Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1968, Blaðsíða 9
Reykholt í Borgarfirði. Útsýni af liæðinni ofan við staðinn. Deildartunguliver er vatnsmestur hvera, en lítið sést nú í hann fyrir steinsteypu. arið væri búið að vera dágott. Um verzlunarmanna- helgina væri eins og allir færu á kreik og tækju úr sér óróann í eitt skipti fyrir öll. Þá nær umferðin og gestagangurinn ihámarki og síðan er eins og eng- inn þurfi að hreyfa sig meir. Eða þá að fólki finnst, að sumarið sé búið í ágústbyrujn. Okkur kom sam- an um, að verlzunarmannahelgin væri á fremur óh ppilegum tíma; ef til vill væri betra að flytja hana um set, annað hvort fram í júlí eða að halda hana hátíðlega seinni partinn í ágúst. M ér þykir leitt að geta ekki sagt einnhvað fall- egt um styttu Wiegelands af Snorra; hún stendur á hlaðinu í Reykholti eins og allir vita. Það er frekar stirðlegt verk á háum stalli og mig grunar að þess- konar minnismerki heyri til fortíðinni og finni lít- inn hljómgrunn í hugum nútíma fólks. Þessi gerð minnismerkja er líklega einhvers konar arfur frá keisaratímunum, þegar hershöfðingjar, kóngar og keisarar voru myndaðir á hestbaki og tyllt upp á tveggja til þriggja mannhæða háa stalla á torgum. Okkur finnst enn, að minnismerkið eigi að vera eitt- hvað í þessa átt og árangurinn er hverjum manni ljós: Skúli fógeti við Aðalstræti og Einar Benedikts- son á Miklatúni. Merkilegt að Ásmundi skyldi ekki koma neitt skárra í hug. Það virtist þó vera, að nóg væri komið af þessum frakkaklæddu herrum. Snorri er líka í frakka eða einhvernskonar kufli. En hvernig var hann og hvernig klæddist hann? Hér gekk hann um garða í fötum, sem líklega hafa verið sniðin úr útlendu klæði, maðurinn liklega dá- lítið feitlaginn og sköllóttur. Hvað væri Reykholt, ef Snorri hefði ekki varpað ljórpa á þennan stað? Ekki gott áð segja; ef til vill ofur venjuleg jörð með vísi- tölubúi, tveim traktorum, og jjotheysturni. A ðförin að Snorra er með því lágkúrulegasta í vígamennsku Sturlungaaldarinnar. Það var kald- rifjað níðingsverk og morð og Snorri ekki einu sinni vigfimur bardagamaður heldur huglítill skriffinnur, pólitíkus og andans maður. Honum var ekki farið eins og þeim hetjum, sem hvorki létu sér bregða við sár eða bana; hann kveinkaði sér, baðst undan högg- inu, en sú beiðni kom vitaskuld fyrir lítið. Oft ráða tilviljanir úrslitum um líf manna, hvern- ig það þróast, hvernig það heppnast. Hvort afburða- hæfileikar fái þau skilyrði að þeir njóti sín, eða hvort meðalmennskan verður ofaná. Tilviljun virðist hafa ráðið miklu um líf Snorra Sturlusonar. Sá at- burður er kunnur og ég hirði ekki um að rekja hann nákvæmlega. Á sáttafundi í Reykholti hafði Þorbjörg nokkur, kona Páls prests, gerst helsti áköf í athöfnum sínum, er hún vildi gera Sturlu í Hvammi sem líkastan Óðni og stinga úr honum augað. Nær- staddir menn komu í veg fyrir slys, en Sturla var slægur og notfærði sér atburðinn; hann gerði fjar- stæðukenndar sárabætur, en Jón Loftsson í Odda skar úr. Það varð úr að hann tæki sveininn Snorra í fóstur og varð skapbræði Þorbjargar til þess að hinn verðandi snillingur hlaut uppeldi á mesta menn ingarsetri landsins. K-eykholt er að vísu talið höfuðból