Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1968, Blaðsíða 5
ið gekk sinn vanagang. Ganev kom rakleitt heim úr vinnunni á kvöldin. Þau snæddu kvöldverð, og meðan kona hans gekk frá matarílátum frammi í eldhúsi, lagði hann sig á sófanum í dagstofunni, las blöðin og hlustaði á útvarpið eða sýsl- aði við frímerkin sín. Telpan lék sér hjá honum á gólfinu. Á hverjum laugardegi fóru þau að sjá kvikmyndir og komu aftur hress og dáiítið æst. Þau ræddu um leikarana og fóru því næst ánægð í rúmið. Stundum heimsóttu þau kunningjana eða buðu þeim heim. En það bar æ sjaldnar við. Stundum kom lika tengdamóðir Ganevs, sem var honum lítt að skapi, og þá voru þau vön að lenda í stælum. Nokkrum sinnum á ári fóru þau í gönguferðir upp á Lyulin eða Yitoshafjall, öll þrjú vel og hreinlega til fara. Hann bar venjulega gríðarstóran bakpoka, fullan af matvælum og aukafatnaði. Hún gekk við staf og hafði sólgleraugu, og telpan liafði ávallt með sér öskju undir fiðrildi, sem liún bar í ól um axlirnar. Og þau voru vön að láta fyrirberast á grösugu engi og eyða þar friðsælum deginum. En bezt féll þeim að vera saman heima á kvöldin. Hann var stundum svo önnum kafinn að skoða frimerkin sín, að hann sagði ekki aukatekið orð allt kvöldið, en gaumgæfði þessa litlu marglitu pappirsmiða, sem hann hélt blíðlega í litlum töng- um, meðan kona hans var að sauma, eða beið hans liáttuð ofan í rúm, þreytt eftir erfiði dagsins. Stundum veiktist telpan eins og gengur. Þá urðu þau áhyggjufull og færðust nær hvort öðru. Þá var Ganev ávallt boðinn og búinn að sækja lækni eða fara eftir meðali. Hann rakti raunir sinar fyrir vinnufélögunum á skrifstofunni og hlustaði fjálglega og með hluttekningu á frásagnir þeirra um barnasjúkdóma. Föð- urtilfinningar hans höfðu glaðvaknað, og hann var vanur að annast heimilisstörf- in fyrir konuna, sækja kol, kveikja upp í arninum, sópa gólfin og þvoði meira að segja upp eftir matinn. Hún fékk jafnvel ekki að gera innkaupin hjá slátraran- um eða bakaranum. Hann var svo umhyggjusamur heimilisfaðir, að hún hafði enga ástæðu til að kvarta. Þau höfðu verið gift í sex ár, og lífið hafði gengið sinn vanagang án nokkurra breytinga. Laun hans voru góð, og auk þess naut hann hlunninda hjá fyrirtækinu, svo að þau höfðu úr nógu að spila. Þá var það ekki lítils virði, að konan hafði erft talsverða fjárhæð, sem henni voru greiddir vext- ir af. Engu að síður lifðu þau fábrotnu og fremur einangruðu lífi. Hann dreymdi um hærri stöðu hjá fyrirtækinu, mesta ánægja hans var frimerkjasöfnun, og hann dreymdi um að búa heimilið nýtízku húsgögnum. Hann hafði keypt hvers kyns áhöld og heimilistæki — hakkavél, vél til að fjarlægja kirsuberjakjarna, strokk, ryksugu, rafmagnssteikarpönnu, og allt sem nöfnum tjáir að nefna, og sumt brotn- aði, áður en hann hafði kynnt sér, hvernig átti að nota það. Eitt sinn fékk hann áhuga á myndatökum. Á sumrin tók hann myndir af sér, konu sinni og dóttur í görðum eða uppi í fjöllum. Að vetrinum fór hann í Boris Gardens í sama tilgangi. Kona hans varð hins vegar aldrei