The Philosophical Works of Descartes rendered intö English by Elizabeth S. Haldane and G. R. T. Ross in two volumes. I-II. Cambridge University Press 1967.25— Þessi þýðing kom fyrst út 1911 og hefur verið helzta enska þýðingin síðan til al- mennra og fræðilegra nota. Hér er að finna öll helztu verk Descartes, sem ætluð voru I upphafi til birtingar. Fáir höfundar hafa haft slík áhrif á framvindu vísindalegrar hugsunar og Descartes og ættu sum rit hans að vera skyldunámsefni í æðri skólum. Three Restoration Comedies — Edgar Allan Poe: Selected Writings — Hermann Melville: Billy Budd, Sailor and Other Stories — George Eliot: Silas Mamer. Penguin Books 1967—68, 6 7,6., 6.- 4,6. Fjórar nýjar bækur í þessum ágæta bóka- flokki. Kunnáttumenn gefa ritin út og vandlega er farið með texta, prentun_ og frágangur er ágætur. Nú eru komin þrjátíu eru þetta taldar með beztu útgáfum sem völ er á nú og auk þess þær ódýrustu. Napoleon. H. A. L. Fisher. Second Edi tion. Oxford Paperbacks University Series 20. Oxford University Press 1967. 7,6 Það var eloki óalgengt að íslenzkir bænd- ur hengdu upp mynd af Napóleon í gesta- stofum sínum á fyrri öld. Nú er sá háttur aflagður, en forvitni manna um þessa per- sónu er ennþá mikil og ein þeirra bóka, sem varð mjög vinsæl á sinni tíð um Napóleon, er nú gefin út enn einu sinni. Fisher heifur einnig ritað ágæta Evrópu- sögu. Bækur hans eru vel skrifaðar og skemmtileg sagnfræði. The Making of Books. Seán Jennett. Faber and Faber 1967. 75,- Fjórða útgáfa þessarar handbókar frá 1951 kom út s. 1. ár og sýnir hvað bókin er nauðsynleg og heppileg fyrir þá sem sinna útgáfu, prentun og bandi bóka. Þörfin fyrir nýja útgáfu varð því brýnni, sem allri prenttækni og bandtækni hefur fleygt fram síðustu þrjú árin frá því að siðasta útgáfa kom út. Þessi bók er einnig hæg handbók fyrir bókasafnara, þvi að hér et rakin saga prentunar og bókbands. Fjöldi skýringarmynda fylgir, bókaskrár og orða- safn. Mittag Mittemacht. Jean Cayrol. Walter- Druck 13. Walter-Verlag 1968. Sv. F. 20. í „WalterVrucke" eiga að birtast þau rit, sem tjá nútimaran í fullkomnustu formi bókmennta. Alls hafa komið út 13 bindi. Þessi útgáfa er á ýmsan hátt sérstæð, bækurnar koma út óbundnar, prentun er mjög vel unnin og smekkleg og pappír skemmtilegur. „Midi Minuit" kom út hjá Editions du Seuil í París 1966 og er þýdd af Guido G. Meister fyrir þessa útgáfu. Cayrol er talinn meðal fremstu rithöfunda, sem nú rita á frönsku. í Mittag Mitter- nacht spennir Cayrol frásögnina til hins ítrasta án átaks að því er virðist. Atburða- rásin er tjáð með nákvæmni og oft skiln- ingsskorti ungs drengs og eitt aðsleinkenni verksins er ferskleikinn. The Dark Comcdy. The Development of Modern Comic Tragedy. Second Edition. J. L. Styan. Cambridge University Press 1968. 17 — Mikið af leikritum tuttugustu aldar verða hvorki flokkuð til kómediu eða tragedíu. Hetjurnar eru ekki hreinar og vammlausar hetjur og efnið er oft blanda raunsæis og fantasíu. Höfundur rekur þessi einkenni og telur að ekki sé hér um að ræða hreint nútíma fyrirbrigði, nefnir eldri leikrit sem séu svipaðs eðlis. Höf. telur þó að þessi ummyndun sé einkum bundin við síðustu sextíu árin og hafi tekið að þróast í þessa átt með Ibsen og Tsjekhov og verið haldið fram með Pirandello og Brecht og nútíma höfundum, svo sem Ionesco, Beckett, Tennesse Williams og Pinter. The Pelican History of Psychology. Robert Thomson. Penguin Books 1968. 7.6 Saga sálfræðinnar var löngum tengd guð fræði eða heimspeki. í þessu riti, sem kem- ur nú út í fyrstu útgáfu hjá Penguin, ein skorðar höfundurinn sig við sálfræðina sem vísindagrein og rekur sögu hennar frá því snemma á 19. öld og fram undir okkar daga (1955). Þetta er ein handhægasta bók, sem nú er fáanleg um sögu þessarar fræði- greinar, sem sérstakrar vísindagreinar. Bókinni fylgja ítarlegir bókalistar. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. septomber 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.