Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1968, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1968, Blaðsíða 7
unnið smávegis ígripavinnu síð ustu fjögur árin. Eftir kennaraprófið langaði mig að spreyta mig á kennslu og var svo heppin að fá starf við að kenna sjö ára börnum. Ég kenni aðeins 15 stundir á viku, því að ég tel ekki skyn- samlegt að fara of geyst af stað. Kennsla krefst alltaf nokkurrar heimavinnu ekki sízt fyrir viðvaning eins og mig, nú og enn þá gera heimilisverkin sig ekki sjálf. Mér finnst líka, að ég verði að hafa tíma til að sinna mínum eigin börnum. Seinna get ég bætt við mig meiri kennslu, ef ég treysti mér til þess. En þáð ermjögánægju- 'legt að kenna, þó að það sé nokkuð erfitt, og ég er fegin, að ég skyldi hafa mig út í 'þetta". * Kristín Guðmundsdóttir Glæsileg frú í veglegri höll, eða svo fannst mér, þegar ég gekk inn í stóra sali Kristínar við Laugarásveg. Og ekki er að furða, þótt húsakynni séu góð, það er ekki aðeins, að hún sé gift húsateiknara, heldur er hún sjálf híbýlafræðingur, og var fyrsta manneskjan íslenzk, sem öðlaðist þann titil. Kristín Guðmundsdóttir heitir hún fullu nafni og er ein þeirra kvenna, sem áldrei láta verk úr hendi falla. Frá því hún man eftir sér, hefur hún haft yndi af því að teikna og raða saman hlutum. Þegar hún var barn, bjó hún til heil þorp úr vindlakössum og gat gleymt sér við þetta hugðarefni sitt tímunum saman. En samt var það ekki fyrr en að afloknu stúdentsprófi, sem hún áttaði sig á, hvaða náms- grein hún ætti að velja sér. Það var frænka frá Ameríku, sem kom með þessa snjöllu hug- mynd að leggja fyrir sig hí- býlafræði, eða innanhússarki- tektúr, eins og það er stundum kallað. Því var það, að Kristín 'lagði á sig hina áhættusömuferðvest- ur yfir haf. Þar dvaldist hún við nám næstu fimm árin og kom aldrei heim í millitíðinni. Námið í Háskólanum var bæði bóklegt og verklegt. Að- aláherzla var lögð á híbýla- fræðina, en innan hennar eru margar greinar, svo sem heim- ilishagfræði, almenn listasaga og listiðnaðarsaga. Kennt var t.d. um álls konar vefnað, að- greining viðartegunda, rakin þró unarsaga gleriðju og leirkera- smíði, kennt að þekkja stílteg- undir húsgagna frá mismunandi tímum og ■ samsetning lita og meðferS þeirra. Auk þess hef ég farið fleiri námsferðir um Evrópu. Til dæm is fór ég tii Svíþjóðar fyrir tveim árum og var þar á nám- skeiði til að kynna mér nýjustu kennsluaðferðir í híbýlafræð- um. Arkitektúr hefur alltaf heill- að mig mest og það hefur ver- ið gæfa mín að geta unnið að starfsgrein minni, enda þótt eig inmaðurinn og börnin hafi að sjálfsögðu verið númer eitt. En mér finnst það b'látt áfram nauð synlegt að gera eitthvað uitan húsverkanna. Ég fylgist af áhuga með starfi manns míns og öðlast þannig meiri innsýn í mitt eigið fag, og reyni að hagnýta mér þá þekk- ingu, sem hann miðlar mér. Ég hef alltaf einhver verkefniund- ir höndum og hef mikla ánægju af starfi mínu. Um leið og Kristín talar þessi orð dregur hún glóðvolga köku út úr bökunarofninum, sem hún síðan leggur á borð með kaffinu. Á veggjunum hanga heimaofin teppi. Allt heimi'lið ber myndarskap hús- freyjunnar vitni. Og samt hef- ur hún tíma til alls. -K Ég hitti Ragnheiði Árnadótt- ur á vinnustað, en þó ekki fyrr en eftir lokun, því annríki hafði verið mikið á skrifstofunni. Ragnheiður var hvorki að hugsa um skóla né útlönd vorið Ragnheiður Árnadóttir 1942. Hún trúlofaðist ísak Sig- urgeirssyni viku eftir stúdents- próf, gifti sig tæpu ári síðar og helgaði sig