Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1968, Blaðsíða 5
ooo KKMEu. Ferðasögubrot úr Reykholtsdal og sitt af hverju úr fórum Kristleifs á Stóra-Kroppi — Eftir Gísla Sigurðsson M iki'll fengur er að ðllu því, sem Kristleifur á Stóra- Kroppi hefur skráð um sína daga og ella væri glatað. Menn eins og Gísli Konráðsson, Bryn jólfur frá Minna-Núpi og Krist leifur á Stóra-Kroppi hafa unnið merkilegt björgunarstarf. Ýmis brot og frásagnir af kyn- tegum kvistum, sem þeir héldu til haga, fylla upp þá mynd, sem við nú getum gert okkur af fortíðinni. Það eru ekki al'lt höfðingjar, gæfumenn eða auð- ugir menn, sem þeir segja frá. Mér er minnisstæð frásögn Kristleifs af tveim niðursetn- ingum í Reykholtsdal. Sú frá- sögn bregður Ijósi á lífskjör ut- anveltumanna í þjóðfélaginu á þeim tíma. Þessir niðursetningar voru bræður og hétu Árni og Eilífur. Þeir voru báðir kvaldir í upp- vexti, barnidrepnir af vinnu, en eins og títt var um niðursetn- inga og sveitarhmi, þóttu þeir óhæfilega matgráðugir og vambmiklir. Kristleifur getur sér þess ti'l, að þeir hafi löng- um verið nærðir á gutli og létt- meti og hafi þeir þessvegna orð ið að láta mikið í sig. Árni náði því þó um síðir að standa á eigin fótum, en saga Eilífs er hin sanna harmsaga sveitar- limsins. Kristleifur segir svo frá honum: „Eilífur var sá eini maður, sem lifði þá í Reykholtsdat, sem var sönn ímynd hinna fornu þræla, þótt aldrei gengi hann mannsali, enda mundi hann ekki hafa verið hátt met- inn eftir kaupgjaldi þeirra tíma. Ei'lifur vætti rúm sitt alla ævi, þurfamaður alla ævi og ekki mulið undir hann. Á vetrum malaði hann korn, mok aði gripahús og bar vatn, en risti torf á sumrum og vann það sem lakast þótti og erfið- ast. Eini munaður hans var neftóbak og þó var það skammtað". E ih'fur varð þátttakandi í heldur grátbroslegum atburði, er hann tók að sér að híða kvenmann, Þórlaugu Torfa- dóttur, sem hafði eignast lausaleiksbörn um of. Hún var dæmd til hýðingar, ef hún gæti ekki greitt sektarfé, sem hún ekki gat. En til hýðingarinnar fékkst enginn nema Eilif- ur. Þetta átti að gerast á Hof- stöðum i .Hálsasveit og Elífi var afhentur hrísvöndur úti á hlaði. Vildi hann hraða verkinu og byrjaði að dangla utaní Þór- laugu. En það var bæði of ó- formlegt og enganveginn nóg; athöfnin átti að gerast undir votta og með tilhliðilegri skrif- finnsku og virðuleik eins og sómir yfirvöldum. Þegar loks allt var tilbúið vildi Eilífur slá varlega, því hann var hinn mesti meinleys- ingi. Þá var honum sagt að herða sig og gera betur, en þótti nóg komið og stundi upp: „Ég var búinn með nokkuð áð- an“. Var honum þá teyft að láta við svo búið standa. Eftir þetta var því bætt við fyrri raunir hans að kalla hann Ei- líf böðul. Ævilok þessa umkomuleys- ingja voru á sama hátt kómi- tragisk. Hjartahlý kona, Þor- björg Kláusdóttir frá Steðja, vildi gleðja þennan volaða ein- stæðing með því að bjóða hon- um í brúðkaup sitt. Það hafði áldrei átt sér stað áður, að menn biðu Eilifi og hann- htakk- aði að vonum ákaflega til. í brúðkaupsveizlunni fékk hann að kýla vömbina á allskonar krásum, sem aldrei höfðu ver- ið á hans matseðli og ekki nóg með það; hann fékk í staup- inu í fyrsta sinn á ævinni og varð góðglaður. Loksins var hamingjusólin runnin upp. En morguninn eftir veizluna fannst Eilífur örendur á broti í Flókadatsá. Hann hafði dottið í ána á heimleiðinni og kannski verið of ölvaður; einhverra hluta vegna hefur hann ekki haft mátt til að rísa á fætur. Þannig lauk hvorttveggju í senn; fyrsta ánægjudegi í lífi hans og ævi hans. c em sagt; það frettnæm- asta frá þessari veizlu voru ævilok Eilífs, sem kallaður var Árnabróðir í Reykhols- dal. Önnur öllu merkari brúðkaupsveizla var haldin í Reykholti á haustnótt- um 1767. Brúðguminn var ó- venjulegur maður; hann efndi til búnaðarnámskeiðs og í- þróttamóts auk veizlunnar, enda var hér enginn annar en Eggert Ólafsson. Hann hvatti veizlugesti til að elska landið og notfæra sér gæði þess; það leið mönnum ekki úr minni. Veizlan stóð frá föstudegi til mánudags. Síðasta daginn hélt Eggert ræðu í Sturtungareit og hvatti bændur; skoraði á þá að hagnýta hina hol’lu, innlendu fæðu og auka innlendan iðn- að. Síðan var drukkið bænda- minni þar í kirkjugarðinum. Þetta stóð veizlugestum mjög skýrt fyrir hugsskotssjónum mánuði siðar, þegar fregnin barst út um sveitir um skip- tapa á Breiðafirði og ævilok Eggerts. c Ourlungareitur er í kirkju Framh. á næstu síðu. 20. október 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.