Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1968, Blaðsíða 4
George F. Kennan Pulitzers 1968 P i lulitzersverðlaunm, sem eru almennt álitin eftirsóttustu verðlaun amerísk og veitt eru fyrir afrek í blaðamennsku, bók menntum og hljómlist, hafa enn sem endranær valdið ritdeil- um. Eftir alhliða verðlaunaveit- ingu árið 1967 olli niðurfelling verðlauna til leiklistar á þessu ári leikhússunnendum von- brigða. Listviðurkenningar eru gagnrýnendum jafnan við- kvæmt mál, og hin virðulegu Pulitzersverðlaun eru engin undantekning. Þegar hafa ver- ið gerðar kröfur um, að þeir sem að verðlaunaveitingu standa, taki stöðu amerískrar leiklistar til rækilegrar íhugun ar. Borið saman við hinn al- nenna áhuga á bókmennta og Will og Ariel Durant Bernard Bailyn tónlistarverðlaununum, vöktu hins vegar verðlaunin fyrir blaðamennsku, sem voru raun- ar óþekkt til skamms tíma, sjaldan óskipta athygli utan þess hóps, er starfar við blaða- mennsku, enda þótt mörg afrek, sem unnin eru á þeim vett- vangi, kunni að hafa varanleg áhrif. Það var að sönnu trú Jos- ephs Pulitzers, að dagblað ætti að vera krossfari og samvizka, sem hvatti hann til að stofna til verðlauna úr eigin sjóði. Frá árinu 1917 hafa hin árlegu verðlaun, sem nema 1000 dölum hverju sinni og uthlutað er af forstöðumörmum Columbia há- skólans í New York, hjálpað til við að ryðja braut þeim hug sjónum, sem Joseph Pulitzer barðist fyrir. George Crumb Anthony Hecht ílla verðlauna- hafa í hópi blaðamanna, er verðlaun hlutu á þessu ári, voru nokkrir sem sýndu óvenjulegan skilning á almenn um vandamálum. Áberandi með al einstakra verðlaunahafa var Mathan K. Kotz hjá Des Moin- es (Iowa) Register, heiðraður fyrir skýrslur um óheilnæmi sumra plantna, sem notaðar eru sem kjötumbúðir. Skýrslur þessar áttu þátt í að stuðla að auknu heilnæmi kjötvara árið 1967. Á vettvangi skipulagsmála hlaut Riverside (California) Pressenterprise gullorðuna fyr ir þá lofsverðu þjónustu að skýra frá misrétti í viðskipt- um við Indíánaþjóðflokk, sem hafði orðið fyrir eigna og jarð- ráni, og fyrir að hafa stuðlað ötullega að því, að sökudólg- unum yrði refsað. Einkennandi fyrir hókmennta verkin, sem verðlaun hlutu að þessu sinni er sá rannsóknar- andi, er beinist að leitinni að sannleikanum jafnt á mannleg um sem þjóðfélagslegum grund velli. Hin umdeilda skáldsaga verðlaunahafans Williams Styr ons, „Játningar Nats Turners“, leitar sannleikans í formi skáld legrar kröfugerðar: skáldlegri endursögn á þrælauppreisn- inni 1831, eins og hún hljóðar af vörum forsprakkans. Styron byggir þessa endursögn á frá- sögn Nats Turners sjálfs, sem var neyddur til að gefa skýrslu fyrir dómstólum skömmu fyrir aftökuna, og reynir að útskýra hvers vegna negrarnir drápu þrælahaldarana, sem minnst kúguðu þá, en ekki þá grimm- ustu, og hvers vegna Nat Tum er drap aðeins eina manneskju með eigin hendi: ungu, hvítu stúlkuna, sem hann elsKatn. Skáldsagan hlaut bæði lof og last meðal negranna, sumir köll uðu hana „uppreisnargjarna“ og villandi, aðrir hrósuðu henni fyrir „djúpstæðan skilning á orsökum þrælahaldsins“. Flest- ir gagnrýnendur kölluðu hana hámark frásagnarsnilldar: fá- einir álitu hana „einarðleg mis tök“: allir vour þeir sammála um, að hún hefði mikla sam- tímalega þýðingu. E nginn slíkur styrr stóð um Georg Kennan verðlauna- höfund sjálfsævisögunnar „Minningar: 1952-1950.“ Þetta var öðru sinni, sem hinn nafn- kenndi ameríski stjórnmálamað ur og menntafrömuður, fyrrum sendiherra Bandarikjanna í Ráðstjórnarríkjunum og Júgó- slavíu og sérfræðingur í er- lendum stjórnmálum, var sæmd ur Pulitzersverðlaununum. Áð- ur hafði hann hlotið þau 1957 fyrir bók sína „Rússland fer úr stríðinu". (Verkið hlaut einn- ig Þjóðleg Bókmenntaverðlaun) í Minningum Kennans segir fyrst frá því, er hann hóf feril sinn hjá Utanríkisþjónustunni 1925, og síðan er fjallað um hin viðburðaríku ár fyrir heims- styrjöldina síðari og meðan hún stóð yfir, þar sem hann gegndi ýmsum mikilvægum störfum. Gagnrýnendur lofuðu hástöfum ágæti stílsins og vin- gjarnlega kýmni frásagnarinn- ar, en umfram allt hið rannsak andi innsæi við mat höfundar á þeim andlegu og stjórnmála- legu öflum, sem réðu gangi heimsmóla. Þetta athyglisverða rit hefir þegar hlotið