heimilinu næstu fimmtán árin. Og þó verður það ekki sagt, því að þær fylla lík- lega tvo tugi bækurnar, sem hún hefur þýtt úr erlendum málum Æfingu við þýðingar liafði hún fengið er hún vann hjá Morgunblaðinu eftir stúd- entspróf. Þau hjón hafa eign- azt fjögur börn. Svo skemmti- lega vildi til, að einmitt á sama tíma og hún fagnaði 25 ára stú- dentsafmælinu, lauk eldri dótt- ir hennar stúdentsprófi og eldri sonurinn háskólaprófi frá Bandaríkjunum. „Einhvern veginn nægðu mér ekki húsfreyjustörfin eingöngu", sagði hún. „Maður sér sjaldnast árangur af slíkum störfum. En þegar ég hafði lokið við að þýða bók, gat ég haldið á henni í höndum mér og sagt: þetta héf ég gert. Bókin var eitthvað á- þreifanlegt, einhver staðfesting, veitti mér ánægju. Nei, ég var ekki lengi með eina bók, ég reyndi að einbeita mér að henni, sat sem mest við, og gat lokið við hana á tveimur mán- uðum. Yngsta barnið mitt er nú orð- ið 17 ára, og mér finnst raunar állar leiðir færar núna. Ég lagði þýðingar á hilluna um stund og fór að vinna á skrifstofu. Fyrir nokkrum árum réði ég mig sem ritari hjá manni mínum, sem rekur innflutnings- fyrirtæki“. „Og hvernig er að vinna hjá eiginmanni sínum, hvernig geng ur samstarfið?“ spyr ég. „Samstarfið hefur alltaf verið gott, bæði hér og heima. En ég gerði mér fljótt ljóst, að hér er það hann, sem er húsbóndinn, en á heimilinu ríkir jafnréttið. Ég reyni að hegða mér eins og ég væri honum óviðkomandi manneskja hér á skrifstofunni, hlýði fyrirskipunum hans, stend aldrei upp í hárinu á honum." Og það er auðvelt að ímynda sér Ragnheiði taka þessa skyn- samlegu afstöðu. Augun lýsa af greind, yfirbragðið er rólegt og yfirvegað. Það er sjó’lfsagt ekki hægt að hugsa sér ákjósanlegri ritara. „En samt hafði ég mest gam- an af að þýða, og hver veit nema ég snúi mér aftur að því, þegar tækifæn gefst“, seg- ir hún, um leið og ég kveð og hverf út í myrkrið. * Þær sögðu mér skólasystur hennar, að það væri full ástæða til að stofna til sérstaks við- tals við Ragnhildi Ingibergs- dóttur. Og það eru vissulega orð að sönnu. En þegar ég ætl- aði aö hitta hana að máli, var hún svo önnum kafin, að hún hafði engan tíma aflögu. Hún sagði mér aðeins í örstuttu máli helztu æviágrip sín. Vonandi gefst tækifæri seinna ti'l að ræða við hana betur. En það er af Ragnhildi að segja, að hún var ein þeirra kjarnorkukvenna, sem lögðu fyrir sig læknisnám að loknu Ragnhildur Ingibergsdóttir stúdentsprófi. Námið veittist henni auðvelt og eftir að hún tók lokapróf hér heima, fór hún utan til frekara náms, bæði í Sviss og Danmörku. Hún kom ekki heim aftur fyrr en árið 1954. Árið 1956 var hún skipuð yfirlæknir við Kópavogshæli og hefur unnið þar ómetanlegt starf til heilla fyrir samfélagið og þjóðina al'la. Hún hefur átt mestan þátt í því að skapa þar heimili og athvarf fyrir þau börn og fullorðna, sem lífið hef- ur dæmt úr leik að eilífu. Hún hefur fórnað sér fyrir þessi oln- bogabörn lífsins, og hlynnt að þeim, eins vel og henni er unnt. En þó að Ragnheiður hafi helgað sig líknarstörfum, hefur hún þó ekki brugðizt í því hlut- verki, sem náttúran skapaði henni, hún er gift kona og tveggja barna móðir. Maður hennar, Björn Gestsson, er for- stöðumaður Kópavogshælisins, og eru því störf þeirra ná- tengd. * Guðrún Thorarensen Ég hef aðeins hitt eina mann- eskju á 'lífsleiðinni, sem hefur haft verulega ánægju af að pikka á ritvél. Það er hún Guð- rún Thorarensen. „Það er alveg satt, ég hef alltaf haft mjög gaman af því. Ég innritaðist svo sem í háskól- ann, ætlaði að stúdera frönsku og latínu. En ég var víst eini nemandinn, sem ilangaði til að læra latínu þennan vetur, svo að það varð ekkert úr kennslu. Enda skipti það ekki máli, því að ég fór auðvitað strax að vinna á skrifstofu. Það var svo inn- dælt að vera 'laus við náms- bækurnar og rexið, og ég greip því feginshendi að geta sjálf farið að sjá mér farborða.