Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1968, Blaðsíða 14
KÍNA í DAC Fram'hald af bls. 11 spurði hvort nokkur ákvæði væru um ljósmyndun inni í borginni. — Það er ósk Fólksins, að heimsókn þín til Kína leiði til betri skilnings á menningarbyltingunni miklu, svaraði Hsu. — Stóra Bretland er land heims- valdasinna, en ernginn ágreiningur er meðal vor gagnvart brezku þjóðinni. Hún er fórnarlamb stjórnar sinnar. Þér er frjálst að taka myndir alls staðar í borginni og einnig á ferðum þínum utan Shanghai. Eftir morgunverð annan daginn í Shanghai fórum við teiknarinn Jörgen Knudsen í gönguferð. Hann hafði með sér litla rissblokk og ég tók ljósmynda- vélina með. Klukkan var hálf tíu og fá ir voru á ferli. Nokkrir menn voru að mála hvít Mao-slagorð á rauðan flöt. Ég tók myndir af þeim. Þeir hættu að mála dálitla stund og litu upp til þess að sjá hvað ég væri að gera, en héldu svo sitrax áfram með verkið. Þeir gerðu engar athugasemdir. Við gengum áfram yfir brú Suchow ár- innar og fram hjá gamla Astor-hótel- inu. Nú voru fleiri á ferli. Á einum stað stóð hópur fólks umhverfis mann einn, sem seldi heimatilbúna stíla. Þeir voru mjög frumstæðir — gróft tréhandfang með stáloddi. En verzlunin gekk vel. f gríni sagði ég við Jörgen: — Þessi er kominn út á kapitalistiska braut. Sölumaðurinn stóð hjá veggspjaldi með skopmynd af Johnson forseta. Ég tók ljósmælirinn fram, mældi birtuna og stillti myndavélina. Ég hafði rétt borið kíkinn upp að auganu, þegar fram fyrir mig stökk maður með uppréttar hendur og hrópaði: Engar myndir. Ég byrjaði að útskýra, að ég hefði leyfi frá yfirvöldunum til þess að taka ljósmyndir. Hann endurtók bara: — Engar myndir, engar myndir. Öllu ofsa legar í þetta sinn. Á frekari útskýringa þreif hann myndavélina af mér, tók hana úr 'töskunni og stakk henni í vas- ann. Töskuna ré'tti hann mér aftur. Þegar svo var komið hafði hópur u.þ. b. 200 manna og unglingsstráka safnazt umhvurfis okkur. Jörgen stóð fast að baki mér, en ekkert færi gafst á að komast í burtu. Hópurinn stækkaði óð- fiuga. Árásarmaðurinn sneri sér til þeirra. Þeir urðu fjandsam/legir á svip og fóru að ógna mér. Ég reyndi að koma vitinu fyrir þennan sjálfskipaða saksóknara án nokkurs árangurs. — Hvers fulltrúi eruð 'þér? spurði ég. — Fólksirus! hrópaði hann. — Þú ert njósnari heimsvaldasinna. Þú tekur mynd ir til þess að nota gegn Kína. Allsandis gagnslaust var að bera fram mótmæli gegn þessari menningar- byltingarrökfærslu. Og áður en mér gæfist tækifæri til þess að segja fleira spurði hann: — Hverrar þjóðar ert þú? Sýndu mér vegabréfið. Við þessu var ég búinn. — Svissnesk- ur, svaraði ég. Ég vissi, að lítið gagn mundi vera í því að segjast vera ensk- ur. Ég hef búið nokkur ár í Sviss og í vegabréfi mínu er Sviss til'greint sem hisimaland mitt. Vegabréfið tók ég upp úr vasanum, opnaði það og sýndi. Belgingurinn hjaðnaði nú mjög. Mér fannst mál til komið að reynia að gera út um þetta á friðsamlegan hátt. Þegar öllu var á botninn hvolft langaði mig ekkert til þess að tapa myndavélinni. Ég byrjaði á því að segja, að ég væri í heimsókn í Shanghai í skjóli Kín- versku Ferðaskrifstofunnar. Skrifstof- urnar vonu í næsta nágrenni. Væri ekki bezt, að við færum þangað til þess að gera út um málið? Árásarmaðurinn hugsiaði sig um. Ég gaf honum ekki tóm til að h.uigsa lengi. — Komið, við skulum fara þangað, sagði ég og byrjaði að þnengja mér gegn um þvöguna og Jörgen á hæla mér. Múgurinn — eða kannski ég ætti að segja „Fólkið“ — virtist undrandi á því, að ég skyldi hafa náð yfirtökun- um og gerði ekkert til þess að halda -aftur af mér. Árásarmaðurinn kom að hlið mér og mannfjöldinn, sem nú var u.þ.b. 400 manns elti okkur. Nokkrir eltu okkur alla leið inn á ferðaskrif- stofuna. Cheng, túlkurinn minn, var mjög vandræðalegur. Saksóknarinn hóf strax upp mikinn derring. Mig grunaði, að bann væri opinber embæfctismaður. Cheng hlustaði á hann fullur virðingar og athygli. Þá sneri Cheng sér að mér og sagðist mundu sækja yfirmann, sem talaði betri ensku. Þetta var augljós sýndarafsökun því að hann hafði laigt stund á enskunám í fimm ár við Shang- hai-skólann í erlendum tungumálum. Áður en hann hvarf á braut spurði óg: — Hvert er vald þessa manns? — Fólksins, svaraði hann. Og með það fór hann. Eftir nokkrar mínútur kom hann aft- ur með annan starfsmann, sem umsvifa- laust tók að sér stjórnina og virtist fjandsamleiga sinnaður. Þegar ég reyndi að segja eitthvað hrópaði hann: — Enga útursnúninga! Enn varð orðaskak við áráisarmanninn, sem sneri sér nokkrum sinnum að mannfjöldanum ti'l þess að fá stuðning. Svo fékk ég að vita hvað talað var um. Sá, sbm síðast kom inn sagði: — Fóikið segir, að þú hafir tvær myndavél'ar. Önnur er nj ósnamyndavél. Ég skyldi þá, að þeir héldu, að ljós- mælirinn væri smiámyndavél. Ég tók hann upp úr vasanum og hélt honum uppi svo að allir gætu séð hann. Ein- róma hróp gaf tiil kynna: — Þarna er hún! — Þetta er bara ljósmælir, útskýrði ég og sýndi þeim hvernig hann er not- aður. Yfinrmaður Chengs greip enn fram í fyrir mér. Cheng var til lítillar hjálpar. Hann sagði ekkert og leit helzt út fyrir að vera feiminn. Þrátt fyrir 'það sneri ég mér til hans: — Herra Chienig, hafi ég í fáfræði framið eitthvað rangt biðst ég afsö'kunar. Hafi ég misskilið upplýsing- ar yðar þykir mér það leitt. Mundi ekki málið skýrast, ef filman væri fram- köUuð? Er hægt að fá fnamkall- aðar litmyndir í Shanghai? Yfirmaður Chengs greip fram í: — Fólkið vil'l lá'ta framkalla fi'lmunia. Auð- vitað getum við framkallað litmyndir í Kína. Við biðium ofan við Naniking-veginn — Starfsmaðurinn, Cheng, Jörgen og óg. Lofað var að hafa filmuna tilbúna -næsta dag. Ég fékk kvittun. Ekki miátti ég sækja filmuna einn. Við urðum allir að koma. Við fórum út úr verzluninni og geng- 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. september 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.