Þjóðleg Bókmenntaverðlaun. Pulitzersverðlaunin í sögu hlaut verk B'ernards Bailyns, „Hinn hugmyndafræðilegi upp runi amerísku byltingarinnar", sem hafði einnig hlotið verð- laun áður sökum ágætis: m.a. Bancroftsverðlaunin frá Col- umbiaháskólanum sem bezta rit ið um ameríska sögu. f for- mála sínum að hinni fjögurra binda útgáfu á „Bæklingi um amerísku byltinguna“ færir hann rök að því, að byltingin hafi í upphafi verið hugmynda fræðileg-stjórnskipuleg bar- átta fremur en þjóðfélagsleg- efnahagsleg stéttabarátta eins og stj órnbyltingin franska og markmið þeirrar amerísku var ekki að kollvarpa þjóðfélagi, heldur viðhalda frjálsræði og byggja nýjan og betri heim. Hvort sem gagnrýnendur voru samþykkir skoðunum höf undarins eða ekki, hrifust þeir mjög af þekkingu hans og fág- uðum rithætti. * erðlaunin, sem veitt voru Anthony Hecht fyrir ljóðasafn ið “Á myrkum stundum", voru fagnaðarefni hinum mörgu að- dáendum þessa sérstæða og ljóð ræna skálds. Þetta er annað Ijóðasafn frá hans hendi á 13 árum og einkennist af sams konar formsnilli og áður, en kveður enn sterkar á um manns lund okkar og hugrekki á erf- iðum stundum. Ljóðin eru frá- bærlega samræmd að rími og hrynjandi, þau túlka margvís- leg geðhrif, allt frá hinu stór- fenglega kvæði „Meira ljós! Meira ljós!“ til ástríðuþrung- innar Ijóðrænu í kvæðinu „Eðl ur og snaKar", enns og ewir*ar- andi hendingar sýna: „Near but remote, They snoozed in the carriage ruts, a smile In the set of the jaw, a fierce pulse in the throat Working away like Jack Doyle's after he‘d run the mile.“ Pulitzersverðlaun fyrir sann sögulegar frásagnir, sem falla ekki inn í kerfi annarra bók- menntagreina, hlutu Will og Ariel Durant fyrir verk sitt „Rousseau og byltingin", 10. og síðasta bindi hins mikla rits þeirra „Sögu siðmenningarinn- ar“. f hinu mikla ritverki, sem þessi bókmenntahneigðu hjón hafa unnið að um 10 ára skeið, setja þau manneskjuna skör hærra rás atvikanna og per- sónuleikann ofar stjórnfræð inni. Durants-hjónin hafa blásið lífi í hvert tímabil og gætt at- burðina birtu og töfrum þess frásagnarstíls, sem þau hafa á valdi sínu. f „Rousseau og byltingunni", sem er lokabindið í þessum flokki, er hvergi að finna merki um þreytu eða þá að höfund- arnir kasti höndunum til verks, sem hafi orðið þeim byrði. Þetta síðasta bindi fullkomnar glæsilegt verk, sem samkvæmt ummælum gagnrýnenda, er ekki einungis tákn um vinnu- brögð og andagift Durantshjón anna, heldur einnig þroskandi lesefni komandi kynslóðum. A sviði bókmennta og tón listar eru Pulitzersverðlaunin venjulega veitt viðurkenndum snillingum til staðfestingar á verðleikum þeirra, fremur en hinum, sem minna eru þekktir. Hins vegar ber stundum við, að skapandi listamaður, sem er í miklum metum hjá stéttar- bræðrum sínum, en ókunnur al menningi, hreppi hin eftirsóttu verðlaun. Sú varð og raunin á þetta ár, er þau voru veitt tón skáldinu George Crumb fyrir hljómsveitarverk sitt, „Niður tímans og fljótsins". Verkiðvar frumflutt í maí 1967 af Chicago hljómsveitinni á hátíð nútíma- hljómlistar í háskólanum í C'hi- cago, sem haldin var á vegum Rockefeller Foundation. Prófessor Crumb, sem kenn- ir samningu tónverka við há- skólann í Pennsylvaníu, hefir áður hlotið verðlaun, svo sem Guggenheim Fellowshipsverð- launin fyrir þetta sama verk. Hann hefir lýst því sem mark- miði við sköpun tónverka sinna að gæða þau innihaldi mann- legra tilfinninga, fremur en kaldrar raunhyggju, þó að hann hneigist til að kanna nýja hljóma og gera nýstárleg ar breytingar á nótnaheftum sínum. Hinn rólegi og hlédrægi tón listarkennari hefur látið í ljós vonbrigði vegna misheppn aðra tilrauna meiriháttar hljóm sveita við flutning á „Niði tíma og fljóts“, en þessir örðugleik- ar munu brátt hverfa. Álit það sem Pulitzersverðlaunin njóta, er nægjanlegt til að veita þeim, sem hreppa verðlaunin ný tæki færi, og þau skipa að þessu sinni nafni Georges Crumbs á þann göfuga lista, þar sem skráð eru nöfn þeirra tón- skálda, sem hæst ber í amer- ískri tónlistarsögu. UTHLUTUN PUUTZER' VERBLAUNA Mannúð og málsnilli einkennir þá höfunda, er hlutu bókmennfaverðlaun 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. október 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.