uppnæm, nema hún fengi sér nýjan kjól eða nýjan hatt. Við slík tækifæri komst hún úr jafnvægi og óttaðist, að kjóllinn kynni að vera gallaður, ellegar hatturinn færi henni illa. En stundum kotnu þeir dagar, að hún kvartaði um leiðindi, og þá stældi hún við Ganev um fánýta hluti. Þá var hann vanur að sýna henni meiri nærgætni en ella. Hann bauð henni út að borða eða þau fóru í leikhúsið. Þá varð hún aftur eins og hún átti að sér, og allt varð harla gott. Leigjandinn kom í vikulokin. Eitt kvöldið hélt Ganev heim haldinn þeim grun, að gestur væri kominn á heimilið. Það brást heldur ekki, að hann yrði var við sérkennilegan ilm og framandi ferðatöskur, jafnskjótt og hann kom inn í anddyr- ið. auk þess hafði hann veitt athygli bréfmiða, sem leigjndinn hafði misst á þrösk- uldlnn, um leið og hann gekk inn fyrir. Dyramottan hafði verið færð úr stað og aflöguð. Og í andrúmloftið í dagstofunni hafði blandazt einhver annarlegur ilm- ur við tilkomu gestsins. Konan var að strjúka lín í eldhúsinu. „Hann er kominn“, sagði hún hljóðlega. „Hann er inni í herberginu að koma dótinu sínu fyrir“. „Af hverju sagðirðu honum ekki að tala fyrst við mig?“ „Hvernig gat ég það? Hann opnaði dyrnar, og burðarmennirnir báru inn föggrur hans. Hvað gat ég gert?“ Ósvífinn náungi. Ég ætla að fara strax og hitta hann að máli“, sagði Ganev. Kon- an þrýsti handlegg hans. „Vertu ekki ruddalegur“, sagði hún. Hann hóstaði, áður en liann fór út úr eldhúsinu og gekk þvi næst að herbergisdyrunum. Fyrir innan heyrðist fótatak og skrjáf í pappír. Hann hikaði, lagði af sér frakkann, lagfærði bindishnútinn og drap á dyr. „Kom inn“ var kallað djúpum, vingjarnlegum rómi. Ganev sneri húninum. Ljóshærður maður, sólbrúnn í andliti, stóð við borðið hjá veggnum. Hann var að hagræða nokkrum flöskum og rakáhöldum, sem hann hafði tekið upp úr töskunni. Tvær gríðarstórar ferðatöskur stóðu opnar á gólfinu, fullar af nærfatnaði. Hjá þeim stóðu gulir skór með þykkum sólum, og við hlið- ina á þeim mynd af konu og myndalappar á víð og dreif. Ganev horfði í fyrstu tortrygginn á ferðatöskurnar tvær, sem voru þaktar skrautlegum miðum margra erlendra gistihúsa. Hann las nokkur framandi orð á ensku, leit því næst upp og virti leigjandann fyrir sér. Það var eitthvað framandi og eirðarlaust í fari hans, sams konar andrúmsloft og lék um töskurnar hans, eins og hann flytti með sér sjálfan andblæ hins eirðarlausa lifs. Hann var hugsandi og jafnframt einbeittur á svipinn. Samankipraðar varirnar með hrukkum við munnvikin, og liægri auga- brúnin, sem var hafin upp, gæddu svip hans festu. Þegar Ganev sá þetta andlit, varð hann áhyggjufullur. Það minnti hann á eitthvað ógeðfellt og uggvænlegt. Sjálfstraustið brást honum, og hann fann til vanmáttar gagnvart ókunnuga mann- inum. Hann hneigði sig og sagði: „Afsakið, að ég trufla yður, en ég er húsráðandinn hér“. „Gleður mig að kynnast yður“, svaraði maðurinn blátt áfram og rétti fram höndina. „Ég heiti Panov“. Ganev brosti alúðlega: „Hvernig lízt yður á herberg* ið?