Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1968, Blaðsíða 14
A erlendum bókamarkaði Oie Truckene Trunkenheit — Mit Jakob Baldes „Satyra Contra Abusum Tabaci". Sigmund von Birken. Neuausgabe der 1658 erschienenen deutsche Ubersetzung des Balde’schen Textes. Herausgegeben von Karl Pörnbacher. Kösel Verlag 1967. DM 32. — Bók úr bókaflokki Kösel útgáfunnar „Deutsche Barock-Literatur" en ritstjórar hans eru Martin Bireher og Friedhelm Kemp. Bók þessi fjallar um hrylling tóbaks misnotkunarinnar. Þegar Kristófer Kólum- bus steig á land á eyju einni undan ströndum Ameríku sá hann og fylgjarar hans með nokkurri forundran, reyk stíga út úr munni og nefi innfæddra. Þeir félagar urðu fyrstir Evrópubúa til þess að kynnast notkun tóbaksins. Fyrsta ritið þar sem get- ið var um þessa urt, var sett saman af Romano Pane: „De insularium ritibus" kom út 1497. Þar er getið um reykingar inn- fæddra. Læknar þeirra tíma töldu urtina mjög heilnæma, einkum væri reykur góður gegn mæði, gikt, hósta. höfuðverk, maga- kvölum, uppköstum og ágætt væri að bera tóbak í opin sár. Ýmsir litu urt þess þó 6- mildum augum og af deilum manna spruttu fjölskrúðugar bókmenntir. Sumir töldu að djöfullinn teygði menn til tóbaks- notkunar og Rannsóknarrétturinn á Spáni dæmdi mann nokkurn til tíu ára fangelsis fyrir að reykja. Síðar var tekið að banna 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS tóbaksreykingar víða í borgum megin- landsins, en þetta bann aflagðist þegar landstjórnarmenn sáu tekjuöflunarmögu- leika sína stóraukast með því að pranga tóbaki inn á þ egna sína. Tóbakseinokun var tekin upp víða um lönd og skattar á innfluttu tóbaki voru stórauknir. Meðal þeirra rita, sem út komu í tilefni tóbaksreykinga var þetta rit „Die Truck- ene Trunkenheit" sem er frjálsleg þýðing Sigmunds von Birken á „Satyra Contra Abusum Tabaci" eftir það góða latínu- skáld Jakob Balde. Auk þessa fylgir þýð- ingu Sigmundar „Discurs von den Nahmen, Ankunfft, Natur, Kraft und Wurkung des Krauts Tabak“, en þar í er gefin lýsing á þessari urt, sem hafði vakið slíkar deilur með mönnum. Rit Sigmundar er talið vera bezta tóbakssatýra á þýzku frá 17. öld. Þessi útgáfa er einkar vönduð og fylgja ítarlegar athugagreinar og bibliografía. Cristlicher Platonismus. Die tlheologisch- en Schriften des Marius Victouinus. Uber- setzt von Pierre Hadot und Ursula Brenke — Eingeleitet und erlautert von Pierre Hadot. Artemis Verlag Zurich 1967. Sv.F. 43.— Bók þessi hefur inni að halda guðfræðirit Victorinusar, sem Adolf von Harnack kall- ar „einen Augustin vor Augustin". Hann fæddist í Afríku, kenndi í Róm og varð frægur fyrir ræðusnilld. Um miðja fjórðu öld lét hann turnast til kristni, en sú turnan hafði þær afdrifaríku afleiðingar, að Ágústinus tók hann sér til fyrirmyndar 386. Hugmyndir Victorianusar eru mjög mótaðar af Neoplatonisma og áhrif hans í guðfræði urðu mikil. Hann ritaði gegn Arí- usarkenningu og er það rit birt hér í þýzkri þýðingu ásamt smærri guðfræðirit- um hans. Hann var maður tveggja heima og það sem vitað er um hann utan ritanna, sem varðveitzt hafa, er stutt umgetning í „De vins illustribus" Hieronymusar. Þessi útgáfa er vönduð og er gefin út í bóka- flokki Artemisútgáfunnar „Die Bibliothek der Alten Welt“. New Penguin Shakespeare: The Timpest — Henry V — Othello. Penguin Books 1968. 5.— 6.— 6.— The Tempest er gefin út af Anne Righter, sem er fyrirlesari í ensku við Cambridge háskólann. Henry V er gefinn út af A.R. Humphreys og Kenneth Muir gefur út Othello. Hér með eru komin tólf bindi leik- rita í þessari vönduðu útgáfu. History of My Life. Giacomo Casanova Shevalier de Seingalt. First translated into English in Accordance with the Orginal French Manuscript by Willard R. Trask. Vol. I—IX. Longmans 1967. 50.— Brockhaus forlagið eignaðist eiginhand- rit minninga Casanova um 1820. Þar lá þetta handrit þar til 1960 að tilkynnt var útgáfa þess. Fram til þessa höfðu allar út- gáfur þessara frægu minninga verið byggð- ar á skekktum texta, stundum beinlínis fölsuðum. Það var ekki fyrr en nýja út- gáfan fór að koma út, að menn áttuðu sig á hvílíkur stílsnillingur höfundurinn var. Minningarnar voru ritaðar á frönsku og W.R.Trask, sem er mjög fær þýðandi var fenginn til þess að þýða þær á ensku. Þær voru gefnar út á frönsku og þýzku í tólf bindum, enska útgáfan verður gefin út í sex bindum, tvö bindi saman. Þessi tvö bindi, sem eru bundin í eitt, spanna tíma- bilið 1725-1748. Casanova fæddist í Feneyj- Um, foreldrar hans voru leikarar og sonur þeirra átti að verða prestur, Hann var því sendur til prests nokkurs í Padúa til undir- bvínings guðfræðinámi. Presturinn reyndi að beina honum á guðs vegi en systir prests kveikti með honum holdlega fýsn, sem alla tíð síðan varð honum ofurefli í samskiptum við konur. 1740 kom hann aftur til Feneyja og tók að drabba þar í hæpinni kaupsýslu, sem gaf lítinn arð, en varð honum til vansa. Þessi saga endurtók sig hvað eftir annað, öll fyrirtæki hans á verzlunarsviðinu misheppnuðust, en sam- kvæmt minningunum vannst það fyllilega upp á öðru sviði. Bókin er smekklega út- gefin. Nýjar danskar bœkur Framhald af bls. 10. DANSK LYRIK. I UDVALG VED THORKILD BJÖRNVIG. ANDEN DEL. GYLDENDAL, KÖBENHAVN 1968. Þetta síðara bindi danskra ljóða nær frá fyrri hluta 19. aldar og fram til ársins 1940. Hér eru tekin með skáld, sem fædd eru 1800 og síðar. Er þstta bindi enn meira hinu fyrra að vöxtum og hér er að finna sýnis- horn ljóða danskra skálda frá Emil Aarstrup til Tove Ditlevsen. Safninu lýkur með þessu erindi eftir Otto Gelsitied: Du er din egen skæbne, o menneskeslægt! I eget hjerte ligger den lod du fik. Vælg hadet, du skal faa det! Af el'skov springer lykken ved livet. J.H.A. 6. október 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.