Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1968, Blaðsíða 10
Þórður Tómasson: Einkennileg örlaga saga Á níunda tugi síðustu aldar flutti margt manna búferlum úr Landeyjum til Ameríku. í vesturfarahópi þaðan ár- ið 1886 var gamall bóndi, sem lengi hafði búið þar í sveitinni og gert garð sinn frægan, Bjarni Bjarnason á Kirkjulandi. Hann lifir enn í verkum sínum á íslandi. Bjarni var fæddur á Hvoli í Mýrdal 29. jan. 1821, sonur Bjarna Einarssonar bónda þar og fyrri konu hans, Oddnýjar Árnadóttur. Börn þeirra, auk Bjarna, voru Einar, Sæmundur bóndi í Vatns- skarðshólum og merkishúsfreyjan Sig- ríður á Hvoli. Sæmundur var annar að- alsmiðurinn við áraskipið fræga, Pét- ursey, árið 1955. Seinni kona Bjarna Einarssonar var Kristín Jónsdóttir bónda í Hlíð undir Eyjafjöllum. Vigfússonar og konu hans Ingibjargar Skúladóttur. Dóttir þeirra var Guðný kona Sigurðar Pálssonar frá ArnardTangi, bónda að Aurgöbu undir Eyjatfjöllum o. v. Frá bernsku Bjarna Bjarnasonar er það eitt sagt, að innan fermingar smíð- aði hann skotrokk og lítinn vefstól. Á rokkinn spann hann sjálfur þráð og vann úr honum voð í vefstólnum. Á unga aldri flutti Bjarni út í Landeyjar og kvæntist þar 1848 Kat- rínu Jónsdóttur bónda í Kúhóli, síðar á Önundarstöðum, Þorsteinssonar og Guð- rúnar Jónsdóttur konu hans. Þau reistu bú á Kirkjulandi, gamalli tvíbýlisjörð, og áttu þar lengi að sambýlismanni Jónas, bróður Katrínar. Bjarni gerðist brátt góður bóndi, en mesta rækt lagði hann við smíðar og stóð þar framar flestum Sunnlending- um. Hann var jafnvígur á allar grein- ar smíða, trésmíði og járnsmíði tóku mestan tíma hans, en engu síðri var hann í silfursmíði. Á Eystri-Sólheimum í Mýrdal er varðveitt stokkabelti úr silfri sem hann smíðaði handa Sigríði systur sinni, hin mesta listasmíði. Á fyrsta búskaparári sínu byrjaði Bjarni að smíða sigurverk og vandaði mjög til þess. Hafði hann að fyrirmynd Borgundarhólmsklukkur, sem þá voru til á einstaka stórbýli. Klukka Bjarna er nú í Hallgeirsey í Landeyjum, út- skorin og skrautmáluð. Á skífuna er letrað: Kirkjulandi 1849. Annað sigur- verk hafði Bjarni lengi í smíðum. Það átti að sýna gang tungls og flóð og fjöru, en ekki kom Bjairni smíði þess svo í verk, að honum líkaði. Fara sögur af því, að hann hafi eyðilagt það að lokum. Bjarni var víðlesinn og fróður og beitti sér fyrir ýmsum nýjungum, er til gagns mættu verða. Ein framkvæmd hans var að setja upp vindmyllu við Kirkjulandsvatn og láta hana dæla vatni upp á Kirkjulandsengjar til á- veitu. Hugur Bjarna var löngum bundinn við einhverja nýbreytni, og oft var hann úti á þekju, sem kallað er. Einu sinni sat hann um kvöld inni í baðstofu og hafðist ekki að. Kona hans ávarpaði hann þá og sagði: „Hvenær ætlarðu að gera við rúmfjölina okkar, Bjarni minn“ Bjarni hrökk upp frá hugsun sinni og sagði: „ Það eru til negrar og hottin- tottar suður í heimi". Annað talaði hann ekki um kvöldið. Rúmfjölin var verk Bjarna, prýdd útskurði, ef til vill sú sama og nú er geymd á Byggðasafni Vestmannaeyja. Dag nokkurn sat Bjarni við smíðar í smiðju sinni. Maður kom til hans og sat á tali við hann lengi dags. Um kvöldið spurði Bjarni heimafólk sitt, hvort nokk- ur hefði komið í dag. Gestkoman var gersamlega horfin úr huga hans. Bjarni var sérvitur um skör fram. Einn jóladagsmorgun kvaddi hann Sæmund son sinn til að halda fótum á kálfi, sem hann ætlaði þá að lóga. Sæ- mundur vildi aftra því verki, en karl faðir hans var þá spunastuttur og sagði: „Láttu kálfinn vera, Sæmundur. Ég veit, hvað ég geri“. Á Kirkjulandi var huldufólksbyggð frá fornu fari. Kunni Bjarni góð