“ „Það er viðfelldið. Sólríkt og rúmgott", sagði leigjandinn. Hann litaðist um, brosti og sagði: „Ég hefði gjarnan viljað bjóða yður sæti sem gesti mínum, en eins og þér sjáið, þá hef ég enn ekki komið farangri mínum fyrir. Auk þess er aðeins einn stóll hérna“. Ganev varð skömmustulegur. „Konan hefir ekki veitt því athygli. Ég skal fá yður annan“, sagði hann. Hann sótti stól inn í dagstofu og hug- leiddi að taka einn hægindastólinn að auki, en sá sig óðar um hönd. „Hvað á ég að gera?“ hugsaði hann og fór út í eldhús til að ráðfæra sig við konuna. Hann fór með slikum asa, að hún varð óttaslegin. „Þú hefir aðeins látið einn stól inn til hans. Hvern af hinum stólunum ættum við að fá honum?“ Þau urðu bæði áhyggju- full, því að málið var ekki eins auðleyst og ætla mætti. Auk stólanna í gestastof* unni voru stólar í dagstofunni, en þeirra var þörf, er gesti bar að garði. Þau kærðu sig heldur ekki um að lána neinn þeirra. Og þau gátu ekki með góðu móti boðiS honum upp á eldhússtól. „Flýttu þér, maðurinn bíður", sagði Ganev, óþolinmóöur. „Taktu þann, sem þér sýnist“, svaraði konan stutt í spuna. „Þetta er allt þér að kenna. Þú verður að sjá eitthvert ráð“, hreytti hann út úr sér. En hver sem áttl sökina, þá varð að útvega stól og að lokum neyddist Ganev til að taka tvo stóla úb dagstofunni. Hann skaut þeim inn til leigjandans og huggaði sig við, að þeir yrðu þar ekki Iengi. Við það óx sjálfstraust hans, eins og hann hefði öðlazt einhvem rét| yfir manninum með þvi að færa slíka fórn. „Vinnið þér á skrifstofu?" spurði hann. Maðurinn hafði á ný sökkt sér niður í málefni sín. Hann brosti, stakk hendinni í vasann og dró fram bláa vasablokk. „Jú, auðvitað, þér eigið rétt á að vita, hver égl er. Hér er vegabréfið mitt“. Hann snerist á hæli og tók að róta í farangri sínum. Ganev fór út úr herberginu. Þegar hann kom aftur fram í eldhúsið til konunnar, virtist hann rólegur, en þó hálfgramur yfir að hafa orðið að láta stólana af hendi. „Þú hefðir ekki átt að láta þá inn til hans, þeir gætu brotnað. Jæja, hvað er hanu svo“, spurði konan. „Hreinn undrafugl“. svaraði Ganev og brosti. „Ég held, að hanu sé ekki með öllum mjalla. Hann hefir ekkert nafnskírteini. Hann lét mig hafa vega* bréfið sitt. Við skulum skoða það. Hann fletti vegabréfinu. Konan laut yfir hann, og telpan kleif upp á stól. Þau störðu öll þrjú áfjáð á mynd mannsins, þögul og forvitin. Fluga barðist um á glerrúðu í hurðinni, sem vissi út að gangstígnum, og langleitir andlitsskuggar þeirra flöktu í skini lampans, sem hékk yfir höfðum þeirra. Vegabréfið sýndi, að hann var nýkominn frá ítalíu, að hann var verkfræð* ingur, þrjátíu og átta ára og ókvæntur. Þau tóku nú að geta sér til um æviferii hans, svo stakk Ganev vegabréfinu í vasann og settist að snæðingi. Þetta kvöld sátu þau lengi frammi í eldhúsi. Það var ekki, fyrr en leigjandinn var farinn út, að þau settust inn í dagstofuna. Þau voru óánægð og kvíðafull. Eftir að hafa rifizt smástund, gengu þau til náða, en gátu með engu móti sofnað, fyrr en leigjandinn kom. Hann kom heim um miðnætti. Þau heyrðu fóttak hans fjara