Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1968, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1968, Side 1
JÓN THORODDSEN SKÁLD 150 ára minning Hinn 5. október voru hundrað og fimmtíu ár liðin frá fæðingu Jóns Thor- oddsens, hins snjalla og ástsæla skálds. Landsbókasafnið minnist afmælis þessa með alistórri sýningu á ýmsum hand- ritum hans, skáldritum á ístenzku og er- lendum málum, myndum, leikskrám, blöðum þeim og tímaritum, sem hann var við riðinn, og ýmsum skjölum, er varða ævi hans, ásamt sýnishornum af því sem um hann hefur verið skrifað, en þar ber langhæst hið mikla og gagn- merka doktorsrit Steingríms J. Þorsteins sonar prófessors, „Jón Thoroddsen og skáldsögur hans“. Þá má enn geta þess, að danskur myndhöggvari Peter Schann ong að nafni, færði íslendingum að gjöf veglega marmaratöflu árið 1937 til minn ingar um þátttöku skátdsins í styrjöld Dana við hertogadæmin. Var töflunni komið fyrir í lestrarsal Landsbókasafns og má þar líta hana enn í dag. I þessari stuttu minningargrein verður aðeins skýrt lítillega og mjög af handahófi frá nokkrum atriðum, er varða ævi Jóns Thoroddsens, skáldrit hans og list. Líf hans var enginn dans á rósum fremur en flestra annarra íslenzkra skálida, Hann fæddist á Reykhólum 5. október 183 8, foreldrar hans voru Þórð- ur Þóroddsson bóndi og kona hans Þór ey Gunnlaugsdóttir pre'stsdóttir úr Skagafirði; Jón var kominn af gáfuðu atgervisfólki í báðar ættir. Hann dvald- ist um alllanga hríð í Sæ'lingsdalstungu i Dölum, iærði undir skóla hjá séra Sigurði Jónssyni á Rafnseyri, föður Jóns forseta, og síðar einn vetur hjá Sveinbirni Egilssyni, hinum mikla meist ara íslenzks máls og stíls og hefur ef- laust orðið fyrir djúpum og farsælum áhrifum frá honum. Eftir þriggja ára dvöl í Bessastaðaskóla brautskráðist hann vorið 1840, en hélt til Hafnar sumarið 1841 og lagði stund á lögfræði í níu ár án þess að ljúka prófi: náms- greinin hefur vafalaust verið honum lítt að skapi. Skömmu eftir að hertogadæm- in hófu uppreisn og hið langvinna stríð skall á í apríl 1848 gerðist Jón sjálf- boðaliði í her Dana og tók þátt í nokkr- um miki'lvægum orrustum, meðal annars við Slésvík og Dybböl, en var leystur frá herþjónustu fjórum mánuðum síðar, aðallega fyrir bænarstað móður hans. Þótt ég eigi dálítið bágt með að hugsa mér, að Jón hafi verið mjög til her- mennsku fallinn, hækkaði hann tvisvar í tign á þessum skamma tíma. Hann orti ýmislegt um þátttöku sína í stríð- inu, og er langkunnast kvæði það, er hefst á þessa íeið. Oft er hermanns örðug ganga, einnig hlaut ég reyna það: sollnu brjósti, sveittum vanga síðla, fjarri næturstað, eftir mæðu eg kom stranga eitt sinn lágum kotbæ að. Kvæðið varð vinsælt með afbrigðum á sinni tíð, en þar er ekki greint frá fallbyssugný né sannyrðum sverða, það er ósvikið ástarkvæði búið nokkurri skrúðmælgi og tilfinningasemi, en at- hyglisvert og hugþekkt á ýmsa lund. A rið 1850 var Jón orðinn féíaus með ölíu og hélt próflaus heim til ís- lands. Hann var settur sýslumaður í Barðastrandarsýsiu, en sigldi til Hafnar fáum árum síðar og lauk á skömmum tíma prófi í dönskum lögum. Síðan fékk hann veitingu fyrir sýslunni, kvæntist og bjó fyrst í Flatey, hinni frægu mið- stöð breiðfirzkrar menningar, en siðan á höfðingjasetrinu Haga á Barðaströnd. Árið 1861 var honum vaitt Borgarfjarð- arsýsla og bjó á Leirá. Jón átti marg- víslegum andbyr að mæta á embættis- ferli sínum, eignaðist óvildarmenn og vildi ekki láta hlut sinn fyrir neinum; en hann hafði yndi af alþýðufólki og var hrókur alls fagnaðar á mannfund- um. Fésýslumaður var hann enginn og varð stórskuldugur áður en yfir lauk. Hann andaðist á Leirá 8. marz 1868, að- eins fjörutíu og níu ára að aldri og l’iggur þar grafinn: þannig er hundr- aðasta ártíð hans nýlega liðin. Jón Thoroddsen trúlofaðist ungur Ól- öfu Thorlacius prófastsdóttur á Hrafna- gi'li í Eyjafirði, en örlögin meinuðu þeim að njótasf. Dóttir þeirra var Elín, er giftist Páli lækni Blöndal í Staf- holtsey, hún dó háöldruð og þótti merk- iskona. Eiginkona Jóns var Kristín Þor val'dsdóttir Sívertsen úr Hrappsey, og með henni eignaðist hann átta börn. Fjögur þeirra dóu í bernsku, en fjórir synir komust upp og urðu allir þjóð- kunnir og sumir í röð mikilhæfustu ís- lendinga. Vegna gáfna sinna og atorku Framh. á bls. 2 Mynd Jóns Thoroddsens (gerð af Sigurði Guðmundssyni málara, í eigu Þjóðminjasafns íslands) „sýnir nokkurn veginn vel hina ytri ásýnd hans. Hann var í minna lagi meðalmaður, nokkuð lotinn í herðum, breiðleitur og kringluleitur, augun grá og snarpleg, nefið í þykkara lagi og varirnar, dökkur á hár og skegg, þéttvaxinn og livatlegur á fæti, snar og fylginn sér“. Lýsing Jóns Sigurðssonar forseta í Æviágripi framan við fyrstu útgáfu Manns og konu 1876, bls. XLIV.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.