frá fornu fari. ítökin voru víða: Skógarítök, selstaða, afrétt, veiði og reki á Ströndum. Eggert Ólafsson taldi þó, að beztu hlunnindi staðarins væri laxveiði í Grímsá fyrir Hestlandi. Eggert segir tvo menn geta haft 500-600 laxa í hlut á dag, en kannski eru það venju- legar veiðimannaýkjur, sem ekki er mark takandi á. Upptalningu á þessum ágætu ítökum Reykholts er meðal annars að finna í Rsykholtsmáldaga, elzta íslenzka skjali, sem til er á skinni og geymt er í þjóðskjalasafni. Það er eigna- og réttindaskrá kirkj- unnar; elzti hluti þess síðan 11'85. Nokkru fyrir samningu þessa merka máldaga varð Reykholt biskupssetur um eins mánaðar skeið; það var í byrjun 12. aldar. Tildrög þess voru með þeim hætti að Þorlákur biskup Runólfsson hafði verið vígður af Gissuri biskupi lifandi, en eftir lögum máttu ekki vera tveir biskupar í senn vígðir til sama staðar. Þorlákur settist í Reykholt, en Gissur dó mánuði eftir vígsluna og Þorlákur flutti þá í Skálholt. Síðar kemur við sögu Reykholts Oddur Gottskálksson, sá er þýddi nýja testamentið. Hann hélt Reykholt um nokkurra ára skeið og hafði prest til að þjóna; hann var sjálfur óvígður. Hvað er til minja um forna frægð Reykholts og búskap þess höfundar, sem skráði á skinn sögur um norska kónga? Hérumbil ekkert. Að vísu er gestum sýnd laugin og göngin. Og svo getur hver og einn reynt að sjá Snorra fyrir sér í baðinu. En hvílíkur munur felst í þessu; höfðinginn á öndverðri þrett- ándu öld kemur sér upp baðlaug og kannski hefur laugin staðið fyrir hans daga. Ætla má, að alþýða manna hafi og notið góðs af lauginni samkvæmt hinni gildu kenningu: Hvað höfðingjarnir hafast að hinir meina sér leyfist það. Síðar, þegar öll reisn hafði verið brotin á bak, þá lögðust laugar niður líkt og fólkið hefði ekki lengur rænu á að þrífa sig. Það kom í hlut aldamótamann- anna, sem nú eru margir um og yfir áttrætt, að byggja laugar að nýju. Sú elzta var að sjálfsögðu í Þingeyjarsýslu; fyrinhleðsla úr torfi og grjóti við heitan læk ofan við skólann á Laugum í Reykjadal. Mér var að minnsta kosti sagt það norður þar. Líklega hefur Snorri getað stillt hitann í laug- inni að vild; einhverjar sagnir munu til um kæli- rennu að lauginni, en hennar sér nú engan stað. Og Snorralaug hefur verið hlaðin upp oftar en einu sinni. Einn Reykholtspresta- fékk valinkunnan hleðslumann frá Húsafelli til að hlaða laugina upp; mig minnir það hafa verið á ofanverðri síðustu öld. Hleðslumaðurinn vann verkið þannig að það lof- aði meistarann og presturinn leit yfir það og sá að það var harla gott og fór að verða upp með sér. Það var þó hann, sem stóð fyrir þessari endurreisn. Hann vildi gjaran að samtíðin og framtíðin gætu séð það svart á hvítu og bað um, að stafirnir sínir yrðu höggnir í einn steininn, þar sem vel sæist. Hleðslumaðurinn var ofur venjulegur aðlþýðumaður með haldgott brjóstvit, en enga skólagöngu á við prestinn. Samt sá hann, að þetta mundi ekki vera viðeigandi og færðist undan að vinna það verk. Þá lét prestur það gott heita. Þetta sýnir eins og áður, að það er ekki gott að segja til um, hvaðan menning- arvitarnir koma. En glóðvolgt vatnið í lauginni, — það kemur úr Skriflu og Skrifla er að sjálfsögðu