út og urðu fyrst alveg róleg, þegar þau heyrðu, að hann slökkti ljósið. Fyrstu dagana var andrúmsloftið þrungið spennu, en smám saman færðist ró yfir fjölskylduna. Hið leyndardómsfulla í fari leigjandans hætti að kvelja forvitni þeirra svo mjög. Nú vissu þau, að hann fór að heiman klukkan níu á morgnana, að hann vann að einhverju í herberginu, teiknaði uppdrætti og gerði áætlanir. Gan- ev reyndi að fá nánari vitneskju um hann, en enginn vinnufélaganna vissi neitt um hann. Leigjandinn kom svo seint heim á kvöldin, að þau urðu hans ekki vör. Aðeins Anna sá hann, þegar hann fór að heiman á morgnana, hár, vel rakaður og vel klæddur. Gegnum rúðuna í eldhúshurðinni sá hún bregða fyrir þreknum herð- um hans í dagstofunni, sem gáfu til kynna afl hans og hreysti, og henni þótti sem léttum skugga hans brygði yfir hana, áður en hann birtist. Eitthvað skalf innra með henni, og hún hóf að starfa í ákafa, berja og dusta teppi. En svo varð hún döp- ur án nokkrar sérstakrar ástæðu. Á skrifstofunni kvartaði bóndi hennar við félaga sína: „Það væri fjári hart að hafa ókunnugan mann á heimilinu“. Hann hafði aldrel verið afbrýðisamur vegna konu sinnar, fyrr en núna. En síðan leigjandinn kom á heimilið, hafði afbrýðisemin kvalið hann. Hann flýtti sér alltaf eins og hann gat heim úr vinnunni. Honum virtist kona sín vera óánægð, önug og uppstökk. Og hann tók eftir því, að eins var þvi háttað um hann sjálfan. Honum virtist skrifstof- an full af ryki, skrifborðin óhrjáleg og vinnufélagarnir óþolandi. Jafnvel forstjór- inn, sem hann óttaðist og virti, var ekki annað en réttur og sléttur ístrubelgur. Varðandi líf sitt hafði hann þegar skipt um skoðun: Áður hafði liann jafnan álitið, að allir öfunduðu sig vegna góðrar stöðu sinnar, ástríkrar eiginkonu og hins áliyggju lausa lífs. En nú þótti honum líf sitt orðið hversdagslegt og ömurlegt. Jafnframt þvi, sem hann reyndi að forðast þessar hugsanir, leitaði hann að orsök þeirra, en árangurslaust. Leigjandinn var orsök alls þessa. Hann liafði komið með eitthvað fjandsamlegt inn í líf hans. Ganev hafði orðið þess var og lók að hata manninn. En hann forðaðist að minnast á hann, svo að kona hnns vrði ekki vör við hatur hans. Leigjandinn virtist ekki gefa þeim minnsta gaum. Haim bað aldrei um neitt sér til handa og ónáðaði þau aldrei. Það var sem hann byggi ekki undir sama þakl og þau, heldur einhvers staðar viðs fjarri. Stundum hafði Ganev þá tilfinningu, að hann væri ekki lengur húsbóndinn á heimilinu, heldur aðeins leigjandi, og það særði hann. Eitt sunnudagskvöldið, er þau sátu í dagstofunni, og hann var að sýsla við frímerkin, kom leigjandinn heim. Hann gekk í gegnum dagstofuna með öryggi og einbeitni í fasi og hvarf inn í herbergið sitt. Anna leit snöggt á eftir honum. Augnaráð hennar hvíldi á dyrunum, sem höfðu lokwt á hæla hans. Hún var að sauma, og um stund sat liún aðgerðarlaus með nálina í hendinni. Ganev gaf Framh. á bls. 9 ^ 6. október 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5 '|

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.