Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1968, Blaðsíða 10
VIÐTAL eftir Bryndísi Schram Tónlistin er Þatf tungumál sem alfir skilja Rœtt við Ruth Little söngkonu „Söngurinn veitir mér meiri gleði nú en áður. Það er eins og þörfin fyrir tónlistina hafi vaxið við að eignast barn og heimili. Hins vegar skiptir mig engu, þótt áheyrendur mínir séu einn eða fleiri.“ Ruth Little kynntist manni sínum, Jósef Magnússyni flautuleik- ara í London árið 1959, er þau stunduðu bæði nám við sama skóla. Árið 1966 fluttu þau til íslands og hafa haft hér fasta búsetu síðan. Þau eiga einn son, Magnús, sem er tveggja ára. Hvar ertu fædd, Ruth? Smáborgir í Bretlandi eru hver ann- arri líkar. Áður fyrr var Carlisle verzl- unarmiðstöð bænda í nærliggjandi hér- uðum, en upp úr kreppunni miklu var komið á fót ýmis konar léttum iðnaði þar, t.d. fer mikið orð af vefnaðar- íramleiðslu Carlisleborgar. Menningar- ]íf var heldur fátæklegt á mínum upp- vaxtarárum, en seinasta áratuginn hef- ur verið stöðugur fólksflutningur til borgarinnar, og með nýju fólki skapast nýjar kröfur, það heimtar leikhús, tón- ]ist og dans. Nú á Norður-England sína eigin sinfóníuhljómsveit, og í Carlisle er starfandi áhugamannaleikhús og þjóð dansaskóli. Hvernig var þín æska? Ég var syngjandi frá því ég var krakki. Pabbi stjórnaði kirkjukór, og ég var snemma tekin í kórinn. Ég starf- aði mikið innan kirkjunnar, var ýmist á kóræfingum, fundum og öðrum samkom um. Og svo kenndi ég í sunnudaga- skólanum . Varstu trúuð sem barn? Ég geri ráð fyrir því, já. Börn gleypa við öllu gagnrýnislaust, það er ekki íyrr en seinna, sem efasemdir vakna. Ég hafði alla vega mikla ánægju af starfinu innan kirkjunnar, hún var mitt annað heimili. Varstu þá strax ákveðinn í að verða söngkona? Nei, nei, ég ætlaði að verða læknir, og því var það, að ég fór strax í gagn- fræðaskóla að miða nám mitt við það. í brezkum skólum byrjar sérhæfingin mjög snemma, þó að þar hafi orðið nokk- ur breyting á á seinni árum. Þetta tafði auðvitað fyrir mér seinna, þegar ég sneri mér að tónlistarnáminu, ég spilaði á píanó, en að öðru leyti hafði ég enga undirstöðumenntun á tónlistarsviðinu. Þú hefur þá farið í læknisnám? Já, eftir stúdentspróf hélt ég bein- ustu leið til höfuðborgarinnar og hóf nóm við háskólann. En einhvern veg- inn féll mér ekki námið. Þennan fyrsta vetur í London sótti ég jafnframt tíma í söng, og mér varð brátt ljóst, að söng- urinn átti hug minn allan, og að sú ver- öld hæfði mér betur. Næsta haust inn- ritaðist ég í Guild School og Music and Drama í London. Ég ætlaði mér að verða söngkona, en jafnframt að full numa mig sem kennari. Það eru marg- ir kallaðir en fáir útvaldir á þessu sviði sem öðrum, og því þótti mér ráðlegast að tryggja mér kennararéttindi jafn- hliða. Þarna lærði ég tónfræði, tón- heyrn, sögu, söng, píanóleik o.m.fl. Ég naut tilsagnar hinna beztu kennara. Þegar ég hafði lokið prófi eftir þriggja ára ném, hélt ég enn áfram í söngnámi næstu þrjú árin. Varstu þá farin að syngja opinber- lega? Já, strax að loknu kennaraprófi hóf ég að syngja með The Linden Singers, það er lítill kór, sem nýtur mikils á- lits í Bretlandi. Ég fékk mér auðvitað strax umboðsmann (agent), sem annað- ist allar ráðningar fyrir mig. Það skipt- ix miklu máli að hafa góðan umboðs- mann, þekktan og vel liðinn, það getur blátt áfram ráðið úrslitum. Ég fékk nóg að starfa, var önnum kafin frá morgni til kvölds og á sífelldu flakki milli borga. Hvað er þér minnistæðast frá þessum árum? Það var mér mikil uppörvun að bera sigur úr býtum í landskeppni í söng skömmu eftir að ég lauk prófi. Þessi keppni fer fram árlega í Bretlandi og opnar manni nýjar leiðir og veitir hlunn indi. En þar fyrir utan er það alltaf stórkostlegt augnablik, þegar maður finnur nálægð áheyrandans, finnur and- svar í áheyrandanum. Hvenær kynntistu manninum þínum? Það var haustið 1959, þegar hann kom út til náms. Það vildi þannig til, að prófessorinn minn hafði dvalizt á íslandi í stríðinu og alltaf haft mikinn áhuga á landinu síðan. Einar Vigfús- son, sellisti, var góður vinur þessa manns og hafði beðið hann fyrir ung- an íslending, sem var á förum utan til náms í þessum sama skóla. Við giftumst árið 1963 og áttum heimili í London næstu þrjú árin, eða þar til okkur fædd- ist sonur og við fluttum hingað heim. Þessi þrjú ár stunduðum við bæði okkar vinnu, Jósef var „free-lance“ hljómlistarmaður, þ.e.a.s. hann var á lausum kili, en tók að sér þau störf, sem buðust hverju sinni. Hann var á sifelldu ferðalagi um landið eins og ég, og við hittumst aðeins með höppum og glöppum. Sérðu ekki eftir að hafa hætt sem at- vinnusöngkona? Nei, alls ekki. Mér finnst ég hafa verið mjög lánsöm. Ég held ég hafi hætt a réttu augnabliki, einmitt þegar ég var búin að fá nóg. Ég hefði ekki verið reiðubúin að ganga í hjónaband nokkr- um árum áður eða um það bil, sem ég var að Ijúka námi. Ég er ekki nógu metnaðargjörn til þ;ss að vera atvinnu- söngkona og taka þátt í þeirri baráttu, sem því fylgir. Það er hörð barátta og sárafáir, sem nokkru sinni komast á toppinn. Flestir eru aðeins nöfn á lista umboðsmannsins og eygja aldrei tak- markið. En það er heldur ekki nóg að vera bara metnaðargjörn, eða hvað? Nei, fyrsta skilyrði er auðvitað að vera góður, þ.e.a.s. menntaður listamað- ur og mjög næmur. Hann þarf að vera eigingj arn en samt fórnfús, harður en þó mildur, hann verður að vera kald- rifjaður og tillitslaus. Listin verður að ganga fyrir öllu. Hjónabandið, heimil- islífið hentar ekki atvinnulistamanni, það er ekki hægt að stunda tvö störf og íarnast vel í báðum. Fyrir mér skiptir mestu að fá að syngja, það er allt og sumt. Það skiptir engu, hvort áheyrendur eru einn eða fieiri. Og það er eins og þörfin fyrir f.önginn hafi vaxið með árunum, hann er mér meiri nautn nú, þegar ég hef eignazt heimili og barn. Ég veit ekki, hvernig á þessu stendur, það er bara svona. Hvernig hefur þér gengið að skapa þér starfsgrundvöll hér á íslandi? Ég er mjög ánægð hér. Verkefnin eru margvísleg og efniviður frábær. Hér er allt í deiglunni, nýjar hugmynd- 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. október 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.