skil á henni, enda forvitri og skyggn. Huldar verur áttu sér slægjublett í Subbuflóði, sem var í óskipum högum norðurfrá Kirkjulandi, austan við kvíarnar á Torf- holti. Flóðið var vaxið sefi og engum leiðst hefndarlaust að slá það. Sumarið 1885 sló Jónas á Kirkjulandi Subbu- flóð. Mun sá heyskapur hafa numið tveimur eða þremur köplum. Sama dag lagðist hann til hvíldar úti, í grennd við bæinn, og blundaði. Frá þeim blundi vaknaði hann mállaus og rænulaus og lifði við þá kröm nokkrar vikur. Þann- ig hefndist honum fyrir sláttinn í Subbuflóðinu. Bjarni og Katrín á Kirkjulandi áttu son þann, er Bjarni hét. Hann flutti til Ameríku og settist þar að í Utahfylki. Þangað fhrtti eininig systir hans, Kristín, ásamt manni sínum Sæmundi Jónssyni frá Fljótsdal. Lét hann vel af bjarg- ræði og afkomu manna vestur þar. Baggamuninn reið það, að veturinn 1885-1886 ferðaðist Einar Eiríksson mor móni um Landeyjar, boðaði í ákafa trú sína og taldi fram muninn á lífskjörum manna í Ameríku og á íslandi. Nokkr- ar fjölskyldur í Landeyjum ákváðu vesturför um vorið. Bjarni á Kirkju- landi var í þeim hópi og Sæmundur sonur hans. Katrínu varð ekki þokað frá því að vilja bera beinin á fslandi. Nokkru fyrir ráðna brottför ferðaðist Bjarni austur í Mýrdal til að kveðja Sigríði systur sína og annað skyldfólk. Heimafólk á Hvoli heyrði, að Bjarni tautaði við sjálfan sig, er leið að kveðju stund: „Já, líklegt væri, að ég kveddi hana Siggu systir“. Samt fór það svo, að Bjami reið úr garði, án þess að kveðja hana. Sigríður gekk þá fram úr hópnum, sem stóð á hlaðinu, og kallaði: „Ætlarðu ekki að kveðja mig, bróðir“ Bjarni sneri þá við og minntist við hana. Magnús Þórðarson frá Oddakoti tók heima í vesturbænum á Kirkjulandi, er Bjarni flutti þaðan. Hann átti son, sem Magnús hét, f. 1869. Hann var hálfan mánuð með Bjarna á Kirkjulandi þetta vor til að mylja á túnum og koma öðr- um vorverkum af. Bjarni lagði honum ýmsar lífsreglur frá Kirkjulandi, einkum að því, er tók til sambýlis við huldu- fóikið. Heygarður austurbæjarins var austan við bæinn, þar sem áður átti að hafa staðið kirkja eða bænahús. Hólbrekkan norðan við austurbæinn var því óbyggð og gróin. Þar átti huldufólkið sér bæ að sögn Bjarna og kunni betur kyrrð og næði. Lét Bjarni þess getið við Magnús og sagði: „Þar skuluð þið börnin aldrei leika ykkur“. Framan við vesturbæinn var fjósið og hafði staðið þar svo lengi, sem menn höfðu sögur af. Enginn þrifn- aðarauki var að því á þeim stað. Bjarni bað Magnús að sporna gegn því að rótað yrði við fjósinu eða það flutt, meðan hann og hans fólk ætti heima á Kirkjulandi og sagði, að svo myndi affarasælast. Annað heilræði réði hann honum varðandi fjósið, en það var að lofa mjólkurfötunni að standa svo- litla stund milli hurða í fjósinu, áður en hann bæri hana til bæjar, og studdi þessum rökum: „Skeð getur, að það komi einhver með barnsnóa og þurfi að fá sér lögg“. Magnús hét þessu og efndi dyggilega, meðan hann gekk um fjósið á Kirkjulandi. Ekki gleymdi Bjarni heldur að vara við Subbuflóði oig fleiri voru hollráð hans í svipaða átt. Bjarni á Kirkjulandi gleymdi ekki að kveðja konu sína. Honum varð skilnað- arstundin þungbær og felldi tár í fyrsta sinn, svo að Kátrín sá, í búskap þeirra. Þau sáust aldrei eftir það, en bréf fóru á milli þeirra margsinnis. Katrín varð einsæðingiur í áthögium sínum, en naut þess láns að dvelja alltaf með góðu fólki. Helzta ánægja hennar í ellinni var að fá fréttir og myndir vestan um haf. Um þær sendingar fór hún mildum höndum í rúmi sínu, þrotin að sjón og kröftum. Frá börnum sínum fékk hún framfærslufé til