hver. Ekki stór, en merkilegur hver með merkilega sögu. Eða svo segir Kristleifur á Stóra Kroppi og hann hefur allt frá feðrum sínum og langfeðgum. í ungdæmi hans vissu menn margt, ssm nú er fyrir bí; meðal annars þá staðreynd, að hverir þola ekki mannsblóð. Þannig var um Skriflu. Upphaflega var hverinn í friðsælu umhverfi innar byggðum í Borgarfirði; þar heitir Geitland. Þá bar svo til að skolað var uppúr hvern- um blóð úr fötum manns, sem myrtur hafði verið saklaus. Skrifla hvarf umsvifalaust í jörð niður og kom upp aftur á nokkrum stöðum. Meðal annars sett ist hverinn að um hríð nálægt bænum á Húsafelli, en brá sér þaðan í Reykholt og hefur átt þar sama- stað síðan. Ekki hef ég heyrt, að sunnlenzkir hverir hafi verið svona viðkvæmir, en annar hver borgfirskur varð fyrir samskonar ónæði og Skrifla. Þegar Jón nokkur murti rak hnít á hol í Jón Grímsson í Síðumúla árið 1570, hlaut hann bana af og voru föt hans þvegin úr Hurðarbakshver. Enn fór á sama veg; hverinn hvarf að vörmu spori og kom upp hinum megin við ána, þar sem hann er reyndar enn í dag. Fræðaþulurinn Kristleifur segir svo: „Ekki vissi ég annað í bernsku minni en fólk teldi þessa sögu um Skriflu og Hurðarbakshver heil- agan sannleika. Og vel voru slíkar sögur þegnar í baðstofunni gömlu, einkum er dimma tók í skamm- deginu, þótt draugasögurnar yljuðu ennþá betur“. í síðasta þætti þessarar frásagnar í næsta blaði verður vikið nánar að ýmsu skemmtilegu sem Kristleifur hefur bjargað frá glötun. SMÁSAGAN Framh. af bls. 5 öllu gætur. Hann sá viðbragð hennar og tillit. Það var fjarrænt, og hann réð af því, að hugsanir hennar snerust ekki lengur um hann og telpuna. Hann var í gömlu snjáðu fötunum sínum, þrekinn og klunnalegur. Hugur hans var í uppnámi, en hann þagði og lét á engu bera. Hann hélt áfram að sýsla við frímerkin, og reyndi að gefa sig við þeim af alhug. Af ásettu ráði fór hann ekki eins snemma í rúmið og venjulega, en sat við iðju sína fram að miðnætti. Upp frá þessu varð sambúð þeirra hjóna köld og þvingandi. Þau voru kurteis hvort við annað, til'litssöm, og þau töluðu um heima og geima og voru sammála. En hvorugt þeirra þorði að nálgast málefnið, sem olli þeim hug- arangri og þau hefðu átt að ræða. Dag- inn eftir bauð hann henni á kvikmynda sýningu. Hann veitti henni þessa ánægju fullviss um, að hún tæki gleði sína á ný eins og ávallt áður. En það kom fyrir ekki. Kona hans hélt áfram að vera utan við sig og lifði í sínum hugarheimi óraf jarri honum. Einn morgun, þegar hún var alein ásamt barninu, fór leigjandinn óvenju snemma að heiman, og hún gekk inm í herbergið til að sópa það. Hún hafði komið þar tvisvar eða þrisvar og var alltaf jafnhissa á þeim umskiptum, sem það hafði tekið. Aður hafði herbergið þefjað af fötum gamalar konu. Ein- hvern veginn hafði það alltaf virzt svo grátt og dimmt og ömurlegt. Gamla hnotuviðarborðið, þar sem gamla konan var vön að láta kertið sitt, greiðuna og gleraugun, eða sokkana af telpunni, sem svaf hjá henni, var nú óþekkjan- legt. Uppdrættir sem lágu þar á víð og dreif, öskúbakkinn, reykjapípur leigj- andans, bækur hans, snyrtiáhöld og Framh. á bls. 11 13. október 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.