Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1968, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1968, Blaðsíða 3
Smásaga eftir Ragnar Jóhannesson Forstjórinn stöðvaó'i bifreiðina, hallaði sér fram á stýrið og livíldi sig....... Þessi fjandans verkur fyrir brjóstinu, liann varð æ ásæknari og köstin tíðari. Heimilislæknir hans sagði honum, að hann yrði að fara að gæta heilsu sinnar bet- ur en fram til þessa, hvíla sig vel, vinna minna og gæta hófs í mat og drykk. Vinna minna — hlægileg ráðlegging! Hvernig átti hann að fara að því að draga úr vinnu- afköstum sínum? Hann, sem alltaf þurfti að flýta sér, var á þönum út og suður, önnum kafinn kaupsýslumaður, sem átti stóra verksmiðju, rak auk þess umfangs- mikla lieildsölu og átti lilut í fleiri fyrirtækjum..Nei, hann gat svo sannarlega ekki dregið úr vinnuhraðanum, því síður hvílt sig. Og þegar hann kom heim á kvöldin, örþreyttur, þá var þar löngum litinn frið að fá. Oft byrjaði eiginkonan að jagast og rella í honum um leið og hann kom inn úr dyrunum. Hana langa'ði í nýj- an pels; vinnukonan hótaði að hlaupa úr vistinni, og þannig áfram .... Og hófsemin í mat og drykk? ÞaÖ var nú auðveldara sagt en gert að fara eftir því boð- orði. Vegna starfs síns varð liann oft að snæða hádegisverð á Hótel Borg eða Sögu, með viðskiptavinum sínum, innlendum og erlendum. Feitar steikur, sósur, humar, kokkteilar, koníak, viskí. Ekki tjáði að spara vínveitingarnar við þau tæki- færi, þær fóru eftir því hvað gestirnir vildu drekka mikið. En eftir slíkar há- degisveizlur sóttu oft á hann þreyta og svefn, þegar á daginn leið. En það kom ekki til mála að slaka á og hvíla sig. Hann átti því jafnan viskíflösku í skrifborðs- skápnum til að hressa sig á, þegar honum fannst hann þurfa þess. Forstjórinn hallaði sér fram á stýrið og hugsaði. Áhyggjurnar sóttu á hann. ÓliagstæÖir tímar voru í landi, og viðskiptin gengu ekki eins vel og hann óskaði. Hann leit i kringum sig. Þetta var í skammdeginu. Veður var kyrrt. Sólin hafði gengið snemma til viðar, en enn bjarmaði aðeins af kveldroða yfir Snæ- fellsnessfjöllum. Á vinstri liönd gnæfði nýja sjúkrahúsið eins og risaklettur í rökkrinu. Það var enn ekki fullbúið og því ekki tekiö i notkun. Smiðir, múrarar og málarar höfðu nú lokið dagsverki og farnir lieim. Þetta tröllaukna hús var því sjálfsagt mannlaust, neina hvað næturvörður var þar ef til vill. En allt í einu kom liann auga á ljós í hinni dimmu byggingu. Það var í glugga á fjórðu hæð, í kverkinni þar sem mættust aðalálma og liliðarálma. Ljós- ið var bláleitt. Hann horfði á þennan einstaka, upplýsta glugga um stund og furðaði sig á honum. Þessi bjarti gluggi var eitthvað svo einmanalegur á öllu þessu myrkri. En skyndilega þótti lionum undarlega bregða. Það var sem ljósið drægist saman og þéttist og í næsta vetfangi myndaði það kross, sem var nokkru dimm- blárri en ljósið í kring. Þessi sýn stóð skamma stund. Þá leystist krossinn upp og hvarf og rétt á eftir ljósið í glugganum. Húsið var almyrkvað sem fyrr. Megn óhugnaður hafði gripið hug forstjórans me'ðan þessi sýn stóð. Og á eftir kom ótti og hryllingur. Hann ræsti bílinn og ók hratt lieimleiðis. Sýnin sótti á hann allt kvöldið. Ilann reynd að telja sér trú um, að þetta liefði verið ímyndun ein. En hann hafði séð krossinn og ljósið í glugganum skýrt og greinilega. Hann var eirðarlaus og órór allt kvöldið. Ekki undi hann við sjónvarpið og fór snemma að hátta. En hann gat ekki sofnað. Krossinn í glugganum stríddi stöðugt á þreyttan huga hans. Hann bylti sér lengi í rúminu, svefnlaus. Svo missti hann þolinmæðina, snaraðist fram í stofu, tók fram flösku úr vínskápnum og blandaði sér tvo sterka drykki og kneifði þá í botn hvorn af öðrum. Þá gat hann loks sofnað og svaf djúpum svefni fram á venjulegan fótaferðatima. Morguninn eftir var liann miklu liressari en kvöldið áður. Hann ók til skrif- stofu sinnar að venju. En eirðarleysið sótti á hann