Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1968, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1968, Síða 1
< EFTIR GUNNAR BJARNASON Til þess að kynbótastarf beri árang- ur, þurfa bæði gifta og gjörvileiki að fara saman. Alla þessa öld hefur fjöldi vel kunnandi og gáfaðra manna lagt sig fram um að kynbæta bústofn okkar fs- lendinga. Þótt beitt sé fullkominni þekk ingu og allri þeirri þolinmæði, sem mannlegt eðli getur í sér falið, þá kom- ast menn seint eða ekki að settu marki, nema heppni sé með. Hefji fimm menn samtímis kynbóta- starf og skipti með sér hóp af hryss- um, sem allar væru hálfsystur, þannig að 10 hryssur komi í hvers hlut, en kvnbótahesta velji þeir sér svo hver úr iöðum beztu stóðhesta á landssýningu, þá má segja að vel tækist til með vinnubrögð og heppni, ef einum heppn- ast af fjórum að skapa kostamikinn stofn, sem verulegt gildi hefði fyrir hestakynbætur í landinu. Raunin er líka sú, að öll viðleitni og opinber stuðningur við kynbætur hesta á þessari öld, hefur gefið okkur aðeins tvo ræktaða stofna, sem slegið hafa í gegn. Annar þessara stofna er skag- firzkur, venjulega kenndur við Svaða- staði, því að þaðan kom stofnfaðirinn, Sörli frá Svaðastöðum Nr. 71. Hinn stofninn er hornfirzkur, oftast kenndur við bæinn Árnanes, því að þaðan var stofnfaðirinn, Blakkur frá Árnanesi Nr. 129. Þessir tveir stofnar, sem halda ein- kennum sínum ættlið eftir ættlið og eru þeir einu, sem móta verulega út frá sér, eru um marga hluti ólíkir, en þó skipt- ast þeir á um að eiga kynbótahesta og gæðinga í fremstu sætum á keppnismót- um og sýningum. HÖRÐUR frá KOLKUÓSI Nr. 591 er íyrsti kynbótahestur af Svaðastaða- stofninum, sem stendur í fyrsta sæti á landssýningum Búnaðarfélags íslands, en slíka viðurkenningu hlaut hann á landbúnaðarsýningunni s.l. sumar í Reykjavík. Hestadómar hafa frá öndverðu verið mjög umdeildir hér á landi, og hesta- dómendur fá einnig misjöfn ummæli. Þessi hiti í mannfólkinu um hestadóma stafar af því, að hesturinn á svo sterk ítök í huga margra Islendinga og samlíf rnanns og hests hefur verið og er svo náið hér í landi. Deilur um hesta og hestastofna snúast mjög um þessar tvær gagnmerku hesta- ættir. Menn eru með Svaðastaðahestum og þá á móti þeim hornfirzku eða alveg öfugt. Deilur og rifrildi eru daglegir \iðburðir á vinnustöðum og heimilum, og ég hef séð menn slást með berum hnefum um það hvor væri betri kynbótahestur Nökkvi frá Hólmi eða Goði frá Sauðár- króki (Sveins-Blesi). Sem skemmtilegt dæmi um þessar oft Ilöfuðsvipur Harðar. Skapmikill viljahcstur. HÖRÐUR: Fönguiegur, gammvamr gæöjngur. lega óraunhæfu deilur um beztu stofna og beztu hesta landsins vil ég hér segja frá atviki og samræðum, sem áttu sér stað fyrir nokkrum árum að landssýn- ingu lokinni. Kunningi minn bauð mér ásamt nokkrum öðrum vinum sínum úr liópi hestamanna til kvöldfagnaðar til að ræða um atburði sýningarinnar og hestana. Þar var rætt um landsfrægan gæðing og vekring norðan úr Skaga- firði, og bent sérstaklega á hreyfingar hans og léttleika, — sagt að þannig ættu vekringar að vera gagnstætt þeim hornfirzku, sem voru taldir þyngslaleg ir þrammarar. Nú mundi ég það, að um- ræddur gæðingur var sonarsonur Nökkva hins hornfirzka, þótt hann væri af Svaðastaðastofni í móðurætt. Gaf ég nú þessar upplýsingar þarna í hita sam- ræðnanna. Vini mína sem flestir voru í þennan mund miklir Svaðastaða-sinnar, setti rækilega hljóða, unz einn þeirra stundi þjáður frá sér þessum ógleyman- legu orðum. „Nei, Gunnar, eyðilegðu ekki hestinn fyrir ókkur“. Við Islendingar megum aldrei gleyma því í hita deilnanna, að þessir tveir gagnmerku stofnar eru uppistaðan í liestakynbótum okkar. Þetta eru ómet- anleg menningarverðmæti, sem þarf að vernda og rækta áfram af alúð og kost- gæfni. Hér að framan voru nefndir stofn- feðurnir tveir, Sörli og Blakkur. Þeir voru_ uppi á 3. og 4. tug þessarar ald- ar. Á sama hátt og Nökkvi frá Hólmi hélt hæst á lofti merki hornfirzka gæð ingastofnsins á þessum tug aldarinnar, heldur nú Hörður frá Kolkuósi hæst merki Svaðastaðastofnsins. Landsdómnefnd lýsir Herði sem föngu legum og skapmiklum viljahesti með all- an gang og gammvökrum. Allt er þetta rétt, en slíkum skörungshesti verður varla lýst með orðum svo að nokkurt gagn verði að. Þar sem hann nú stend- ur sem landsgraðhestur númer eitt, þarf hann að skoðast í ljósi sinnar ættar. Er hann betri eða verri en stofnfeðurnir? Er framför eða afturför? HÖRÐUR er að mínum ðómi bezt gerður allra kyn- bótahesta af Svaðastaðastofni, sem fram hafa komið og sýndir hafa verið síðan 1940. Það er alveg óvíst, að gamli Hörður frá Kolkuósi Nr. 112, langafi bessa Harðar, eða Goði frá Sauðárkróki, einn ig náfrændi hans, hafi verið nokkuð betri reiðhestar. Það er örðugt að dæma um stigsmun á gæðingum, því að mis- munandi þjálfun og reiðmennska hafa svo mikil áhrif á ástand gæðings í hvert skipti, sem hann er reyndur og metinn. Hcstur nær því að verða gæðingur eða ekki. Og allir þessir nefndu hestar eru eða hafa verið gæðingar. Ég vil hér benda á annan mikilhæfan stóðhest af Svaðastaðastofni, sem einnig er orðinn heimilisfastur á Suðurlandi, Glað frá f latatungu Nr. 404, sem einnig er gæð- ingur og harð-skyldleikaræktaður Svaðastaðahestur. Ef rétt er á málum haldið, má rækta heimsfræg gæðinga- kyn út af Herði og Giað. Hrossastofninn á Kolkósi í Skagafirði *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.