dauðadags. Hún var hógvær og prúð í allri umgengni, barn- góð svo af bar. Æviraunir sínar, ást- vinamissi og sjónleysi, bar hún með frá- bæru þreki og heyrðist aldrei kvarta. Heyrn og minni hélt hún að skapadægri. Hún andaðist í Hallgeirsey hjá Jóni Tveir mætismenn, Bernharð Ste- fánsson og Árni Óla, hafa deilt um það af kappi í Lesbók Morgunblaðs- ins, hvort Dalvísa Jónasar Hallgríms sonar væri ort um Öxnadal eða Markarfljótsdal. Ekki ætti að saka að leitað sé einnig almennrar skýringar á efni hennar með tilliti til þess, sem kunn- ugt er um tilefni hennar. Taka verður fram, að þótt Jónas hafi valið þessu ljóði sínu eintölu- nafn, er það samt fimm erindi með átta Ijóðlínum hvert. Aðeins í síð- asta erindinu er nefndur dalur og þá sem sameiginlegt nafn, sem tekið getur til allra dala landsins. Ljóðið er ort fyrir Fjölni að beiðni Brynjólfs Péturssonar, og honum sent það frá Sórey 1844. Það var lesið upp á fundi Fjölnismanna og þótti að sögn, skrýtið og skemmtilegt. Vart mun það geta hafa verið ann- Guðnasyni og EMnu Magnnsaottur, Konu hans, árið 1908. Heimildir: Frásögn Magnúsar Magnús- sonar frá Voðmúlastöðum, sendibréf frá Sigríði Ólafsdóttur kennara á Eystri- Sólheimum, frásögn Bjargar Jónsdóttur á Ásólfsskála, dagbók Auðuns Ingvars- sonar kaupmanns í Dalsali 1885. Kirkju- bækur o. fl. KÖLD VIST. Sonur Þorsteins jökuls var Sigurður, faðir Magnúsar bónda á Brú, sem kall- aður var Magni. Við hann er kenndur Magnahellir í Hafrahvömmum við Jök- ulsá á Brúardölum. Lá hann í hellinum um nætur og gætti fjár um daga í Brú- arskógi framan af vetri. Hefur hann líkiega oft haft þar kalda vist því að ættarsagnirnar segja, að eina nótt eftir að hann var kominn utan frá Brú með v.istföng hafi hann vaknað við það, að maður lá fyrir framan hjá honum og var sá kaldur mjög. Segir þá Magni: „Þér er kalt eins og mér veslingur". Engu var því ansað, og að morgni var hann horfinn. Trúði Magni því, að þetta he:'ði verið huldumaður, en lá þó þar í l'.“.,l;num sem áður. LINS OG HUNDSHAUS Á HESTI. Árni sýslum. Gíslason hélt fyrsta mann- talsþing í Dyrhólahr. 1851 ... Sýslu- maður erfiðaði sig fram úr hreppsreikn- ingunum og fannst þar vanta nokkra upphæð. — Einar vildi ekki fallast á að neitt væri vantalið, og benti á, að þessi tala sem ekki sást, væri „þarna undir klessunni”. Þetta leiðréttist svo, þegar hreppstjóri kom heim. Reikning- urinn var réttur, en óglöggur, svo sýslu maður hafði átt að segja, að skriftin nreppstjórans væri að stafagerð eins og hundshaus á hesti. Einar kunni illa að- firimngunum, og varð aldrei góð sam- vinna milli hans og sýslumannsins. (Merkir Mýrdælingar) að en nafnið á svo almennu efni sem þótti skrýtið. Sem fyrr er getið er Dalvísa fimm erindi, átta ljóðlínur hvert. Af þess- um 40 ljóðlínum eru 28 í ávarps- formi og hinar 12 þeim tengdar. Það er því augljóst mál, að ljóðið er al- menns efnis, en ekki um einn eða annan sérstakan dal. Jónas hafði ierðast um allt landið og þekkti hvert svipmót þess í landslagi og gróður- fari, sem og öll tilbrigði veðurfars- ins. Ávörpin, hvert og eitt, eru end- urskin þeirra svipmynda af landinu, sem honum eru efst í huga. Nafnið Gljúfrabúi er ekki nauð- synlegt að telja eiginnafn. Hvort- tveggja er að það er í upphafi er- indis og að það getur verið samnefni f llra fossa landsins, sem niður í gljúf ur falla. — Og þannig mun það hafa verið hugsað af höfundi ljósðins. Halldór Stefánsson. Kurlin eru lengi að koma til grafar: Gljúfrabúi og lióðið fræga 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. október 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.