Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1968, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1968, Page 1
J(U*0UMWftteiit0 ( 37. tbl. 6. oktéber 1968 — 43. árg | í þessari grein og þremur til við- bótar ef mér endist örendið segi ég frá ferð minni með Esju umhverfis landið. Mannlífið er tragikomedia eða sorgarskip og samkvæmt þeirri kenn ingu blanda ég frásögnina með hug- leiðingum margskonar, misjafnlega spaklegum — og þó kannski heldur misjafnlega heimskulegum — og er lesandanum hér með tekinn vari fyr- ir þessu. Ásgeir Jakobsson. Ásgeir Jakobsson: I. GREIN Esjan hélt úr höfn, full af ófullum farþegum, í hringferð austurum, að kvöldi mánudagsins, 19da ágústs. Um leið og sleppt var landfestum og bakkað frá, ‘læstist rómantíkin um mig eins og eldur um þurran móhrauk. Veruleikinn stóð þó við hlið mér, en rómantískur lika og hallaði sér uppað mér, eins og ég væri Romeo (og hún þá auðvitað Júlía) — en ekki gamall brúkunarjálkur úr brauðstriti hversdags lífsins. Titringurinn, sem fer um skip, þegar skrúfan byrjar að hrista það, læsist frá skipsþiljunum og uppeftir líkömum far þeganna, örvar ímyndunarafiið vessan og eftirvæntinguna. Skipafélögin hafa ekki hingað til lagt áherzlu á titringinn og afleiðingar hans í auglýsingum sínum, en málið er nú í rannsókn Rómantíkin lætur ekki að sér hæða. Þetta er mjög annarleg tilfinning fyrir menn, sem ekki eru vanir henni, og ekki óáþekk vægri sjóveiki — eða kanmski vanka? Esjan stefndi til hafs móti hnígandi sól, sem hellti geislum sínum yfir stú'lku kind, sem kom steðjandi inní iágan geislann og húð hennar, hvíit af fíla- penslum, litaðist rauðgullin en mildur kvöldblærinn utan af Flóanum, 'lék í gullnum lokkum, svörtum í rót, og blær- inn ætlaði af gömlum vana, að gæla duldið við kjólfaldinn og lyfta honum uppyfir knéskelina, eins og hann gerði í gam'la daga á dögum rómantísku skáld anna, en það var þá enginn kjólfald- ur lengur, þar sem hann var í þá daga, heldur aðeins ber lærin með gæsahúð. Þó að ég hafi ekki mikið vit á list, þá verður mér það alltaf ljóst, þegar ég horfi á sólsetur við Faxaflóa, að það verður nokkur bið á því, að við mennirnir mátum drottin í listsköpun. Þar sem ég stóð nú þarna í róman- tískum þönkum baðaður kvöldsólinni, kemdur þveginn og puntaður með kven mann uppá arminn (konuna mína) — á hvítþvegnum þiljum með borðalagðan offisera í brúnni og rekkju með hvítu líni bíðandi mín, þegar mér þóknaðist að segja við konuna: — Eigum við ekki að fara að koma niður góða mín. . . — Þá varð mér hugsað til þess, að ég mátti muna tvenna tímana á siglingu útúr þessari höfn, og þó voru þeir marg ir, sem búið höfðu lengur og bjuggu enn við það, sem nú var liðinn tími fyrir mér. Það fór lítið fyrir rómantíkinni um borð í gömlum togarakláfi, á stríðsár- unum síðari, þegar lagt var frá landi í skammdegismyrkri og gaddi, með dekk ið þakið netadruslum og járnadrasli, sem þurfti að ganga frá og gera sjó- klárt í pusandi ágjöf út Flóann — en þó er mér ‘ijóst — og það er vonandi fleirum, að forsendan fyrir því að kunna að meta logn og sólsetur — og reyndar kynnzt lítið eitt við harðræði — ef þessa þjóð vantar eitthvað, þá er það harð- ræði — hún er að verða deig og limir hennar mjúkir af of löngu góðæri. . . . Við megum aildrei missa sjómennsk- una, hún er okkar herþjónusta. En þó að togari sé eitthvert órómantískasita fyrirbæri þessa mannlífs, þá er far- þegaskip, sem leggur úr höfn á sumar- kvöldi fullt af rómantík stafnanna á mil'li svo að jafnvel „gamlir símastaur- ar syngja og verða grænir aftur.“ — ég sá útundan mér hvar gömul hjón hölluðust hvort að öðru eins og ást- fangnir unglingar og í hverju auga mátti sjá draum um eitthvað það, sem kynni að ske á siglingunni. Það er þessi draumur um hið óvænta, sem gerir ferðalag með skipi annars eðlis en ferðalag með flugvél eða bif- reið. Skipið er heimur á ferð og þessi heim ur er landfólkinu framandi og gefur fyrirheit. GJALDEYRISSPARNAÐUR OG HAMINGJULEIT Gjaldeyrirsslóðin, sem 'liggur frá ís- landi og allt að miðbaug er talin eitt af furðuverkum heimsins. Það var um tíma sporrækt suður um um alla álfu í valútu ýmissa þjóða- dollurum - pundum - mörkum - peset- um - sem þessir eyjarskeggjar utan af íslandi dreifðu um sig í gleðihúsum, verzlunum og baðstöðum. Það hefur verið gert mikið veður af þessu bruðli og haft ó orði, að margur íslendingurinn hafi orðið api af aurum sínum á þessum ferðalögum í fjarlæg lönd, en það verður að hafa það í huga að hér var heil þjóð á ferð og þá auð- vitað margur misjafn sauðurinn. Eg get ekki skilið, að íslenzku al- múgafálki hafi verið það ofgott, þegar það loksins losnaði úr langri einangr- un og basli, að kynnast loks við aðrar þjóðir og hinu ljúfa 'lífi Evrópu Þessu verður þó auðvitað að fylgja sá fyrirvari, að fólki'ð fái ekki glýju í augun og missi sjónar á þjóðlegum verð mætum, heldur verður það að snúa heim aftur úr útlenzkum gleðisölum, enn sælla en áður yfir því að vera íslend- ingar og hafa orðið þeirrar náðar for- sjónarinnar aðnjótandi að mega búa á þessu landi. Þjóðin þarf áreiðanlega ekki enn að sjá eftir þeim aurum, sem hún hefur varið til ferðálaga á undan gengnum góðæristíma. — Ég var ekki einn á ferð — enda var þaö nú kannski eins gott. Esjan lætur úr höfn og stefnir til hafs móti hnígandi sól.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.