þegar á daginn leið, og upp úr nóni þoldi liann ekki við, en ók út að sjúkrahúsinu nýja. Dyravörðurinn 20. október 1968 var þegar kominn á sinn stað': litla kompu öðru megin við anddyrið. Forstjórinn heilsaði honum glaðlega. — Þessi bygging á svei mér að fara að ganga greitt, sagði hann kumpánlega. — Hér er unnið' á kvöldin líka, eftir venjulegan vinnutíma, kannski á nóttunni lika, er það ekki? Dyravörðurinn rak upp stór augu. — Nei, svaraði hann, liér er engin lifandi sála á kvöldin og nóttunni nema ég. —- Ekki það, nei, sagöi forstjórinn. — Mér sýndist þó vera ljós hérna uppi eftir að dimmt var orðið í gærkveldi. — Það getur ekki verið rétt, anzaöi næturvörðurinn, — ég geng ævinlega um allt húsið á kvöldin til að aðgæta, hvort iðnaðarmennirnir liafi gleymt að slökkva ljósin. Hafi þeir gert það, þá slekk ég alls staöar, nema hérna í anddyrinu..... Nei, yður hefur missýnzt. Forstjórinn lét það gott lieita, en spurði hvort liægt væri að fá að líta á ein- hvern þann hluta hússins, sem lengst væri kominn. — Sjálfsagt, sagði dyravörðurinn, sem kannaðist vel við forstjórann, enda var hann þekktur maður í höfuðstað'num og víðar. — Það er þá bezt að sýna yður fjórðu hæðina, hún er nær því fullbúin. Síðan fylgdi hann forstjóranum upp á fjórðu liæð. Forstjórinn skoðaði liæð- ina fyrir siðasakir, en hugur hans var allur við herbergið þar sem hann liefði séð ljósiö kvöldið áður. Hann staðnæmdist þar við dyrnar. Á liurðinni stó'ð talan 415. Herbergið var snyrtileg og björt eins manns stofa . . . . En ekki Ieið lionum neitt betur eftir þessa skoðun. Nú liðu tveir mánuðir. Nokkur hluti Sjúkraliússins nýja var tekinn í notkun. Um þetta leyti veiktist forstjóriiui hastarlega. Hann var á fundi í skrifstofu sinni, með tveimur deildarstjórum sínum og verkstjóra. Skyndlega hneig hann fram á skrifbor'ðið, meðvitundarlaus. Var þegar hringt í sjúkrabíl og til skúkrahúsanna. Rúm voru hvergi laus með svo stuttum fyrirvara nema á nýja spítalanum; var nú ekið greitt þangað. Á leiðinni komst sjúklingurinn til meövitundar og spurði hvert halda skyldi. Honum var sagt þa'ð. Hann mótmælti þeirri ráðstöfun Itarðlega, en á þau mótmæli var litið sem óráðshjal. Þá ætlaði hann að tryllast og hefði sprottið upp úr sjúkrakörfunni, ef hann hefði ekki verið of máttfarinn til þess, og fylgdarmað’ur lians hélt honum niðri. Læknir og yfirhjúkrunarkona tóku á móti sjúklingnum í dyrunum. Hann var settur í lyftuna. Á leiðinni upp hrópaði hann i angist til lijúkrunarkonunnar: „Ekki 415! Ekki 415!“ Hún varð steinhissa. — Það er því miöur ekkert annað herbergi laust, góði minn, sagöi hún sefandi. Og inn á 415 var liann lagður: Þegar liann var borinn inn yfir þröskuldinn lieyrðist hann stynja lágt: „Þá er úti um mig“. En þar skeikaði honum. Hann lijamaði við og náði sér furðu fljótt. Þegar liann steig fram yfir þröskuldinn, sagði hann sigri hrósandi: — Nú stafar mér ekki framar hætta af herbergi 415. Hann tók upp fyrri lifnaðar- og starfshætti. Vann ef til vill meira en áð'ur, hraðinn og spennan í lífi hans jókst frekar en hitt. Þrem mánuðum síðar fékk liann nýtt kast, lineig niður meðvitundarlaus við' vinnu sína. Honum var ekið til nýja sjúkrahússins og lagður inn á stofu 415, án þess hann vissi. Þrem sólarhringum síðar var hann látinn. Baldur Ragnarsson Ættjarðarást Nóttlaus voraldar veröld: svo var ort. Skáld hafa horft inn í fjarskann, lýst yfir ást sinni til ættjarðarinnar með tilvísun á bláma fjallanna, birtu jöklanna og fornaldarfrægð. Við gangstéttarbrún fjölförnustu götu bæjarins hef ég fylgzt með eilítinni arfakló frá því snemma í sumar. Á öðrum stað hafa verkamenn sprengt sundur malbikið og fleygt til hliðar upp úr skurðinum nokkrum leirugum smásteinum. í hartnær mánuð hafa þeir nú laugast í birtunni sem áður lágu huldir í djúpinu. Undir járnbitum skipasmíðastöðvarinnar hefur smáfugl gert sér ósýnilegt hreiður LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.