“ Guðrún er „litfríð og ljós- hærð og létt undir brún, hand- smá og hýreig . .. “, það kem- ur sér áreiöanlega vel að vera handsmá við ritvélina. „Fimm árum seinna réði ég mig á skrifstofu Borgarfógeta, og þar hef ég verið síðan. Svo hef ég auk þess tekið að mér alls konar heimavinnu, og frá 1952 til ’65 var ég þingritari að aukastarfi. Það er svo sem ekki margt af mér að segja, ég hef al'ltaf búið í sama liúsinu, mig hefur aldrei langað til að dveljast langdvölum erlendis, er ekki gift og hef alltaf unnið á sama stað“. Það er líklega satt, sem þær segja, að hún Rúna sé mjög lít- illát, en sú, sem býr yfir slíkri sálarró og jafnvægi hugans, hlýtur að eiga sér einhvern innri heim, þar sem atburðirn- ir gerast, og við hin eigum enga hlutdeild að. Nú telur Guðrún peninga dag- inn út og daginn inn. Og það eru engar smáfúlgur, sem renna um hendur hennar, heldur hin ýmsu gjöld og skattar, sem rík- ið heimtar af þegnum sínum — þinglýsingargjöld, stimpilgjöld, skiptagjöld o.fl. Guðrún var hækkuð í tign fyrir tveimur ár um, og þó hún segi það ekki sjálf, þá er hún víst geysifljót að te'lja. ^< Og þá er það Halla Bergs. f hugum flestra, sem hafa heyrt hennar getið, er hún tengd ferðalögum og fjarrænum lönd- um. Enda er Halla engum manni háð og getur farið og komið, hvenær sem hugurinn girnist. En hún hefur búið sér nota- legt hreiður hér í höfuðstaðn- um segist vera hætt að flakka — í bili — og þangað heim- sótti ég Höllu eitt kvöldið. Halla hefur eignazt ýmsa fá- gæta muni á ferðálögum sín- um, sem hver hefur sína sögu að segja og setja skemmti- legan svip á umhverfið. Úti í einu horni stofunnar stendur píanó, sem lætur lítið yfir sér: ég vissi það. ekki fyrr, að Halla stundaði nám í Tónlistarskól- anum og hefur yndi af píanó- leik. „En hvernig stóð á því,' að þú fórst að flakka, Halla?“ „Eins og annað ungt fólk, var ég full af útþrá, langaði ti'l að sjá mig um í heiminum, en fs- land var auðvitað lokaö land á þessum árum, og tækifærin ekki mörg til utanferða. Ég las ensku og frönsku hér við há- skólann, og þriðja haustið mitt þar fékk ég vinnu í utanríkis- ráðuneytinu. Og það varð eig- inlega upphafið að öllu mínu flakki. Strax að afloknu B. A. prófi var ég send til Stokk- hó'lms og starfaði þar í þrjú ár sem ritari við sendiráðið. Á meðan ég var þar fékk ég tæki færi til að heimsækja Sovétrík- in. Að vísu var þetta skömmu eftir S’tríð, en engu að síður var stórkostlegt að koma í leikhús- in og sjá óperur og hinn dá- samlega rússneska ballett. Næst bauöst mér starf í ís- lenzka sendiráðinu í París. Þar var ég í tvö ár. Þar rættist sú ósk mín að kynnast Frakklandi og franskri tungu betur. Bjó ég hjá franskri fjölskyldu. Það er nauðsynlegt vegna daglegsmáls. En þegar maður vinnur í sendi ráði síns lands, er eins og mað- ur sé ekki einvörðungu í ókunnu landi he’ldur að nokkru leyti á íslenzkri grund, maður er alltaf með hugann við ís- lenzk málefni, les íslenzk blöð, talar íslenzku. Á vinstri bakka Signu dvald- ist töluvert af íslenzkum náms- og 'listamönnum um þetta leyti, piltar og stúlkur, margir hverj- 6. október 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.